NT - 06.12.1985, Blaðsíða 7

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 7
NT Jólablað 7 Olaf Kjelland ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í upphafi ferils hennar. leikiö klassíska músík, dansmúsík og lúðrasveitarmúsík. Ég man að það var eins og að líta yfir hljóðfæra- verslun, þegar maður horfði upp á pallinn til þeirra. En þegar þessir spilarar héldu utan varð Fiddicke eftir og hann hugðist stofna hér sams konar hljómsveit með íslendingum. Ég held að hann hafi vonast til að geta komið hljómsveitinni að á skemmtiferðaskipi, eða eitthvað því um líkt. Þetta hefur verið 1932 eða 1933. í hljómsveitina fékk hann Vil- hjálm Guðjónsson, sem átti að spila á saxófón. Sveinn Ólafsson sem átti að spila á fiðlu, saxófón og klarinett, Árna Björnsson með píanó, flautu og harmónikku, Bjarna Guðjónsson gít- ar og fiðlu og mig með básúnu og bassa. Sjálfur spilaði Fiddicke á trom- pet og fiðlu. Svo var það að Villi átti að fara að læra á selló, til þess að auka fjölbreytnina. Hann tók hljóðfærið •með sér heim, en kemur á næstu æfingu og segir: „Æ, ég get ekki spilað á þetta, get aldrei lært það. Ég skila þessu aftur.“ Hann var nefnilega örvhentur og féll ekki við bogann í hægri hendinni. Nú var úr vöndu að ráða og í einhverju bríaríi segi ég: „Jæja, látiði mig hafa þetta. Ég skal sjá hvað ég get.“ Ég byrjaði að læra á þetta í skólan- um og fyrst hjá Þórarni Kristjánssyni, föður Leifs Þórarlnssonar. Þá var enn enginn sellókennari við skólann. Hjá honum var ég um tíma, en byrjaði svo að læra hjá Hans Stephanek, en hann var fiðlukennari hér. En siðar kom hingað þýskur sellóleikari, Qég- erétz, sem var mjög fær og gaman að læra hjá honum. Hvernig gekk að lifa sem hljóð- færaleikari í Reykjavík á þessum tíma? „Þettavoruerfiðirtímar. Égminnist þess þegar ég var að byrja í Tónlistar- skólanum 1934. Þegar ég sótti um skólann átti ég auðvitað ekkert til og ekki gátu pabbi og mamma hjálpað mér. En ég fór niður í Hljómskála og hitti þar fyrir Ragnar í Smára, Björn Jónsson og fleiri. Þegar ég heyrði hver skólagjöldin voru varð mér Ijóst að ég réði ekkert við þetta og ætlaði að fara heim við svo búið. En þeir báðu mig nú að bíða og fóru inn í kompu þarna að ræða saman. Að stuttri stundu liðinni komu þeir svo fram og sögðu: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann Ragnar í Smára ætlar að borga þetta allt fyrir þig, líka nótur og hljóðfæri." Það varð úr að Ragnar kostaði nám mitt allan þann tíma sem ég var í skólanum, en prófi þaðan lauk ég 1948. Svo fórst Ragnari við marga. En eftir sem áður voru kjörin mjög Jóhannes tók snemma að fylgjast með í tónlistinni. Hann stendur hér, líklega f imm ára, við hlið föður síns í Lúðrafélaginu Hörpu á Austurvelli um 1920. Hljóðfæraleikararnir eru talið frá vinstri: Einar Jónsson, Guðmundur Kr. Guðjónsson, Stefán Guðnason, Viktor Helgason, Gísli Guðmundsson, Óskar Jónsson, Oddgeir Hjartarson, Haraldur Ólafsson, Bjarni Böðvarsson, Pétur Helgason, Eggert Jóhannesson, Torfi Sigmundsson. Sinfóníuhljómsveitin leikur á Austurvelli 17. júní. Hans Edelstein, Jóhannes Eggertsson og Jan Moravék með selló. bág og ég man hve sárt mig tók til þess þegar Björn Ólafsson sigldi út 1935, til þess að fara á Vínarakadem- íuna. Mig langaði svo mikið til þess að fara með honum að ég hljóp með skipinu út allan hafnargarðinn. Það var erfið stund. Ég lék í fyrsta sinn með Hljómsveit Reykjavíkur árið 1935, en það var í Eggert Jóhannesson, trompetsnill- ingur af Guðs náð, sem þó naut I ítillar kennslu. H-moll sinfóníunni undir stjórn Franz Mixa. Fyrst lék ég á básúnuna, en síðar á sellóið. Já.’ég var oftast nær með Hljómsveit Reykjavíkur eftir þetta, en þá voru þeir með leiksýning- ar hér á sínum vegum. Bláu kápuna, Meyjarskemmuna, o.fl. Þaö voru „Postularnir" svonefndu sem stóðu á bak við þetta allt saman.