NT - 08.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 12
d Föstudagur 8. nóvember 1985 12 Nefrennsli fyrir 2 milljarða Kvefið kostar jafn mikið og fjárlagagatið ¦ Kvefið og hálsbólgan kostar okkur íslendinga rúma tvo mill- jarða á ári í beinhörðum pening- um fyrir utan hóstanh og óþæg- indin sem þessir kvillar valda okkur. Samkvæmt skýrslum sem læknar senda mánaðarlega til heilbrigðisyfirvalda varðandi helstu farsóttir sem hér gei:sa er reiknað með að rúm 500 þusund tilfelli af þessu tagi komi upp á íslandi árlega. Það mun ekki ofreiknað að áætla að alls sé hér um rúmar tvær milljónir vinnu- daga sem íara fyrir bí og er þó ekki reiknað með að allir liggi undir sæng þó kvefaðir séu. Sé dæminu haldið áfram og meðal- tekjur áætlaðar um eitt þúsund krónur á dag kemur í ijós að kvefið kostar okkur rúma:: tvo milljarða á ári og á þá eftir að bæta við ýmsum öðrum kostn- aði svo sem fyrir lyf auk Iauna til lækna og hjúkrunarfólks. Skúli G. Johnsen borgarlækn- ir sagði þessar tölur geta staðist. „Það er þó rétt að benda á að nákvæmari útreikningar þyrftu, að koma til áður en hægt væri að fullyrða nákvæmlega hvað slíkir kvillar kostuðu okkur, en það er alveg ljóst að kvef, hálsbólga og aðrir vírussjúk- dómar í öndunarvegi eru þeir langalgengustu hér á landi og það eru ófáar vinnustundirnar sem tapast af þessum sökum. Ég er líka viss um að mörgum mundi bregða ef þetta og önnur álíka dæmi væru reiknuð til fullnustu." íbúasamtök Vesturbæjar: Góð gjöf velunnara ¦ íbúasamtökum Vesturbæj- ar hefur borist rausnarleg pen- ingagjöf frá velunnara samtak- anna, Gísla Sigurbjörnssyni for- stjóra, en hann er jafnframt einn af stofnfélögum samtak- anna. Jafnframt gaf Gísli Vest- urbænum bekki sem stjórn sam- takanna hefur látið merkja og komið fyrir á ýmsum stöðum í hverfinu. Pessu til viðbótar hef- ur Gísli boðið öldruðum Vest- urbæingum til vikudvalar með fæði og þjónustu í ágætum hús- um í Hveragerði. Vetrarstarf samtakanna hefst með fundi þriðjudaginn 5. nóv. 1985 kl. 20.30 í Norræna húsinu. Iðnaðarráðuneytið: Aðstoðar- maður ráðherra ¦ Jónas Elíasson, próf- essor, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Al- berts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra. Hann hefur jafnframt fengið leyfi frá störfum við Há- skóla íslands. Landbúnaður í bækling ¦ Landbúnaður og úrvinnsla landbúnaðarafurða er efni bæklings sem Landbúnaðar- ráðuneytið og bændasamtökin hafa gefið út og hyggjast dreifa í grunnskólana ásamt smáriti sem- inniheldur tölulegar upplýs- ingar um landbúnaðinn á síð- ustu árum. Bæklingur þessi var upphaf- lega saminn til dreifingar er- lendis og saminn á ensku og dönsku. Nú hefur honum verið snúið á tslensku. Bæklingurinn inniheldur fjölda litmynda og er prentaður hjá Gutenberg. Þeir sem áhuga hafa á að fá eintak geta gert það hjá Búnaðarfélagi Islands og er bæklingurinn ókeypis. ¦ Hildur I lákonardóttir við þrjár teikningar sínar á sýningunni í Listmunahúsinu. í verkunum notar listakonan kínverskt blek, kínverskan pensil og tileinkar sér kínverskar aðferðir við teikningu. íslensk sveitarómantík og kínversk menning ¦ Hildur Hákonardóttir myndlistarkona opnar á laug- ardag sýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Á sýningunni eru tæplega 30 verk, vefnaður, ljósmyndir og veggverk úr blönduðu efni, öll unnin á síð- ustu tveimur árum. Stór heysáta trónir í öllu sínu veldi þegar komið er inn í sýningarsalinn Mensu-megin . „Já, þetta er sveitakonan í mér," segir Hildur brosandi, „ég flyt sveitina með mér í bæinn. En taðan er líka nútíma íslenskt reykelsi." Pað vekur líka athygli að ¦ veflistaverkin á sýningunni eru undir sterkum kínverskum áhrifum. „Ég bjó í Vancouver í fyrra og þar var það ekki lands- lagið sem heillaði mig, eins og vanalega er hér heima, heldur fólk' og það tók hug minn allan. Það er mikið af Kínverjum og Hong Kong-búum í borginni og þeir höfðu sterk áhrif á mig, þeir eiga svo gamla og merki- lega menningu. Ég fór að reyna að tileinka mér teikningu þeirra og ég varð svo hrif in af stafagerð þeirra og hvernig þeir 'setja alltaf rauða merkið sitt á