NT - 19.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 21
íþróttagarpurinn Víðir Sigurðsson hleypir af og Skagamaðurinn í HV beygir undir sig hausinn. NT-mynd Árni Bjama ■ÆMmrnám <í,i i r-, «> íslandsmótið í knattspyrnu 3.deild: Óvænt hjá Ólsurum - unnu sigur á Ármenningum 1-0 í sandroki á Ólafsvík - ÍK náði að jafna - Tindastóll stendur vel - Þrumumark Baldurs á Vopnafirði - Góð ferð Austra á Seyðisfjörð ■ Prátt fyrir að tapa tveimur stigum með því að gera jafntefli við Stjörnuna á föstudagskvöld- ið þá juku Selfyssingar forystu sína í A-riðli 3. deildar um eitt stig. Ármenningar og Reynis- menn töpuðu nefnilega sínum leikjum en þessi lið ógnuðu Selfyssingum- verulega á toppnum. í B-riðli halda Tindstælingar frá Króknum áfram að sigra nú á Reyðarfirði þar sem rautt spjald fauk á loft og Valsarar áttu jafn mikið í leiknum. Austramenn fylgja fast á eftir og styrktu stöðu sína með úti- sigri á liðinu Huginn frá Seyðis- firði. A-riðill: ÍK-HV ..................2-2 Björn Björnsson náði forystu fyrir heimaliðið snemma í leikn- um en markabræðurnir Elías og Sæmundur Víglundssynir svör- uðu með tveimur mörkum og komu HV yfir. Þegar hér var komið við sögu lögðust HV- menn í vörn líkt og Islendingar gegn Spánverjum og það hlaut að koma að því að Kópvægingar skoruðu. Þeim tókst það loks og var Björn þar að verki aftur. Þessi úrslit komu sér illa fyrir bæði liðin sem þurftu á þremur stigum að halda á botnbarátt- unni í riðlinum. Víkingur Ól.-Ármann ... 1-0 Heldur óvæntur sigur Víking- anna á borgarpiltunum. Leikur- inn fór fram við frekar slæmar aðstæður, rok var og völlurinn slakur. Þá stóð hálfgerður sand- bylur eftir vellinum og gerði leikmönnum erfitt fyrir. Heima- menn skoruðu eina markið og var þar að verki Halldór Gísla- son. Eftir markið og þá sérlega eftir leikinn var nokkur hiti í mönnum. Bryngeir Torfason Ármenningur fékk rautt spjald eftir leikinn fyrir að hegða sér ekki eins og maður. Stjarnan-Selfoss ..........2-2 Grindavík-Reynir S.......2-1 Þessir leikir voru á föstudags- kvöldið og sagði NT frá þeim á laugardaginn. B-riðill: Einherji-HSÞ...............3-1 Það var Róbert „Víkingur" Agnarsson sem náði forystu fyr- ir HSÞ úr vítaspyrnu strax á 2. mínútu. Þetta var vatnsgusa í andlit Einherjanna en ekki ýkja köld. Steindór Sveinsson jafn- aði metin fljótlega og Stefán Guðmundsson kom heima- mönnum yfir fyrir leikhlé. Að- komuliðiö var nálægt því að jafna áður en Baldur Kjartans- son gerði út um leikinn með gífurlegu þrumumarki af um 25 metra færi. Knötturinn þaut í markið án þess að markvörður- inn hefði nokkra möguleika á að verja. Menn stóðu og göptu á grasið á Vopnafirði. Huginn-Austri ...........0-2 Góð ferð hjá Austramönn- um. Bjarni Kristjánsson skoraði fyrir þá eftir einleik. Leikurinn var jafn eftir markið en heima- mönnum tókst ekki að nýta sér sín færi. Bjarni Unnarsson skor- aði síðan annað mark Austra eftir hornspyrnu og öll þrjú stig- in rúlluðu til Eskifjarðar. Valur R.-Tindastóll .... 