NT - 19.06.1985, Blaðsíða 11

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 11
 ff¥í Miðvikudagur 19. júní 1985 11 ItU Menning Ba ekur 09 rit: Brjálaði vísindamaður- inn fær makleg málagjöld Runaway (Vélmenni í vígahug). Bandaríkin 1984. Leikendur: Tom Selleck, Cynthia Rhodes, Gene Simmons, Kristie Alley, Stan Shaw, G.W. Bailey, Chris Mulkey. Handrit og leikstjórn: Michael Crighton. ■ Michael Crighton hefur áður ver- ið viðriðinn kvikmyndir, sem hafa boðið okkur upp á misjafnlega geðs- lega framtíðarsýn. Hugmyndir hans í þessari kvikmynd eru mjög í takt við tækniþróun síðustu ára, og því rök- réttar og trúverðugar, andstætt mörg- um öðrum framtíðarmyndum. Heimilin í þjóðfélagi Crightons ganga öll meira og minna fyrir til- stuðlan vélmenna af ýmsu tagi. Vél- menni þessi sjá um að svara í síma, ala upp börn, elda matinn og annað í þeim dúrnum. En eins og önnur mannanna verk, eru þau ekki full- komin, og geta fengið brjálæðiskast. Þess vegna hefur borgin komið sér upp sérstakri lögreglusveit, sem sér um að slökkva á þeim vélmennum, sem hafa gengið af göflunum. En það eru ekki bara bilanir, sem valda þessum sinnaskiptum vélmenn- anna. í borginni gengur nefnilega laus kolgeggjaður vísindamaður, sem breytir vélmennunum í óðar morðvél- ar. Söguhetjan okkar, Ramsay nokk- ur flokksforingi í vélmennasveit lög- reglunnar, og aðstoðarmaður hans, ung og falleg lögreglukona, fá það hlutverk að hafa uppi á brjálæðingn- um. í þeirri baráttu lenda þau í ótal ævintýrum, miður skemmtilegum mörgum hverjum. Réttlætið sigrar þó HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Bók um Duran Duran ■ Forlagið hefur gefið út bók- ina Duran Duran eftir William Simmons. Nokkur síðustu árin hefur hljómsveitin átt öruggt sæti á vinsældalistanum um all- an heim og er hvarvetna umset- in aðdáendum. í þessari bók er gerð grein fyrir ferli Duran Duran og birtar liðlega sjötíu litmyndir. Bókin er unnin í samvinnu við þá strákana, sem segja frá mörgum persónuleg- um málefnum sínum, auk þess sem birt er plötuskrá hljóm- sveitarinnar. Segja má, að Dur- an Duran hafi valdið byltingu á tónlistarsviðinu, eða eins og Simon Le Bon orðar það: „Við erum á stöðugri uppleið og gengur betur með hverju ári sem Iíður. “ Hvað veldurþessum gífurlegu vinsældum Duran Duran? Svarið felst ekki bara í dugnaði þeirraogeljusemi held- ur líka óvenjulegum hæfileik- um. Bókin Duran Duran kemur út í íslenskri útgáfu í samvinnu við Multimedia Publications og er prentuð á Spáni. Kastaladraugurmn Fyrsta bók í nýjum teiknimyndasagnaflokki ■ Fyrsta teiknimyndasagan í flokknum um japönsku stúlk- una Yoko Tsuno heitir Kastala- draugurinn. Höfundurbókanna er Roger Leloup. Yoko er vel þekkt söguhetja, því um hana hafa þegar komið út tólf bækur víðs vegar um heim. Þessar bækur hafa hlotið virtustu verð- laun á sínu sviði og verið gefnar út í stórum upplögum. Yoko er ákaflega vel að sér um tækni og 1 vísindi á tímum tölvu og geim- ferða. í bókinni Kastaladraug- urinn ferðast hún um Skotland ásamt vinum sírrnm Villa og Palla. Þar gista þau í kastala, þar sem eitthvað vafasamt er á seyði. Þarna gengur draugur Ijósum logum, en Yoko neitar að trúa á yfirnáttúruleg fyrir- bæri, enda kemur í Ijós að brögð eru í tafli. Sögurnar um Yoko Tsuno eru æsispennandi. Bókin er gefin út hjá Forlaginu og prentuð á Ítalíu í samvinnu við Interpresse. Þorvaldur Kristinsson þýddi. ■ Brjálaði vísindamaðurinn er heldur svipljótur, þegar hann býr sig undir að drepa vinkonu sína. Hann sleppur þó ekki undan réttvísinni. að lokum, og ástin líka. Þess má svo til gamans geta, að löggan er loft- hrædd eins og löggan í Lofthræðslu Alfreðs Hitchcocks, og kemur þaö henni í koll. Kvikmynd þessi er dæmigerð færi- bandaframleiðsla frá Hollywood. Handbragð