Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Qupperneq 1
Laugardagur 20.11. | 2004 VALIN BESTA GLÆPASAGAN Týnd eftir Karin Alvtegen fékk Glerlykilinn 2000 sem besta norræna glæpasagan. Söguþráðurinn er frumlegur og fléttan óvenu snjöll. Forsenström er utangarðsmanneskja. Einn daginn er hún á röngum stað á röngum tíma. Maður er myrtur á hrottalegan hátt. Grunur fellur á Sibyllu og hún leggur á flótta. En er hún morðinginn? Mögnuð verðlaunabók. VALIN BESTA UNGLINGASAGAN Í loftinu lýsa stjörnur fékk Augustverðlaunin 2003 sem í Svíþjóð ganga næst hinum virtu Nóbelsverðlaunum. Öllum gagnrýnendum kemur saman um að sjaldan eða aldrei hafi verið skrifuð áhrifameiri unglingabók en höfundurinn, Johanna Thydell, er aðeins 24 ára gömul. Verðlaunabók sem lætur engan ósnortinn BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR [ ]Japanskur fjöllistahópur | Halldór Ásgeirsson skrifar frá Japan. | 4Milan Kundera | Fyrri hluti greinar um stöðu höfunda og rétt þeirra. | 7Guðmundur Steinsson | María Kristjánsdóttir skrifar um heildarútgáfuna. | 19 LesbókMorgunblaðsins Þ að er mjög ánægjulegt,“ segir Kristín Marja, þegar ég spyr hana, hvernig það sé að vera orðin fyrirfram seldur rithöfundur í út- löndum, en þýzkt útgáfu- fyrirtæki og hollenzkt for- lag keyptu útgáfuréttinn áður en bókin kom út á Íslandi. „Það er ljóst að menn ytra hafa áhuga á norrænum skáld- sögum. Þýzkur bókmenntafræðingur sagði mér það líka, að Þjóðverjar skrifuðu helzt stuttar sögur og frásagnir um þessar mund- ir, þá vantaði stóru skáldsögurnar.“ Þrjár fyrri skáldsögur Kristínar Marju hafa komið út í Þýzkalandi. Hún er nokkuð hagvön í því landi og hefur svo bókanna vegna þurft að vera þar á ferða- lögum. Hún segir mér sögu úr einu slíku; söguna af lestrarstelpunni í lestinni. Kristín Marja var í lest á leið milli þýzkra borga, þegar inn í lestarklefann kom ung stúlka með þykka kilju, þúsund síðna bók, í hönd- unum, settist og las linnulaust þann tíma, sem þær voru samferða. Allan tímann reyndi ég að komast að því hver titillinn væri og hugsaði með mér, að það væri kannski óvit- laust að skrifa svona þykka bók, segir Kristín Marja og brosir glöð yfir end-Morgunblaðið/Kristinn Kristín Marja Karitas án titils nefnist ný skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, þar sem ástin og listin takast á í kvenlægri sögu, sem karl- ar eru aðaldrifkrafturinn í. Eftir Freystein Jóhannsson | freysteinn@mbl.is  3 Án titils 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.