NT - 06.12.1985, Page 6

NT - 06.12.1985, Page 6
á Hótel Islandi spilaðihver maðurá tvö eða þrjú hljóðfæri (NT-mynd Róbcrt Ótrúlega margir eru þeir sem lítt gera sér grein fyrir af hverju það blómlega tónlistarlíf sem við njótum á íslandi í dag er sprottið og þekkja lítið til þeirra manna sem með ævi- löngu og þrotlausu starfi gerðu það mögulegt að stofna hér tónlistar- skóla, Tónlistarfélag og Sinfóníu- hljómsveit. Þessi saga nær aftur á síðustu öld og þar á að sjálfsögðu mikill fjöldi manna hlut að máli. Einn þeirra er Jóhannes Eggertsson, selló- ieikari, en hann er góður fulltrúi þeirra manna sem við aðstæður sem nú þættu ótrúlega erfiðar lögðu fyrir sig tónlistarnám og hljóðfæraleik og ber að þakka að íslenskt tónlistarlíf hefur hafist til þess þroska sem raun er á. Við leituðum eftir að mega tala við Johannes hér í Jólablaði NT og varð hann góðfúslega við því. Hann er sonur Eggerts Jóhannessonar, sem löngu er orðinn að þjóðsagnapersónu meðal tónlistarmanna fyrir tóngáfur sínar og þar sem hann varð auðvitað fyrstur til að leiða Jóhannes á vit tónlistargyðjunnar, báðum við Jó- hannes fyrst að segja okkur deili á Eggert föður sínum. „Já, foreldrar mínir voru Eggert Jóhannesson, járnsmiður og Hall- dóra Jónsdóttir, hún var Vestfirðing- ur, en pabbi var fæddur austur í Hreppum, en ættaður úr Borgarfirði. I Hreppunum bjó afi minn lengst af í Ásum og áttu þau amma mín sjö börn og tvö börn hafði amma mín átt áður. Annað þeirra var Sveinn Guðmunds- son, faðir Auðar Laxness og þeirra systra. Sveinn var járnsmiður eins og pabbi og þeir lærðu báðir hjá Þor- steini gamla Tómassyni, járnsmið. Pabbi kemur til Reykjavíkur að læra járnsmíðarnar um fermingu lik- lega nærri 1905, en hann var fæddur 1892. Hann bjó hér í Reykjavík æ síðan og við urðum fimm systkinin, Einar, Margrét, Pétur, Guðbjörg og ég. Auk mín eru nú Einar og Margrét á lífi. Guðbjörg dó úr berklum, en Pétur fórst í bílslysi 1947. Jú, óneitanlega var músíkin í ætt- inni, því Jóhannes afi og Margrét amma mín voru söngelsk svo til þess var tekið og voru t.d. forsöngvarar fyrir austan alla tíð. Afi lék á harmon- iku og gaf mér harmoniku þegar ég var strákur og var það fyrsta hljóðfær- ið sem ég eignaðist. Föðurbróðir minn, Kjartan Jóhannesson, var kunnur organisti og sömuleiðis föður- bróðir minn Eiríkur Jóhannesson, lengi organleikari í kaþólsku kirkjunni og ötull lúðrasveitarmaður. Þá voru þeir systrasynir, pabbi og Kristinn Ingvarsson, organisti. Þá má ég ekki gleyma að geta þess að Margrét systir mín er þekkt söngkona. Jú, þú spyrð um hvernig á því stóð á pabbi gerðist trompetleikari. Eins og ég sagði þá voru þeir Sveinn bróðir hans saman við járnsmíða- námið og Sveinn, sem var eldri, hafði þá lært nokkuð að spila á trompet þegar hann var á Eyrarbakka. Hann var ákaflega laglegur maður og „sjarmör", eins og sagt er og mikið upp á kvenhöndina. Pabbi trúði mér einu sinni fyrir því að Sveinn hefði lánað honum trompetinn, til þess að hann hefði herbergið sem þeir bjuggu í út af fyrir sig einn á meðan! Þannig Meistari Johannes Eggertsson byrjaði pabbi að spila á trompetinn. En þetta varð líka upphafið að löngu ástarsambandi hjá pabba, því hann skildi ekki við trompetinn upp frá þessu. Hann náði skjótt ákaflega góðum tökum á hljóðfærinu, átti ein- hvern veginn svo létt með þetta, var einn þeirra manna sem kallaðir eru á