0-2 Þessi sigur Tindstælinga var mjög mikilvægur og tryggir þeim efsta sætið í riðlinum í bili. Þeir þurftu þó að hafa fyrir hlutunum á Reyðarfirði. Það voru þeir Eiríkur Sverrisson og Hólmar Ástvaldsson sem gerðu mörkin sem skutu Sauðkræk- ingum á toppinn. Þróttur N.-Magni.............3-1 Engin spurning um úrslit í þessum leik. Þróttarar voru betri og verðskulduðu sigur. Mörkin fyrir Þrótt gerðu: Guð- björn Marteinsson, Birgir Ág- ústsson og Ólafur Viggóssón. Staðan í A-riðli: Selfoss............ 5 3 2 0 11-6 11 ReynirS............ 5 3 0 2 14-6 9 Ármann............. 5 3 0 2 9-5 9 Stjarnan .......... 5 2 2 1 5-6 8 Grindavík.......... 5 2 1 2 6-6 7 HV ................ 5 1 2 2 5-6 5 ÍK................. 5 0 3 2 4-6 3 VíkingurÓl......... 5 1 0 4 3-15 3 Staðan i B-riðU: Tindastóll ........ 5 3 2 0 7-3 11 Austri ............ 6 2 3 1 12-6 10 króttur N........... 6 2 2 2 13-8 8 Einherji........... 42 11 11-6 7 Leiknir F.......... 5 2 1 2 6-9 7 Valur R............ 5 1 2 2 6-10 5 Magni ............. 3 1 0 2 5-4 3 HSf ............... 4 1 0 3 5-11 3 Huginn ............ 4022 3-11 2 Molar...Molar... Molar...Molar... Molar...Molar... ■ ...Nái Englendingar að vinna sér sæti í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Mexico að ári, mun lukkudýr þeirra, bola- bíturinn Bobbi, ekkifylgjaþeim þangað. Teiknimyndapersónan Bobbi var gerður að lukkudýri liðsins árið 1966 en keppnin fór fram í Englandi og fylgdi síðan liðinu til Spánar fyrir þremur árum. En núna er engin þörf fyrir bolabítinn. „Þessir leikmenn eru nógu góðir til að standa á eigin fótum, þeir þurfa ekki að auglýsa sjálfan sig á neinn annan hátt,“ sagði Harry Swales, einn forráðamanna enska knatt- spyrnusambandsins. Hann bætti við að ákvörðunin um að taka Bobba ekki með til Mixico væri í engu tilkomin vegna hörmung- aratburðarins í Brússel í síðasta mánuði og bannsins sem sett var í kjölfarið á ensk lið... ...Real Madrid varð um helgina spænskur deildabikarmeistari í knattspyrnu. Þá sigraði liðið nágranna sína Atletico 2-0 í síðari úrslitaleik liðanna og vann því 4-3 samanlagt. Uli Stielike skoraði fyrra mark leiksins, en þetta var síð- asti leikur hans hjá Real Madrid. Hann er nú á förum til Neuchatel í Sviss. Michel Gonzalez gerði síðara markið... ...Servette frá Genf varð um helgina svissneskur deildameist- ari í knattspyrnu, er liðið gerði jafntefli við Neuchatel Zamax. Neuchatel endaði því í 3. sæti. í 2. sæti varð Arrau, sem gerði 2-2 jafntefli við Young Boys. Arrau varð bikarmeistari Sviss fyrr í vor. Servette er vel að sigri sínum komið, því liðið hefur oftsinnis orðið í 2. sæti í deild- inni á undanförnum árum... ... Englendingar möluðu Bandaríkjamenn 5-0 í vináttu- landsleik í knattspyrnu í Los Angeles á sunnudag. Þetta var fjórði og síðasti leikur Englend- inga í keppnisferð þeirra um Mið- og Norður-Ameríku. Þeir unnu tvo og töpuðu tveimur leikjum. Gary Lineker skoraði á 13. mínútu og svo aftur á 47. mín. Kerry Dixon gerði einnig tvö, sitt í hvorum hálfleik. Lokaorð- ið áttiGarry Stegvensá79. mín. Leikurinn var leikinn í tilefni af því að nú eru 35 ár síðan Bandaríkjamenn unnu Eng- lendinga 1-0 í úrslitakeppni HM í Brasilíu. Þau úrslit hafa stund- um verið kölluð óvæntustu úrslit aldarinnar... ...