NT - 06.12.1985, Blaðsíða 8

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 8
8 NT Jólablað Borgarbandið í útvarpssal 1941-2 að æfa tyrir utsendingu. Hér er Arni Björnsson við píanóið, Höskuldur Þórhallsson meðtrompet, og Vilhjálmur Guðjónsson og Sveinn Ólafsson með saxófón. Fyrir aftan eru Þórir Jónsson, hljómsveitarstjóri, Fritz Weisshappel og Jóhannes Eggertsson. dansmúsíkina þegar fólkið fór að koma. Ég man að við spiluðum til dæmis „In the Mood,“ sem var alveg nýtt þá. Borgarbandið spilaði mikið í brögg- unum fyrir herinn og þá voru sendir eftir okkur trukkar og ekið vestur á Holt eða þá inn í Laugarás og Hálogaland. Við fórum allt austur í Þrastalund. Því miður misstum viðJack Quin- et. Hann vonaði að hann slyppi við herþjónustu út á hljómsveitarstjóra- starfið, en það fór nú öðru vísi. Eitt kvöldið þegar við vorum að spila kom maður frá sendiráðinu með bréf til hans og við sáum að hann fölnaði upp, þegar hann las það. Villi spurði strax hvort þeir væru að kveðja hann I herinn. „Já, ég á að mæta klukkan fimm í nótt,“ sagði Quinet „og fara út með stóra skipinu hérna í fyrramál- ið.“ Við höfðum ætlað í veiðitúr um morguninn og sögðum að það yrði þá ekki mikið úr að hann kæmi með, en hann hét því að koma hvað sem tautaði og raulaði. En um nóttina kom til hans fulltrúi frá sendiráðinu og þá sex eða átta manna herflokkur með alvæpni. Þeir héldu heim til hans á Holtsgötuna og leiddu hann niður Túngötu til skips á tilsettum tíma. Við höfum aldrei heyrt frá honum síðan. Til að byrja með lék ég á bassa í Borgarbandinu, en skipti yfir og byrj- aði á trommunum seint á árinu 1939. I byrjun var Paul Dahlmann hljóm- sveitarstjóri, en hann var Kanada- maður, ættaður frá Vancouver. Hann hafði tileinkað sér þessa frægu Bill Costello aðferð á trompetinn og hafði þessa brilliant hæð sem hún gefur. Hann náði langt erlendis, eftir að hann fór héðan.“ Þú varst einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar íslands? „Já, og raunar var svo komið að þá var ég að hugsa um að fara að hætta í músíkinni. Þetta var svo óstöðugt að það var varla nokkur leið að lifa af þessu fyrir fjölskyldumann. Það hafði alltaf verið eilíft basl með peninga í Hljómsveit Reykjavíkur og maður var orðinn mjög þreyttur á þessu. Ég hafði verið að snapa mér aukavinnu, var m.a. einskonar reddari og gervi- smiður hjá Hitaveitunni um tíma. En þegar Sinfóníuhljómsveitin er stofnuð göngum við í hana allir þessir sem verið höfðum í Útvarþshljóm- sveitinni og vorum strax fastráðnir. Þetta var eiginlega framlag útvarps- ins, sem greiddi okkur laun að hálfu á móti hljómsveitinni sjálfri. Samt var þetta mjög erfiður fjárhagur hjá sveit- inni í byrjun. Þetta voru alls um 55 manns sem voru með í upphafi, þar Á Siglufirði 1935. Jóhannes er annar frá vinstri með sellóið. Við píanóið er Naaby Olfert, en með harmonikku Olav Dybdal og Kristján Elíasson. á meðal mikið af lausafólki. En því er ekki að leyna að með tilkomu Sinfón íuhljómsveitarinnar varð gjörbreyting á kjörum hljómlist- armanna hér. Þetta varð svo auðveld- ara þegar ríkið og borgin komu inn í dæmið ásamt útvarpinu um rekstur- inn. Við æfðum fyrst í útvarpssalnum og þá í Gúttó í mörg ár, þótt aðstaðan þar væri auðvitað afskaplega ófull- komin. Tónleikarnir voru í Þjóð- leikhúsinu. Á sellóið vorum við í upphafi Stefán Edelstein, Einar Vig- fússon, Þórhallur Árnason og ég, en síðar kom Moravék með. Fyrsti stjórnandinn var Herman Hildebrandt, fjörmikill og skemmtileg- Kvartettinn Fjarkar kom oftfram í útvarpi réttfyrir 1950. Þar léku þeir Þorvaldur Steingrímsson, Óskar Cortes, Jóhannes Eggertsson og Sveinn Olafsson. ur maður sem gaman var að starfa með, en brátt kom Olaf Kjelland til sögunnar. Það er enginn vafi á þvi að það var hann sem skapaði hljóm- sveitina í þeirri orðsins merkingu, því hann var afskalega drífandi og mikið hörkutól. Hann kenndi mönnum að vinna. Hann var ákaflega orðheppinn og særði menn stöku sinnum, átti til að vera nokkuð grófur. En það dugði ekki að taka það illa upp, því eins og þú veist hefur stjórnandinn ávallt rétt fyrir sér. Það dugði ekki að sitja afslappaður á æfingum hans, menn urðu að vera rétttir í baki og fylgjast með af lífi og sál. Ég man að sjálfur æfði ég mína rödd svo nákvæmlega að á endanum kunni ég þetta nær utan að. Með tímanum jókst svo auðvitað æfingin og lestrartæknin. Já, Kjelland var mikilhæfur stjórn- andi og tókst að draga allt það besta út úr okkur. Það er ákaflega misjafnt hvernig stjórnendur eru. Maðurfinnur um leið og maður stígur upp á pallinn hvernig hann er. Það er persónuleik- inn sem skilur á milli þessara miklu stjórnenda og hinna, þetta er einhver ára sem þeir hafa. Auk Kjellands man ég eftir Wodisco og svo þessum stóru, eins og Prévin og Askenasy. Þeir höfðu þetta I sér.“ Hvernig líst þér á S.f. í dag? „Breytingin á Sinfóníuhljómsveit- inni er orðin mikil frá því er ég byrjaði. Bæði er sveitin stærri og það hefur komið til mikið af ungu fólki sem spilar Ijómandi vel, ágætir blásarar og góðir strengir. Þetta lofar góðu. Eg hætti fyrir þrem árum og var þá raunar búinn að vera lengur en ég þurfti. En ég held sambandi við þá þarna og fer oft vestur eftir að hitta gamla kunningja, þessa sem eftir eru. Nei, mig langar ekki að spila með þótt ég hlusti á þá. Ég spilaði í óperunni í fyrra og þarna var þá komið mikið af útlendingum og yngra fólki og mér leið ekkert vel þarna. Þetta eru svo mikil kynslóðaskipti, þótt ég hefði gaman af að spila. Nú er ég einkum að kenna, kenni um þrjátíu nemendum á trommur í þrem unglingalúðrasveitum hérna. Nemendurnireru misjafnir, sumirvilja aðeins læra þetta einfaldasta I rokk- inu, og eru sælir og ánægðir með það, vilja ekkert af nótunum vita. Ég er þá auðvitað að benda þeim á að joessi rokktaktur sé nú ekki hátindur- inn í þessu og aö þau muni reka sig á það að lokum. Kannski þau geri það líka einhver og endurskoði af- stöðu sína eins og alltaf verður að gerast öðru hverju í lífinu, ef maður þykist ætla að feta hinn langa og þrönga veg listarinnar."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.