NT - 19.06.1985, Blaðsíða 12

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 12
01 Miðvikudagur 19. júní 1985 12 Utlönd Austurríkismenn og Tékkar: Samvinna um um- hverfismál Vín-Rcuter. ■ Austurríkisnienn og Tékkar munu síðar á þessu ári undirrita samkomulag um samvinnu á sviði um- hverfismála. í samkomulaginu sem undirritað verður í Prag verður meðal annars að fínna ákvæði um sameig- inleg rannsóknarverkefni og sameiginlegar mcngun- arvarnir. Fulltrúar ríkjanna ræddust við í 4 daga í Vín, og sýndu Tékkar meðal annars áhuga á aó kaupa austurrískar reyksíur í raf- orkuver sín sem brenna lélegum brúnkolum með miklu brennisteinsmagni. Raforkuver Tékka eru flest í Norður-Bóhemíu og spúa um 3.100.000 tonn- um af brennisteindíoxíði út í andrúmsloftið. Mikill hluti skóga í Norður- Tékkóslóvakíu hefureyði- lagst vegna þessarar mengunar og Austurríkis- menn kennt Tékkum um milljón dollara tjón á skógum sínum vcgna þess að súrt regn hefur fallið þar niður. Tékkar lofuðu á fundi ríkjanna að vera búnir að lækka brennisteinsmeng- un sína niður um 30% árið 1993. Franskur iiðsforingi: Samviska hans sagði nei takk - fær 6 mánaða fangelsi fyrir að yfirgefa kjarnorkustöð Nimes, Frakklandi-Reuter. ■ Liðsforingi sem yfirgaf kjarnorkuvopnastöð í Suðaust- ur-Frakklandi vegna þess að hann gat ekki lengur afborið þá liugsun að hann myndi síðar ef til vill eiga þátt í að kjarnorku- flaug yrði send á loft og valda dauða hundruða þúsunda var í gær dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir athæfí sitt. Taismenn í franska réttar- kerfínu sögðu að liðsforinginn Jean-Louis Cahu hefði þegar tekið út mánaðarrcfsingu í gæsluvarðhaldi en hinir fimm mánuðirnir væru skilorðs- bundnir. Jean-Louis Cahu bar ábyrgð á öðrum tveggja lykla að skot- kerfi 18 S-3 kjarnaflauga þegar hann hvarf í nóvember síðast- liðnum. Hann sagði einkaréttin- um sem fór með mál hans að hann hefði falið sig í neðanjarð- arbyrgi sínu, 400 metrum undir kjarnorkustöðinni og orðið að fá næði til að hugsa því að honum hefði verið óbærilegt að sinna störfum sínum lengur. Hann hefði tekið ákvörðun sína einn og sér með samvisku sinni og það væri alls ekki ætlun sín að ljóstra upp hernaðarleyndar- málum. Hámarksrefsing í Frakklandi fyrir að gerast liðhlaupi á friðar- tímum er fjögurra ára fangelsi. Fyrir þremur árum var dóm- gæsla í slíkum málum færð úr höndum herdómstóla til borg- aralegra dómstóla. Mál Jean-Louis Cahu varð opinbert þegar hann skýrði dagblaði frá ákvörðun sinni áður en hann gaf sig fram við lögregluna. Ríkissaksóknarinn Monique Guemann fór fram á lágmarks- refsingu í málinu þar eð lofa bæri heiðarleika og hugrekki liðsforingjans í að breyta sam- kvæmt samvisku sinni. Cahu hefur verið leystur frá störfum og berst nú gegn kjarn- orkuvopnum. Hann segist óska þess eins að kjarnorkuvopna- kapphlaupið verði stöðvað því að vopnunum verði beitt fyrr eða síðar. London: Herferð gegn klámi í Soho - klámhundar fái sér aðra vinnu London-Reuler. ■ Lundúnalögreglan lét um helgina til skarar skríða í her- ferð sinni gegn ósiðlegu líferni og réðst inn í hverfí hinna rauðu Ijósa í Soho til að athuga hversu ólöglegum krambúðum sem seija alls kyns klámtól og tæki í þeim tilgangi að fjörga kynlífs- athafnir hefði vaxið fískur um hrygg. Lögreglan gerði innrás inn í á annan tug klámblaðaverslana, gægjugatasýningahúsa og ann- arra álíka fyrirtækja og var það þáttur í áætlun lögregluyfir- valda að hreinsa til í Sohohverf- inu sem nýtur nokkurra vin- sælda meðal ferðamanna í borg- inni. Ólöglegar klámbúðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Sohohverfinu þótt leyfisgjaldið sem borgað er árlega hafi verið hækkað í 11.000 pund eða um 560.000 íslenskar krónur. Talsmaður Scotland Yard sagði að aðgerðirnar um síðustu helgi væru liður í áætlun um að uppræta starfsemi klámhunda í Sohohverfinu svo að hverfið öðlaðist nýjan virðuleika og að aðgerðirnar myndu standa yfir í nokkra daga. