NT - 08.11.1985, Blaðsíða 4

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 4
Ostadagar: Kúmen/Maribo 45% ostur hlaut 1. verðlaun ■ Oddgeir Sigurjónsson tekur hér við viðurkenningu fyrir ostana sína þrjá, Gouda 45%, Óðaisost 45% og Mysing. Með honum á myndinni er landbúnaðarráðherra, Jón llelgason, Forstjóri O.S.S Óskar Gunnarsson og lórmaður dómnefndar Olafur Arnar Krist- jánsson. ■ Verðlaunahafar ásamt dómendum og gestum. - eftir Svanfríði Hagvaag Að frysta brauðdeig - í ostasamkeppninni ■ Nú nýlega voru svokallaðir Ostadagar í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi. Milli sjö og átta þúsund manns sóttu sýninguna og er það held- ur fleiri en fyrir tveimur árum þegar samskonar sýning var haldin. Forstjóri Osta og- smjör- sölunnar, Óskar Gunnarsson setti sýninguna og síðan flutti landbúnaðarráðherra ávarp. Óskar sagði m.a. að tilgangur sýningarinnar væri að gefa neyt- endum kost á að kynnast ostum og ostagerð beint frá ostameist- urunum sjálfum, en þeir voru á staðnum og veittu allar þær upplýsingar sem fólk vildi fá. Einnig er markmið sýninga sem þessarar að gefa ostameisturun- unr tækifæri á að kynnast óskum og þörfurn neytenda bæði svo þeir geti betrumbætt fram- leiðslu sína og fcngið ábending- ar um nýjungar. í tengslum við þessa sýningu var samkcppni urn bestu ostana og úrslit voru einmitt kynnt á sýningunni. 63 tegundir osta voru með til úrslita og dæmt var eftir þétt- leika, byggingu, lykt/bragði, og svo var einnig gefin sjálfstæð aðaleinkunn. Ostunum var skipt í þrjá flokka, 1. flokkur fastra osta, 2. flokkur smurosta, og 3. flokkur mygluosfa. Aðalverðlaun hlaut Kúmen/ Maríbu ostur 45% og er fram- leiðandi hans Mjólkursamlag K.S. á Sauðárkróki og osta- meistari verðlaunaostsins er Haukur Pálsson. Kúmen/Maribo 45% verð- launaosturinn fékk einkunnina 12,9 og var hann einnig í fyrsta sæti í 1. flokki, flokki fastra osta. Önnur verðlaun í þeim flokki hlaut Gouda-Ostur 45% og er ostameistari hans Oddgeir Sig- urjónsson. Þessi ostur fékk ein- kunnina 12,6 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri framleiðir ostinn. Þriðju verðlaun í flokki fastra osta hlaut óðalsostur 45% og er Oddgeir einnig meistari hans og fékk osturinn einkunnina 12,4. KEA sér og um að framleiða þcnnan ost. í flokki smurosta, 2. tlokki varð Mysingur hlutskarpastur með einkunnina 12,8. Enn er það Oddgeir Sigurjónsson sem er ostameistari og hefur hann farið hlaðinn heim af verðlaun- um í þetta sinn og KEA sér um að framleiða alla hans osta. 1 flokki smurosta hlaut Kjómaostur m/ kryddbragði söniu einkunn og Mysingurinn, eða 12,8 og eru því báðir í fyrsta sæti. Mjólkur- bú Flóamanna framleiðir rjómaostinn og ostameistari hans er Guðmundur Eiríksson. í öðru sæti þessa flokks hafn- aði Napoli myrja og er osta- meistari hennar Guðmundur Geir Gunnarsson. Myrjan fékk einkunnina 12.7 og það er Smurostagerð O.S.S. (Ósta- og smjörsölunnar) sem framleiðir hana. Þá er það síðasti flokkurinn, flokkur mygluosta og hæstu einkunn hlaut Dalabrie sem framleiddur er í Mjólkursant- lagi Dalasýslu í Búðardal. Dala- brie fékk einkunnina 12,4 og meistari lians er Árni Skialdar- son. Kindakjöt