NT - 06.12.1985, Blaðsíða 22

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 22
22 NT Jólablað Jólagjafirnar þurfa ekki alltaf að kosta mikla peninga. Dálítið hugvit og fagurt hjartalag er líka falleg gjöf. (Ljósm. Ella). ■ Hvaö gerum við þegar þaö er margt fólk sem okkur langar til að gefa eitthvað um jólin en veskið er í þynnra lagi. Hér á eftir koma nokkur ráð um hvernig á að finna út gjafir handa þeim sem þér þykir vænt um án þess að pyngjan tæmist alveg. Áreiðanlega munu jólagjafirnar verða færri og smærri á mörgum heimilum um þessi jól. Kannski minn- istu þess seinna meir að þetta voru jólin sem við hjónin gáfum hvort öðru ávísun upp á fullan tank af bensíni á bílinn. Lífið getur stundum verið dálít- ið óréttlátt. Það ætti að setja lög um það að jólin ættu að vera verðbólgu- laus - en það er víst of seint í þetta skiptið. Svo hér stöndum við með langan lista af fólki sem okkur langar til að gefa eitthvað fallegt í jólagjöf en höfum svo allt of lítið af peningum til að kaupa þær fyrir. Auðvitað er alltaf sú von að það sé hægt að fá stóra vinninginn í happ- drættinu, svona einu sinni til tilbreyt- ingar. Eða að uppgötva að jóla- sveinninn sé til í raun og veru. Þar sem það er mjög ólíklegt að nokkuð af þessu komi fyrir þá eru til nokkrar aðferðir til þess að eiga góð jól eftir alit saman. Það er mögulegt að skera niður kostnað við jólagjafir og gefa samt góðar gjafir. Hyagindi og frumleiki borga kannski ekki reikningana þína en það nær langt þegar um jólagjafir er að ræða. Gamla sögnin um hug- myndina bak við jólagjafirnar er enn í fullu gildi. Það er hugsunin á bak við gjöfina sem gildir. Flestir munu skilja þetta vel um þessi jól - það eru fleiri en þú sem þurfa að halda utan um budduna núna. Heimafengnar jólagjafir Sumar bestu gjafirnar eru ekki aðeins ókeypis.þú ert jafnvel með margar þeirra fyrir augunum næstum daglega. Til dæmis plötusafnið þitt. Hvað með gömlu dansa plötuna sem Jón frændi gaf þér í fyrra og þú hefur ekki einu sinni sett á fóninn ennþá? Það hlýtur að vera til einhver sem þú þekkir sem vill hlusta á þannig músík. Svo eru þaó bókahillurnar. Þarft þú til dæmis að eiga tvær bækur af Stríði og friði? Það er hægt að gefa hana einhverjum bókaormi. Ef þú ért steina eða skeljasafnari þá þekkirðu áreiðanlega einhvern annan steina eða skeljasafnara og hvers vegna ekki að gefa honum einhvern dýrgrip- inn. Sama gildir auðvitað um frí- merkjasöfn. Ef þú ert frímerkjasafnari áttu kannski í fórum þínum tvö merki eins af einhverju sem vinur þinn á ekki og jólagjöfin er fundin. Eða þá að það er hægt að safna saman nokkr- um merkjum handa ungum nýliða í frímerkjasöfnuninni. Þú þarft ekki að vera að fela að þetta eru hlutir sem þú áttir áður. Þú getur litið á það frá þvi sjónarhorni að þú sért í rauninni að gefa eitthvað af sjálfri þér. Gagnlegar gjafir Hikaðu ekki við að spyrja fólk um hvað það vanti. Það sem kannski þótti nauðsynlegt í fyrra er lúxus núna og myndi þess vegna vera vel þegið. Það er líka hægt að gefa vinnu sína. Er til dæmis ekki gömul vinkona eða vinur sem býr einhversstaðar nærri? Hvernig gengur þeim að moka snjó af tröppunum hjá sér? Það er til dæmis hægt að gefa þeim fallegt kort þar sem á stendur að þú gefir þeim í jólagjöf að