NT - 08.11.1985, Blaðsíða 9

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 9
m [7 Föstudagur 8. nóvember 1985 9 L U Vettvangur á áhuga fyrir auknum sparnaði og aukinni verðmætasköpun ef viðmiðun við hvert einstakt skip verður lögð af? Mun þá ekki fljótt fara í það horf sem ríkj- andi var hér áður fyrr að allt kapp var lagt á að ná sem mestum afla, en viðleitni til lækkunar tilkostnaðar og bættr- ar aflameðferðar hvarf í skuggann? 3. Er þá ekki meiri hætta á að einstök byggðarlög geti orðið undir á einstökum tímabilum í því kappi sem fylgir samkeppni við sókn í ákveðinn heildarafla og þar með skapist vandamál sem þjóðfélagið eigi erfitt með að mæta? Höfuðviðfangsefni íslenskra þjóðmála hefur á undanförnum árum verið tekjuskiptingin. Baráttan um skiptingu tekn- anna hefur leitt af sér verð- bólgu, skuldasöfnun og aðra óáran í efnahagsmálum. Pessi barátta hefur orðið til þess að gengið hefur verið mjög á hag sjávarútvegsins og honum ekki tekist að byggja upp eðlilegt eigið fjármagn. Fiskveiðistefn- an setur leikreglur í sjávarút- vegi. Leikreglur sem gefa mönnum vitneskju um framtíð- ina og upplýsingar um þá mögu- leika sem hver og einn hefur. Hverjum og einum mun ávallt finnast að reglurnar gætu verið sanngjarnari í sinn garð og sama má segja um tekjuskiptinguna. Ef við íslendingar ætlum að hafa góða stjórn á okkar eigin málum verðum við að koma okkur saman um leikreglur í fiskveiðum og varðandi tekju- skiptinguna í landinu. Staða sjávarútvegsins mun verða sterkari ef tekst að komast að niðurstöðu um nauðsynlegar leikreglur um stjórnun fiskveiða til lengri tíma. Á eftir verður auðveldara fyrir hann að takast á við eigin mál og gera þær kröfur til samfélagsins að ekki verði sótt meira til hans en leikreglur fiskveiðistefnunnar gefa tilefni til. Með því að þekkja þessar reglur nokkur ár fram í tímann verður auðveld- ara að koma við margvíslegri hagræðingu og réttri fjárfesting- arstefnu. Á s.l. ári hélt ég því fram að það væri ófullnægjandi fyrir sjávarútveginn að ákveða fiskveiðistefnuna til eins árs í senn. Heildaraflann yrði hins vegar að ákveða á hverju ári og einnig yrði að vera möguleiki til að auka hann eða minnka innan ársins. Með því að ákveða stefn- una til lengri tíma vinnst margt en tapast lítið. Við getum unnið okkur út úr reynslu viðmiðunar- áranna, skapað meiri sveigjan- leika og eytt ýmis konar óvissu um framtíðina. Ókostirnir sem bent er á eru einkum þeir að ýmsar breytingar geti orðið og því nauðsynlegt að endurskoða ýmis ákvæði. Pað er vissulega rétt og þess vegna höfum við sett það ákvæði til bráðabirgða í frumvarpið að lögin skuli endurskoðuð fyrir árslok 1986. Útvegsmenn eru þeir aðilar sem þurfa að starfa samkvæmt þessum leikreglum hvern ein- asta dag ársins. Er það ekki óþægilegt í dag að vita ekkert um næsta ár? Er það ekki þeirra eigin hagur að setja sanngjarnar reglur sem taka eðlilegt tillit til hinna ýmsu hagsmuna? Ég tel að sú fiskveiðistefna sem felst í því frumvarpi sem hér liggur fyrir sé málamiðlun og henni er ætlað að horfast í augu við þá nauðsyn sem er að takmarka heildarafla og sókn með sann- gjörnum hætti. Ég er þeirrar skoðunar að ef menn geta ekki sætt sig við málamiðlun sem þessa þá verði enn erfiðara að koma sér saman um annað form. Spurningin er