dönsku „naturtalent." Kennslan var ekki mikil á þessum árum að vonum og helst held ég að það hafi verið ÞórhallurÁrnason, sem sagði honum eitthvað til. Til marks um það er sú saga að þeir voru að leika í lúðra- sveitinni „Hörpu,“ uppi í Borgarfirði og hugðust leika vals eftir Waldteufel. Fór pabbi þá til Þórhalls og spurði hvernig hann ætti að spila ákveðinn kafla. Þá svaraði Þórhallur, sem jafn- an var mikill húmoristi: „Uss, það er enginn vandi. „Spilaðu bara, snara- kapú“ sterkt G með áherslu! „Þetta dugði." Þú hefur snemma komist í tengsl við músíkina, Jóhannes? „Já, en samt hafði ég nú takmark- aðan áhuga á þessu til að byrja með. Það átti að láta mig fara að læra á orgel hjá Kristni Ingvarssyni, þegar ég var smástrákur. Ég sótti nokkra tíma, en svo varð það ekki meira. Auðvitað varð ég var við þegar pabbi var að æfa sig. Þetta var aðeins tveggja herbergja íbúð sem við bjuggum í á Hverfisgötu 76b og í stofunni, sem vanalega var læst, æfði hann sig. Þegar ég man eftir var það aðallega waldhornið sem hann æfði sig á, en hann hafði þá ákaflega mikinn áhuga á því hljóðfæri og langaði mikið til að ná tökum á því. Þegar ég sjálfur var farinn að leika með Sinfóníuhljómsveit íslands þekkti ég aftur margar hornsólóar sem pabbi hafði veriö að æfa, svo sem í Beethoven sinfóníum, Wagner, Strauss ofl. Pabbi var náttúrlega lítið heima, vegna allra þessara æfinga og auk þess var vanalega spilað í Reykjavík og víðar um helgar. Þá lék hann á kaffihúsum bæjarins, hjá Rósen- berg, í Gúttó og víðar, en hann lék lengi með Poul Bernburg eidri. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn maður að ég gerði mér grein fyrir hve fallegan tón pabbi hafði á trompetinn. Þeir komu hér 1925 eða 26, Hamburger Philharm- onische Orchester, og einn þeirra, Dötcher, varö það hrifinn af hæfileik- um hans að hann vildi að hann kæmi út og lærði. En það gat ekki orðið af því. Nokkru áður en hann lést, 1940, var gerð upptaka í útvarpinu af leik hans, en hún hefur glatast. Bráðlega kom að því að maður Viðtal við Jóhannes Eggertsson, sellóleikara og trommu- kennara, sem í fimmtíu ár hefur lifað og hrærst í íslensku músíklífi vildi fara að blása eitthvað líka og ég man að pabbi fór með okkur Þórhall Stefánsson niður í hljómskála pg fékk okkur hvorum sitt hornið. Ég fékk gamalt tenórhorn og með þetta fór maður heim, sæll og glaður og byrjaði að puðra í þetta. En pabbi sagði fljótt að þetta væri ekki hljóð- færið sem ég ætti að spila á. í fyllingu tímans var svo dregin fram trekk-bás- úna og sá ágæti maður, Bjarni Þór- oddsson, póstfulltrúi, sagði mér til í byrjun. Ég gekk auðvitað í Lúðrasveit Reykjavíkur og fór um líkt leyti að spila á böllum með pabba i Gúttó. Fyrir það fékk ég svo sem fimm krónur á kvöldi. Þetta var fremur rólegt og á milli laga brá maður sér á gólfið og fékk sér snúning, en ég hef alltaf haft mjög gaman af að dansa. Frekari tilsögn fókk ég á básúnuna hjá Helmut Fiddicke sem var ágætur trompetleikari, og kenndi við Tónlist- arskólann." En svo kemur að því að þú snýrð þér að sellóleik? „Já, og þar kemur Helmut Fiddicke líka við sögu. Hann hafði leikið hér með þýskri danshljómsveit sem spil- aöi á Hótel ísland. Þetta voru mjög færir músíkantar og hver spilaði á minnst tvö hljóðfæri, enda ætlast til að hljómsveitin gæti eftir atvikum

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.