NT - 06.12.1985, Blaðsíða 12

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 12
12 NT Jólablað spennandi jólaleikir Hér eru uppástungur um þrjá jólaleiki, sem er upplagt aö fara í meðan jólanna er beðið, til dæmis ef einhverjum leiðist heima meðan mamma og pabbi eru í útréttingum, eða upptekin við ýmsan undirbúning á heimilinu, svo sem hreingerningar eða bakstur. Þá fá þau frið viðsín verk, en krakkarnir geta skemmt sér við leikina á meðan. Helst er það Fjársjóðsleitin sem gæti haft þveröfug áhrif, - og gert foreldrum ykkar ómögulegt að fá frið við vinnuna. Hann ætti að geyma þar til mjög hentugt tækifæri gefst. Góða skemmtun! Falinn fjársjóður Þegar gestirnir skemmta sér, veröa gestgjafarnir að taka afleiðingunum, er það ekki? Þó skal tekið fram, að allir á heimilinu verða að vera með í þessum leik. Og leikurinn er í því fólginn að finna fjársjóðinn. Vel getur verið, að hann sé falinn í öðrum endanum á langri snúru, sem liggur í ótal hlykkjum um allt húsið. Sá, sem leitar, fær í hendur hinn enda snúr- unnar og þá á leitin að hefjast, og snúran vefst öll í hnykil um leið. Allt er auðvitað undirbúið áður en gestirn- ir koma. Hver þátttakandi velur sér snúru, og það eykur spenninginn í leiknum, ef einhverjir fara fýluferð. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Hlustleikur Hver getur best greint ýmis hljóð hvert frá öðru? Það er best að prófa það. Þátttakendur taka sér blýant og pappír í h'önd setjast og snúa bakinu að stjórnandanum. Hann hefur útbúið skrá yfir ýmsa hluti, og í þeirri röð lætur hann þá falla á gólfið einn í einu, um leið og hann gefur þátttak- endunum tíma til að skrifa hjá sér ágiskunina af hljóðinu. Hlutirnir geta t.d. verið bolti, grautarpottlok, bandprjónn, samanbrotið dagblað, bók, skór, appelsína, tvinnakefli, lyklakippa, göngustafur. Og svo eru auðvitað verðlaun handa þeim hlut- skörpustu. Kastleikur Kast, sem ekki skeikar- hringurinn sígur niður yfir vinninginn, og þá átt þú hann. Úrval ýmissa eftirsóknar- verðra smámuna er lagt á gólfið. Þátttakendur taka sér stöðu í nálægt tveggja metra fjarlægð og fá afhenta í töð þrjá hringi samskonar og notaðir eru í hringspil - til að freista gæfunnar með.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.