NT - 19.06.1985, Blaðsíða 7

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 7
Veltvangur Miðvikudagur 19. júní 1985 7 ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, flytur ávarp sitt á Austurvelli að morgni 17. júní. ÁVARP Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, 17. júní 1985 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guömundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild r 686538. PJIW'WM Setning og umbrot: Tæknideild NT. | ITl B 1W 1 W Prentun: Blaöaprent h.t. . Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð f lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. r Vopnahlé á vinnumarkaðinum íslendingar, „Hver á sér fegra föður- Iand?“, spyr skáldið. Og þann- ig hafa íslensk skáld um aldir sótt sér yrkisefni til landsins, ekki síst í sjálfstæðisbarátt- unni. Þá hvöttu skáldin þjóð- ina til dáða með því að minna hana á landið, tign þess og fegurð, landið sem íslendingar eiga einir. Svo rík er ástin til Iandsins hjá sumum skáldum, eins og t.d. Jónasi Hallgrímssyni, að landið er oftast það svið, sem hann velur sínum ljóðum. „Greiddi ég þér lokka við Galt- ará“, segir Jónas í einu fegursta ástarljóði, sem ort hefur verið á íslenska tungu. Flestum mundi þó þykja Galtará heldur lítill og fátæklegur lækur á Eyvindarstaðaheiði. Nú sækja skáldin síður yrkis- efni til landsins en fremur í mannlífið sjálft. Ekki lasta ég það, það er einnig ágætt. En þjóðin þarf, nú sem fyrr, að þekkja landið sitt og elska það. Enda er það ekki gleymt. íslenska sjónvarpið hefur undanfarið sýnt þætti um land- ið okkar. Þeir eru gerðir af mikilli list. Þeir minna um margt á framúrskarandi þætti, sem fróðustu menn fluttu í Ríkisútvarpið fyrir mörgum árum, og nefndust „Landið þitt“. Einnig þeir, sem „yrkja“ þannig um landið og kynna það almenningi, eiga þakkir skildar. En hlustandi góður, hvers vegna ræði ég um landið á þessum hátíðardegi? Eru ekki tekjur og lífskjör umræðuefnið þessa stundina? Sjálfur hef ég dag eftir dag þulið tölur um þjóðartekjur okkar Islend- inga, vöxt þeirra og hrun, og gert samanburð við aðrar þjóðir. Mér verður hins vegar oft hugsað til þess, hvað allar þessár tölur eru í raun fánýtar. Því fer fjarri, að þær mæli allan auð einnar þjóðar. Ég ferðaðist nýlega um einn hrikalegasta hluta Alpafjalla. Þar eru klettaborgir miklar og hlíðar þaktar skógi. En skógurinn var að stærstum hluta dauður. Hið súra regn frá iðnaðinum í kring, lífskjara- kapphlaupinu, hafði séð fyrir því. Það hvíldi einhver sorg yfir þessu fyrrum fagra landi. Sömu sögu er að segja af öðrum skógum um alla Evrópu, og jafnvel vötnin í Noregi og Svíþjóð eru mjög rúin lífi. Ekki verður sú lífskjaraskerð- ing, sem slíkri eyðingu fylgir, mæld í hundraðshlutum; hún verður aldrei mæld. Mörgum þykir landið okkar autt og bert. Rétt er það, að skógar þekja það ekki nema að litlu leyti, en sá skógur, sem við höfum, er grænn og fagur. Hraunið á einnig sína stórkost- legu fegurð og melskúfurinn - og jafnvel auðnin. Víðar er fagurt land, en óvíða er loft svo hreint og sjóndeildarhring- urinn svo stór, óvíða speglast fjöllin svo vel í tærum vötnum; hvergi sýnist mér land, lögur og loft falla svo vel saman í eina fagra mynd. Veður eru oft vond og válynd. segja menn. Rétt er það. Þó eru þau hér smámunir hjá fellibyljum og langvarandi iþurrkum víða um heim, sem verða þúsundum manna að fjörtjóni. Vissulegaeránægjan meiri í fögru veðri. Aðalatriðið er þó að vera vel og rétt búinn. Þá er glíma við risjótt veður heilbrigðum manni holl. Og landið á þá einnig sína fegurð. Ég gleymi aldrei þeirri stund, er ég sat í dásamiegu veðri með félögum nu'num á barmi Öskju. Hvergi hef ég séð slíka auðn, og þó var fegurðin svo mikil, ef til vill mest í kyrrðinni. Aldrei gleym- um við ferðafélagarnir heldur stórkostlegri óveðursferð á Arnarvatnsheiði forðum. Og hver gleymir því er hann stóð á tindi hám og horfði yfir landið fríða. En það er engin þörf á því að leita svo langt eða klífa svo hátt. hvar sem er, jafnvel í næsta nágrenni byggðar, er unnt að finna gönguslóðir, fegurð og kyrrð. Sem betur fer eru þær kunnar og vaxandi fjöldi íslendinga leitar lífsgæða á slíkum slóðum. Það þurfa enn fleiri að gera. Við getum, eins og fyrr, sótt okkur ómældan styrk til okkar dásamlega lands. Trúin á þjóð- ina og landið skilar okkur þeg- ar hálfa leið í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Minnumst þess jafnframt, að við eigum landið að verja, okkar mesta auð. Höldum því hreinu og fögru. Það eigum við einir, og þannig skal það ætíð vera. Góðir íslendingar. Eftir verðbólgueldinn og minnkandi þjóðartekjur, er