NT - 08.11.1985, Blaðsíða 3

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. nóvember 1985 3 Seðlabankastarfsmenn hafa tryggan lífeyrisrétt: ■ Seðlabankinn hefur á undanförnum 2-3 árum greitt 69 milljónir króna sem sérstakar greiðslur í eftirlaunasjóð starfsmanna bankans, en það jafngildir um 520 þús. krónum að meðaltali á hvern starfsmann Seðlabankans á síðasta ári, og um ll milljón krónum hærri upphæð en nam heildarlauna- kostnaði í bankanum 1984. í ársskýrslu Seðalbankans 1984 segir m.a.: „Seðlabankinn hefur samþykkt að ábyrgjast að sínum hluta þær skuldbinding- ar, sem Eftirlaunasjóður Jarðboranir hf.: Borg og ríki bora saman Stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir jafnri eignaraðild í nýju fyrirtæki ■ Stjórnarfrumvarp um stofn- un hlutafélagsins Jarðboranir hf. sem lagt var fram í efri deild Alþingis í fyrradag kom þar til umræðu í gær. Efni frumvarps- ins felur í sér að ríkið og Reykjavíkurborg yfirtaki rekst- ur Jarðborana ríkisins og Gufu- borunar ríkisins og Reykjavík- urborgar. Gert er ráð fyrir að eignarað- ild aðilanna skuli vera jöfn og alls mun hlutafé nema 136 mill- jónum króna. Frumvarpið felur í sér að starfsmenn hins nýja fyrirtækis skuli vera jafn margir og þeir er starfa nú hjá fyrirtækj- unum tveimur. Fastráðnum starfsmönnum þar skal gert kleift að fá sambærilegar stöður hjá Jarðborunum hf. og þeir gegna nú. Albert Guðmundsson iðnað- arráðherra mælti fyrir frum- varpinu og rakti efni þess í stuttu máli. Næstur tók Skúli Alexandersson til máls frum- varpinu til stuðnings og sagðist líta á það sem eðlilegan hlut að Reykjavíkurborg hefði aukna stjórnunaraðild að Jarðborun- um ríkisins en taldi það óþarfa að stofna hlutafélag um slíkt. „Ef ég væri iðnaðarráðherra og fengi svona hrós fyrir frum- varp frá Alþýðubandalaginu þá myndi ég hugsa mig um,“ sagði Sauðárkrókur: Góður fundur Frá frétturitara NT á Sauðárkróki, H.S. ■ Fjörugar umræður voru á opnum fundi sem Framsóknarfélag Sauðár- króks hélt sl. sunnudag með Steingrími Hermanns syni, forsætisráðherra. Steingrímur ræddi stöðu þjóðmála og rakti m.a. sögu ríkisstjórnarinnar og árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Fundur- inn var í Safnahúsi Skag- firðinga og mætti fjöl- menni. Mikiðvarumfyrir- spurnir og töldu fundar- menn fundinn hafa heppn- ast vel. Stefán Benediktsson. Hann beindi þeirri spurningu til Al- berts Guðmundssonar af hverju fyrrnefnd fyrirtæki hefðu ekki verið seld á opinberum mark- aði. Stefán sagðist skilja þá af- stöðu almennings til alþingis- manna sem birtist í skoðana- könnunum nýlega þegar haft væri í huga að þrátt fyrir loforð um sparnað og hagræðingu þá væri engu breytt eins og fram- lagt frumvarp bæri með sér. Björn Dagbjartsson lýsti yfir stuðningi sínum við frumvarpið og sagði það skref í rétta átt. Hann sagðist ánægður með þá varnagla sem slegnir væru í frumvarpinu og því hefði hann ekki áhyggjur af því að lítil og vanmáttug sveitarfélög myndu verða undir vegna hins nýja fyrirtækis. Karl Steinar Guðnason tók undir þá gagnrýni sem heyrst hefði um málsmeðferð og vísaði þá til þess skamma tíma sem liðinn var frá því að frumvarpið var iagt fram. Hann sagði að ihingað til hefðu smærri sveitarfé- lög orðið að víkja fyrir Reykja- víkurborg þar sem jarðboranir eru annars vegar og að ástæða væri til að ætla að það ástand gæti versnað. Davíð Aðalsteinsson sagði að um mikilvægt mál væri að ræða þar sem það varðaði meirihluta