NT - 19.06.1985, Blaðsíða 20

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 19. júní IMMVrmi A FIU 9 M M111 Þórmundur Bergsson (ábm.), Gylfi Þorkelsson og Sveinn Agnarsson 1. deild kvenna: Enn tapar Valur ■ Bikarmcisturum Vals gengur nú illa í 1. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu. Á laugardag sóttu Valsvalkyrjurnar Akureyrardömurnar í KA heim og þær norö- lensku sigruöu 1-0. Emil- ía Rafnsdóttir skoraði eina mark leiksins. Þá sigraði KR ísafjörð 1-2 á útivelli í sömu deild. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: Breiðablik ... 3 3 0 0 21-1 9 Akranes.... 2 2 0 0 4-0 6 ÞórAk...... 2 2 0 0 4-1 6 KR ........ 4 2 0 2 6-9 6 KA ........ 2 10 1 1-1 3 Ísaíjörður ... 2 0 0 2 2-5 0 Valur..... 3003 1- 9 0 Keflavík... 2 0 0 2 0-13 0 Gott kast Hohn ■ A-þýski heimsmet- hafínn Uwe Hohn sigraði örugglega í spjótkasti á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti í Bratislava í Tékk- óslóvakíu um helgina. Hann kastaði spjótinu 94,96 m , meira en 12 metrum lengra en næsti maður, Jan Kolar frá Tekkóslóvakíu. Tékkinn Imrich Bugar, núverandi heimsmeistari í kringlukasti, sigraði ör- ugglega í sinni grein. Hann kastaði þó einungis 66,70, en á best 71,26 á árinu. Þá sigraði landi Bugars, Tatiana Koc- embova í 200 m hlaupi kvenna á 22,85 sek. Hún lilaut silfrið á heimsmeist- arakcppninni fyrir tveim- Vesturleikarnir í frjálsum í Sviss: Fimm verðlaun - frá fimm þátttakendum - Einar setti vallarmet ■ Fimm þátttakendur og fímm verðlaun. Slíkur var árangur íslendinganna sem kepptu á Vesturleikunum í Sviss um helg- ina. Hreint út 'sagt alveg frábært. Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkastinu, að venju. Sigurður Einarsson og Iris Grönfeldt hlutu brons í spjótinu og Helga Halldórsdóttir og Oddur Sigurðsson náðu silfrinu í hlaupum. Einar hafði mikla yfirburði í spjótkastinu. Hann kastaði 89,42 metra, 11 metrum lengra en næsti maður. Árangur Einars var vallarmet á íþróttaleikvang- inum í Ziirich. Sigurður varð þriðji með 76,18 metra, töluvert frá sínu besta. Hann var óhepp- inn með köst sín að þessu sinni. íris kastaði spjótinu 55 metra og var það rúmum sjö metrum styttra en sigurkastið í grein- inni. Helga var í miklu stuði á mótinu og setti þrjú íslandsmet. Fyrst í 100 m grindahlaupi er hún hljóp á 13,94 sek.í undan- rásunum og bætti gamla metið um tvo hundruðustu. I 400 m grindahlaupi hljóp hún í úr- slitunum, 45 mínútum síðar, á 58,66 sek. og náði 2. sætinu. Hún bætti þar eigið íslandsmet m rúma sekúndu. Loks setti hún íslandsmet í úrslitum 100 m grindahlaupsins, sem hún hljóp á 13,91 sek. Oddur Sigurðsson keppti í 400 m hlaupi og hljóp á 46,78 sek. Það kom honum í annað sætið. Svisslendingurinn góð- kunni Marsel Arnold sigraði á 45,74 sek. íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Fyrsta stig Leifturs Gerðu jafntefli í Eyjum - Blikar í banastuði ■ Einar Vilhjálmsson og íris Grönfeldt áttu góðan dag í Sviss. Einar vann spjótið með miklum mun. ■ Fjórða umferð í 2. deildar keppninni var leikinn uni helg- ina og eftir hana þá standa Blikar úr Kópavogi best að vígi en Eyjamenn koma næst. Blik- arnir áttu góðan dag á Isafíröi og lögðu heimamenn að velli. Eyjamenn voru ekki með á nót- unum í Eyjum og náðu jöfnu gegn neðsta liðinu Leiftri frá Olafsfíröi ÍBV-Leiftur................ 