NT - 06.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 4
4 NT Jólablað Sólin var aö setjast og varpaöi gullnum bjarma á lágar hæöirnar í vestri á eyjunni Rathlim. Drenghnokki labbaði í hægöum sínum eftir hesta- troðningum, sem hlykkjuöust milli hæðadraga, er lágu inn í gíglaga dalverpi uppi á klifinu. Allt í einu nam hann staðar eins og honum heföi komiö eitthvað i hug, siðan fór hann snögglega út af götuslóöanum og hljóp upp eina hæöina. Þegar hann var kominn upp á brún, var hann orðinn móður og stóö kyrr og horföi á Ijósgeisla stafa niður frá gullbrydduð- um skýjum. Landslagiö minnti hann á mynd af uppstigningunni. Skammt fyrir neðan stóð kýrin á sefgrónum bakka stööuvatns. Colm hljóp til hennar. Hann veifaði stafnum kring- um sig, og þegar vindurinn hvíslaöi við eyru hans, rak hann upp fagnaö- aróp, sem bergmálaði frá hæðunum í kring. Mávahópur, sem kúrði í hávöxnu grasi, hóf sig hægt til flugs og sveif eins og snjóflygsur yfir klif- brúnina. Vatnið var í vestri. Móti einni átt var það opið fyrir vindum frá hafinu. Á vetrum seytlaði vatn af klettunum og myndaði bláar æðar í gráum hlíðun- um. Drengurinn tíndi steinvölur, varp- aði þeim í vatnið og horföi á hringina, sem komu einn af öðrum á lygnum fletinum, um leið og þær féllu. Síðan tók hann að fleyta kerlingar með flötum smásteinum. Sumar skopp- uðu alla leið yfir að hinum bakkanum. Drengurinn varð himinlifandi, og þeg- ar hann hafði hlustað á bergmálið af gleðilátum sínum, labbaði hann af stað að sækja kúna. Hann klappaði henni blíðlega á síðuna, og hún labbaði seinlega af stað í áttina að moldargötunni, sem lá út úr dalnum. Drengurinn var í þann veginn að kasta síðasta gteininum í vatnið, þeg- ar fugl fiaug lágt yfir höfði hans. Höfuðið var teygt fram og rauðgulir fætur hans sáust glöggt í mildri birtunni. Það var villiönd. Hún flaug tvo eða þrjá hringi yfir vatninu og lækkaði flugið, þar til hún renndi sér með vængjablaki eftir vatnsfletinum, en fætur hennar ristu í hann silfurrák- ir. Öndin lagði að sér vængina, örlítill titringur fór um hana, síðan tók hún aö dýfa nefinu í vatnið. Colm starði á hana stórum augum, meðan hún synti yfir að hinum bakk- anum. Hún lónaði til og frá í hávöxnu sefi. Dökkur kroppurinn var eins og steinn í gráleitu vatninu. Síðan hvarf hún eins og hún hefði sokkið. Dreng- urinri hljóp laumulega eftir bakkanum og horfði fram hjá vatninu eins og honum væri sama. Þegar hann var kominn beint á móti staðnum, þar sem hann hafði séð fuglinn síðast, nam hann staðar og gægðist gegnum skrjáfandi sefið, sem varpaði skugga- munstri á vatnið. Aðeins örskammt frá landi var votlend smáeyja umgirt spjótlaga stargresi. Vatnið var ekki djúpt - hann gat vaðið yfir, ef hann færi gætilega. Hann bretti upp skálmarnar og óð út í með útbreidda arma og útitekna fótleggi í fjallavatninu. Þegar hann nálgaðist eyjuna, sukku fætur hans niður í kalda leðjuna, og það var eins og bólurnar, sem komu upp á yfir- borðið, væru aðdrepatittlingaframan í hann. Drengurinn varð hræddur og fór enn gætilegar. Önnur skálmin seig niður í vatnið og blotnaði. Hann beygði sig niður til þess að bretta hana upp, en þá riðaði hann, svo að heyrðist skvamp og fuglinn flaug upp gaggandi og hvarf fyrir ofan klifið. Drengurinn varð skelkaður og stóð kyrr smástund. Síðan óð hann áfram upp að votlendum bakkanum, sem var þakinn mávafjöðrum og bliknuðu laufi, sem vindurinn hafði feykt þangað. Hann leitaði í hávöxnu grasinu á öllum þúfunum og fann loks hreiðrið, sem sneri í átt aö hafinu. Tveir flatir klettar voru eins og spékoppar á vatnsfletinum, en á milli þeirra var grösug rim, og þar var hreiðrið. Það var dyngja úr þurru sefi, stráum og fjöðrum og í því var aðeins eitt egg. Colm varð glaður. Hann leit í kringum sig, en sá engan. Hann átti hreiðriö. Hann lyfti egginu, sem var slétt og grænt eins og himininn með gulum blæ líkt og endurskin