NT - 17.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. ágúst 1985 9 Skák ffl Aukakeppnin eftir millisvæðamótid í Biel: Nigel Short í áskorendamótið ■ Þá er millisvæðamótunum lokið. Því síðasta sem fram fór í Biel í Sviss ætlaði aldrei að ljúka. Rafael Vaganian sigraði örugglega. Seirawan hinn bandaríski sem mætti til keppni án stuðnings bandaríska skák- sambandsins varð í 2. sæti; og Sokolov í þriðja sæti. Fjórða sæti deildu hinsvegar Torre, Van der Wiel og Nigel Short. Allir fengu þeir 101/: vinning. Þegar þrjár umferðir voru til loka mótsins virtist Torre örugg- ur með sæti í áskorendamótinu. Hann var þá í efsta sæti ásamt Vagnian með 10 vinninga en fékk aðeins Vi vinning úr þrem síðustu skákunum. Nigel Short tók hinsvegar mikinn fjörkipp og fékk 2 ]h vinning úr lokaum- ferðunum. Hann kqmst upp við hliðina á Van der Wiel og Torre og vann síðan lokakeppnina um lausa sætið eins og vikið verður að í þættinum. FIDE hefur nú gerbreytt keppnisfyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar. Nú tefla 16 skákmenn um þrjú sæti í bráðabanaeinvígjum. Fjórði maður verður Kasparov eða Karpov. Millisvæðamótin fóru nokkuð á þann veg sem búast mátti við. Sovétmenn undirstrikuðu yfir- burði sína en hlutur V-Evrópu- manna er óneitanlega mjög rýr sem er engin furða því Austurblokkin ræður lögum og lofum í alþjóðlega skáksam- bandinu. En lítum á þátttak- endalistann í næsta áskorenda- móti: Frá Sovétríkjunum koma: Beljavskí, Jusupov, Chernin, Tal, Vaganian, Smyslov og Sok- olov. Ungversku þátttakend- urnir eru Portisch og Ribli, Yasser Seirawan er eini Banda- ríkjamaðurinn. Hann er í ónáð hjá bandaríska skáksamband- inu eftir að hann neitaði að tefla á 2. borði bandarísku sveitar- innar á Ólympíumótinu í Salon- iki. Hollenski stórmeistarinn Jan Timman er loks kominn í hóp áskorendanna og er ásamt Nigel Short eini V-Evrópumað- urinn. Þá tefla þeir Viktor Kort- snoj og Boris Spasskí í þessu móti, Kúbumaðurinn Nogueir- as og Kanadamaðurinn Spraggett. Fjórir þátttakenda þurftu ekki að tefla á millisvæðamóti. Smyslov, Kortsnoj og Ribli komast beint í mótið vegna þátttöku í a.m.k. tveimur ein- vígjum í síðustu áskorenda- keppni en þátttaka Spasskís kemur til af öðrum forsendum. Hann fær að tefla þar sem hann er sá skákmaður í hópi fyrrver- andi heimsmeistara sem síðast tapaði titlinum. Eitthvað á þá leið var röksemdarfærslan fyrir þátttöku hans. Furðuleg úrslit í auka- keppni Shorts, Van der Wiel og Torre Strax að loknu millisvæða- mótinu í Biel hófu þremenn- ingamir í fjórða sæti aukakeppni sína. Samkvæmt reglum FIDE á aukakeppni að fara fram þegar í stað en engu að síður kom á óvart að þessi skyldi ekki vera brotin eins og fordæmi eru fyrir. Chernin og Gawrikov deildu fjórða sætinu á millisvæðamót- inu í Túnis en tefldu ekki fyrr en heim var komið. Fyrir auka- keppnina stóð Nigel Short best að vígi. Honum dugði að vera jafn í efsta sæti til að komast áfram vegna hagstæðustu Sonneborg - Berger stiga. Ég vonaðist til að Torre félli út enda tilheyrir hann sovéska „skáksvæðinu“ og erfitt gæti því reynst fyrir Timman eina V- Evrópumanninn að komast áfram í hópi níu Rússa og tveggja Ungverja . Því er nú einu sinni þannig farið að slík breiðfylk- ing samlanda í einu skákmóti gefur möguleika á ýmiss konar hagræðingu úrslita. Baráttan um efsta sætið stóð milli Van der Wiel og Sliort en undarleg urðu úrslitin. Van der Wiel sigraði Short 2 !