allt sem þeir gera sjálfir. í teikning- unum mínum á sýningunni nota ég t.d. mikið ícínverskt blek sem er óskaplega gaman að vinna með. Og svo nota ég líka kínverskan pensil sem þeir eru meistarar í að beita. En svo nota ég líka aðra tækni við vefnað- inn. Fer að teikna í vefinn. Landslagsverkin mín hér á sýn- ingunni eru unnin í evrópskri góbelíntækni en í vefinn sem ég óf í Vancouver teikna ég með þræðinum í kyrran bakgrunn. það má eiginlega segja að mun- urinn á þessum vefjarlistaverk- um sé sá að þegar ég vinn með evrópskri góbelíntækni er vefn- aðurinn skyldari málverki en teppin frá Vancouver skyldari teikningu. Kínverjar vinna pappírinn sinn úr jurtum, við vinnum okkar pappír úr trjá- kvoðu en sjálfa hefði mig helst langað til að vinna pappír úr grasi, en ég veit nú ekki hvort það er mögulegt," segir Hildur og hlær. Gras, já. Á sýningunni má líka sjá að gras er listakonunni hugleikið. Fyrir utan heysátuna sem minnst er á að framan, eru tjósmyndirnar á sýningunni tengdar grasi og reyndar náttúrunni sem slíkri. „Gras er mér óskaplega hug- leikið," segir hún hugsi, „því þar eð ég bý í Flóanum þar sem eru mikil graslendi þá getur ekki farið öðruvísi en svo að maður verði fyrir áhrifum af graslendinu og náttúrunni í kringum sig." Og tjósmyndirnar á sýningunni eru tengdar gras- inu, Olfusá og tímanum. „Landið, birtan,tíminnogjörð- in verða að svo sterkum öflum. Útlendingar sem komið hafa og heimsótt mig, hafa stundum spurt mig að því hvers vegna himininn væri svona stór í Ölf- usinum, og ég hef átt í örðug- leikum með að svara þeim því ég veit hvað mér hefur fundist en ekki getað komið því í orð. En ég held að á íslandi og í Flóanum komist maður meira í snertingu við náttúruna og al- heiminn." Þetta er þriðja einkasýning Hildar.Fyrstu einkasýjiingu sína hélt hún í Gallerí-SÚM árið 1972 en önnur sýningin var í bókasafni Selfoss árið 1974, en Hildur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin sem stendur til 24. nóvember er opin virka daga frá kl. 10-18 en um helgar frá kl. 14-18 en lokað á mánudögum. Fyrirspurnir ¦ Eftirfarandi fyrirspurnir voru nýlega lagðar fram á AI- þingi: Útflutningur og sala á fersk- um fiski erlendis er efni tveggja fyrirspurna sem þeir Sighvatur Björgvinsson og Helgi Seljan standa að. Sundurliðun sláturkostnaðar og geymslugjald er efni fyrir- spurnar er Steingrímur J. Sig- fússon hefur lagt fram. Greiðslur úr Jöfnunaisjóði sveitarfélaga er efni fyrirspurn- ar frá Sturlu Böðvarssyni. Setning almennrar stjórn- sýslulöggjafar er efni fyrirspurn- ar sem er flutt af Gunnari G. Schram. Ákvörðun dráttarvaxta er efni fyrirspurnar frá Sighvati Björgvinssyni. Úrræði fyrir vímuefnasjúkl- inga er efni fyrirspurnar sem Kristín S. Kvaran stendur að. Vísindasamstarf Evrópu- þjóða og þátttaka íslands er efni fyrirspurnar sem Eiður Guðnason hefur lagt fram. Staðgreiðsla búvara og af- koma afurðarstöðva er efni fyrirspurnar sem Kolbrún Jóns- dóttir flytur. Fríiðnaðarsvæði við Kefla- víkurflugvöll er efni fyrirspurn- ar frá Karli Steinari Guðnasyni. Úthlutunarreglur húsnæðis- lána vegna einingahúsa er efni fyrirspurnar sem flutt er af Kristínu Halldórsdóttur. Störf ríkissaksóknara er efni fyrirspurnar sem Stefán Bene- diktsson stendur að. Kvennaframboðið: Mótmælir hugmyndum um ís lenska hergagnaframleiðslu ¦ Kvennaframboðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir hneykslan sinni á þeim hugmyndum aðatvinnumögu- leikar íslendinga í framtíðinni séu á sviði hergagnaiðnaðar- ins, en Ingvar Asmundsson formaður starfshóps um áhrif nýrrar tækni á íslenskan vinnu- markað kom þeirri hugmynd fram í viðtali í útvarpsfréttum 6. nóv. sl. Kvennaframboðið lýsir al- gerri andstöðu sinni við þessa hugmynd. Hlutverk íslensku þjóðarinnar eigi að vera annað en það að taka þátt í vitfirrtu vígbúnaðarkapphlaupi. Að lokum segir orðrétt í yfirlýsingunni: „það er mót- sagnakennt - svo vægt sé til orða tekið - að halda því fram að hægt sé að byggja framtíð þjóðarinnar á atvinnuvegum sem hafa þann tilgang að eyða framtíðarvonum allra þjóða."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.