NT - 08.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 8
 Föstudagur 8. nóvember 1985 8 ’J lil Vettvangur Málsvari frjáislyndis, samvinnu 09 félagshyggju Útgefandí: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólalsson Skrifstolur: Síöumúli 15. Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blabeprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Kynning á skólastarfinu ■ Fyrir tilstuðlan Kennarasambands íslands hefur að undanförnu staðið yfir kynning á vinnuaðstöðu og starfi nemenda og kennara í hinum ýmsu skólum landsins. Hundruðum saman hafa foreldrar streymt í skól- ana og fylgst með börnum sínum, vinnustað þeirra og hvernig náminu er háttað, ásamt því að ræða við kennara um starf þeirra kjör og hugmyndir. Þetta framtak Kennarasambandsins er lofsvert og skilar örugglega árangri. Allt of margir foreldrar láta sér nægja að fylgjast með skólagöngu barna sinna úr fjarlægð, þ.e. að líta einungis eftir námi þeirra heima fyrir en hafa litlar hugmyndir um það sem fram fer innan veggja skólans. Enginn ber á móti því að sífellt er skólunum ætlað meira og fjölbreyttara hlutverk við uppeldi barna og unglinga. I skólana koma börnin um 6 ára gömul og eru síðan þar við starf og leik næstu 10 árin. Skólagangan hefur varanleg áhrif á börnin og því ræður miklu hvernig að þeim er búið innan veggja hans og hvernig þeim líður þar. Fyrir mörgum er skólagangan leikur einn, námið er létt og þeim líður vel í góðra vina hópi. Þetta verður ekki sagt um öll börn og eru mörg tilvik til sönnunar því að skólagang- an er mörgu barninu martröð líkust. Á síðasta vetri var greint frá rannsóknum sem átt höfðu sér stað um ofbeldi í skólum. Margt sem þar kom fram vakti óhug hjá foreldrum og ýmsar spurningar. Ofbeldi í skólum er ekki síst meðal nemendanna sjálfra og felst oft og tíðum ekki í líkamlegu ofbeldi heldur einnig andlegu sem nefnt er einelti. Svo sem nafnið ber með sér er þá eitt barn tekið fyrir af sínum skólafélögum og það pínt á flestan máta oft án þess að kennarar verði þess varir. Auðvitað er hægt að sporna við þessu og kemur þar ekki síst til kasta kennara og foreldra, en forsenda þess að svo geti orðið er að náin og góð samvinna ríki milli þessara aðila. Margir foreldrar virðast forðast skólann og eru jafnvel hræddir við hann. í einhverjum tilvikum má rekja þá afstöðu til skólagöngu þeirra sjálfra. Á síðari árum hefur mjög færst í vöxt að stofnuð séu foreldra- og kennarafélög við skólana, og er árangur af því góður. Þá hafa margir skólar opnað mikið starfsemi sína og gefst foreldrum tækifæri á að fylgjast með daglegu starfi þeirra þegar þeim hentar og einnig hafa margar skólabyggingar verið hannaðar með tilliti til þess að þar geti farið fram önnur starfsemi en skólastarfið. Við þetta komast foreldr- arnir í nánara samband við aðstöðu nemendanna og geta betur sett sig í spor þeirra sem þar vinna. íslendingar geta státað af góðri menntun og er það m.a. að þakka góðum skólum. Eflaust má margt betur fara og kennarar hafa hvað eftir annað lagt áherslu á bætt launakjör, og aðra þætti sem nauðsyn- legt er að ekki séu vanmetnir í starfi þeirra og skólanna. Þetta framtak kennara verður eflaust til þess að margir foreldrar fá gleggri mynd af námi og skóla- göngu barna sinna sem þeir geta síðan notfært sér þeim til hjálpar og er það vel. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ: Fiskveiðistefnunni ætlað að takmarka heildarafla og sókn með sanngjörnum hætti ■ Þetta er er þriðja sinn sem ég ávarpa aðalfund Landssam- bands ísl. útvegsmanna síðan ég tók við embætti sjávarútvegs- ráðherra. Hausið 1983 blöstu við margvíslegir erfiðleikar sem þurfti að mæta af raunsæi og festu. Skuldir útvegsins voru miklar, vanskil gífurleg og fiski- stofnarnir í mikilli lægð. Fjár- fest hafði verið í dýrum fiski- skipum og sá enginn fyrir end- ann á því hvernig skuldir þeirra yrðu greiddar. Við þessum vanda var brugðist með marg- víslegum hætti sem aðallega fólst í breyttri fiskveiðistefnu, umfangsmikilli fjárhagslegri endurskipulagningu og lækkun opinberra gjalda. Þessu erfiða tímabili er nú að ljúka og Fisk- veiðasjóður hefur eignast þau skip sem ekki gátu staðið við skuldbindingar sínar sem reynd- ust þó mun færri en ætla mátti. Við stöndum því á vissan hátt á tímamótum og framundan er nýtt tímabil þar sem reynt verð- ur að standa þannig að málum að rekstrargrundvöllur verði fyrir íslenskan útveg. Ég ætla ekki að dvelja við fortíðina eða leggja mat á það hvernig til hefur tekist. Eins og oft áður hefur margt verið gott gert en annað hefði mátt fara betur úr hendi. Á þessum tímamótum má einkum leggja fram eftirfar- andi fjórar spurningar: Hvaða fiskveiðistefna þjónar best hags- munum útvegsins og þjóðarinn- ar í heild? Hvaða fjárfestingar- stefna þjónar best hagsmunum útvegsins? Hvaða breytingar þarf að gera á sjóðakerfi sjávar- útvegsins? Hvaða nýjungar geta fært okkur meiri verðmæta- sköpun? Fiskveiðistefnan Margt hefur verið rætt og ritað um fiskveiðistefnuna að undanförnu. Hér er um að ræða mikið hagsmunamál þjóðarinn- ra. í umræðunni endurspeglast margvíslegir hagsmunaárekstr- ar og kennir þar margra grasa. Ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að það myndi verða erfitt viðfangsefni að skapa samstöðu um fiskveiði- stefnu til næstu ára. Þá sam- stöðu verður hins vegar að mynda. Þrátt fyrir allt er það heildaraflamagnið sem skiptir mestu máli. Loðnustofninn er nú sterkur og veiðarnar eins miklar og hægt er að vænta þegar best gengur. Heimildir til loðnu- veiða á þessari vertíð verða yfir 1 milljón tonn, en því miður eru horfur enn sem komið er lakari varðandi næstur vertíð. Ég tel rétt að hækka þorskaflamarkið um 10% á næsta ári, þ.e. úr u.þ.b. 267 þús. tonnum í tæp- lega 300 þús. tonn en að afla- mark annarra botnfisktegunda eigi að verða svipað 1986 og var á þessu ári. Sveigjanleiki sem felst í 10% millifærsluheimild, sóknarmarki og millifærslu- heimild milli ára, mun hins vegar verða til þess að þorskafli getur aukist ntilli áranna ef fiskgengd leyfir. í apríl munurn við fá nýjar upplýsingar um ástand stofnanna og að þeim fengnum er rétt að endurmeta fyrri ákvarðanir. Nú beinast augu manna að því hvaða skoðanir muni koma fram á þessum fundi. Ég hef ekki dregið dul á mínar skoðan- ir og talið mér skylt í samvinnu við hagsmunaaðila að setja fram ákveðnar tillögur sem hægt væri að taka afstöðu til. Við höfum lagt á það áherslu að fá upplýs- ingar frá Hafrannsóknastofnun mun fyrr en áður og leggja fram drög að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða eins snemma og nokkur kostur var. Þessi drög hafa verið í mótun og liggja nú hér frammi eftir að hafa tekið ýmsum breytingum. Ég hef talið eðlilegt að vinnan við frumvarpið fari fram fyrir opnum tjöldum og sem mest samráð sé haft við hagsmuna- aðila í sjávarútvegi við vinnslu þess. Ráðgjafanefnd um fisk- veiðistefnu hefur unnið mjög vel að undirbúningi frumvarps- ins