NT - 19.06.1985, Blaðsíða 3

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. júní 1985 3 Ný stefna í sjónvarpsmálum Islendinga: Gerfihnattasjónvarp 10 rásir, sjónvarp allan sólarhringinn ■ „Það cr allt morandi í gerfihnöttum fyrir ofan okkur og nú er það bara að velja sér hnött. Þegarþaðerbúiðersvo hægt að velja um margar sjón- varpsrásir hnattarins." Svo mæltist Kristjáni Zhopanias- syni sölustjóra í Hljómbæ, í samtali við NT í gær. Þeir hjá Hljómbæ komu fyr- ir á þaki verslunarinnar loft- netsskerm sem ætlað er að taka á móti sjónvarpssending- um frá gerfihnöttum. Strax í gær hafði þeim tekist að fanga geisla frá.einum hnetti. Þessi mótttökuskermur verður þó varla lengi á þaki Hljómbæjar, því Kristján sagði ■ Unnið að lokafrágangi mót- tökuloftnctsins. að Hótel Holt muni að öllum líkindum kaupa skerminn. Ekki var hægt að fá uppgefið endanlegt verð svona loftnets, því óljóst er með tolla og önnur opinber gjöld. Gerfihnettirnir eru alltaf á sama stað, svo við eigum að geta náð öllum útsendingar- tíma þeirra. Geislinn frá þeim er að vísu orðinn daufur svona norðarlega á jarðarkringlunni, en því er hægt að bjarga með stóru og öflugu loftneti. Kristján sagði gerfihnatta- loftnet kjörin fyrir kapalsend- ingar, núna þegar útvarpslaga- frumvarpið hefur verið afgreitt á Alþiqgi. Minni bæjarfélögog stærri blokkir gætu þá samein- ast um eitt loftnet og valið á milli margra sjónvarpsstöðva allan sólarhringinn. ■ Loftnetsskermurinn kominn uppá þak og unnið við að fínstilla hann. NT-mjndir: Sverrir ______,nj Fiskverkunarfyrirtæki á Vesturlandi: Vill yfirtaka gras- kögglaverksmiðjuna á Stórólfsvöllum ■ Fiskvinnslufyrirtæki á Vesturlandi hefur sýnt áhuga á því að yfirtaka graskögglaverk- smiðju ríkisins að Stórólfsvöllum, sam- kvæmt heimildum NT. Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu staðfesti í samtali, að „aðilar", eins og hann orðaði það, hefðu rætt við ráðuneytið um yfirtökuna, en engar formlegar samningaviðræður hefðu farið fram enn. Guðmundur sagðist ekki vita hvort viðmælendur ráðuneytisins vildu jafn- framt yfirtaka eigur verksmiðjunnar, sem væru miklar og að mestu skuldlausar. Þar sem landbúnaðarráðherra er erlendis, verður ekki ljóst fyrr en í næsta mánuði hvort fiskvinnslufyrirtækið yfirtekur rekstur- inn að Stórólfsvöllum, en Guðmundur sagði, að það yrði tæplega á þessu ári, þar sem verksmiðjan væri að fara í gang. Stóróifsvallaverksmiðjan hefur framleitt um 2500—3(K)0 tonn af graskögglum á ári og hefur rekstur hennar gengið nokkuð vel. Aðspurður um hvort þá væri forsvaranlegt að láta hana frá sér, sagði Guðmundur, að það væri spurning, sem yrði að svara, áður en ákvörðun-um það væri tekin. Samtök kvenna á vinnumarkaði: Kjarasamningurinn festir kaupránið í sessi ■ Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja verkafólk og sér í lagi verkakonur til að fella nýgerðan kjarasamning ASÍ og VSÍ, þar sem hann sé niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna og festi kjara- ránið í sessi. í yfirlýsingu frá samtökunum segir, að samningnum sé greinilega ætlað að vega að einhverju leyti upp á móti verðbólgu út árið, en launahækkanirnar hafi ekkert að segja upp í það, sem búið sé að stela af kaupinu. Samtökin benda þá á, að enn sem fyrr verði reiknitala bónusvinnu — Veiði hafin í Langá Veiði hófst í Langá á Mýrum um helgina. Fyrsta daginn veiddust átta laxar. Á sunnudag veiddust sex fiskar. Af þeim fjórtán fiskum sem komu á land fyrstu tvo dagana veidd- ust ellefu á neðsta svæðinu. Allir laxarnir tóku maðk. Stærðin var ærið misjöfn, eða frá þremur pundum og upp undir tíu pund. Breiðan hefur verið gjöfulust, og voru teknir fimm fiskar þar á opnunardaginn á laugar- dag. í samtali við veiðivörð kom fram að skilyrði væru mjög góð við ána og hefði þessi byrjun verið betri en í fyrra. Veiði hafin á Arnarvatnsheiði Fjöldi fólks lagði leið sfna á Arnar- vatnsheiði um helgina. Veiði hófst á Úlfsvatnasvæði á föstudag. Veiðileyfi eru seld í Húsafelli og kostar dagurinn 650 krónur. Helgarpakki kostar 1000 krónur. Fréttaritari NT í Borgarfirði - Magnús Magnússon lagði leið sína kvenna undir töxtum og þær þurfi því áfram að vinna svo og svo lengi til að ná lámarkstöxtum. Samtök kvenna á vinnumarkaði gera einnig athugasemd við það, að samning- urinn hafi verið gerður í trausti þess að verðlagsþróun haldist innan ákveðinna marka. „Þessu trausti er beint til stjórn- valda, sem ekki hafa gert annað en ráðast á réttindi, kjör og félagslega stöðu verka- lýðshreyfingarinnar," segir m.a. í yfirlýs- ingu Samtaka kvenna á vinnumarkaði um nýgerðan kjarasamning. upp í vötnin og renndi þar fyrir fisk. Magnús sagði að veiðin hefði verið góð, þrátt fyrir að fiskurinn hefði verið lítill og bleikjan í meirihluta. jUmsjón: Kggért Skúlason Sjö „smá átriói sem stundum deymast viðvaf á nýrri þvottavél IÞvottavél sem á að nægja venju- legu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 kíló af þurrum þvotti. því það ér ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló af handklæðum, rúmfötum og bux- um. Það er li'ka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. 2Það er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kílóum af þvotti inní vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran bvottabelg og þvo í miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skínandi hreinn. Stærstu heimilis- vélar hafa 45 lítra bvottahplo 3Vinduhraði er mjög mikilvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mínútu, aðfar með allt að 800 snúninga hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að þorna á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. 4Qrkusparnaður er mikilvægur. Auk verulegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa, ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. A móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri í rekstri og viðhaldsfrekari. 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta líka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin" sem reyndar eru ekki svo lítil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og biónustudeild Heimilistækja hafa séð fyrir beim öllum: 5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur, 800 snúningar á mínútu, heitt og kalt vatn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigjanlegir í samningum! yertu orusgur velduFhiIco heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.