þá hver eigi að leysa hnútinn. Það er að sjálfsögðu viðfangsefni stjórn- málanna en í jafn þýðingar- miklu máli sem þessu hlýtur að vera betra og eðlilegra að um sé að ræða sameiginlegt verkefni stjórnmálanna og hagsmuna- aðilanna. Ég treysti því að á þessum fundi muni koma fram eindregin afstaða þar sem menn sameinast í því að líta fyrst og fremst til heildarhagsmuna og leggi til hliðar minniháttar ágreiningsmál. Fjáriestingarstefnan Um fjárfestingarstefnuna sagði ráðherrann m.a.: Ég tel að ákveðin og markviss fiskveiðistefna til lengri tíma, þar sem viðmiðun er höfð við hvert einstakt skip, leiði til þess að ekki sé þörf á rnjög miklum hömlum á heimildum til fjár- festingar eða endurnýjunar. Fiskveiðistefna sem á hinn bóg- inn byggir einkum á almennun takmörkunum myndi leiða af sér stóraukna samkeppni í veið- um og væri þá rík ástæða til að hafa mun strangari reglur um endurnýjun ogfjárfestingu. Þeir sem flytja kröftugar hugsjóna- ræður um frjálsræði í fiskveið- um verða því miður að semja allt annars konar ræður um fjárfestingarstefnuna fái þeir óskir sínar uppfylltar. Þótt nú sé til siðs að varpa fram hugtök- um eins og frjálshyggju og framtíð án fjötra, verðum við að gera okkur grein fyrir því að hinir stórkostlegu möguleikar sem við eigum eru jafnframt fjötrar okkar. Skuldirnar sem við vorum í reynd frjálsir til að taka eru í dag fjötrar. í þessu sem öðru er ekki nóg að finna falleg orð. Við verðum að líta af fullu raunsæi á það hvernig við getum best nýtt þá möguleika sem eru fyrir hendi. Ég er sannfærður um að það ber að fara með fullri varúð við endur- nýjun flotans. Ég tel vafasamt að rétttlætanlegt sé að láta eldri skipin greiða niður fjárfestingu hinna nýrri með því að fjár- magna vaxtaafslátt með útflutn- ingsgjöldum. Ég tel heldurekki víst að við eigum endilega að kaupa togara fyrir togara, það gæti verið jafn skynsamlegt að kaupa báta sem fengju heimild til að veiða sambærilegt magn. Til þess að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir í fjár- festingum verður fiskveiði- stefna til lengri tíma aö liggja fyrir. Sjóðakeriið Umsjóðakerfiðsagði Halldór Ásgrímsson m.a.: Millifærslur milli skipa, fram- leiðslugreina og einstakra fisk- tegunda geta haft slæmar af- leiðingar í för með sér. Almennt verður að telja að óbrenglað verðmyndunarkerfi þar sem raunverulegt markaðsverð afurða ræður greiðslum tryggi best til langfranta hámarkshag- kværnni í veiðum og vinnslu. Þetta er þó ekki einhlítt. Vissu- lega getur staðið þannig á um tíma að rétt sé að halda uppi framleiðslu og veiðum með tapi í þeirri von að betur muni ára síðar. í slíkum tilvikum getur verið nauðsynlegt að miðla á milli, þannig að markaðir tapist ekki og heildarhagsmunir til lengri tíma séu tryggðir. Það er þannig ekki nóg að geta selt ferskan fisk á Evrópumarkaði um stund ef það verður til þess að markaðir tapist sem tekið hefur áratugi að byggja upp eins og t.d. freðfiskmarkaðinn í Bandaríkjunum. Þessa lang- tíma markaðshagsmuni verður að tryggja enda þótt stefnt sé að verulegri einföldun sjóðakerfis- ins og afnámi tilgangslítilla millifærslna á niilli aðila innan I sjávarútvegsins. Markaðsmál og nýjungar Það er bjart yfir fiskmörkuð- um okkar í dag. Fisksölufyrir- tækin í Bandaríkjunum kvarta sáran undan