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins --------------- DREGIÐ 17. JÚNÍ 1985 ------ SAAB 900i SPECIAL: 104159 OPEL KADETT GL: 66911 98736 BIFREIÐAR AÐ EIGIN VALI, 300.000 KR.: 29343 157969 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR, 100.000 KR.: 14355 14367 19149 20790 27807 50458 69300 119601 134263 151506 HEIMILISTÆKJAVINNINGAR, 50.000 KR.: 8177 10015 10707 13848 15129 16523 20593 24112 30341 39104 60280 62175 65151 79964 93670 106913 121843 136038 144209 145486 147338 155284 163716 169019 179188 Handhafar vinningsmióa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlið 8, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning é KrabbameinsfélagiÖ ■ Klámhundurinn á þessari mynd verður sjálf- sagt heldur óhress með það að þurfa að leita sér að annarri vinnu en lögreglan í London hefur hafíð herferð gegn ósiðlegum atvinnurekstri í Sohohverfi og ætlar sér að útrýma klámbúllum svo hverfið öðlist meiri virðuleika. Gandhi hress með för sína Nýja Delhi-Reuter ■ Rajiv Gandhi forsætisráð- herra Indlands var glaður í bragði er hann kom heim úr heimsóknum sínum til 5 ríkja þeirra á meðal Bandaríkjanna. Gandhi sagði blaðamönnum að hann væri mjög ánægður með ferðir sínar til Egypta- lands, Alsír, Frakklands, Sviss og Bandaríkjanna og sagði að heimsóknirnar myndu auka vin- skap milli ríkjanna þótt líklega kæmu sérstakir ávinningar þeirra ekki í ljós fyrr en síðar. Hann væri mjög ánægður með viðræður sínar við forystumenn ríkjanna þótt það þýddi ekki að komist hefði verið að niðurstöð- um um sérhvert mál sem borið hefði á góma í viðræðunum. Gandhi var mjög spurður um viðræður hans við Bandaríkja- stjórn og hvernig Bandaríkja- menn hefðu brugðist við beiðni hans um að reyna að hafa áhrif á kjarnavopnatilburði Pakist- ana. Gandhi sagðist vera nokk- uð viss um að Bandaríkjastjórn myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir kjarnavopnavæðingu Pak- istana en það þýddi hins vegar ekki að Pakistanar yrðu sér ekki úti um kjarnorkuvopn. Sala Bandaríkjamanna á vopnum og vopnabirgðum til Pakistana væri ekki ógnun við öryggi Ind- lands en hún neyddi Indverja til að reyna að jafna metin. Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum iyftara upp i uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara i umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 J Frjálst framtak í heilbrigðismálum: Einkaaðilar stofna læknamiðstöð í Osló - eykur misrétti segja sósíaldemokratar ■ Einkaaðilar hafa nú hasl- að sér völl í norska heilbrigð- iskerfínu með stofnun lækna- miðstöðvar í Osló utan hins opinbera heilbrigðiskerfís. Læknamiðstöðin, sem heitir Ring Medisinskc Senter, hefur fengið 18 lækna og sérfræðinga til starfa, og hún er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Læknarnir bjóða upp á læknaþjónustu allan sólar- hringinn fyrir þá sem hafa efni á að greiða það sem upp er sett. Hægt er að gerast aðili að þjónustu læknamiðstöðvar- innar með því að greiða 1.600 n.kr. (7.500 ísl.kr.) fyrir einstakling eða 3.500 n.kr. (15.500 ísl.kr.) fyrir fjölskyldu sem upphafsgjald auk 700 n.kr. (3.300 ísl.kr.) ársgjalds fyrir einstaklinga og 1.400 n.kr. (6.500 ísl. kr.). Fyrir þetta gjald öðl- ast einstaklingar rétt á sex ókeypis læknisskoðunum yfir árið og fjölskyldur fá rétt á tólf læknisskoðunum. Fólk fær líka rétt á hjartaaðgerð erlendis svo fremi sem það var heilbrigt þegar það gerð- ist aðili að þjónustunni. Einstaklingar sem ekki eru aðilar að þjónustu miðstöðv- arinnar þurfa að greiða 150- 200 n.kr. (700-1000 ísl.kr.) fyrir hverja skoðun. Stjórnarformaður og yfir- læknis læknamiðstöðvarinn- ar, Jens Moe, segir miðstöð- ina ekki í samkeppni við heilhrigðiskerfið, heldur sé henni ætlað að veita fólki valkost. Hann segir að það þurfi 8.300 áskrifendur að þjónustu miðstöðvarinnar til þess að hún skili hagnaði. Nú þegar hefðu 5.500 manns gerst aðilar og vandalítið yrði að fá þá 2.800 sem upp á vantaði. Leiðtogar Verkamanna- flokksins í Noregi hafa lýst því yfir að þeir séu mjög á móti því að opinbert fé verði notað til að fjármagna lækna- miðstöðvar í eigu einkaaðila. Slíkar miðstöðvar græfu und- an jafnrétti í heilsugæslu og ieiddu til tvískiptingar heilsukerfisins þar sem fólki væri mismunað eftir efnahag. Verkamannaflokkurinn segist stefna að því að gera hið opinbera heilsukerfi svo gott að læknamiðstöðvar einkaaðilar verði óþarfar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.