og vænti ég þess að starf hennar og tengsl við hin ýmsu hagsmunasamtök í sjávarútvegi verði til þess að auðvelda aðil- um að taka afstöðu til frum- varpsins nú. Áð undanförnu hafa ýmsir sem eru andvígir þeirri stefnu sem er mörkuð í frumvarpinu látið í sér heyra. Þessir aðilar skiptast að mínu mati í tvo hópa. í fyrsta lagi eru þeir sem ekki vilja neina stjórnun á veiðum og í öðru lagi eru þeir sem vilja stjórna með öðrum hætti. Ég ætla ekki að gera að umtalsefni þá aðila sem ekki vilja stjórna veiðunum, yfirleitt, enda eru fáir sem draga í efa þörf á stjórnun. Hins vegar ætla ég að ræða lítillega viðhorf þeirra sem telja að þeim eigi að stjórna með öðrum hætti. Það er að sjálfsögðu skylda mín eins og annarra stjórnmálamanna að hlusta á og taka tillit til raka annarra og mér hefur aldrei dottið í hug að það sem ég hef lagt til sé gallalaust. Ég verð hins vegar að segja alveg eins og er að mér þykja andstæðingar þeirrar stefnu sem hér er mótuð gera of mikið úr göllunum og öfgakennd skrif þeirra þjóna þar litlum tilgangi. Aðalein- kenni annarra tillagna sem fram hafa komið er á þann veg að sleppt verði viðmiðun við ein- stakt skip, hvort sem um er að ræða aflamark einstakra teg- unda eða aflahámark í þorsk- veiðum. Ef við sleppum viðmið- un við hvert einstakt skip skap- ast að sjálfsögðu ýmis vandamál sem vert er að íhuga og vil ég í því sambandi nefnda þrjú atriði: 1. Eitt aðalmarkmið fisk- veiðistjórnunar er .að halda aflanum innan tiltekinna marka. Viðmiðun við einstakt skip hefur þar augljósa kosti. Ef á hinn bóginn á að stöðva veið- arnar þegar ákveðnum heildar- afla er náð, mun ríkja mikil óvissa um hvenær það verður. Hætt er við að kapp einstakra skipa við að ná sem stærstum hlut úr heildaraflanum muni skapa vandræði í landi, þegar viðkomandi heildarafla er náð og óeðlilegan kostnað við út- gerðina. Mun þá blasa við að- gerðarleysi og bið eftir næsta tímabili, sem færi í að undirbúa samkeppnina á því tímabili sem best. Frægasta dæmi um þær öfgar sem stjórn af þessu tagi getur leitt til eru lúðuveiðar við Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna þar sem þúsundir skipa veiða hið leyfilega aflamagn á örfáum dögum og liggja aðgerð- arlaus þess á milli. 2. Hvaða áhrif mun það hafa [Af skipulagsrevíu Reykjavíkurborgar í minningu Fjalakattarins sáluga ■ Borgaryfirvöld í Reykja- vík tóku loks á sig rögg og heimiluðu það, sem lengi hefur verið til umræðu, að rífa mætti til grunna hús það við Aðal- stræti hér { borg, sem nefnt hefur verið Fjalakötturinn. Hátíðiegt niðurrif Niðurrif hússins fór fram með þeim hátíðlega hætti að frægasti skemmtikraftur aldar- innar, Ómar Ragnarsson, stóð með hljóðnemann fyrir framan hús þetta og lýsti aðförunum með orðum og sagði glefsur úr sögu hússins meðan kvik- myndavélar og hljóðbönd sjónvarpsins festu atburði dagsins á filmu og gleyptu í sig hin töluðu orð. Skipulagsrevían Ekki fór illa á því að fenginn væri starfsvanur gamanleikari til þess að mæla yfir moldum Fjalakattarins. Sannleikurinn ■ er sá að skipulagsmál Reykja- víkur eru ein allsherjar revía, raunar um langa tíð, og líklega frá upphafi vega, og hafa orðið því verri sem fleiri skipulags- fræðingar hafa komið þar nærri og færri stjórnmálamenn með menningarlegan hugsunarhátt og tilfinningu fyrir samhengi sögunnar, svo í húsum sem öðru. Gígamekkanó jarðvöðla Þegar hvorttveggja bregst í málum af þessu tagi: fagmann-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.