NT - 27.06.1985, Page 11

NT - 27.06.1985, Page 11
Fimmtudagur 27. júní 1985 11 ■ 37 stúdentar voru úrskrifaðir frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Við skólaslit var meðal annars samleikur á Fiðlu og píanó en skólameistari Jón F. Hjartarson brautskráði nemendur. Þau stóðu sig vel í Fjölbrautaskóianum á Sauðárkróki ■ Fjölbrautaskólinn á Sauð- árkróki útskrifaði 37 stúdenta á útskrift skólans í vor. Tíu nemendur luku þá prófi á meistarabraut iðnnáms, sjö luku burtfararprófi í iðnnámi, átta verslunarprófi auk þeírra sem luku prófi á uppeldis- og heilsugæslubraut ásamt al- mennu verslunarprófi. Nemendur skólans stóðu sig mjög vel í prófunum, að sögn skrifstofumanns skólans. Búist hafði verið við að verkfall kennara í vor myndi draga úr námsárangri nemenda en svo varð ekki enda unnu nemend- ur og kennarar dag og nótt eftir verkfallið að því að bæta upp þann missi sem hafði orðið þá. Við skólaslitin var samleikur á fiðlu og píanó; Timothy Beil- by og Rögnvaldur Valbergsson fluttu Humoresque eftir Dvorak. SéraHjálmar Jónsson flutti ávarp en Jón F. Hjartar- son skólameistari brautskráði. Áður en afhending verðlauna fór fram var einleikur á fiðlu; Allegro úr sónötu nr. þrjú eftir Bach. Nemendur kvöddu og franska þjóðlagið Morning has broken var flutt á fiðlu og píanó. Fjölbrautaskólinn var stofn- aður 1978 og hefur útskrifað nemendur fjórum sinnum. í fyrra voru innritaðir um 265 nemendur en 20 þeirra hættu námi í skólanum á vorönn vegna verkfallsins í vor. Menntaskólinn á Egilsstöðum: Útskrifaði 40 stúdenta ■ Fjörutíu stúdentar út- skrifuðust frá Menntaskólan- unt á Egilsstöðum á sjötta starfsári hans, sem lauk 18. maí sl. Stúdentarnir braut- skráðust af níu brautum, þ.á m í fyrsta skipti af íþróttabraut. Við skólann sl. vetur störfuðu 22 kennarar og nemendur í dagsskóla voru 230 og í öldungadeild 26. Stúdentarnir dreifðust á eftirtaldar brautir: náttúru- fræðabraut 9, félagsfræða- braut 8, viðskiptabraut 4, uppeldisbraut 4. uppeldis- og félagsfræðabraut 6, íþrótta- braut 4, málabraut 3, heilsu- gæslubraut 1, tæknifræða- braut 1. Sérstaða M.E. er m.a. sú að öllum stúdentum er skylt að taka áfanga í framsögn og mæískulist og einnig hið svo- nefnda „opna kerfi" skólans. Opna kerfið felst í því að fjórðungur kennslu fer fram í svonefndum opnum tímum sem mætingerfrjáls . Yfirferð námsefnis í öðrum tímum er hraðað sem svarar lA. Því er ekki þörf fyrir alla nemendur að mæta í opnu tímana en aðrir geta stundað þá þeirn mun meir, eftir því sem þörf krefur. Kerfi þetta var tekið upp í M.E. urn áramót 1982- 1983 og hafa nafnlausar kann- anir meðal kennara og nem- enda bent til 90% fylgis þess. ■ Stúdentar Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 1985. Vilhjálmur Einarsson, skólameistari, til hægri. Stýri- manna- skól- anum slitið ■ Stýrimannaskólan- uni í Reykjavík var slit- ið í 94. skiptið við há- tíðlega athöfn í hátíð- arsal skólans hinn 25. maí síðastliðinn. Skipstjórnarprófum frá Stýrimannaskólan- um luku 68 nemendur, þar af luku 5 nemendur skipstjórnarprófi