/::'/: en tapaði fyrir Torre, 1:2. Hinsvegar malaði Short Torre, 3:0. Hann hlaut því 3 ]h vinning ásarnt Van der Wiel og farseðil á áskorendamótið. Alþjóðlega skákmótið í Vest- mannaeyjum var lokaæfing Shorts fyrir millisvæðamótið og virtist mér honum ekki veita af æfingunni því taflmennska hans þar var æði misjöfn, hafnaði að lokum í 4. sæti. Byrjunar- taflmennska hans er oft slök og í miðtöflum á hann það til að gera strategískar kórvillur. Hann hefur einn stóran kost fram yfir fremstu skákmenn Breta: seiglu. í erfiðum stöðum berst hann eins og Ijón og endataflstæknin hans er góð þrátt fyrir ungan aldur. Eg spái honum ekki háu sæti í áskor- endamótinu en í tímans rás gæti hann slegið í gegn. í aukakeppninni var barist til þrautar í hverri einustu skák, einkum var Short þaulsetinn við skákborðið. Hann hafði heppnina með sér í skákum sínum við Torre en átti erfitt með Van der Wiel sem vann einn fallegasta sigurinn í eftir- farandi viðureign: Hvítt: Van der Wiel (Holland) Svart: Nigel Short (England) Petroffs vörn 1. e4 e5 2. RO Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. (14 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 Rc6 8. c4 Rb4 9. cxd5 (Karpov lék 9. Be2 í einni einvígisskákanna við Kasparov en það er talinn heldur betri leikur.) 9... Rxd3 10. Dxd3 Dxd5 11. Hel Bf5 12. Rc3 (Athyglisverður er möguleikinn 12. Re5 sem DeFirmian reyndi nteð góðum árangri gegn Pla- skett á Brönshoj-skákmótinu í Kaupmannahöfn í mars sl.) 12. .. Rxc3 13. Dxc3 Be6! (Endurbót sem fyrst kont fram í einvígi Húbners og Smyslovs fyrir tveimur árum. Áður var leikið 13. - c6 scm hvítur svarar best með 14. He5 Dd715. Bhc!) 14. He5 Dc6 15. Del 0-0-0 16. Bg5 Bxg5 17. Hxg5 Bd5 18. Re5 Db6 19. Hxg7 Hhg8 20. Hg3! Dxb2 21. Hdl Hxg3 22. hxg3 Bxa2 23. Da5 Kb8 24. Rd3 Db3 25. Hcl b6 26. De5 Hc8 27. Rf4 Db2 28. Hc6 Kb7 29. Kh2! (Van der Wicl hefur á undra- verðan hátt tekist að skapa sér góða sóknarmöguleika enda sérlega útsjónarsamur í flóknum stöðum. Með kóngsleiknum valdar hann hrókinn óbeint, 29. -Kxc6? 30. d5+! og drottningin fellur.) 29.. . Dxf2 30. Rd3 Dd2 31. De4 Kb8 32. Re5! (Riddarinn er kúnstugur í meira lagi. Nú undirbýr hann að taka sér bólfestu á hinum mikilvæga c6 - reit.) 32.. . Hd8 s inr ■I B 1 111A111111 ti ni 1 |yf[ Qf| 1111 111 H Íilll ■ III m 11 11 (Hvítur leikur og vinnur!) 33. Rd7+!f Kc8 (Eða 33. - Hxd7 34. De8+ Kb7 35. Dxd7 og hvítur vinnur.) 34. Hd6!! - Stórglæsilegur leikur. Hvítur hótar 35. Da8mát og 34. - cxd6 svarar hann með 35. Dc6 mát. Short er algerlega varnarlaus og gafst upp. Helgi Ólafsson stórmeistari skrifarumskák Afmæliskveðja: Ingibjörg Sigurðardóttir skáldkona 60 ára Hún Ingibjörg Sigurðardóttir, Suðurgötu 15 í Sandgerði, er 60 ára í dag. Alllangt er nú orðið síðan við Aðalheiður Tómasdóttir, kona mín, sáum fyrst Ingibjörgu Sigurðardóttur í Sandgerði og mann hennar Óskar Júlíusson. Síðan hafa fundir okkar oft legið saman og erum við forsjón- inni sannarlega þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þessum góðu hjónum. Alltaf finnst manni það nokkur viðburður