víða spcnna í þjóðfélaginu. Það er ekki óeðlilegt. Menn vilja endurheimta þau lífskjör, sem þeir hafa haft. Og vafa- laust er þörfin hjá mörgum, einkum þeim, sem lægst hafa launin. mikil. Þjóðarbúið er hins vegar orðið svo hlaðið erlendum skuldum. að stákkurinn er mjög þröngt skorinn. Lífskjör- in verða alls ekki lengur styrkt með erlendri lántöku. Verkföll og vinnudeilur eru heldur ekki lausnin. Það væri öruggasta leiðin til glötunar. Því er sér- stök ástæða til að fagna þeim samningum, sem nú hafa náðst. Við gerð þeirra réði skynsemin. Nú hvílir sú ábyrgð á stjóm- völdum, að verðlagsforsendur haldist og raunveruleg kjara- bót verði. Það mun takast. Ég óska íslendingum öllum til hamingju á þessum þjóðhá- tíðardegi. þjálfa fólk frá öðrum menning- arsvæðum upp til þessarar vinnu og þaö kemur bæði niður á afköstum og gæðum. Fróðir menn telja að veruleg launa- hækkun í fiskvinnslunni hefði skilað sér strax í betri afköst- um, meiri gæðum vörunnar og fjölbreyttari vöru m.ö.o. í meira verðmæti framleiðslunn- ar. Það er því skaði að ekki skyldi nást um þetta samkomu- lagnú. Reynslan kcnnirmanni nefnilega að taka ekki of mikið mark á því þó rætt sé um að gera hitt og þetta á samnings- tímanum. En það ætti að vera okkur ærið umhugsunarefni þegar íslendingar fást ekki lengur til að vinna í grundvall- aratvinnugreininni vegna bágra kjara og á það algilda lögmál má minna að það er skilyrðislaust hnignunarmerki þegar ein þjóð flytur inn „þræla" til að vinna erfiðustu og verst metnu störfin. Þess heldur þegar um er að ræða störf sem líf þjóðarinnar bygg- ist á. Iialdur Kristjánssun ■ 17. júní 1985. Mynd: Ámi Rjarna ■ Líklegt er að með samningum ASÍ og VSÍ hafi tekist vopnahlé á vinnumarkaðinum a.m.k. út þetta ár. Fagmennirnir hjá Vinnuveitendasambandinu og í Verkalýðshreyfingunni hafa náð saman í samningum sem væntanlega tryggja þrjú prósent aukningu kaupmáttar út þetta ár. Þau öfl, í herbúðum beggja, sem vildu nýta átökin á kjaramarkaðinum pólitískum hreyfingum sínum til framdráttar hafa orðið að lúta lægra haldi, ólíkt því sem var á síðasta hausti. Þá náðu öfgaöflin á báðum köntum yfirhöndinni og útkoman varð langvinnar deilur til mikils skaða fyrir þjóðarbúið og marklausir samningar að lokum. Að óbreyttu hefði stefnt í 3-4% rýrnun kaupmátt- ar. Nú ætti hann að aukast um 3%. Það er eðlilegt í ljósi þess að þjóðartekjur munu vaxa á þessu ári, eftir 3 ára samdrátt. Það jákvæða við þessa samninga er að ekki er farið of geyst í sakirnar. Þennan kostnaðarauka ætti útflutningsframleiðslan að geta borið án þess að til gengisfellingar komi. Fyrirtækin verða einnig að miða rekstur sinn við það að þessum ávinningi verði *ekki velt út í verðlagið. Það er hins vegar ókostur við þennan samning að körfur verkalýðshreyfingarinnar í málefnum fisk- vinnslufólks náðu ekki fram að ganga að neinu leyti. Það er skaði fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að menn báðum megin víglínunnar telja að bætt kjör fisk- vinnslufólks myndu skila sér í verðmætari fram- leiðslu. Nú vantar alls staðar fólk í fiskvinnslu og fiskverk- endur reyna í örvæntingu sinni að flytja inn erlent vinnuafl til að greiða úr brýnustu þörfinni. Það er þó deginum ljósara að eftir því sem fiskvinnslufólk er óvanara og óreyndara fer stærri hluti aflans í fljótvirkar og verðminni pakkningar en þar sem hæft og vant fólk fæst til starfa. Gæði framleiðslunnar verða eftir því minni. Fað er því líklegt að bætt kjör og vinnuaðstaða í fiskvinnslu leiði beint til verðmætari og betri fram- leiðslu og komi því öllum aðilum til góða. Reyndar er því lýst yfir að finna skuli leiðir á samningstímanum til að bæta kjör fiskvinnslufólks. Gera verður þá kröfu að þar fari meira en orðin tóm. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur markvisst verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu sjávarút- vegsins og reglur settar um stjórnun fiskveiða. Þá hefur verið gerð ítarleg áætlun um grunnnámskeið í fiskvinnslu sem taka til landsins alls. En vandinn sem blasir við er mikill. Við megum einskis láta ófreistað að bæta rekstraraðstöðu fisk- vinnslunnar og þá um leið kjör þeirra er við hana starfa. Það gengur ekki að byggja undirstöðuna á óvönu erlendu vinnuafli. Slíkt segir vonda sögu um þá þjóð sem hér býr. Það er mál númer eitt, tvö og þrjú að það verði eftirsótt starf að vinna við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Þá fyrst verður hægt að gera kjarasamninga til lengri tíma en sex mánaða, en auðvitað þurfum við lengri vopnahlé en það. Við þurfum varanlegt vopnahlé.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.