NT - 19.06.1985, Blaðsíða 19

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. júní 1985 19 flokksstarf Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fjölmennum á hátíöarfundinn undir Ármannsfelli 19. júní í tilefni þess, aö 70 ár eru liðin frá þvi að íslenskar konur ööluðust kosningarrétt. Ferðir verða frá BSÍ kl. 19.00 miðvikudag 19. júní og heim aftur að samkomunni lokinni. Frá vorhappdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram í vorhappdrættinu og eru vinnings- númerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt gíróseðlum má framvisa greiðslum enn um sinn í næsta pósthús eða peningastofnun og eru flokksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. Éinnig bíl til flutninga fyrir jarðýtu. Selst saman eða sitt í hvoru lagi. Tilboð óskasL Sími 32101. NJOTUM LANDS -NÍÐUM El Ferðamálaráö íslands t Ástkær eiginmaður minn, Jónas Guðmundsson rithöfundur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. júní n.k. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysa- varnafélag Islands. Jónina H. Jónsdóttir. Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, Birna Björnsdóttir Hjallalandi 26, Reykjavík, lést 15. júní. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju, föstudag- inn 21. júní kl. 15:00. HeimirHannesson Björn Þórðarson Hannes Heimisson Sigríður Heimisdóttir Erla Björnsdóttir Magnús Heimisson Guðrún Björnsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, Valdimars Jónssonar Álfhólum Hrefna Þorvaldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Bláa lónið: Rannsókn á lækningamættinum ■ Rannsókn á lækningamætti Bláa lónsins fyrir psoriasissjúk- linga fer fram í sumar á vegum landlæknis og Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Lónið, sem er myndað af affallsvatni úr Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, er talið hafa bætt líðan og minnkað útbrot hjá mjög mörgum psoriasissjúkling- um sem hafa baðað sig í því síðan máttur þess varð kunnug- ur fyrir fjórum árum síðan. Psoriasissjúkdómurinn er arf- gengur sjúícdómur sem hrjáir a.m.k. 5000 íslendinga, skv. tölum Samtaka psoriasis- og ex- emsjúklinga. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, aðstoðarlandlæknis, er hægt að halda sjúkdómnum niðri með smyrslum, sjó- og sólböðum. Hann sagði að ef lækningamáttur lónsins sannað- ist yrði það mikill ávinningur í baráttunni við sjúkdóminn. Rannsóknin umrædda mun sennilega hefjast eftir nokkrar vikur, sagði Guðmundur. Fengnir verða 30-40 sjúklingar sem verða látnir baða sig í lóninu nokkrum sinnum í viku í 1 '/ó til 2 mánuði. Verður víðtæk Iæknisskoðun gerð á þeim á undan og eftir tímabilinu. Sigurður Rúnar Guðmunds- son, efnaverkfræðingur, sem hefur gert rannsóknir á efna- samsetningu lónsins, sagði að affallsvatnið væri kísilríkur jarðsjór, þ.e. sjór sem hefur runnið inn í jarðlög og hitnað þar og ummyndast. Hann sagði að eitt af aðaleinkennum jarðsjósins í lóninu, væri hin mikla fjölliðun kísilsins sem væri í honum. Misheppnað innbrot: Rómverska aðferðin ■ Aðferðir sem innbrots- þjófar nota er mismunandi. Flestar miða þær þó að því að ganga sem hljóðlegast til verks, og láta lítið á sér bera. Nokkrir unglingsdrengir sem leið áttu fram hjá Farfugla- heimilinu á Laufásvegi gerðu tilraun til innbrots í heimilið. Tilraunin tókst ekki sem skyldi og má þar kannski kenna um aðferðinni við