skorti á fiskafurð- um. Útflytjendur saltfisks telja að verulegt magn muni vanta á ■ markaðina og vel gengur aö selja ferskan fisk í Evrópu. Það voru þessir markaðshagsmunir sem voru ástæðan fyrir því að rétt var talið að auka þorskkvót- ann í apríl sl. Það voru einnig þessir markaðshagsmunir sem voru ástæðan fyrir því að ég , taldi koma til greina að heimila millifærslu á afla milli áranna 1985 og 1986. Fiskur er einskis virði nema hægt sé að selja hann á mörkuðum. Það er til lítils að veiða fisk á árinu 1986 sem ekki selst þá en hefði verið hægt að selja við góðu verði árið 1985 hefði hann þá verið veiddur. Á sama hátt er til lítils að verka skreið sem enginn veit hvort eða hvenær tekst að selja. Slíkar aðstæður kalla á vissan sveigjan- leika en hins vegar má fisk- verndarstefnan ekki víkja fyrir markaðshagsmununum. Hér þarf að vera eðlilegt samræmi á milli og við verðum að geta lagað okkur að aðstæðunum. í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um fiskveiðistefnu er sveigjanleikinn því nieiri en áður. Þótt nú vanti fisk á markaði verður að hafa í huga að upp- bygging fiskistofnanna er mikilvægust þegar horft er til framtíðar. í skýrslu frá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna kemur frarn að ekki sé líklegt að heims- höfin muni gefa mikið nteira af sér á næstu áratugum, þ.e. 82 millj. tonn 1984. Eftirspurn eftir fiski á næstu tveim áratugum muni hins vegar tvöfaldast. Ýmis nýbreytni hefur séð dagsins Ijós að undanförnu. Frysting um borð í skipum hefur veriö aukin, rækjuveiðar hafa aukist, nýting úrgangs fer vax- andi, ný skelfiskmið hafa fund- ist og nýting á ýmsum krabba- og skeldýrum er að hefjast. Allt eru þetta þýðingarmiklir þættir í framfarasókn íslensk sjávarút- vegs. Áfram verður haldið á þessari braut og mun hið opin- bera að sjálfsögðu styðja slíka viðleitni. Hins vegar er nauð- synlegt að draga skýra rnarka- línu milli þess sem hið opinbera á að fást við og þess sem best er komið í höndum fyrirtækjanna, einstaklinga og samtaka þeirra. Því miður vill það stundum brenna við að menn rugli þessu saman í opinberum umræðum oft þannig að hrópað er á ríkis- valdið þegar erfiðleikar koma upp í rekstrinum. Það erstefna ríkisstjórnarinnar að ríkið eigi ekki að taka að sér hlutverk stjórnenda fyrirtækjanna hvorki í sjávarútvegi né í öðrum at- vinnugreinum. Hlutverk ríkis- valdsins er að skapa sem stöðug- ast og traustast efnahagslegt umhverfi fyrir fyrirtækin, þ.e.a.s. setja sanngjarnar leik- reglur sem ekki er breytt frá degi til dags. í því felst einnig að ríkið taki ekki að sér að ráða fram úr vandamálum einstakra fyrirtækja. Þegarhinaralmennu línur hafa verið lagðar eru það auðvitað fyrirtækin sem leysa eiga hinn daglega rekstrar- vanda. Skortur á skilningi á þessum einföldu atriðum er því rniður útbreiddur og gætir jafn- vel á ólíklegustu stöðum. Ríkis- stjórnin hefur á starfstíma sín- um reynt að skapa skilyrði fyrir framförum í sjávarútvegi. Fisk- veiðistefnan og aðhaldssöm fjármála- og fjárfestingarstefna eru liðir í þessari viðleitni. Margt má að sjálfsögðu betur fara í þessurn efnum en aðal- atriðið er að sýna þrautseigju við það vandasama verkefni að skapa farsæl almenn skilyrði fyrir reksturinn í landinu og koma á eðlilegri verkaskiptingu milli fyrirtækjanna og hins opin- bera. Sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna sl. miðvikudag. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu hans. leg alvara sérfræðinga og smekkur stjórnmálamanna, þá rennur upp óskastund jarð- vöðlanna. Þá koma þeir á staðinn, trekkja upp gíga- mekkanóin sín og láta stóru kranana sína slafra í sig hold og bein og sjúga blóðið úr þessum umkomulausu hús- skrokkum, sem standa í vegi fyrir morgunblaðshöllunum, seðlabankaslotunum, nýjubíó- unum, rriiðbæjarmörkuðun- um, oddfellóbúsunum og öðru afstyrmi skipulagsheimskunn- ar í Reykjavík þarsem skiptast á „stöng og stallur" í óreglu- legri röð og er látið ráða götu- svip og heildarmynd miðborg- arinnar, svo að líkja má við óreiðu sjálfs Ginnungagaps. Húsahatur Annars eru Reykvíkingar Barri því að vera verstir allra Islendinga í hatri sínu á göml- um húsum. Húsahatur er ís- lenskur þjóðarlöstur, sem lýsir sér í því að hús skuli úrelda á 25 árum í þurrviðrasveitum eins og skikkanlegt þótti á torfbæjaöldum íslandsbyggð- ar, en skemur í rigningapláss- um. Skrýtin hagfræði íslendingar halda að það sé góð hagfræði og gild stefna í atvinnumálum og rétt lausn á húsnæðismálum að byggja sí- fellt ný og ný hús, drabba þau „skipulega" niður með við- haldsleysi, endurbæta aldrei neitt sem aflaga fer í þeim, mölva þau síðan niður til grunna og reisa ný hús á lóðun- um og þannig koll af kolli. Þarf naumast að taka fram að þessi húsasmíðahagfræði er sérís- lenskt fyrirbæri, enda er þetta ekki hagfræði heldur hugarást- and. Gott tækifæri Nú bíða menn í ofvæni eftir því hvað koma muni í staðinn fyrir Fjalaköttinn. Ekki verður svo verðmæt lóð látin standa auð, enda ekki ástæða til. Þarna gefst þrátt fyrir allt gott tækifæri til þess að húsameist- arar og skipulagsfræðingar láti rísa fallegt hús, sem þjónað getur þörfum miðborgar, sett viðkunnanlegan svip á um- hverfið og sléttað nokkuð úr hrukkum á ásjónu þessa elsta. hluta Reykjavíkurborgar. Vandasamt verkefni Slík fegrunaraðgerð er þó vandasamt úrlausnarefni mið- aö við þá fordjörfun á skipulagi sem ríkir þarna allt um kring. úrlausnarefnið er að nokkru leyti fólgið í því (afsakið orða- lagið) að „aðlaga“ slíka ný- byggingu smekkleysi næstu nágranna. Arkitekt slíks húss yrði að ganga til verks eins og lýtalæknir, sem vill gera sitt besta, en veit sem er að hann getur aldrei gert fríðleikspilt úr forljótum karli, þótt hann sníði af honum vörturnar og vankantana á nefinu og færi eyrnalagið á honum til skárra horfs. Fagurt borgarstæði Vegna legu sinnar og víðáttu landsins í kring, vegna fagurrar sýnar til fjalla og eyja og út um cndalaust hafið er borgarstæð- ið í Reykjavík sérstætt og á ekki marga sína líka. Enda skal það viðurkennt að betur hefur til tekist um skipulag sumra nýju borgar- hlutanna en gamla miðbæjar- ins. Það er út af fyrir sig þakkarvert. En ekki erslíkt þó einhlítt. Eitt borgarhverfið í Reykjavík gengur undir nafn- inu „nýi miðbærinn", sem sannast sagna hefur engin ein- kenni miðbæjarkjarna og eng- inn veit hvaða tilgangi á að þjóna. „Nýi miðbærinn" er eins og hver önnur gloppa í heildarskipulagi borgarinnar, og gamli miðbærinn blasir við eins og skrýtla í kennslubók um skipulagsfræði. Gestur í Vík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.