frá sóleyju, en þá fann hann, að hann hafði gert rangt. Hann lét eggið aftur í hreiðrið. Hann vissi, að hann hefði ekki átt að snerta það, og hann tók að hugleiða hvort fuglinn mundi yfirgefa hreiðrið. Einhver dapurleiki sótti að honum, og hann fann í hjarta sínu, að hann hafði syndgað. Hann huldi sporin sín vand- lega hraðaði sér burt af eyjunni og hljóp á eftir kúnni sinni. Sólin var sest og kvöldkulið sveipaðist um hann, kældi kroppinn og hrelldi hug hans. Hann fór á fætur næsta morgun og hélt af stað í skólann. Hann gekk á grasinu á vegkantinum, því að það var mýkra undir berum fótum hans. Hann átti heima lengst í burtu á vesturskaganum og þegar hann var kominn á að giska kílómetra, mætti hann Paddy Mc Fall. Drengirnir voru í svipuðum peysum, bláum, hand- prjónuðum og gráum buxum og skólatöskurnar, sem þeir báru, voru einnig búnar til heima. Colm var með allan hugann við hreiðrið og um leið og hann hitti félaga sinn sagði hann með ákefð: „Paddy, ég á hreiður. Það er villiandarhreiður með einu eggi.“ „Og hvernig veistu, hvort það er villiönd, sem á hreiðrið?" spurði Paddy hálfafbrýðisamur. „Ég sá það með eigin augum. Hún var brúndröfnótt á bakið og með gula fætur.“ „Hvar -,er hún? spurði Paddy stork- andi. „Ég vil ekki segja þér það, því að þú mundir ræna hreiðrið:,, „Uss, ég býst við, að þettasétamin önd eða mávur.“ Colrri rak út úr sér tunguna framan í hann. „Þú veist rnikið," sagði hann „Mávaegg er dröfnótt, en þetta er grænhvítt. Ég sá það, þegar ég hélt á því í hendinni." Og þá sagði Paddy í hæðnisrómi það, sem hann vildi ekki heyra. „Þú hélst á því í hendinni. Hún yfirgefur það. Hún yfirgefur það.“ Colm fannst hann ætla að kafna eða bresta í grát. Innri rödd sagði honum, að Paddy hefði rétt fyrir sér, en einhvernveginn vildi hann ekki viðurkenna það, og hann svaraði: „Hún yfirgefur það ekki. Hún gerir það ekki. Ég veit, að hún gerir það ekki.“ En í skólanum kom að honum efi. Hann sá regnskúrir gegnum glugg- ana - regnið, sem rann niður rúðurn- ar, minnti hann á stöðuvatnið, kulda- legt og úfið í storminum. Hreiðrið svart og gegnvott og eggið kalt eins og steinn. Hann titraði við tilhugsun- ina og tók að fitla við lokið á blekbytt- unni, hreyfði það ósjálfrátt fram og aftur. Hrekkjaglampinn var horfinn úr augunum og dagurinn í skólanum ætlaði aldrei að líða. En loks voru þeir komnir út í rigninguna og Colm tók til fótanna heim á leið. Um leið og hann var búinn með matinn sinn, saltfisk og kartöflur, var hann þotinn af stað inn í dalinn, sem nú var hjúpaður sudda og regni. Þegar hann var kominn beint á móti eyjunni, óð hann út í vatnið. Stormur- inn blés um andlit hans og skók sefið þungt af regni. í sefinu sendi fugl frá sér einmanalegt tíst. Drengurinn komst út í eyjuna. Hann var með hjartslátt af eftirvænt- ingu. Skyldi fuglinn hafa yfirgefið hreiðrið? Hann gekk hægt og hljóð- lega út á rindann, er lá að staðnum, þar sem hreiðrið var. Hann tyllti sér á tá og skimaði um eftir fuglinum. Skyndilega var hver taug í líkama hans þanin. Öndin lá á. Hún hafði stungið nefinu í fiðrið á brjóstinu. Það var eins og hún svæfi. Hjartað barðist í brjósti Colms. Hún hafði ekki yfirgef- iö eggið. Hann ætlaði að laumast burt. Eitthvað gerðist. Fuglinn hreyfði sig, teygði hálsinn fram og síðan til beggja hliða. Drengurinn réð sér varla fyrir fögnuði. Hann stóð kyrr frá sér numinn. Villiöndin baðaði út vængjunum óttaslegin, hóf sig þung- lega og flaug til hafs. Þögn þrungin sektarkennd lagðist yfir drenginn. Hann sneri við og ætlaði burt, en hikaði og leit til baka á bert hreiðrið. Ekki sakaði, þó að hann liti á það. Hann færði sig nær með hálfum huga, teygði sig upp og gægðist. í hreiðrinu lágu tvö egg. Hann varpaði öndinni af feginleik, buslaði frá eyj- unni og hljóp blístrandi burt í rigning- unni. Sigurlaug Björnsdóttir þýddi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.