lækkar um 45 kr. kílóið ■ Jafnvcl eftir mánuð í frysti mun þetta deig lyfta sér vel. Það er þægilegt að eiga brauð í frysti en það bragðast samt aldrei eins vel og nýbakað. En ef deigið er fryst þá er hægt að fá hvorttveggja þægindin og bragðgæðin af nýbökuðu brauði. Það er samt ekki hægt að frysta allt brauðdeig vegna þess að frystingin eyðileggur sumt af gerinu. En uppskriftin sem fylgir hér á eftir hefur meira ger heldur cn venjulegt cr svo að deigið þolir að geymast í frysti í upp undir mánuð. Það mun tapast sumt af gerinu á meðan deigið er frosið, en það verður nóg eftir svo brauðið lyfti sér eðlilega. Hér kemur svo uppskriftin. 3 bollar volgt vatn 3 msk ger Vi bolli hunang 1 msk salt Vi bolli brætt smjörlíki Vi bolli undanrennuduft 4 bollar hveiti 3-4 bollar heilhveiti Leysið gerið upp í volgu vatninu. Bætið út í hunangi, salti og bræddu smjörlíki. Blandið saman undanrennuduftinu og hveit- inu og látið síðan út í vökvann 1 bolla í einu. Þeytið vel á milli. Þegar deigið er orðið vel mjúkt er heilhveiti sett á borð og deiginu hellt þar á. Hnoðið vel. Þekið deigið og látið það hvílast í um það bil 15 mínútur. Þá er deiginu skift í 3 hluta, þeir mótaðir í brauð og settir í frekar lítil brauðform. Smyrjið deigið mcð bræddu smjöri. Nú erhægt að baka eitt brauðanna eða öll. Þau eru þá látin lyfta sér þangað til þau eru tvöföld og bökuð eins og segir hér undir. Ef frysta á deigið er ekki beðið eftir því að það lyfti sér. Þekið hvert form mcð plasti og látið í frystinn. Þegar deigið er frosið er hægt að taka það úr forminu og því pakkað vel inn. Þegar á að fara að baka er deigið sett frosið í formið, látið þiðna við herbergishita í 4-5 tíma. Látið það ekki lyfta sér of mikið eða það fellur í ofninum. Það þarf að athuga deigið öðru hverju þegar fer að líða að enduðum þiðnunartíma. Bakið við 180°C í um það bil 35 mínútur eða þangað til brauðið er gegnbakað og fallega gulbrúnt. ■ Sntásöluverð á hclstu teg- undunt kindakjöts til neytenda lækkaði í vikunni um 20% frá áður gildandi verði og á það bæði við urn kjöt af nýslátruðu og kjöt frá sláturtíðinni 1984. Gert er ráð fyrir að um 90 milljónum króna verði varið til niðurgreiðslu á um 2.000 tonn- um af kjöti, eða unt 45 krónum á hvert kíló að meðaltali. Þessi verðlækkun, sem ákveðin var af Framkvæmda- net'nd búvörusamninga og land- búnaðarráðuneytinu, er m.a. gerði í þeini tilgangi að draga úr birgðum og auka kindakjöts- neyslu innanlands í stað þess að flytja umframbirgðir á erlenda markaði, fyrir lágt verö. Með 20% lækkun ætti heill 14 kg dilkaskrokkur (skipt að ósk kaupanda) að lækka úr 3.080 niður í um 2.460 kr. miðað við nýja kjötið og úr 2.690 niður í um 2.150 kr. miðað við kjöt frá fyrra ári. Miðað við að eitt 2,5 kg læri með beini kostaði frá 750-1.005 krónur í verðkönnum sem Verðlagsstofnun gerði unt miðjan september s.l. (tvö læri 1.500-2.010 kr.) virðist hag- kvæmt að geta nú keypt heilan meðal skrokk fyrir 2.100-2.700 krónur. Af þeim 90 milljónum króna sem varið er til þessarar niðurgreðislu er áætlað að ríkis- sjóður greiði 50 ntillj. en bænd- ur sjálfir af 40 millj. króna. Um 10% lækkun á jógúrt ■ Mjólkursamsalan