NT - 08.06.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. júní 1985 13
- Ðire Straits
- The Smiths
-Prince
-Imperiet
Sverrir Stormsker:
Ætla mér að verða
feitur og ríkur
■ Ungur madur, „löggilltur
slæpingi og iöjuleysingi",
Sverrir Stormsker er nýbúinn
að senda frá sér sína fyrstu
plötu. Hann gaf plötuna út
sjálfur og þar sem plötuútgafa
er alltaf dálítið „vafasamur
bissness" höfðum við samband
við Sverri og spurðum hann
hvernig gengi.
„Petta gengur allt stórvel.
Ég labbaði inn í nokkrar
hljómplötuverslanir í gær og
sá að platan var víða uppseld.
En það fóru að vísu ekki nema
tvö eintök í hverja búð, en þau
hafa selst. Ég gaf plötuna út
sjálfur til þess að enginn annar
græddi á henni. Að vísu fær
Skífan 20% af ágóðanum fyrir
dreifinguna og ég hálf sé eftir
þeim peningum. Eg ætla nefni-
lega að verða feitur og ríkur á
þessu, koma mér upp svona
bumbu og sundlaug í garðinn
og pálmatré í stofuna. Ég er
mússíkant, kannski engin
poppstjarna en mússíkant
engu að síður. Ég ætla mér að
græða á þessu en um leið vona
ég að það sé líf eftir dauðann,
því mér tekst það örugglega
ekki í þessari jarðvist.
Pessi plata mín er svolítið
sérstök, eiginlega einstök, hún
er svo þung. Sko lögin eru létt
en platan sjálf er þung. Ég veit
eiginlega ekki af hverju, þetta
er skrífið. Annars er þessi
plata eins og hún átti að vera.
Ég ætlaði að gera svona plötu,
enumslagið, viðskulumekki
tala um þá hörmung."
Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega
dóma og margar viðurkenningar og
MAZDA 626, meðal annars:
ÁBíll ársins í V-ÞýsKalandi
v 2 ár í röð
(D Bíll ársins í BandaríKjunum
(^Bíll ánsins í Japan
^ Bíll ársins í Ástralíu
Bíll ársins á Nýja-5jálandi
O Bíll ársins í 5uður-AfríKu
MEST FYRIR PENINGANA
BILABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99
Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu
strax á 5érlega hagstæðu verði.
Tryggið ykkur því bíl 5trax!
r
/rm jfl| r