inn- brotið. Unglingarnir sem voru nokkrir saman reiddu á milli sín trjádrumb sem þeir, með tilhlaupi létu vaða á hurðinni. Lögregla var kölluð á vettvang og yfirheyrði hún drengina. Að sögn sjónarvotta er þessi aðferð til innbrots vel þekkt úr kvikmyndum, og munu Rómvcrjar hafa notað hana óspart. Þingslit: Ekki á fimmtudag heldur á föstudag ■ Nú eru engar líkur taldar á að takist að ljúka þingstörfum á fimtudaginn eins og stefnt hafði verið að. Niðurstöður mikilla funda- halda í hliðarherbergjum þing- hússins í gær leiddu til þess að þingmenn virðast nú sammála um þingslit á föstudaginn. Var fullyrt í alþingishúsinu að hinu langa þinghaldi ljúki loks þann dag, enda má greina nokkra óþreyju meðal þingmanna eftir að komast heim í kjördæmi sín. Herraríki stækkar ■ Búðin við hliðina á Ríkinu - Herraríki eins og hún heitir hefur nýlega stækkað við sig. Við stækkunina fékk starfsfólk hennar einnig ný föt til að sinna afgreiðslustörfunum í. Þau stilltu sér upp fyrir Ijósmvndara NT þegar hann bar að garði um daginn. Talið frá vinstri: Guð- björg Jónsdóttir, Guðmundur Björnsson, Eygló Gísladóttir, Birgir Georgsson, verslunar- stjóri, Einar Eyþórsson. NT-mynd: Sverrir. Lögreglan í Ámessýslu: Þrettán teknir vegna ölvunar ■ Lögreglan í Árnes- sýslu tók 13 ökumenn grunaða um ölvun við akstur um helgina sem leið. Að sögn Sigurðar Jónssonar varðstjóra lög- reglunnar á Selfossi var gífurleg umferð um sýsl- una og mikil fjölgun er orðin á ferðamönnum á ferðamannastöðum þeim sem eru undir eftirliti lög- reglunnar. Þessir þrettán ökumenn sem teknir voru grunaðir um ölvun voru stöðvaðir víðsvegar um sýsluna. Þá varð bílvelta á aðalgötunni á Selfossi og reyndist ökumaður, sem slasaðist, vera ölvaður. Plata með Graham og Bergþóru ■ Á næstu dögum mun koma út sameiginleg plata þeirra Gra- ham Smith og Bergþóru Árna- dóttur. Ber hún heitið „Það vorar - A Musieal Affair“, og helur hún að geyma tíu lög, sex eftir Graham og fjögur eftir Bergþóru. Graham Smith hyggst hverfa héðan af landi brott í júlímán- uði en kemur e.t.v. hingað aftur að hausti til tónleikahalds. Flutningamál herliðsins: Á úrslitastigi ■ „Málið er á úrslitastigi hjá gagnaðila og við bíðum nú eftir niðurstöðum þar,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra í svari við fyrirspurn Eiðs Guðnasonar á sameinuðu þingi um flutninga Rainbow Navigation fyrir bandaríska herliðið í Keflavík. Ellert B. Schram, Eiður Guðnason og Eyjólfur Konráð Jónsson þöickuðu svör ráðherra og Ell- ert minnti á lagafrumvarp sem hann hefur flutt um þetta mál. Hann taldi að það frumvarp væri góður stuðningur við málflutning utanríkisráðherr- ans og að nauðsynlegt væri að íslendingar sættu sig ekki við að verða að lúta einokunarlög- um erlends ríkis, heldur yrðu. þeir að mæta þeim með eigin lagasetningu. Karl Steinar Guðnason sagði að íslensku skipafélögin hefðu ekki skipað upp varningi til herliðsins ÍNjarðvíkurhöfn heldur í Reykjavík og spurði hvort því yrði ekki breytt ef þau fengju flutningana og tækju upp sömu hætti og Banda- ríkjamenn í því efni. Hjörleif- ur Guttormsson taldi áhyggju- efni þegar flutningar fyrir her- liðið væru orðnir svo mikilvæg- ir fyrir íslensku skipafélögin að þeir skiptu sköpum fyrir afkomu þeirra og sagði affara- sælast að íslendingar losuðu sig við herliðið og ítök þess í íslettsku efnahagslífi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.