NT - 17.08.1985, Blaðsíða 1

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. ágúst 1985 - 200. tbl. 69 árg. DL.Lí'jL news SUMMARY ÍN ENGLISH jSEEP. 20 Lyfjamálið í Hafnarfirði: Sextán ára í gæsluvarðhald ■ Sextán ára drengur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. þessa mánaðar. Drengur- inn á þátt í nokkrum inn- brotum, og umtalsverðu ávísanamisferli. Hann komst undir hendur lög- reglu, þegar hann ásamt fjórum öðrum ungmenn- um var fluttur á.sjúkrahús vegna ofneyslu lyfja í íbúð í Hafnarfirði fyrr í vik- unni, Lögregla hefur áður haft afskipti af drengn- um. Mál ungmennanna fjögurra semvoru í vitorði meðdrengum verðasend til barnaverndarnefndar fljótlega til umfjöllunar. Tugir ávísana hafa streymt til Rannsóknar- lögreglu, og óttast þeir að upphæð sú sem falsaðar ávísanir hljóði upp á skipti tugum þúsunda. Sjónvarpið: Ingvi og Hrafn ráðnir Báðir í minnihluta viðatkvæðagreiðslu ii Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri réð í gær þá Hrafn Gunnlaugsson í stöðu deildar- stjóra innlendrar dagskrárgerð- ar og Ingva Hrafn Jónsson. í stöðu fréttastjóra Sjónvarps. Á ,Tundi Útvarpsráðs í gær hlaut hvorugur meirihluta atkvæða, Hrafn fékk þrjú greiddra at- kvæða en lngvi Hrafn tvö. Hins vegar fékk Helgi E. Helgason, fréttamaður, fjögur greiddra at- kvæða í stöðu fréttastjóra og Tage Ammendrup dagskrár- gerðarmaður fékk einnig fjögur atkvæði. r ■ Magnús Guðbrandsson, bóndi á Álftá prflar hér um grotnað rafstöðvarhúsið að Álftá. Hann sagði að það hefði verið steypan í húsinu en ekki hverfillinn gamli sem gaf sig. Á hinni myndinni sjást Páll Pálsson, bóndi á Minni Borg, Albert Kristinsson, deildarstjóri veitukerfisdeildar Rafveitu Hafnarljarð- ar og Jón Gestur Hermannsson, deildartæknifræðingur rafveitunnar, virða fyrir sér fjallasýn frá Minni Borg. NT-myndir: Gunnar B. Áttræður hverfill! NT leitar uppi fyrstu almenningsrafstöðvarnar ■ Leitarflokkur NT og Raf- veitu Hafnarfjarðar hefur fund- ið hverfil (túrbínu) sem talinn er af sérfræðingum hafa verið notaður í fyrstu almenningsraf- veitu á Islandi. Hverfillinn er hluti af heima- rafstöð á bænum Álftá í Álfta- neshreppi en hefur ekki verið í notkun síðan 1972 þegar fólkið á bænum hóf að kaupa rafmagn frá ríkinu. „Hann gaf af sér um 6 kw og sparaði mér feikimikinn pcning," sagði Magnús Guð- brandsson, bóndi. „Það var fyrst og fremst steypan í kring- um hann sem gaf sig, hann var sjálfur alltaf í fínu lagi.“ Hverfill þessi var að öllum líkindum keyptur til landsins árið 1904 af Jóhannesi Reykdal sem notaði hann til að beisla Hamarkotslæk. Rafmagn var síðan selt í 16 hús í Hafnarfirði, auk skóla og í 4 götuljós. Leitarflokkurinnn fundvísi hafði fyrr um daginn litið á hverfilinn sem er sá næstelsti á landinu, en hann er enn í fullri notkun á bænum Minni-Borg í Miklaholtshreppi. Sjá nánar á bls.2 Indverjar: Áhyggjulaus ir i grofinm Útflutningur á beinagrina um og hauskúpum var bánnaður af indverskum stjórnvöldum í gær. Þessi útflutningur hefur gefið af sér milljónir króna á ári í gjaldeyristekjur. Þegar þetta viðkvæma mál var tekið fyrir í indverska þing- inu upplýstist að einn útflutn- ingsaðilinn hafði flutt úr landinu 15.000 beinagrindur á liðnum árum. Mikil fátækt ríkir á Indlandi og margir fátækustu hindúarnir hafa ekki ráð á að kaupa eldivið til að brenna sína nánustu og neyðast því til að selja óprúttn- ■um útflytjendum lík ættingja sinna. Indversk stjórnvöld vona að lagasetningin komi í veg fyrir líkrán, en þau hafa verið mjög algeng þar í landi, enda er hálfbrunnið