NT - 19.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 3
* Forseti íslands: Hollands- heimsókn hefst á morgun ■ Á morgun 19. september mun forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, hefja opinbera heimsókn sína til Hollands og mun Beatrix Hol- landsdrottning taka á móti henni á Rotterdamflugvelli. Síðan verður haldið til „Huis ten Bosch" hallarinnar í Haag þar sem forseti mun búa. Síðdegis verður haldið til borgarinnar Delft og skoðaður þar hátækniiðnaður og gróðurhús. Sama dag hittast utanrík- isráðherrar þjóðanna til viðræðna. Um kvöldið heldur Hollandsdrottn- ing veislu til heiðurs forsetanum. Að morgni föstudagsins 20. sept- ember skoðar forseti flóðvarnargarða við Hollandsstrendur, en í hádeginu verður hún viðstödd móttöku ís- lenskra útflutningsfyrirtækja fyrir viðskiptavini sína. Eftir hádegi heimsækir forseti sjóminjasafnið í Amsterdam, en síðdegis heldur Lubbers forsætisráðherra Hollands boð, forsetanum til heiðurs. Um kvöldið tekur forseti á móti íslending- um búsettum í Hollandi. Heimsókninni til Hollands lýkur svo laugardaginn 21. september. Um morguninn skoðar forseti Frans-Hals safnið í Haarlem, en heldur síðan frá Amsterdam áleiðis til Kaupmanna- hafnar um hádegisbil. Vigdís inun dvelja í Kaupmanna- höfn dagana 21.-25. septeinber, en heldur þá til Björgvinjar, þar sem hún flytur lokaræðu á málþingi um menntir og menningu við háskólann í Björgvin. Forsetinn kemur heim sunnudag- inn 29. september. Aðalfundur S.V.G.: Skorar á Alþingi ■ Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa hefur sent frá sér ályktun, þar sem S.V.G. bendir á þann tví- skinnungshátt sem ríkir nú í áfengis- málum í landinu. í ályktuninni segir m.a. að sjómenn, flugáhafnir og ferðamenn flytji inn í landið áfengt öl, á sama tíma og bannað er með reglugerð að framreiða öl blandað með áfengi. S.V.G. telur slíkan tví- skinnung í áfengismálum óþolandi, og skorar aðalfundurinn á Alþingi að taka af skarið og samþykkja meðferð og sölu áfengs öls í landinu. Akureyri: Páll Jóhannsson með tónleika ■ Páll Jóhannsson frá Akureyri heldur í dag tónleika í Borgarbíói. Tónleikarnir hefjast klukkan 19. Ólafur Vignir Álbertsson leikur undir á píanó. Á efnisskrá eru íslensk lög og aríur eftir þekkt ítölsk tónskáld svo sem Puccini og Verdi. HH Akureyri • 19. september 1985 3 Ljós- mynda- sýning ■ Um þessar mundir sýnir Bjarni Jónsson ljósmyndir í Listasafni al- þýðu Grensásvegi 16. Sýniugin er opin daglega Id. 14-21 til 22. september. Meðfylgjandi mynd er af Bjarna við eitt verka sinna. NT-mynd: Róbert. Við rýmum til fyrir nýrri árgerð og bjóðum Opel Corsa, Opel Kadett og Opel Ascona á vildarkjörum til 10. október eða á meðan birgðir endast. 60% lán er aðeins ein leið af mörgum sem við bjóðum nú til að auðvelda þér að eignast góðan bíl: • Verðlækkun Við bjóðum ríflega verðlækkun. Þannig lækkar t.d. Opel KadettLS úr 431.500 í 398.500!1> • Gamli bíllinn tekinn upp í Það kemur sér e.t.v. bestfyrir þig að setja gamla bílinn upp í. Lítum á dæmi: Nýr Kadett LS (eftir lækkun) kr. 398.500 Sá gamli kostar t.d. kr. 175.000 Þá er útborgun kr. 143.500 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á 6 mánuðum kr. 80,000 kr. 398.500 Allt að • 30.000kr. staðgreiðsluafsláttur ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu. • 60% lánað Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Kadett LS kr. 398.500 útborgun 40% kr. 159.400 Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði kr. 119.550 og afganginn í 12 mánuði kr. 119.550 kr. 398.500 • Þínaróskir Við erum alltaf til viðræðu um aðrar leiðir en þær sem hér hafa verið nefndar. Þú ættir að hafa samband og kanna málið. - BILVANGURstr HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 1) Miðað.við gengi 18. sept. '85

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.