- Aðalstjórnandi Hljómsveitar Revkiavíkur á þessum árum var Vict- or Urbancic. Nú, í Útvarpshljómsveitina gekk ég rétt fyrir stríð þegar hún var stofnuð undir stjórn Þórarins Guð- mundssonar. Við gengum allir í sveit- ina sem þá lékum á Borginni, en þeir voru auk mín Þórir Jónsson, Vilhjálm- ur Guðjónsson, Sveinn Ólafsson, Höskuldur Þórhallsson og Árni Björnsson. Við spiluðum vanalega beint í útvarpið á fimmtudögum og það gerði Borgarbandið okkar líka, þegar við lékum danslög á laugar- dagskvöldum þá var Weisshappel með okkur. Jú, maður var auðvitað oft óstyrkur á þessum hljómleikum. Það var ekki um það að ræða að taka neitt til baka. Árið 1948 var svo stofnuð hér Sinfóníuhljómsveit FÍH undir stjórn Róberts Abrahams og ég var félagi í henni. Það voru þeir Weisshappel og Hallgrímur Helgason sem áttu mest- an þátt í að koma þessu á fót. Þessi sveit starfaði þar til Sinfóníuhljóm- sveit íslands var stofnuð." Hvernig atvikaðist það að þú bætir við þig nýju hljóðfæri og gerist trommuleikari? „Það skal ég segja þér. Á árun- um eftir 1930, þegar Tónlistarskólinn hafði verið stofnaður, fór að koma miklu meira fjör í tónlistarlífið en var. Hingað komu færir sólistar og kenn- arar, sem m.a. léku á dansleikjum og skólinn og Hótel ísland höfðu til dæmis samvinnu um að ráða hingað menn. Þessu fylgdi þó það að oft varð lítið um verkefni fyrir íslenska tónlist- armenn og hafði formaður FÍH, Bjarni Böðvarsson áhyggjur af þessu. Árið 1935 kom Bjarni Böðvarsson til mín og segir: „Þú verður að fara norður á Siglufjörð." Mér dauðbrá og spurði hvað ég ætti að gera þar. Bjarni sagði að ég ætti að spila í danshljómsveit þar á trommur, “ því annars réðu þeir útlending. „En ég kann ekkert á trommur," sagði ég „ og á engar trommur.“ En Bjarni sagði að það skipti engu máli og lofaði að útvMa mér hljóðfæri og þetta varð úr. Ég fór norður. Þessi ferð varð nú ekki til fjár, því það var mikið veiði- leysi þetta sumar og um haustið varð að senda fólkið heim á ríkisins kostnað. Við lékum þarna á veitinga- stað sem Hótel Brúarfoss hét, heldur skuggalegum stað og þarna var mikið um drykkjuskap og slagsmál. Ég man að svækjan og hitinn var svo mikill að svitinn lak niður úr loftinu á böllunum. Einu sinni þegar við spiluð- um I Alþýðuhúsinu á Siglufirði fór píanóleikarinn í regnkápu af sömu ástæðu. Ég hafði ráöiö mig fyrir 150 krónur á mánuði, auk þess að fá fritt fæði og húsnæði, en þetta fékk ég aldrei greitt. Veitingakonan reytti í okkur smápening eftir hendinni, dró þá upp úr sokknum, þar sem hún geymdi allt sem inn kom á böllunum. Um haustið átti ég ekki fyrir farinu heim. Já, þannig var nú upphafið að því að ég fór að leika á trommur. Síðar varð ég svo heppinn að fá tilsögn hjá dönskum trommuleikara sem lék á Borginni. Hann hafði verið í danska hernum og var auk þess úrskrifaður af danska konservatorí- inu. Seinna kom hér svo annar mjög snjail trommuleikari, Henkelmann, sem var þýskur. Af honum lærði ég ákaflega mikið. Hann spilaði á Hótel ísland 1935 eða 36 nokkurn tíma. Svo var það að 1937 fór ég að spila á Hótel Islandi sjálfur, ásamt þeim Carl Billich og Felzmann. Þá var kominn á Borgina ágætur, breskur trommuleikari, sem hét Connell Hall. Ég keypti af honum ákaflega fínt Premier-trommusett 1937 og það var pabbi sem hjálpaði mér við að eignast það, en hann hafði þá unnið í happ- drætti og gaf mér þúsund krónur. Þetta var svo stórt og mikið sett að ég varð að flytja það á vörubíl niður á Hótel ísland.“ En svo byrjar þú að leika með Borgarbandinu sjálfur? „Eftir ferðina til Siglufjarðar 1935 fór ég næsta sumar til Hvanneyrar og lék þar ásamt þeim Karli 0. Runólfs- syni, Þorvaldi Steingrímssyni og Árna Björnssyni. Þar var ástand allt öðru- vísi en á Siglufirði og gott að vera. . Árið 1937 var ég svo á Hótel Islandi, eins og ég áður sagði, en byrjaði 1938 í Boraarbandinu. Þar kom ég inn ásamt Oskari Cortes og Þorvaldi í stað þeirra Sveins Ólafs- sonar og Vilhjálms Guðjónssonar, sem höfðu farið til Danmerkur. Þeir komu svo aftur í sveitina I stríðinu. í Borgarbandinu höfðu mest verið út- lendingar áður, en á stríðsárunum var það ekki nema hljómsveitarstjór- inn, Jack Quinnet, sem var útlend- ingur. Hann var Breti og hafði tvívegis verið hér á landi áður. Þetta voru geysilega fjörug böll oft. Við byrjuðum vanalega á einhverju klassisku, en brugðum svo yfir í

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.