hefur til- kynnt 10% verðlækkun á jógúrt. Við það lækkar smásölu- verð á 500 gr.dós af jógúrt með ávöxtum úr 48,10 kr. niður í 43,30 kr. og á 180 gr. dós úr 21,55 kr. niður í 19,40 krónur. Léttjógúrt 500 gr. kostar nú 37,90 krónur. Föstudagur 8. nóvember 1985 4 ■ Haukur Pálsson með verðlauna- og heiðursskjöl fyrir Kúmen/ Maribo 45% ostinn sinn sem fékk 1. verðlaun í ostasamkeppninni. Verðlaunasælkerabollur ■ Osta- og smjörsalan efndi fyrr á þessu ári til verðlaunasam- keppni um bestu uppskriftirnar úrosti og 1. verðlaun hlutu þau Þórlaug Guðbjörnsdóttir og Ólafur Jónsson fyrir sælkerabollur fyrir 6. En uppskriftin af þeim er sem hér segir: 400 gr. ýsuflök 100 gr. rækjur 1 laukur 1 tsk. pipar 100 gr. rjómaostur 2 msk. hveiti 1 egg Sósa: 100 gr. rjómaostur 2-3 dl. fiskisoð 1 tsk. karrý 1 tsk. sykur 100 gr ostur, rifinn Hakkið ýsuflök, rækjur og lauk. Blandið hinum efnunum saman við. Hitið rúmlega Vi lítra af vatni í potti, mótið fiskdeigið í bollur, u.þ.b. 18 stk. og sjóðið í fimm mín. Setjið bollurnar í eldfast mót. Hrærið rjórhaostinn út með karrýi og sykri og þynnið með soðinu og rjómanum. Hellið þessu yfir bollurnar og stráið rifna ostinum yfir. Bakið við 200°C í 15 mín. Skreytið með gúrkum og grænni papriku og berið réttinn tram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum. Koparfæging ■ Góð aðferð til þess að gláinn á kopar haldi sér leng- ur eftir fægingu er að dýfa mjúkum klút ofan í hveiti og nudda koparinn með honum. Homréttar bleiur Þegar verið er að hengja upp bleiur er gott að brjóta þær hornréttar í tvennt og hengja þær þannig upp. Þá verða þær hornréttar þegar þær eru orðnar þurrar og það er auðveldara að brjóta þær saman. Svo taka þær heldur ekki eins mikið pláss á snúr- unni. Kakóblettir Ef kakó fer í fatnað er ágætt að leggja hann í mjólk þá á bletturinn að hverfa alveg. Gjafapappír Ef þú átt sikk-sakk skæri til að klippa jaðra með er mjög fállegt að nota þau til að klippa niður gjafapappír. Látið þá kantana koma vel í ljós þegar verið er að pakka inn gjöfununt. Kúlupennablek Best er að nota spritt ef þarf að ná kúlupennableki úr fötum. Gerið það helst strax. Minnkið handklæða- þvottinn Saumið plastmerkimiða á handklæðin og þá getur hver sem tekur hreint handklæði skrifað nafnið sitt á það. Merkingin fer af í næsta þvotti. Þá ætti handklæða- þvotturinn að minnka því nú geta allir sé hvaða handklæði þeir eru með. Gjafakort Eins er hægt að nota sikk- sakk skærin til að klippa til kort eða merkisspjöld. Nota má ýmsa liti af pappír t.d. rautt á jólunum, gult eða grænt um páskana og svo blátt eða bleikt við skírnina eftir því sem við á. Slík kort geta líka verið sérlega skemmtileg j hvaða barnaafmæli sem er. Púsluspil Það er hægt að búa til ódýrt púsluspil fyrir börnin með því að líma góða mynd úr tímariti á pappaspjald. Klippið síðan spjaldið nið- ur í smærri stykki og nú geta börnin unað sér góða stund með ódýrt púsluspil. Prjónaráð Það er hægt að hekla sam- an saumana á prjónuðum stykkjum. Þau eru þá lögð saman og heklað yfir með keðjuspori. Þetta er rnun fljótlegra en að sauma þau saman.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.