lík oftast með heil bein og þá fer grindin oftast í hæsta verðflokk. lndverskar hauskúpur og beinagrindur hafa verið keyptar í sjúkrahús og læknastofur um víða veröld. Framfærsluvísitala Hækkaði um 3% Brennivínið, tóbakið og síminn það eina sem ekki hækkaði ■ Nær 9% verðhækkun veit- ingahúsa- og hótelþjónustu er sá einstaki liður sem olli hvað mestri hækkun á vísitölu fram- færslukostnaðar í síðasta mán- uði, eða um 0,5%. í heild hækkaði vísitalan um 3%, þann- ig að fyrrnefndur liður veldur um 6. hluta þeirrar hækkunar. Hækkun vísitölunnar vegna verðhækkana á matvörum í Grænfrið- ungar farn- ir heim ■ Síríus, skip Grænfriðunga heldur úr Reykjavíkurhöfn í dag klukkan 10. Skipið hefur þá dvalið í höfninni í rúma viku. Talsmenn samtakanna hafa átt viðræður við sjávarút- vegsráðherra, þar sem þeir hafa skýrt sín sjónarmið. Þá héldu fulltrúar samtakanna fund á Hótel Loftleiðum fyrr í vikunni, þar sem skýra átti málstaðinn fyrir hinum al- menna borgara. Hrefnuveiði- menn og hásetar af hval- skipunum settu svip sinn á fundinn og leystist hann upp í hálfgert þóf. Sverrir Hermannsson: Blöndu ekki frestað - náist samningar um Kísilmálmvinnsluna nú í haust ■ Fáist jákvæð niðurstaða út úr viðræðum við annað hvort Elkem eða Rio-Tinto um Kís- ilmálmvinnsluna, nú síðar í mánuðinum, liggur fyrir að framkvæmdum við Blöndu verður ekki frestað. Það liggur líka fyrir að þá fljótlega verður v nauðsynlegt að Ijúka fimmta áfanga Kvíslárveitu. Þetta kom fram í samtali, sem blaða- maður NT átti við Sverri Her- mannsson, iðnaðarráðherra í gær. „Við vitum það vel að ef Elkem gerðist eignaraðili að Kísilmálmvinnslunni, þá munu þeir sækja það stíft að fá að reisa verksmiðjuna á Grundar- tanga, hinsvegar er málið ekki enn komið á það stig að farið sé að ræða um staðsetningu heldur er verið að velta orku- verðinu fyrir sér. Sverrir var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að koma til móts við Elkem með staðsetninguna. Hann vildi ekkert gefa út á það en sam- kvæmt lögum á að reisa verk- smiðjuna á Reyðarfirði og enn væri ekkert komið inn á borð hjá honum, sem gæfi ástæðu til að þeim lögum væri breytt. En eru Islendingar tilbúnir að selja orkuna undir fram- leiðsluverði, þar sem nokkuð augljóst er að vegna orku- verðshrunsins á heimsmark- aði, þá getum við aldrei selt orkuna á því verði sem við þyrftum til að það stæði undir framleiðslukostnaði? „Það^etur vel verið, en við verðum að muna að margt ann- að fylgir þessu, gjaldeyrir, vinna, það er margt annað sem fylgir þessu en orkuverðið beint,“ sagði Sverrir Her- mannsson að lokum. heild var að vísu heldur meiri, eða 0,68%. En matvörur hafa hækkað um 2,9% að meðaltali í þessum eina mánuði. Mest var hækkunin á kartöflum, um 9,5%, en þær vega afar létt í vísitölugrunni. Mest hækkun á matvöruliðnum er vegna 4,6% hækkunar á svoköiluðum „öðr- um matvörum", en í honum er t.d. ýntiss konar sjoppufæði, samlokur og pylsur m.a. Einnig hafa gosdrykkirnir hækkað verulega. Þá munaði og töluvert um 2,9% hækkun á kjötvörum og 4,6% hækkun á grænmeti og ávöxtum (athyglisvert um háuppskerutímann). Af öðrum liðum sem hækkað hafa umtalsvert í mánuðinum má nefna: 3,6% hækkun á fatn- aði (ekki skóm), Titlu minni á ýmisskonar tækjum og búnaði til heimilishalds, um 4% hækk- un á bókum og blöðum og 5,2% hækkun á húsnæðisliðnum, sem er vegna hækkaðrar byggingar- vísitölu. Að lokum má nefna að tóbak, áfengi og síminn eru einu liðirn- ir sem ekkert hækkuðu í verði í síðasta mánuði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.