þegar gamlir og góðir vinir eiga merkisafmæli. Og ósjálfrátt verður manni þá, að rifja upp liðin kynni og jafnvel sumt það helsta sem maður veit að drifið hefur á daga viðkomandi einstaklings. Foreldrar Ingibjargar voru þau Guðrún Oddsdóttir (F. 18/10 1903; D. 2/5 1976) og Sigurður Óli Sigurðs- son (F. 2/1 1874; D. 8/5 1946). Bæði voru þau ættuð af Vestfjörðum. Faðir Ingibjargar var áður giftur Helgu Þórðardóttur frá Kletti í Kolla- firði í Barðastrandasýslu og áttu þau saman 4 börn. Ingibjörg er fædd í Króki í Skaga- hreppi þann 17. ágúst 1925, en á fyrsta ári flytur hún með foreldrum sínum að Klöpp á Kálfshamarsnesi og áttu þau þar heima um sinn, en slitu samvistum að nokkrum árum liðnunt. Ingibjörg á eina alsystur, Jenný að nafni, og á hún heima í Sandgerði. Hátún hét næsti bær við Klöpp. Þar áttu heima sæmdarhjónin Margrét Ferdínandsdóttir og Jóhann Helga- son og voru þá orðin öldruð nokkuð. Ingibjörg hændist mjög að þessum góðu hjónum og sótti til þeirra, enda fór svo að er hún var innan við tveggja ára aldur tóku þau hana í fóstur og ólst hún upp hjá þeim eftir það. En fóstra síns naut hún ekki lengi að, því hann lést þegar hún var 6 ára. En hjá fóstru sinni var hún áfram og skildu þær ekki fyrr en hún dó á heimili Ingibjargar, þá í Sand- gerði. II. Á Kálfshamarsnesi er fögur útsýn til allra átta. í vestri blasa við Stranda- fjöllin og blána í fjarskanum bak við Húnaflóann en í suðri Vatnsnesfjöllin og í austri og suðaustri hið svipmikla Spákonufell og önnur fjöll utar á Skaganum. Og fjölmargt var það annað á bernskuslóðum Ingibjargar sem seiddi og heillaði hrifnæmt barn: sjórinn síbreytilegur, ýmist lognkyrr og ljúfur eða úfinn og ógnvænlegur; sjófuglar syntu við ströndina og gerðu sér hreiður á vorin í nálægum hólmum en kríur, lóur og ótal aðrir fuglar sungu gleðisöngva sína um bjarta daga. Og á ljósum sumarnóttum sýndist sólin svífa léttilega við sævar- brún og rétt aðeins snerta hafflötinn, uns hún aftur lyfti sér til flugs og hóf á ný sína daglegu för um himins hallir. Öll þessi fegurð og allt yndi náttúr- unnar mun hafa orkað sterkt og' ljúft á viðkvæma barnssál, vakið hrifningu og unaðstilfinningu, en þeir sem slíkt reyna í bernsku, munu njóta þeirra áhrifa um langa æfi, þau verða þeim styrkur í stríði lífsins, og hjálp til að líta jákvæðum augum á tilveruna, eins og hún birtist hverjum einum. Það fór þá líka svo, að sterk ljóðræn hneigð mun snemma hafa vaknað í brjósti hinnar verðandi skáldkonu, og margar voru þær vísur sem til urðu á þeim árum. En öll þau bernskuljóð munu nú vera að fullu týnd. Ingibjörg átti ekki langt að sækja skáldgáfu sína, því faðir hennar var gott skáld, orti bæði tækifærisvísur, sálma og raunar um hverskonar efni andleg og veraldleg, en lítt mun ljóðum hans hafa verið haldið til haga. III. Eins og fyrr sagði undi Ingibjörg sér vel hjá hinum góðu fósturforeldr- um sínum meðan þeirrabeggja naut við,en fóstru sinnar einnar eftir að hann féll frá. Á unglingsárum fór hún að vinna fyrir sér og var þá á sumrum í kaupavinnu á nokkrum bæjum á Skaganum. En er hún var nítjan ára varð hún fyrir því rnikia áfalli að missa heilsuna um sinn og mun f raun hafa goldið þess æ síðan. Fluttist hún þá suður ásamt fóstru sinni, sem þá var