1-1 Þessi leikur var í slappasta lagi að sögn fréttaritara NT í Eyjum. Urslitin voru HM í badminton í Calgary í Kanada: „Ég veit ekki hvað gerðist“ Frost tapaði. Janus í FH ■ Janus Guðlaugsson, landsliðsmaðurinn sterki í knattspyrnu, tilkynnti í síðustu viku félagaskipti frá Fortuna Köln yfír í FH. Hann mun því verða löglegur með Hafnar- fjarðarliðinu innan mán- aðar. Ekki er að efa að hann mun styrkja liðið mikið, ef hann leikur með í sumar, en FH-ingar verma nú 3. neðsta sæti deildarinnar, hafa aðeins einu stigi meira en Vík- ingur og Víðir. ■ „Égveitekkihvaögerðist,“ sagði Daninn Morten Frost eftir að hafa tapað 18-14, 10-15 og 8-15 fyrir Kínverjanum Han Jian í úrslitum einliðaleiks karla á heimsmeistaramótinu í badm- inton í Calgary í Kanada á sunnudag. Frost vann fyrstu lotuna, Jian þá næstu og í þeirri þriðju var Frost kominn yfir 8-3 þegar allt hrökk í baklás hjá honum. Þá skiptu keppendurnir um vallar- helminga og við þá breytingu komst Jian á skrið. Hann smass- aði hvað eftir annað, vann nokkra punkta upp við netið og sýndi á allan hátt stórkostlegan leik. Frost lék hins vegar illa, gerði mörg mistök og vann ekki punkt éftir þetta. í tvíliðaleik karla sigruðu Joo Bong Park og Moon Soo Kim Li Youngbo og Tiam Bingyi 5-15, 15-7 og 15-9. Han Aiping sigraði í einliða- leik kvenna. í úrslitaleik vann hún löndu sína frá Kína, Wu Jianqiu 6-11, 12-11 og 11-2. Hún sigraði einnig í tvíliðaleik kvenna. Lék þá ásamt Li Ling- wei og þær sigruðu Lin Ying og Wu Dixi 15-9, 14-18 og 15-9. Ying og Dixi, sem einnig eru kínverskar, voru fráfarandi heimsmeistarar. I tvenndarkeppninni sigruðu Joo Bong park og Sang Hee Yoo Stefan Karlsson og Mariu Bengtsson frá Svíþjóð 15-9, 12- 15 og 15-12. Magakveisa og vesen ■ V-þjóðverjar aðframkomn- ir af magakveisu og sljóleika fengu skell í landsleik gegn Mexíkönum í Mexíkóborg um helgina. Mexíkanar sigruðu 2-0 með mörkum frá Negrete og Flores sitt í hvorum hálfleik. Þetta var annar æfingaleikur Þjóðverja í ferð þeira til Mexíkó en þeir töpuðu 0-3 fyrir Eng- lendingum um daginn. Þrátt fyrir að aðeins fjórir af hópnum væru vel heilsufærir þá fundu þýskir blaðamenn sem fylgjast með liðinu enga afsökun fyrir tapinu. Einn blaðamann- anna, Schröder að nafni, sagði að „þetta væri skammarleg frammistaða hjá liði sem eýtt hefur meiri tíma í skoðunar- ferðir ogpartýhald en æfingar". Evrópumet ■ Svíinn Partick Sjöberg, sem hlaut silfrið á ÓL í fyrra, setti nýtt Evrópumet í hástökki á móti í Eberstadt í V- Þýskalandi um hclgina. Sjöberg fór yfir 2,38 og felldi naumlega 2,40 í þrjú skipti. Heimsmetið á Kínverjinn Zhu Jianhua, 2,39 m. Á móti þessu kepptu 12 af bestu hástökkvurum heims, aðeins Jianhua var fjarverandi af hinum bestu. Þessir 12 hafa allir stokkið yfír 2,30, en nú um helgina voru það að- eins sjö þeirra, sem náðu að fara yfír þá hæð. í öðru sæti á mótinu urðu Dietmar Mögen- burg frá V-Þýskalandi, sem sigraði á ÓL í fyrra, landi hans Gerd Nagel, Roland Dalháuser frá Sviss og Pólverjinn Jacek Wszola, sem stukku allir 2,30 m. Þá hæð fóru Carlo Thárnhardt og Fra- ncisco Centelles einnig vfír, en í fleiri