NT - 19.06.1985, Blaðsíða 23

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 23
■ Þróttarar höluðu inn þrjú dýrmæt stig í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á sunnu- dag, er þeir lögðu Kellvíkinga að velli 1-0 á Laugardalsvellin- um. Atli Helgason skoraði sigurmarkið á 34. mínútu. Kefl- vfkingar geta nagað sig í handar- bökin yfír því að hafa ekki tekið með sér annað stigið heim því þeir fengu gnægð tækifæra og hefðu vel átt jafntefli skilið. Þegar á 10. mínútu kom for- smekkurinn að því er koma skyldi er Keflvíkingar brenndu af í upplögðufæri. Ragnarskaut föstu skoti úr aukaspyrnu, sem Guðmundur Erlingsson náði ekki að halda. Knötturinn hrökk fyrir fætur Valþórs Sig- þórssonar sem sópaði honum yfir markið af tveggja metra færi. Síðan gerðist harla lítt þar til Þróttur skoraði. Kristján Jóns- son sendi góða sendingu yfir frá vinstri og í miðjum teignum stökk Atli upp og skallaði knött- inn snyrtilega í markhornið. Ólafur Gottskálksson kom eng- um vörnum við, en varnarmenn Keflvíkinga gáfu Atla þarna alltof mikið pláss og næði. HNOT- SKURN Allþokkalegur leikur. Leikid við frekar erfiðar adstæður, hvassa austanátt. Mikið um færi og klaufalegt hjá Keflvíkingum að skora ekki. Atli Helgason gerði sigurmarkið á 34. mínútu. Þrír fengu gul spjöld. Arnar Friðriksson hjá Þrótti og Ragnar Margeirsson og Sigurjón Sveins- son hjá ÍBK. Dómari var Baldur Scheving og var stundum ósam- kvæmur sjálfum sér. Áhorfendur voru um 500. Það sem eftir lifði hálfleiksins fengu Keflvíkingar þrjú færi til að jafna. Fyrst renndi Ragnar knettinum inn á Helga Bentsson, en Guðmundur bjargaði skoti hans í horn. Á 38. mínútu gerði Guðmundur vel að slá skalla Ragnars aftur fyrir endamörk og upp úr því horni skoruðu svo sunnan- menn. Markið var hins vegar dæmt af þar sem brotið hafði verið á Guðmundi markverði í öllum djöfulganginum. Eftir hlé var það sama uppi á teningnum, sóun á marktæki- færum. Ragnar byrjaði á 48. mínútu er hann virtist ekki geta annað en skorað : En Loftur Ólafsson bjargaði kærulausu skoti hans á línu. Þá skallaði Gunnár Oddsson vel að mark- ina en beint á Guðmund. Þróttur byrjaði svo að herma eftir Keflvíkingum er leið á hálf- leikinn. Ólafur varði frá Atla á 64. mínútu, skoti frá Sverri Péturssyni var bjargað á mark- línu mínútu síðar og Sigurður Hallvarðsson komst í gegn en Ólafur varði í horn. Og hinum megin hélt leikur- inn áfram. Óli Þór Magnússon í gegn-framhjá. Ragnarbrenndi af á 78. mín. og Björgvin Björgvinsson, sem var nýkom- inn inn á sem varamaður, lét Guðmund verja frá sér. Undir lokin skoraði svo Ragnar en markið var dæmt af á forsendum rangstæðu. Dulítið hæpinn dómur að margra mati, en orð dómarans eru lög. Liðin: Þróttur: Guðmundur Erlingsson, Arnar Friðriksson, Kristján Jónsson, Loftur Ólafsson, Ársæll Kristjánsson, Pétur Arnþórsson, Daði Harðarson, Theodór Jóhannsson, Sigurður Hallvarðsson (Sig- urjón Kristinsson 79. mín), Atli Helgason og Sverrir Pétursson. IBK: Ólafur Gott- skálksson, Einar Kristjánsson, Valþór Sigþórsson, Freyr Sverrisson, Sigurður Midvikudagur 19. júní 1985 23 - sigruðu ÍBK í leik þar sem jafntefli hefði verið sanngjarnara „Vináttuleikur": Ruddalegur leikur hjá Cosmos og Lazio Halldór Halldórsson, FH (2) Jósteinn Einarsson, KR Siguróli Kristjánsson, Þór (4) Kristján Jónsson, Þrótti Sigurður Lárusson, ÍA (2) Ómar Torfason, Fram (3) Andri Marteinsson, Víkingi (2) Sæbjörn Guðmundsson, KR (2) Karl ÞfadaiBon, ÍA (2) Vilberg Þorvaldsson, Víði Guðmundur Torfason, Fram (3) Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Ingvar Guðmundsson, Ragnar Margeirsson, Helgi Bentsson (Björgvin Björgvinsson 67. mín), Óli Þór Magnússon (Freyr Bragason 67. mín) og Sigurjón Sveinsson. Sag firnafast langskot Danans Michael Laudrup. Vincenzo D’Amico skoraði úr víti fyrir Cosmos á 85. mín. Tveir menn voru reknir út af í leiknum. Andranik Eskanari- an hjá Cosmos í fyrri hálfleik og ítalinn Gabriele Padavini í þeim síðari. ■ Lazio frá Ítalíu sigraði bandaríska liðið