NT - 08.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 7
 T B Föstudagur 8. nóvember 1985 7 út 1 öncfl ■ Áróðursspjald gegn eiturlyfjaneyslu í Malaysíu. Malaysía: Gálginn bíður eitursmyglara Kuala Lumpur-Reuter ■ Frá því að Maláysíu- menn hertu refsingar fyrir eiturlyfjasmygl árið 1983 hafa 32 smyglarar verið hengdir, þar af sex útlending- ar, og rúmlega fimmtíu bíða þess að vera sendir í gálgann fyrir eiturlyfjabrot. Malaysía hefur lengi verið viðkomustaður eiturlyfja- smyglara frá Gullna þríhyrn- ingnum svokallaða sem er við landamæri Thailands, Burma og Laos. Gullni þrí- hyrningurinn er eitt helsta ópíum- og heróínfram- leiðslusvæði heims. Malaysíumenn ákváðu að herða refsingar fyrir eitur- lyfjasmygl og eiturlyfjasölu vegna sívaxandi eiturlyfja- neyslu í þessu fimmtán mill- jón manna ríki. Nú er dauða- refsing lögbundin fyrir hvern þann sem er handtek- inn með meira en 15 grömm af heróíni í fórum sínum. Datuk Musa Hitam að- stoðarforsætisráðherra Ma- laysíu segir að lögregla hafi alls lagt hald á 94,33 kíló af heróíni, þrjú kíló af morfíni, 71 kíló af ópíum og hálft tonn af maríjúana það sem af er þessu ári. Alls hafa 622 menn verið handteknir fyrir eiturlyfjabrot. Fyrr í þessari viku fann malaysíska lögreglan 28 kíló af heróíni í skyndiárás á hús eiturlyfjasmygíara skammt fyrir utan höfuðborgina Ku- ala Lumpur. Þetta er mesta magn heróíns sem lögreglan hefur gert upptækt í einu lagi á þessu ári. Afganistan: Sovéskir her- menn drepnir í uppreisn Islamabad-Reuter ■ Afganskir flóttamenn í Pakistan segja að um áttatíu sovéskir hermenn hafi fallið í daglangri orustu eftir að sov- éskar hersveitir í herbækistöð í Afghanistan gerðu uppreisn gegn yfirmönnum sínum. Flóttamaður, sem segist hafa orðið vitni að bardögun- um, segir að hermennimir hafi gert uppreisn eftir að yfirmenn tóku af lífi einn af félögum þeirra sem afganskir skærulið- ar segja að hafi oft keypt hass af uppreisnarmönnum. Hersveitirnar sem gerðu uppreisn voru frá Tadzhikistan sem er eitt af Mið-Asíuríkjum Sovétríkjanna. Þær beittu þungum vopnum eins og flug- skeytum, sprengjuvörpum og vélbyssum og fjöldi hermanna særðist auk þeirra áttatíu sem féllu. Ibúar í Tadzhikistan eru sagðir skyldir þjóðarbroti í Kunduz í Afghanistan. Sov- éskir hermenn frá Tadzhikist- an eru sagðir sérstaklega sólgn- ir í hass sem afganskir skæru- liðar segjast selja þeim. Kólombía: Dómurum fórnað gegn skæruliðum Bogota-Reutcr ■ Kólombíski herinn gerði að minnsta kosti fjórar stórskota- árásir með flugskeytum, vél- byssum og handsprengjum á aðal dómshúsið í Bogota, höfuð- borg Kólombíu, í gær en þar héldu vel vopnaðir vinstri- sinnaðir skæruliðar um tíu hæst- aréttardómurum föngnum og tugum annarra starfsmanna •réttarins. Skæruliðarnir komust inn í dómshúsið í fyrradag með því að dulbúa sig sem lögreglu- menn. Þeir tóku þar fjölda manna í gíslingu og bjuggust til að semja við stjórnvöld. En Belisario Betancur forseti harð- neitaði að semja við skærulið- ana sem tilheyra M-19 skæruliða- samtökunum. Þess í stað fyrir- skipaði hann hernum að gera árás á dómshúsið og reyna að bjarga gíslunum. Alfonso Reyes forseti hæsta- réttar er einn þeirra dómara sem skæruliðarnir tóku í gísl- ingu. Hann kallaði til her- manna, sem umkringdu dóms- húsið, og bað þá að skjóta ekki á bygginguna þar sem skærulið- ar væru tilbúnir til að semja og hætta væri á að gíslarnir yrðu fyrir skotum. En bænir hans um að stjórnin semdi við skæruliða voru til einskis og herinn hélt áfram að gera árásir á dómshúsið sem er í rústum. Margir tugir manna féllu í árásunum en hernum tókst einnig að bjarga hluta gíslanna. Seint í gærkvöldi höfðu skæruliðar enn um þrjá- tíu gísla á valdi sínu. Skæruliðarnir kenna sig við Ivan Marino Ospina, sem stjórnarherinn drap í ágúst síð- astliðnum en hann var einn helsti leiðtogi M-19 skæruliða- hreyfingarinnar sem var stofnuð fyrir fimmtán árum. Forystu- menn M-19 samtakanna gerðu vopnahlé við stjórn Kólombíu fyrir rúmu ári en þeir slitu því tíu mánuðum síðar og tóku aftur upp vopn. Arafat segist á móti ofbeldi - nema í sjálfsvörn á hernumdum svæðum Kairó-Reuter ■ Yasser Arafat formaður PLO, Frelsissamtaka Palestinu- araba, lýsti því yfir í gær að PLO væri á móti ofbeldisað- gerðum nema í sjálfsvörn á þeim svæðum sem ísraelsmenn hefðu hertekið. Arafai las upp formlega yfir- lýsingu fyrir hönd PLO á blaða- mannafundi í Kairó þar sem sagði m.a. að PLO myndi grípa til róttækra aðgerða til að refsa þeim sem stæðu að ofbeld- isárásum utan hernumdu svæð- anna. Arafat sagði að