I. stigs í samvinnu við framhaldsskólann á Dalvík. Undanfarin fjögur ár hefur verið starfrækt þar skip- stjórnarbraut undirfag- legri umsjá Stýrimanna- skólans í Reykja- vík. Skólaslitin hófust með því að Anna Þóra Benediktsdóttir spilaði vals eftir Chopin. Minnst var látinna sjómanna, og fyrri nemenda og kennara skólans, sem létust á skólaárinu. í lok skólaslitanna kvaddi skólastjórinn sérstaklega Helga J. Halldórsson cand. mag., en hann hefur látið af störfum sem fastur kennari eftir 40 ára starf við Stýri- mannaskólann. Frímerkjasöfnun: Heil f rímerki Heil frímerki ■ Þá skulum við taka saman hvað sagt hefir verið um ástand frímerkjanna og hvað þannig teljast íieil frímerki. Það má enginn galli finnast á pappír þeim sem merkið er prentað á. Þar má nefna rifur, þynningu, brot og fleira. Allir takkar merkisins verða einnig að vera í fullri lengd og heilir, líka hornatakkar. Merkið verður að vera hreint og alls ekki upplitað af sólarljósi eða efnum. Sé um stimplað merki að ræða verður stimpillinn að vera hreinn, læsilegur, staðar- heiti og dagsetning og ekki svo mikið blek í honum að það smyrjist um merkið. Þá má heldur ekki vera far í pappírn- um eftir stimpilinn. Sé merkið hinsvegar ónotað verður upp- runalegt lím að vera óskert með öllu. Engin för eftir hengsli eða innlímingu í safnbók. Þetta er oft erfitt þegar um gömul merki er að ræða. Sumir spyrja jafnvel hvort verið sé að safna frí- merkjum eða lími. En því verður ekki breytt, að frímerki með óskertu lfmi seljast á hærra verði en hin. Sé þetta allt fyrir hendi verð- ur því raunverð merkjanna hærra en ella. Það er því aldrei of oft brýnt ' fyrir frímerkjasöfnurum að vanda val merkja þeirra er þeir setja í safn sitt og mál margra er að rétt væri í raun að henda öllum gölluðum merkjum, svo þau hvorki valdi eiganda sín- um né þeim er sér sárum vonbrigðum. Frímerki sem hafa t.d. tvo stimpla, bárurnar úr vélstimpl- um eða einhverja aðskotastim- pla á sér eru mikið minna virði en þau sem hafa fallega póst- stimpla, þar sem jafnveí má rekja að þau hafi verið stimpl- uð á réttum gildistíma. Á þetta sérstaklega við frímerki, sem verið hafa í notkun í ákveðinn tíma, en ekki gild utan hans. Besta dæmið sem við þekkjum er þegar skildingafrímerkin sem óseld voru eftir mynt- breytinguna, voru allt í einu stimpluð með öðrum póst- stimpli og seld sem notuð á nafnverði til útlanda af póst- stofunni. Þessi merki eru mun lægri í verði en rétt notuð merki og eru skilgreind sem tækifærisstimpluð. Þá er ann- að dæmi sem við þekkjum vel en það eru frímerkin sem eru stimpluð með orðinu TOLL- UR í ferhyrntum stimpli. Merki þessi voru afhent sem kvittun fyrir greiddum toll- gjöldum á sínum tíma og eru því ekki póstnotuð og því mik- ið ódýrari en póstnotuð frí- merki af sömu tegund. Hitt hefir svo lengi verið deilumál, hvort stimpill sé fall- egur er hann aðeins nær á horn merkisins eða er nákvæmlega á miðju þess. Það hefir orðið ofaná að stimpill verði að vera léttur en læsilegur og a.m.k. sé hægt að lesa staðarheiti og dagsetningu. Hvernig