NT - 06.12.1985, Blaðsíða 2

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 2
2 NT Jólablað eru allt saman J S ný lög. Já, sumir hafa kannski haldið að þetta séu sömu lögin og við höfum verið meö á Broadway, en það er langt frá því. Hins vegar eru lögin í okkar gamla og góða stíl. Við hvorki getum né viljum farið að koma með alveg nýja stefnu, kaupendur fengju þá allt annað í eyrun en þeir höfðu búist við,“ segir Ólafur Þórðarson i Ríó tríóinu, en þeir gáfu út spánnýja hljómplötu á mánudaginn var. Á plötunni eru ellefu lög og þetta er fyrsta platan þeirra þremenningannafráþví 1977. Nafnið er tvírætt í anda þeirra RÍÓ manna, - hún heitir „Lengi getur vont versnað." Upptakan var gerð í september I Hljóðrita, en hljóðblönd-, un fór fram I London, þar sem m.a. var bætt inn stílgítar og saxófón. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Óla Þórðar að undanförnu. Hann býr nefnilega í Kaupmannahöfn og hefur því verið á þeytingi landa í milli mikinn hluta þess tíma sem unnið var að plötunni. „Það má segja að ég hafi verið á útopnu frá því ég kom síðast heirn," segir Óli. „Um leið og ég kom út úr flugvélinni var byrjað að skipuleggja daglnn eftir, hvað átti að gera kl. 10 hvað klukkan 12 og kl. 14 o.s.frv. Það merkilega var að allt stóðst, við náðum í alla sem við þurftum að skipta við og lukum öllu á einum og hálfum degi. Þetta er hægt ef maður skipuleggur tímann. Platan var sem sé unnin í einum grænum hvelli og þannig höfum við unnið allar okkar plötur. Þetta hefur verið alveg „spontant", ef svo má segja. Við treystum eins og alltaf á okkar eldkláru samstarfsmenn, Jónas Friðrik, sem samdi textana og Gunna Þórðar, sem sá um útsetningarnar. Við tókum upp í september og þú verður endilega að minnast á Sigurð Bjólu og Jónas R. Það er gott að vinna með þeim. Ég man aldrei eftir að það hafi komið til árekstra við upptöku með þeim, allt gengið eins og í sögu.“ Er enn eins gaman að spila og í gamla daga? „Það er síður en svo minna gaman, það er alltaf jafn mikil upplifun að finna að fólk skemmtir sér þar sem við komum fram og maður finnur að því finnst það fá eitthvað fvrir kvöldið. Meðan fóik vill hlusta á okkur erum við til í slaginn, en ef við fyndum Gunnar Þórðar spáir í hljóminn með Ríó-mönnum á upptöku í Hljóðrita. (NT-mynd: Árni) Spjallað við Óla Pórðar í Ríó, um nýju hljómplötuna, „Lengi getur vont versnað, “ sem út kom sl. mánudag annað mundum við auðvitað hætta. Bryndís mín Schram spurði okkur að því í sjónvarpinu um daginn hvort við værum ekki orðnir of gamlir, en ég segi að þvert á móti kann maður að gefa meira af sjálfum sér þegar maður eldist. Söngurinn og „perform- ansinn“ er betri, tvímælalaust. Hefðu þeir Count Basie og Duke Ellington átt að hætta þegar þeir voru orðnir 25 ára? Annars lítum við ekki á okkur sem hljóðfæraleikara eða söngvara. Við erum fyrst og fremst skemmti- kraftar. Það eru hins vegar allt of fáir skemmtikraftar hér á landi núna, auk okkar man ég helst eftir Ómari, Ladda, Baldri Brjánssyni og Hálft í hvoru. Hérna áður voru miklu fleiri í þessu. Ég held aö þeir sem eru nýir fái ekki nóg tækifæri til að koma fram og spreyta sig. Ég vona að þessi uppstokkun hjá sjónvarpinu boði betri tíma í þessu efni.“ En þetta er feikna mikil vinna. Hvernig gengur að finna tíma? „Jú, það er mikill tími sem fer í þetta. Segjum svo að við komum með tíu lög í sjónvarp. Þá þýðir það að við verðum að æfa upp önnur lög til þess að troða upp með. Það er því oft erfitt að finna sér tíma, enda erum við allir í öðrum störfum. Það þýddi ekki að fara út í þetta til þess að lifa á því. Til þess eru skemmtikraftarnir hér of fáir og þetta yrði einhæft. Um þessar mundir hafa tækifærin verið enn færri, vegna þess að ég bý úti í Kaupmannahöfn. Þó notuðum viö tæki- færið þegar verið var aö taka upp plötuna og komum fjórum sinnum frá á Akureyri og tvisvar sinnum á Sel- fossi. Hvaðan fáið þið lögin? „Þetta eru flest erlend lög, - aðeins eitt er íslenskt. Við höfum löngum leitað uppi lög úr öllum heimsálfum, góð melodisk lög, sem eru eins og beint í æð. Ég held að þetta sé á sinn hátt vel þegið núna, menn hafa fengið nóg í bili af þessum þunga rytma, margir að minnsta kosti. Við erum með á plötunni mikið af sænsk- um lögum sem okkur þykir vænt um og erum vissir um að fleirum á eftir að þykja vænt um þau líka. Þetta hefur alltaf gerst á Islandi að menn hafa sótt góðar laglínur út fyrir land- ,steinana sem smám saman verða íslenskar í hugum manna. Textarnir hafa þar auðvitað sitt að segja. Við erum nokkuð vandfýsnir á texta og ekki alveg sama um innihaldið. Við vonum að þeir séu ekki allir alveg meinlausir, og að í þeim séu stundum dálítil skilaboð til áheyrandans, þótt ég vilji ekki kveða svo sterkt að orði að kalla það beinan boðskap." Þú dvelur í Danmörku núna. Hvað ertu að fást við? „Konan mín er þar í námi í bóka- safnsfræðum og ég gat náttúrlega ekki hugsað mér að verða einn eftir með tvíburana. Þess vegna fékk ég leyfi frá útvarpinu og hef reynt að kynna mér útvarpsmál í Danmörku á meðan, eins og ég hef getað. Ég hef hlotið mjög góðar viðtökur hjá Dan- marks Radio og hef fengið að valsa þar um eins og einn af þeim og getað notað mér alla aðstöðu þar. Því miður er ekki hægt að fá neina vinnu þarna vegna þess atvinnuleysis sem er í landinu. Ég hef verið að gera þátt um íslenskan jass þarna úti og vonast til að fá að kynna þar íslenskar plötur einhvern daginn. Það vantar mikið á að fsland sé kynnt eins og vert væri þarna úti, ef satt skal segja erum viö varla nefndir á nafn. Þó er mikill vilji til þess að fá okkur inn í myndina og þeir hjá Danmarks Radio Bigband vildu gjarna fá til sín íslenskan sólista. Raunar ætlar Rúnar Georgs að taka upp með þeim prógram á næstunni. En þeir vilja gera miklu meira fyrir okkur. Það er gott að vera hjá Dönum og ég nota tímann, launalaust auðyjtað^ til þess að læra af þeim það sem ég get.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.