þjóðarinnar er nyti jarðvarma. Hann sagði að mjög stórt hlut- fall af borunarframkvæmdum hefðu hingað til verið á vegum Reykjavíkurborgar og því yrði ekki um tiltakanlegar breyting- ar að ræða þó að Jarðboranir hf. yrði stofnað. Davíð taldi ein- kennilegt að ætluð hagræðing hefði ekki í för með sér neina fækkun starfsmanna. Iðnaðarráðherra sté aftur í ræðustól og svaraði spurningum og athugasemdum þingmanna og benti á að þau fyrirtæki er fengust við jarðboranir væru nokkuð sérstæð þar sern stærð- argráðan væri óvenjuleg og markaðurinn allur í höndum opinberra aðila. Karl Steinar Guðnason ítrekaði þá skoðun sína að gæta ætti að stöðu lítilla sveitarfélaga í þessu sambandi en féllst jafnframt á framkomna skoðun um áframhaldandi opin- bera eign jarðborunarfyrir- tækja. ... . starfsmanna Landsbankans og Seðalbankans hefur tekið á sig. Með hliðsjón af úttekt trygg- ingafræðings á stöðu sjóðsins í árslok 1982 þótti í ár eins og síðasta ár rétt að auka áður bókfærða skuldbindingu um 30 millj. króna. Samtals hafa þá verið lagðar til hliðar 69 millj. króna í þessu skyni." í reikningum bankans hefur 30 millj. króna framlag til eftir- launasjóðs verið fært sem sér- stakur liður á rekstrarreikningi sl. tvöár. Heildarrekstrarkostn- aður bankans árið 1984 er tæpar 117 millj. króna, þarafhelming- ur launakostnaður. Af framangreindu virðist ljóst að starfsmenn Seðlabankans a.m.k. hafi mun tryggari eftir- launaréttindi en almennir launþegar í landinu. Hafi aðrir bankar og sparisjóðir borgað samsvarandi upphæðir í eftir- launasjóði sinna rösklega 3.100 starfsmanna samtals (ársverk 1983) mundi sú upphæð nema um 1.630 milljónum króna, eða t.d um tvöfalt hærri upphæð en ríkissjóður varði til niður- greiðslna á vöruverði á síðasta ári. ■ Davíð Oddsson borgarstjóri tók nýlega fyrstu skóilustunguna að nýrri heilsugæslustöð við Hraunberg í Breiðholti. Davíö hefur tekið vélarnar í sína þjónustu að minnsta kosti í þetta sinn. Nl-myiid: \nii Hjnmn. Framsókn missti formann nef ndar Eyjólfur Konráð kjörinn formaður utanríkismálanefndar með stuðningi stjórnarandstæðings ■ „Þetta var afskaplega óheppilegur atburður og þetta er brot á samkomulagi sem stjórnarflokkarnir höfðu gert,“ sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins í viðtali við NT í gær. Kjör formanns utanríkismálanefndar Alþingis fór fram í gær og fór þannig að Eyjólfur K. Jónsson hlaut stuðning meirihluta nefndarmanna. Hann hlaut at- kvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. For- maður nefndarinnar hefur um nokkurt skeið komið úr röðum framsóknarmanna. „Ég hef ekkert út á Eyjólf að setja, það sem við unum ekki er að þetta er brot á gerðu sam- komulagi og verður alls ekki til að bæta samstarf stjórnarflokk- anna,“ sagði Páll ennfremur. „Það varð niðurstaða við- ræðna stjórnarflokkanna að láta vægi atkvæða ráða úrslitum um kjör formanns í utanríkismála- nefnd,“ sagði Ólafur G. Einars- son formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. „Eg sé ekki á- stæðu til að ætla að þetta dragi dilk á eftir sér en þeir verða auðvitað að meta þetta á eiginn hátt. Tvær breytingar á utanrík- ismálanefnd sem komu til vegna láts Ólafs heitins Jóhannessonar og brotthvarfs Tómasar Árna- sonar gáfu tilefni til þess að upprunalegt samkomulag yrði endurmetið," sagði Ólafur. Ey- jólfur Konráð Jónsson hefur gegnt formennskunni í kjölfar hvorttveggja breytinganna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.