tilraunum. sanngjörn. Eyjamenn voru án Ómars Jóhannssonar sem er meiddur. Hann fór að vísu inná í lok leiksins og sýndi þá nokkr- ar rósir auk þess að vera bókað- ur af dómaranum sem sífellt var með „bókina" á lofti. Ólafur Arnason náði forystu fyrir Eyja- menn á 34. mín. eftir að hafa komist einn í gegn. Markvörð- uririn varði fyrst skot hans en knötturinn hrökk út aftur og þá urðu Ólafi ekki á nein mistök, 1-0. Skömmu áður hafði Sig- björn Óskarsson staðið í dauða- færi en klúðrað því illa. Haf- steinn Óskarsson jafnaði fyrir Leiftur skömrnu cftir leikhlé er hann kom að vörn Eyjamanna steinsofandi. Það munaði svo ekki miklu að Leifturs-menn stælu sigrinum er Sölvi Ingólfs- son skallaði í bláhornið í góðu færi en Þorsteinn unglinga- landsliðsmarkvörður Gunnars- son varði snilldarlega. Þessir tveir menn voru bestir á vellin- um. Skallagrímur-Fylkir .... 1-1 Fylkismenn náðu sér í stig á mölinni í Borgarnesi um helg- ina. Jón Bjarni Guðmundsson skoraði fyrir Fylki strax í upp- hafi leiksins en þá voru Fylkis- menn hvað frískastir. Síðan óx sóknarþungi heimamanna og máttu Fylkismenn þakka vel fyrir að sleppa með stigið. Jöfnunarmark Borgnesinga kom úr víti sem dæmt var á Ólaf Magnússon fyrir að fella Ómar Sigurðsson. Björn Jónsson skoraðiaföryggiúrvítinu, 1-1. KA-UMFN .................1-1 Enn einn 1-1 leikurinn. Að- komuliðið slapp með skrekkinn þar sem boltinn vildi ekki í net þeirra nema einu sinni. Erlingur Kristjánsson skoraði mark KA rétt fyrir leikhlé. Þegar korter var eftir af leiknum þá skoraði Haukur Jóhannsson fyrir Njarð- víkinga og þar við sat. KS-Völsungur............ 1-0 Hörður Júlíusson skoraði markið í byrjun síðari hálfleiks í leik sem var allan tímann mjög jafn og þokkalega leikinn. Völsungar áttu sín færi en inn vildi boltinn ekki. Þrjú stig til Siglfirðinga. ÍBÍ-Breiðablik ...............1-3 Góð heimsókn Blikanna til ísafjarðar undir öruggri stjórn Jóns Hermannssonar. Hákon Gunnarsson kom þeim á bragð- ið eftir um 15 mínútna leik en Jóhann Torfason jafnaði fljót- lega, 1-1. Blikarnir voru ntiklu betri í síðari hálfleik og upp- skáru þá tvö mörk. Fyrst skor- aði Gunnar Gylfason og síðan Jón P. Jónsson. Blikaliðið var sterkt í leiknum og verður ekki auðunnið í sumar. Staðan í 2. deild: Breidablik............4 3 0 1 11-5 9 ÍBV.................. 4 2 2 0 8-4 8 KA ...................4 2 11 9-5 7 KS....................4 2 11 7-3 7 ÍBt ..................4 2 11 6-3 7 Völsungur............ 4 2 0 2 6-7 6 Njarðvík .............4 12 1 2-3 5 Fylkir............... 4 0 2 2 3-6 2 Skallagrímur ........ 4 0 2 2 3-9 2 Leiftur...............4 0 1 3 1-10 1 Markahæstu menn í 2. deild eru: Tryggvi Gunnarsson, KA..............4 Mark Duffield, KS ..................3 Jóhann Grétarsson, UBK .............2 Ólafur Björnsson, UBK ..............2 Hákon Gunnarsson, UBK ..............2 Jón Þórir Jónsson, UBK .............2 Tómas Pálsson, ÍBV..................2 Jóhann Georgsson, ÍBV ..............2 Hafþór Kolbeinsson, KS .............2 Jónas Hallgrímsson, Völsungi........2 ömólfur Oddsson, ÍBÍ .. ............2 Jón Bjami Guðmundss., Fylki.........2 Stefán ólafsson, KA ................2 ■ Hákon kom Biikom á bragðið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.