úrslit í grísku knattspyrn- unni, síðustu umferð. AEK-Larisa........................ 3-1 KaJamarias-Doxa................... 1-1 EtaahnikoB-IraklÍB ............... 1-3 OlympiakoB-Egaleo................. 6-0 Ofi-Panionios..................... 4.4 Panachaiki-Aris................... 0-2 Paok-Panathinaikos ............... l-i Pierikos-Apollon ................. 1-1 Lokastaða efstu liða Paok......... 30 19 8 3 54 26 46 Panathinaikos .. 30 17 9 4 61 30 43 Aek ............ 30 16 11 3 58 29 43 Olympiakos .... 30 17 8 5 53 23 42 Iraklis ........ 30 19 3 8 59 33 41 Larisa........ 30 14 7 9 54 36 35 Miðvikudagur 19. júní 1985 21 íslandsmótið 4.deild: Augnablik með fullt hús stiga - eftir sigur á Haukum - Alls skoruð 26 mörk í 10 leikjum um helgina - Afturelding rúllaði upp Þórsurum ■ Alls fóru fram 10 leikir í 4. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina víðsvegar um landið. Einum leik var frestað, viðureign Tjömess og Æskunnar og verður að öllum líkindum leikið miðvikudaginn 25. júní. Haukar úr, Hafnarfirði og Augnablik úr Kópavogi léku í Hafnarfirði og fóru gestirnir með öll stigin burt. Kristján Halldórsson og Sigurður Hall- dórsson skoruðu mörk Augna- bliks, eitt hvor. í Stykkishólmi léku Snæfell gegn Reyni, Hnífsdal og skiptu liðin bróðurlega með sér stigun- um, úrslit 1-1. Geislinn frá Hólmavík fékk Hvöt frá Blönduósi í heimsókn og sigruðu gestirnir 1-0. Það var Garðar Jónsson sem skoraði markið úr vítaspyrnu. Leikur- inn fór að mestu fram á vallar- helmingi heimamanna en ekki var hægt um vik að leika knatt- spyrnu vegna mikils roks. Þó brá fyrir ágætum köflum. Stokkseyringar endurtóku ekki markasúpuna frá síðustu helgi er þeir skoruðu 13 mörk. Nú lágu þeir fyrir Höfnum 0-3. Nágrannar þeirra, Þór Þor- lákshöfn hðlt vestur yfir Hellis- heiði og sem leið liggur upp í Mosfellssveit. Ekki riðu þeir feitum hesti frá viðureign sinrii gegn Aftureldingu, töpuðu 0-5. Mörkin gerðu Hafþór Kristjáns- son, Hörður Albertsson, Einar Guðmundsson og Lárus Jóns- son sem gerði tvö. Hvergerðingar fóru austur í Mýrdal og voru hinir frískustu á áfangastað þrátt fyrir langt ferðalag. Gestirnirskoruðuþrjú mörk en heimamenn aðeins eitt. Ásmundur Sæmundsson skor- aði fyrir Mýrdæling en Stefán Halldórsson og Ólafur Ragnars- son gerðu mörk Hvergerðinga. Á norður og austurlandi fóru fjórir leikir fram. Vaskur vann Árroðann 3-2 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Örn Tryggva- son og Helgi Örlygsson gerðu mörk Árroðans en fyrir Vask U.S. Open í golfi: skoruðu Ari Torfason og Jónas Baldursson tvö. Leikmenn Vasks voru mun vaskari í fyrir hálfleik en í þeim seinni jafnaðist leikurinn nokk- uð án þess að sigur Vasks væri í hættu. Markmaður Vasks var rekinn útaf fyrir kjafthátt í seinni hálfleik. Neisti frá Djúpavogi fékk Hött frá Egilsstöðum í heim- sókn. Hattarmenn hafa verið með hetturnar á höfðinu því þeir fundu