Cosmos 2-1 í grófum og ruddalegum vináttu- leik í knattspyrnu um helgina. Bruno Giordíjno skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Lionello Manfredonia kom Laz- io í 2-0 á 43. míriútu. Hann ýtti knettinum í netið eftir að mark- vörðurinn hafði misst frá sér NT Boltinn Liðin voru frekar jöfn að getu og fáir stóðu upp úr. Markverðir áttu báðir ágætan dag, og Kristján Jdns- son var góður í vörn Þróttar. Á miðj- unni var allan tímann mikill atgang- ur. Af sóknarmönnunum var Ragnar Margeirsson góður og besti maður- inn á vellinum. Hann hefði þó mátt skora. Mikið kraðak í leik Þróttar og ÍBK en Pétur Arnþórsson virðist ætla að ná að skríða að knettinum. NT-mynd Ámi Bjarna Undankeppni HM: Argentínumenn og Brassar á góðri leið ■ Argentínumenn og Brassar virðast ætla að halda velli í sínum riðli í undankeppni HM þrátt fyrir að ýmislegt hafí gengið á hjá þessum þjóðum að undanförnu. Báðar þjóðirnar unnu góða sigra um helgina. Brasilía-Paraguay .................. 2-0 Leikur þessi byrjaði rólega en fyrsta markið kom á 26. mínútu þá skoraði Casagrande með skalla eftir fallega sendingu frá Renato. Para- guaymenn létu þetta mark ekkert á sig fá og reyndu að sækja eftir megni. Þrátt fyrir að vera nokkuð í sókn það sem eftir var fyrri hálileiks þá fengu Paraguaymenn ckkert færi. I síðari hálfleik tókst Brössunum að bæta við marki eftir að Leandro hafði komist inní sendingu og rennt boltanum á Zico sem hljóp vörn Paraguay af sér og skoraði. Eftir þetta mark var leikurinn eign Brasilíu. Lið Brasilíu var þannig skipað: Carlos, Leandro, Oscar, Edinho, Junior, Cerezo, Socrates, Zico, Renato Gaucho (Alemao), Casagrande, Eder. Argentína-Kólumbía ................. 1-0 Það var stórleikur Maradona sem skóp þenn- an sigur hjá Argentínumönnum. Hann sýndi heimsklassa hæfíleika hvað eftir annað og átti til að leika á hóp af mönnum og renna síðan boltanum á einhvern í dauðafæri. Argentínu- menn fóru illa með færin í þessum leik og hefðu getað unnið stærri sigur. Það var Valdano sem skoraði cina mark leiksins á 26. mínútu. Perú-Venezuela ..................... 4-1 Með þessum sigri þá halda Perúmenn enn í þá von að þeir geti sigrað í riðlinum sínum. Argentínumenn eru þar efstir. Mörk Perú skor- uðu Navarro, Barbadillo, Hirano og Cero en Mandaz gerði mark Kólumbíumanna. Sigur Perú var aldrei í hættu. Staðan í riðlunum tveimur er nú þessi: A-riðill: Argentína.................... 4 4 0 0 10- 3 8 Perú......................... 4 2 11 5-2 5 Kólumbía..................... 4 1 1 2 2- 4 3 Venezúela.................... 4 0 0 4 3-11 0 C-ridill: Brasilía .................... 2 2 0 0 4-0 4 Paraguay......................3 1 1 1 4-3 3 Bólivía...................... 3 0 12 1-6 1 Knattspyrnumolar ...West Ham varð Luton yfirsterkara í barátt- unni við að ná í skoska leikmanninn Frank McAviennie sem leikur í landsliði Skota U-21 árs. West Ham verslaði sem sagt með kappann... ... Saarbrucken tryggði sér sæti í 1. deild v-þýsku knattspyrnunnar með því að gera 1-1 jafntefíi við Bielefeld í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Saarbrucken varð í þriðja sæti í 2. dcild en Bielefeld í 3ja neðsta í 1. deild... ...Fyrrum landsliðsmaður hjá V-Þjóðverjum, Uwe Reinders, gerði um helgina samning við Bordeaux til tveggja ára. Hann mun koma í stað samlanda síns hjá franska liðinu Dieter Múller... HAGSTÆTT VIERÐ f Viðskiptavinir Heklu. Við bendum á hagstætt verð á stýrisendum og spindilkúlum. Komið og gerið góð kaup. Stýrisendar í: Verð kr.: Golf->’84 .............580 Jetta -> ’84 ...........580 RangeRover...............690 Land Rover...............295 Allegro ...............195 AAini ................. 195 Spindilkúlur í: Verðkr.: VW 1200,1300 .......460 VW Fastback ...... 330 VW Transporter —> ’80 .. 880 VIÐURKENND VARA [W] MEÐÁBYRGÐ 1 ' SAMA VERÐ UM LANDALLT! RAIMGE ROVER IHEKLA | Laugavegi 170 -172 Sír HF ími 21240 íslandsmótið í knattspyrnuLdeild: __ Dýrmætt fffil stig til Þróttara

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.