yfirlýsingin væri því aðeins bindandi fyrir PLO að ísraelsmenn féllust á að hætta hryðjuverkum á herteknu svæðunum og utan þeirra. Hann sagði að PLO áskildi sér rétt til að verjast hersetu ísraelsmanna á herteknum svæðum með öll- um tiltækum ráðum. í yfirlýsingunni, sem Arafat las upp eftir átta stunda viðræð- ur við Mubarak leiðtoga Eg- ypta, sagði m.a. „... við for- dæmum öll hryðjuverkasamtök, hvort sem þau tengjast ríkjum eða samanstanda af einstaklingum og hópum gegn óvopnuðu og saklausu fólki hvar sem er í heiminum." Nakasonefagn- ar lækkun dollarans Tokyo-Reuler ■ Yasuhiro Nakasone for- sætisráðherra Japana lýsti í gær yfir ánægju með mikla lækkun dollarans gagnvart japanska yeninu að undanförnu sem hann ságði að gæti orðið til að bæta viðskiptasamband Japans við Bandaríkin. Dollarinn hefur lækkað úr 242 yenum niður í rétt rúm 200 yen á aðeins sex vikum. Nakas- one sagði að áframhaldandi lækkun dollarans gagnvart yen- inu og aðgerðir japanskra stjórnvalda til að opna Japans- markað fyrir erlendum vörum yrði til að draga úr gagnrýni erlendra ríkja á japanskan út- flutning. En hann sagði ólíklegt að útflutningur Japans myndi minnka mikið á næstunni hvað sem síðar yrði. Vöruskiptahagnaður Japana við útlönd nam tæpum 30 millj- örðum dollara (1.200 milljörð- Bretland: Kynóðir karlmenn ofsóttir Manchester-Rcuter ■ Konur sem starfa fyrir borgaryfirvöld í Manc- hester á Englandi hafa stofnað eftirlitsnefnd til að fylgjast með og hafa hend- ur í hári karlrembusvína sem leiti á konur og klípi þær í rassinn. Konurnar hafa þegar rifið niður fjölda ósæmi- legra dagatala og vegg- mynda sem karlmennirnir höfðu notað til að skreyta veggi borgarskrifstofanna. Áleitnir karlmenn og rass- klíparar verða hæddir op- inberlega með því að nöfn þeirra verða máluð á veggi. NEWSIN BRIEF November 7. Reuter. BOGOTA - President Belansario Betancurruled out negotiations with left- wing guerrillas holed up in Colombia's gutted Supr- eme Court building with Ui about 60 hostages. í£ • OQ ISLAMABAD - About ^ 30 soldiers died in a day- yj long mutiny at a Soviet ^ base in Afghanistan last Uj month, Afghan exiles said. ^ Fighting began after Russians executed a sold- ier from the Soviet Ta- dzhikstan republic at the base in northern Afghan- istan. , CAIRO - Palestine Liber- I ation Organisation (PLO) Chairman Yasser Arafat renounced violence outs- idc occupied Arab lands but retained the right of Palestinians living under Israeli rule to armed res- istance, Israel dismissed U_ this as „playing with iij words“. In Washington, U.S. ofticials said it was ^ a positive but not major ^ step towards peace talks CO with Israel. 5 MOSCOW - Soviet lcader ^ Mikhail Gorbachev said I his forthcoming talks with President Reagan could I improve the world situat- I ion if the U.S. side adopt- ed a constructivc appro- I ach he made the comment , on thc forthcoming Gcn- eva Summit during a brief | speech at a rcvolution day , reccption, the offícial ' news agency TASS said. j • B ANJUL - The West Afr- ican state of Guinea BLssau M. has foiled a plot to overt- hrow president Joao Bernardo Vieira and ar- 5 resled the plot leader, first 5 Vice-President Paulo M Correia, Bissau radio said. ^ MOSCOW - Vitaly Yurc- ^ henko, the on-off Soviet , Dcfcctor, said in an inter- 1 view published here that [U.S. interrogators threat- ened he would end life a Imadman if he did not I cooperate with them. • IMOSCOW - Challenger I Garry Kasparov, hit by a disastrous defeat in the I last encounter, started . cautiously against champi- on Anatoly Karpov in the | crucial 23rd game with the . World Chess title once 1 again hanging in the bal- | ance. • JOHANNESBURG - So- uth Africa announced a g sharp rise in petrol prices and one expert said this ^ was likely to push the ^ ailing economy into rec- ord inflation by the end of g the year. « 3! LUXEMBOURG - Brit- on Stanley Adams, impris- oned in Switzerland after revealing an illegal price- fíxing ring run by multin- ational drugs companies, ■ was awarded 715.000 doll- ars in damages against the 1 European Community’s , Executive Commission for its action in disclosing his | identity to the Swiss fírm Hoffmann-La Roche. I • | WASHINGTON - A Romanian merchant se- I aman who jumped ship in | Florida was granted asyl- i um in the United States as senators moved to subpo- I ena a Soviet sailor who , twice leapt into the Mis- sissipi river in an apparent I bid to defect. NEWSINBRIEF_

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.