þú mokir snjó af tröppun- um til dæmis 2-5 sinnum yfir veturinn. Eða þá að þú veist um einhverja eldri ættingja sem mundu glaðir vilja halda smáboð en treysta sér ekki til að baka eða elda fyrir það. Hvernig væri að gefa þeim þá gjöf að þú sjáir um boðið fyrir þá? Svo er það yngra fólkið með ung börn, sem alltaf er í erfiðleikum með barnfóstru ef það langar til að bregða sér út að kvöld- inu. Það er hægt að gefa þeim loforð um barnagæslu í eitt eða fleiri kvöld. Merktar gjafir Eitthvað sem er merkt með fanga- marki viðkomandi er alltaf vel þegið. Til dæmis handklæði, húfur, vettling- ar og annað því líkt. Þar að auki er svo alltaf hægt að búa til ódýra hluti og merkja þá laglega með fanga- merki eins og poka undir óhreinan þvott, ágætis gjöf handa þeim sem er á heimavistarskóla, frænku á elli- heimilinu og svo handa þeim sem ferðast mikið. Svo er hægt að mála upphafsstafi eða jafnvel heil nöfn með glermálningu á glærar niðursuðukrukkur. Fyllið þær með kökum eða góðu hlaupi, bindið fallega slaufu um krukkuna og þar er komin ágætis jólagjöf. Pökkun Það eru óteljandi aðferðir við að pakka inn. Það er til dæmis hægt að nota venjulegan hvítan eða brúnan pappír og skrifa orðið „jólagjöf" og „gleðileg jól“ nokkur hundruð sinnum með mismunandi litu bleki hingað og þangað um pappírinn. Þaö er líka hægt að skrifa eitthvað annað sem tengist jólunum. Stundum pakka verslanir inn í gjafapappír og þá er sjálfsagt að nota sér þá þjónustu. Bættu svo við ein- hverju persónulegu utan á pakkann. Síðan er allur pappírinn sem hægt er að endurnýta. Ef gengið er vel frá honum tekur hann ekki upp svo mikið pláss. Nokkrar gjafir 1) Kaupið eitthvað úr viði. Hann er frábriigöinn flestum efnum í því að flestir hafa ennþá ráð á honum. Salatskálar, bretti og salatskeiðarúr viöi eru alltaf fallegar og vel þegnar gjafir í eldhúsið eða borðstofuna. 2) Hlutir úr basti eða strái eru líka oft ódýrir og fallegir. Til dæmis lítil fléttuð strábox, veski, innkaupatöskur og svo framvegis. 3) Allsherjarskál til dæmis úr stáli er mjög nytsamleg. I henni er hægt að baka eða halda heitum mat í ofni. Það er líka hægt að bera fram í henni ávexti og hnetur og svo hræra brauð eða kökur. 4) Oft er erfitt að fá reglulega góðan tappatogara, svo að ef þú veist um stað þar sem hann fæst kauptu hann þá. 5) Hefur þú látið þér detta í hug að gefa einhverjum allsherjarvasahníf? Það er hægt að fá vasahnífa með ótrúlegustu fylgihlutum. 6) Ef þú átt vini langt í burtu þá er hægt að gefa þeim fallegan bréfa- pappír og umslög. Og auðvitað von- astu eftir bréfi fljótlega. 7) Fallegir myndarammar eru líka hlutur sem fæstir eiga nóg af. Ef þú tekur mikið af myndum getur þú látið mynd fylgja með. 8) Aðeins fyrir matreiðslumeistara fjölskyldunnar: Skrifaðu upp vin- sælustu uppskriftirnar þínar í fallega lausblaðamöppu. Límdu til dæmis framan á hana myndir sem tilheyra matreiðslu. 9) Gefðu eitthvað sem þú átt. Pakk- aðu til dæmis inn styttunni sem Hanna frænka er svo hrifin af og gefðu henni hana. Hún veröur áreið- anlega ánægð. 10) Gefðu heimatilbúið jólatréskraut. Þú getur gert það að árvissri venju að gefa einhverjum vini þínum mismun- andi heimatilbúið jólaskraut á hverju ári.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.