NT - 17.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 4
Laugardagur 17. ágúst 1985 4 „Bjó það bara til“ - segir Ásgeir Long, sem hef ur hannað nýjan öryggis- stiga fyrir trillusjómenn ■ Nýr öryggisbúnaður fyrir trillubáta hefur verið fundinn upp af Ásgeiri Long, vélstjóra í Garðabæ, svonefndur Barco öryggisleiðari. Búnaðurinn er ætlaður til þess að hjálpa þeim sem kunna að falla útbyrðis að komast aftur um borð í bátinn. Búnaðurínn hefur nú verið prófaður og viðurkenndur af Siglingamálastofnun og Slysa- varnafélagi fslands og er hönn- uðurinn um það bil að hefja framleiðslu á honum í stórum stíl hjá Barco, báta og vélaversl- un í Garðabæ. Búnaður þessi er stigi úr áli og nyloni um 3ja metra langur. Stiganum er komið fyrir í plast- hylki sem þannig skal gengið frá í bátnum að handfang sem teng- ist honum lafi annað hvort út yfir borðstokk eða lensport eða annað. op, sé um þilfarsbát að ræða. Falli maður útbyrðis þarf hann að toga snöggt í handfang- ið, en við það brestur svonefnt slitauga þannig að maðurinn getur dregið stigann til sín og fetað sig eftir honum um borð. Samkvæmt nýjum norrænum reglum um sm íði og búnað skipa skulu opnir bátar undir 5,5, metrum að lengd búnir slíkum eða álíka öryggisbúnaði. „Það var maður frá Slysa- varnafélaginu sem hringdi í mig í vor og spurði hvort ég vissi hvort til væri nokkuð í líkingu við þetta. Mér var ekki kunnugt um það - en bjó það bara til. Þetta hefur verið að smáþróast síðustu mánuðina og er nú orðið mjög frambærilegt og gott tæki,“ sagði uppfinningamaður- inn, Ásgeir Long. Hann kvað að vísu til norskt tæki ætlað til sömu nota. En bæði hafi komið ■ „Ég er tilbúinn til að framleiða þennan búnað í stórum stíl á stuttum tíma. Markaðurinn er líklega um 1.600 bátar í þessum stærðarflokki," sagði upp- finningamaðurinn Ásgeir Long, vélstjóri hjá Barco. Öryggisstiginn (á inn- felldu myndinni) í hylkinu sem koma skal fyrir í bát- unum er aðeins 25x30x3 cm að stærð. NT-mynd Sverrir í ljós að það muni ekki fullnægja þeim kröfum sem hér verða gerðar og jafnframt sé það miklu klossaðra og fyrirferðar- meira. Ásgeir sagði norrænu kröfurnar aðeins setja skilyrði um að slíkur stigi nái 30 cm undir yfirborð sjávar - en við prófun hafi komið í ljós að maðurinn í vatninu náði ekki að stíga í þrep svo ofarlega. Asgeir kvaðst búinn að sækja um einkaleyfi á búnaðinum hér heima, en ekki erlendis, enda sé það bæði dýrt og seinlegt. Hann kvaðst þó hafa í huga að kynna hann erlendis. Hvað snertir sölu og dreifingu sagði Ásgeir Versl- un 0. Ellingsen hafa tekið þá hlið að sér, en verðið verði líklega rúmlega þrjú þúsund krónur. ■ Á myndinni sjáum við verðlaunastólinn Sóleyju en Valdimar Harðarson sem hannaðí stólinn hefur einnig búið til fullkominn félaga handa Sóleyju nefnilega hringlaga eða ferkantað felliborð. Sóley í Langbrók ■ Þið kannist örugglega öll við fellistólinn Sóley eftir Valdimar Ólafsson arkitekt því stóllinn hans hefur vakið mikla athygli og umtal bæði hér heima og erlendis. Og nú á að bæta um betur því í gær hófst sýning á fellistólnum í Gallerí Langbrók við Amt- mannstíg í Reykjavík. Á sýningunni verða ýmsar útgáfur af stólnum og ljós- myndir af frumgerðum hans. Að auki verða úrklippur úr fjölda erlendra tímarita til sýnis, en tugir blaða bæði austan hafs og vestan hafa birt greinar um Sóley. Og loks verða sýnd verðlauna- skjöl sem Valdimar Harðar- son hefur hlotið vegna stólsins. Sýningin stendur í hálfan mánuð og aðgangur er ó- keypis. Galleríið er opið frá kl. 10-18virkadagaenfrákl. 14-18 um helgar. Skrúfa hér, skrúfa þar - eftir í nýju húsnæði ■ í næsta mánuði verða nítján ár síðan byrjað var á framkvæmdunum við byggingu húss Öryrkjabandalags íslands við Hátún 10. Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Hússjóðs og Oddur Ólafsson formaður stjórnar Hússjóðsins. NT-mynd: Sverrir Öll aðkoma hin besta ■ IBM á íslandi hefur svo til lokið við miklar endurbætur á húsnæði sínu og umhverfi við Skaftahlíð 24 en endurbæturnar hófust í október á síðasta ári. Aðeins er eftir að „setja skrúfu hér og þar og ganga frá sturtu- og líkamsræktaraðstöðu fyrir starfsfólkið," að sögn Sigurgeirs Þorsteinssonar fulltrúa hjá IBM. í fyrra eignaðist fyrirtækið húsnæðið í Skaftahlíðinni, það hafði aðeins leigt þar áður, og þá varð Ijóst að lagfæra þyrfti húsið að utan vegna steypu- skemmda. Þá var fyrsta hæð hússins tekin í notkun og mn- réttuð ásamt annarri hæð. Fyrir utan var komið upp kössum með gróðri og hitaleiðslur lagð- ar undir planið sem kassarnir standa á. Hjá IBM starfa alls um 80 manns, þar af um 60 fastráðnir. Allt komið í gott ástand í og við húsnæði IBM í Skaftahlíðinni. NT-mynd: Sverrir ■ Við húsnæði Öryrkjabanda- lags íslands í Hátúni 10 er um þessar mundir verið að leggja síðustu hönd á plóg með bygg- ingu bílastæða og uppsetningu grænna bletta. Öll aðkoma að húsinu á að vera hin besta þegar framkvæmdunum, sem kosta að öllum líkindum um 5 milljónir króna, lýkur. Framkvæmdirnar byrjuðu fyrir nítján árum með byggingu hússinsviðHátún. Síðanþá hefur Öryrkjabandalagið verið Mandarín-kokkur frá Peking hjá Mandarín Kínverski veitingastaðurinn Mandarín í Kópavogi hefur nú fengið alvöru mandarín-kokk frá Peking til að elda ofan í viðskiptavinina. Meistarakokkurinn Sun Hui, sem kom til landsins í gærmorg- un mun starfa við eldamennsku hjá Mandarín við Nýbýlaveg í Kópavogi í eitt ár. Neng de Jesu, sem rekur veitingastaðinn segir að Sun Hui verði líka fenginn til að kenna Islending- um nokkur grundvallaratriði kínverskrar eldamennsku á sér- stökum námskeiðum sem haldin eru í tengslum við Mandarín. Kínversk matargerðarlist á sér mörg þúsund ára sögu og eru Kínverjar gjarnan taldir ásamt Frökkum fremstu matar- gerðarmenn veraldar. Mikill munur er á kínverskum réttum eftir því hvaðan þeir eru upp- runnir í Kína. Kínverjar í Suð- ur-Kína eru t.d. mun meira gefnir fyrir krydd og bragð- sterka rétti en samlandar þeirra í Norður-Kína. Sun Hui mun hafa sérhæft sig bæði í Peking-réttum og Kant- on-réttum. Sun, sem er 47 ára, hefur á undanförnum árum starfað hjá Heping-hótelinu í að smábæta við húsnæðið og laga aðstöðuna, þessi síðasti hluti framkvæmdanna byrjaði upp úr miðjum júní sl. og verður vonandi að fullu lokið í september. Þá eiga bílastæði og öll aðkoma að húsinu að vera í toppstandi. I húsinu við Hátún 10, sem Hússjóður Öryrkjabandalags- ins byggði, eru 209 íbúðir og 94 sjúkrapláss. í húsinu búa að minnsta kosti 400 manns. Þar er verndaður vinnustaður, dagvist- un fyrir aldraða og svæðisstjórn Reykjavíkur. Peking. Hann kveðst hafa gott vald á matreiðslu að minnsta kosti 350 rétta. Hugmyndin er sú að skipta stundum um mat- seðil og fá hann til að elda aðallega Peking-rétti sum kvöld en kanton-rétti önnur kvöld. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskurveitingastaðurfær kokk frá meginlandi Kína til matreiðslustarfa um lengri tíma. Skutu með loft riffli á 6 rúður ■ Lögreglan lagði hald á loftriffil, sem tveir drengir 16 og 18 ára, höfðu notað til þess að skjóta á rúður í íbúðum í írabakka í Breið- holti. Drengirnir skutu á ein- ar sex rúður og brutu þær. Lögreglu var tilkynnt um skotmennina, og hvar þeir héldu til. Lögregla lagði hald á byssuna, og verða dreng- irnir að greiða tjónið, sem er verulegt. Ein af rúðunum var stór og mikil stofurúða, og voru tvö göt á henni eftir skotin úr loftbyssunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.