allt og tæknibrellur eru í ágætlega vönduðu lagi, en á beininu er álíka mikið kjöt og á plastbcina- grind í læknaskóla. Og ekki er hún nægilega vel skrifuð til að mynda hinn minnsta vott af spennu. Maður bara horfir á og lætur sér fátt um finnast. í fljótu bragði er ekki hægt að sjá að hún höfði til annarra en æstra aðdá- enda rokksveitarinnar Kiss, en liðs- maður úr þeirri sveit leikur vonda manninn. Og gerir það fremur illa. Aðrir leikarar eru mun betri. En það dugir ekki til. Runaway er kvikmynd, sem maður gleymir um leið og Ijósin hafa kviknað í salnum. Guðlaugur Bergmundsson Kynsvall í Kyrrahafi og uppreisn Fletchers HAGSTÆTT VERÐÍ Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á dempurum. Komið og gerið góð kaup. VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ ■ Uppreisnin á Bounty (The Bounty). Bandaríkin 1984. Handrit: Robert Bolt, eftirbók- inni „Blight skipstjóri og herra Christian" eftir Richard Hough. Leikendur: Anthony Hopkins, Mel Gibson, Edward Fox, Laurence Olivier, Daniel Day- Lewis, Bernard Hill, Tevaite Vernette. Leikstjóri: Roger Donaldson. Roger Donaldson, eða öllu heldur handritshöfundur hans, Robert Bolt, gefur okkur nokk- uð nýja mynd af aðdragandan- um að uppreisninni á því fræga skipi Bounty fyrir 200 árum. Framleiðendurnir ganga meira að segja svo langt að segja, að nú hafi sannleikurinn loksins verið sagður. Ekki skal lagður dómur á það, en hér er að minnsta kosti gerð tilraun til að hreinsa Bligh skipstjóra af því mikla óorði, sem farið hefur af honum undanfarnar tvær aldir. Robert Bolt byggir handrit sitt þannig upp, að hann lætur Bligh sjálfan segja fyrir rétti frá þeim atburðum er leiddu til þess, að Fletcher Christian, áður góður vinur hans, stjórnaði uppreisn um borð og rak Bligh og nokkra aðra skipverja í burtu, einhvers staðar úti á miðju hafi. Samkvæmt hans eig- in frásögn, var Bligh ekki neinn sadískur ruddi, eins og fyrri kvikmyndir urn hann hafa talið okkur trú um. Hann fór ekki að sýna mönnum sínum hörku fyrr en hann hafði neytt þá úr örmum íturvaxinna og fá- klæddra meyja á Tahiti, til heimferðar. Þá þurfti hann að koma aftur á aga um borð, og það var meira en mennirnir þoldu. eftir margra mánaða kynsvall og hóglífi í landi. Ekki er að sjá, að aðrar ástæður hafi legið að baki frægustu skipsupp- reisn sögunnar. Og þykir mörg- um það heldur klént. Úr því að Robert Bolt og Roger Donaldson ákváðu að fara ótroðnar slóðir í frásögn sinni af uppreisninni, hefði ekki verið úr vegi að gæða helstu persónurnar lífi til að skýra ástæður vinslita Blighs og Christians á annan og ekki eins ódýran hátt, og að framan segir. Því er þó ekki að heilsa. Aðeins persóna Blighs fær einhverja alminlega meðhöndlun af hálfu höfunda, og er túlkun Anthony Hopkins í samræmi við það.. Sviðssetning Rogers Donald- sons er ákaflega hefðbundin, og nokkuð traust. Hann. eins og Robert Bolt, klikkar þó á frá- sagnaraðferðinni. Sagan á að vera í fyrstu persónu, en undir lokin, þegar Bligh hefur verið sendur út í hafsauga, fáum við samt að fylgjast með ferðum Christians og manna hans í leit að nýjum heimkynnum, eftir að kóngurinn á Tahiti hefur rekið* þá á brott. En það sem bjargar myndinni fyrst og fremst, er kvikmyndatakan, landslagið á Kyrrahafseyjum og allar fallegu ^stelpurnar, sem spranga um hálfnaktar. Guðlaugur Bergmundsson ■ Mel Gibson í hlutverki Fletchers Christians er fremstur á myndinni. Skyldi hann vera að hugsa um meyjarnar íturvöxnu á Tahiti? Uppreisn í vændum. Dempararí: Golffr. ..... Jetta fr. .... Pajero fr. ... Coltfr. ..... Galant fr. ... Galant aft. .. Range Rover Verðkr.: .. 1.390 .. 1.390 .. 1.250 .. 1.550 .. 1.550 * 990 .. 1.220 SAMA VERÐ UM LAND ALLT!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.