stimpill snýr á merki er oft táknað með tilvís- un í klukkuna. Stimpill sem stendur nákvæmlega upp og niður á frímerkinu er þá sagður stimplaður kl. 12. Vísi hann svo að einum fjórða til vinstri er hann stimplaður kl. 9 til hægri kl. 3 ogáhvolfi kl. 6. Svo eru fleiri gráður þar á milli. Með þeirri miklu tækni sem menn búa yfir í dag, er auðvelt að gera við lítið gölluð frímerki svo ekki sjáist með berum augum. Er þar að miklu leyti um sömu tækni að ræða og við handritaviðgerðir. Erlendis auglýsa slíkir viðgerðamenri jafnvel handverk sitt. Vitan- lega láta engir gera við nema allra dýrustu frímerki. En það er sama hversu vel þetta er gert. Merkiðverðuraldreidýr- ara fyrir það. Það er alltaf auðvelt að sjá viðgerðir í kvarts- lampa. Þessi hætta er alltaf fyrir hendi, að óvandaðir aðil- ar rcyni að selja viðgerð merki sem heil. Því er það að margir kaupendur heimta að vottorð sérfræðinga fylgi dýrum merkjum, þar sem m.a. er tekið fram að þau séu ckki þcir sem eru færir um aðganga viðgerð. Slík verðmæti ættu úr skugga um slíkt sjálfjr. raunar ekki aðrir aö kaupa en Sigurður H. Þorsteinsson ■ Mismunandi góð merki Tónabíó: Heilalausir menn ogannarmeðtvo Heilamaðurinn (The Man with two Brtjins). Bandaríkin 1985. Handrit: Carl Reiner, Steve Martin og George Gipe. Leikendur: Steve Martin, Kathleen Turner, David Warner. Leikstjóri: Carl Reiner. Ekki varð maður nú mikið var við, að aðalsöguhetja Heilamannsins væri með tvo heila, eins og upprunalegt heiti myndarinnar gefur til kynna. Aftur á móti varð maður áþreifanlega var við, að að- standendurnir hljóta allir að vera heilalausir, eða svo gott sem. í hæsta iagi skipta þeir með sér heilanum númer tvö frá hetjunni. Heilamaðurinn er sem sé ekki upp á marga fiska, og sem gamanmynd er hún nánast algert viðundur. Aðeins hægt að brosa tvisvar, þrisvar. Er það mikil synd, þar sem Carl Reiner gerði fyrir nokkr- um árum alveg bráðskemmti- lega gamanmynd, sem sýnd I var hér fyrir nokkru. Dead Men Don’t Wear Plaid heitir hún á ensku og var vel heppn- uö skopstæling á leynilögreglu- myndum 5. áratugarins, þegar menn eins og Humphrey Bogart, Philip Marlowe og Sam Spade voru upp á sitt besta. Heilamaðurinn er líka skopstæling. Og í þetta sinn tekur Reiner fyrir gömlu góðu hryllingsmyndirnar um brjál- uðu vísindamennina, sem reyna að flytja heila á milli manna, samanber Frankenste- in. Söguhetjan er frægur heila- skurðlæknir, sem lendir í mikl- um ævintýrum í Vínarborg, þar sem hann ætlar að flytja fyrirlestur um afrek sín. Þar verður hann ástfanginn af lík- amslausum heila, en húmor myndarinnar, sem oftast fellur um sjálfan sig, er þó einkum miðaður við hið líkamlega samband kynjanna. Steve Martin er sjálfum sér líkur í þessari mynd, og ýkju- stíllinn í fyrirrúmi. Katííleen Turner kemur hins vegar á óvart, og er hún það besta við þessa mynd. Skemmtilegt að bera hana saman hér, þar sem hún leikur brókarsjúka eigin- konu heilaskurðlæknisins, og í myndinni í Nýja bíói. Guðlaugur Bergmundsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.