orðin gömul og lasburða. Árið 1946 giftist Ingibjörg Óskari Júlíussyni frá Bursthúsum í Hvalsnes- hverfi, hinum ágætasta manni, en hann hafði þá verið ekkjumaður um skeið eftir lát fyrri konu sinnar, Magneu Magnúsdóttur. Óskar er fæddur árið 1909 og er því allmiklu eldri en hún, en hann er enn léttur á fæti og sístarfandi. Hann er hagur vel á tré og járn, og fleira er honum til lista lagt, lcikur m.a. á sög og harmóniku, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Ingibjörg fluttist nú til hans ásamt Margréti, fóstru sinni og annaðist hana uns hún lést árið 1955, þá orðin háöldruð, 95 ára. Þau Ingibjörg og Óskar eignuðust tvö börn, Jóhann Grétar og Magneu Ósk. En síðar hafa þau alið upp tvö barnabörn. IV. Eftir að Ingibjörg flutti til Sand- gerðis fór hún að semja sögur og kom fyrsta bókin út árið 1958. Þetta var skáldsagan Sigrún í Nesi. Vakti hún undireins mikla athvgli og náði til fjölmargra lesenda víða um land. Næstu sögur hennar voru Sýslu- mannssonurinn og Bylgjur, sem báð- ar urðu einnig mjög vinsælar og eignuðust stóran lesendahóp. Bækur Ingibjargar urðu fleiri, eftir því sem árin liðu og munu nú alls hafa komið út um 24 bækur eftir hana, þar af ein ljóðabók. En mjög miklu meira hefur hún ort í bundnu máli, þótt ekki hafi komið út í bókaformi. Sögur Ingibjargar hafa orðið mjög kunnar og vinsælar, enda má með sanni segja að þær eru hollur lestur hverjum manni. Þessi listiðkun og listsköpun Ingi- bjargar, Ijóða- og sögugerð, hefur jafnan farið fram við erfiðar ytri aðstæður, því dagleg önn á löngum starfsdögum veitti ekki mörg tækifæri til skrifta eða annarra bóklegra iðk- ana. Hafa það þá oft verið næturnar sem drýgstar hafa orðið til þessara andlegu starfa. V. Eins og sagði í upphafi þessa grein- arkorns, átti ég og kona mín því láni að fagna, fyrir mörgum árum að kynnast þeim góðu hjónum, Ingi- björgu í Sandgerði og Óskari, manni hennar. Verða heimsóknir okkar á heimili þeirra ekki taldar, og ávallt hefur þar verið að mæta sömu hjarta- hlýjunni og gcstrisninni. Eru þær samverustundir okkar ómetanlegar, og skilja eftir minningar sem aldrei gleymast, og sama er að segja þegar við höfum fengið að njóta heimsókna þeirra. Ávallt hafa þau borið með sér birtu og yl, sem yljar um hjartarætur. Stundum hefur komið fyrir að Ingi- björg hefur skroppið með okkur í smáferðir um nágrenni Sandgerðis, t.d. út á Garðskagann okkur til hinnar mestu ánægju. Hefur þá ávallt komið í Ijós, hversu vel hún kann að meta óspillta náttúruna og hversu hún heillast af samhljómum hennar, fuglasöng og sjávarniö, fjarlægum fjöllum og blikandi bárum, en þessi fyrirbæri eru einmitt það, sem hún ólst upp við á æskudögunum norður við hið ysta haf. Um leið og við þökkum Ingibjörgu öll hin góðu kynni, óskum við henni til hamingju með þetta merkisafmæli og árnum henni allra heilla og guðs blessunar á komandi árum. Megi henni auðnast, enn um langa hríð að iðka listsköpun sína í sögum og Ijóðum sjálfri sér til lífsfyllingar og öðrum til ánægju og sálarbótar. Ingvar Agnarsson ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUeV®UBLÖÐ ^ - ® ftwWÍwVHh-’ , ••ÚJM ;tmi. • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN £*ddci h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.