aldrei marknetið hjá andstæðingunum. Það var hins- vegar örlítið meiri neisti í heimamönnum og Ragnar Bogason skoraði eina mark leijcsins fyrir þá. Leikurinn var ágætur og nokkuð jafn en Neisti kom inn marki og það gildir. Súlan og Hrafnkell léku á Stöðvarfirði og sigraði Hrafn- kell 2-1. Helgi Jensson skoraði fyrir Súluna en Sverrir Gunnars- son og Ríkharður Garðarsson fyrir Hrafnkel. Staðan í 4. deild eftir leiki helgarinnar: A-riðill: ÍR.................... 4 4 0 0 17-3 12 Víkverji.............. 430 1 10-4 9 Grótta ................ 4 2 11 10-5 7 Grundarfj.............. 3 1 0 2 2-8 3 Leiknir................ 3 0 1 2 5-7 1 Léttir................. 4 0 0 4 2-16 0 B-riðill: Hafnir .......... Hveragerði ...... Stokkseyri....... Afturelding...... Þór Þorkálsh..... Mýrdælingar .... C-riðill: Augnablik........ Árvakur.......... Haukar........... Reynir Hnifsd. ... Snæfell ......... Bolungarvik...... D-riðill: Hvöt............. Svarfdælir....... Reynir Ár........ Skytturnar ...... %Geislinn ....... Höfðstrend....... E-riðill: Vaskur........... Árroðinn......... Tjörnes ......... UNÞ.............. Æskan............ Bjarmi .......... F-riðill: Hrafnkell........ Neisti........... Höttur .......... Sindri........... Egill............ Súlan............ 4 3 10 12-4 10 4 2 118-7 7 4202 19-10 6 3 2 0 1 12-5 6 4 1 0 3 7-13 3 0 0 3 2 2-21 0 5 5 0 0 21-2 15 2 2 0 0 5-1 6 4 2 0 2 8-10 6 4 0 2 2 5-8 2 3 0 1 2 4-7 1 4 0 1 3 4-19 1 3 3 0 0 8-1 9 1 1 0 0 3-0 3 2 10 14-3 3 2 10 13-3 3 10 0 10-1 0 3 0 0 3 2-12 0 4 3 10 13-4 10 5 3 11 15-10 10 3 1116-6 4 3 0 1 2 2-9 1 10 0 13-4 0 2 0 0 2 0-6 0 3 2 1 0 6-4 7 3 2 0 1 8-6 6 3 2 0 1 5-4 6 2 10 14-2 4 2 0 0 2 4-8 0 3 0 0 3 3-7 0 Andy North vann á einu undir pari - Chen Tze-Chung klúðraði forskoti sínu ■ Andy North bar sigur úr býtum á US Open mótinu í golfi sem lauk á sunnudag. North lék á 279 höggum, eða einu höggi undir pari. Þetta var fyrsti sigur hans á golfmóti í sjö ár, eða allt frá því hann vann þetta sama mót 1978. Fyrir síðustu umferðina var Chen Tze-Chung frá Taiwan efstur en honum varð herfilega á í messunni á 5. holunni síðasta daginn. Hann fór hana á átta höggum, fjórum holum yfir pari og sló þannig sigurmöguleika sína út í veður og vind. Chen náði þó öðru sætinu, ásamt David Barr frá Kanada og Suður-Afríkubúanunt Denis Watson. Þeir fóru á 280 höggum. Þá komu Severiano Ballesteros, Lanny Wadkins og Payne Stewart á 281 höggi. Johnny Miller lék á 282 högg- um og meistari s.l. árs Fuzzy Zöller lék á 283 höggum. Zöller var meiddur á mjöðm og átti erfitt með gang, en lét það ekki aftra sér frá því að vera með. Ekkertbann? ■ Eftir því sem breska blaðið Daily Mail segir þá hefur það komið til tals að aflétta eða a.m.k. stytta bann það sem sett var á ensk lið vegna harmleiksins í Brussel fyrír úrslitaleik Liverpool og Juventus. Eftir því sem biaðið hefur eftir Havelange, forseta FIFA þá „voru teknar full strangar ákvarðannir varðandi ensk Iið.“. FIFA tekur ákvörðun fyrir 15. júlí.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.