Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 | 15 PS: Ég elska þig er eftir Ceceliu Ahern. Sigurður A. Magnússon þýddi. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er ung írsk stúlka og er hún dóttir forsætis- ráðherra Írlands, Bertie Ahern. Bókin hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. Sagan fjallar um gleði og sorgir ungra Íra í Dublin. Hollý og Gerry hafa átt sér fyrirmyndarlíf, verið yf- ir sig ástfangin, búið nálægt fjöl- skyldu og vinum, lifað skemmtilegu félagslífi og talið sér alla vegi færa. En óvænt atvik setja stórt strik í þann reikning. Rétt fyrir þrítugsafmælið missir Hollý eiginmanninn, sem verið hefur í senn eiginmaður, elskhugi, besti vinur og klettur í lífi hennar. En Gerry hafði lofað að vera henni æv- inlega hollur og stendur við það fyr- irheit með því að setja saman Listann, sem Hollý uppgötvar óvænt eftir lát eiginmannsins, safn af gagn-orðum orðsendingum í um- slögum, sem opnuð eru samkvæmt leiðbeiningum Gerry, eitt í senn, í byrjun hvers mánaðar fyrsta árið eftir fráfall hans. Útgefandi er Ís-Land. Nýjar bækur Lífsins melódí er eftir Árna Johnsen. Lífsins melódí er safn kostu- legra sagna frá fjölbreytilegum ferli Árna John- sen og ferðalög- um hans um landið og miðin. Við sögu koma ýmsir kynlegir kvistir, Stefán frá Möðrudal, Gústi guðsmaður, Gísli á Uppsölum, Kjarval og Einar í Betel, auk þingliðs og ráðherra, blaðamanna, sægarpa, sérvitringa og útigangsmanna. Hér er liðlega blandað stormi og stillum, sprelli og háska, óborganlegu skopi og dýpstu al- vöru. Úr verður bráðskemmtileg og sönn þjóðlífsmynd, eins og þessa landskunna sagnamanns er von og vísa. Lífsins melódí er hressileg bók með einstæðum sögum og atburð- um úr tónaljóði lífsins. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Verð: 4.480 kr. Átakadagar El- ínar. Ævisaga Elínar Torfa- dóttur er skráð af Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Elín Torfa- dóttir er flestum kunn sem kona verkalýðs- leiðtogans Guð- mundar jaka. Hér kynnumst við ýmsum hliðum þessarar einörðu baráttukonu, uppvexti, storma- sömu tilhugalífi þeirra Guð- mundar, námi, fjölbreyttum starfsferli, ferðalögum og mörgu fleiru. Eins og nærri má geta var kjarabarátta á síðari hluta lið- innar aldar samofin lífi Elínar, heimilislífið fór ekki varhluta af störfum húsbóndans og hús- freyjan stóð eins og klettur að baki manns síns. Sjálf kaus hún þó sér annan vettvang sem var síst léttvægari. Hún átti þátt í að skjóta stoðum undir dagvistarmál í Reykjavík í starfi sínu sem fóstra og forstöðukona, en sú þjónusta skipti örugglega sköpum þegar kom að jafnréttisbaráttu, námsmöguleikum og atvinnuþátt- töku kvenna. Í bókinni eru marg- ar sögur af skemmtilegum krökk- um sem í dag eru þjóðkunnir einstaklingar. Saga Elínar er átakasaga sterkrar konu sem fór sínar eigin leiðir og setti mark sitt á samtím- ann. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Verð: 4.680 kr. Ég sat við borðið í eldhúsi mömmu minn-ar. Þetta var rigningarsíðdegi og regniðféll í stríðum straumum úti. Ég var að fámér te og kexköku. Paddi, svarti hund- urinn, sat á gólfinu og mændi löngunaraugum upp. Um leið og ég tók kexið fylgdist ég með augum hundsins. Ég tók bita. Augu hans voru sem límd við kökuna og þegar ég hreyfði hana rólega fram og til baka, rúlluðu augu hans sömuleiðis til hægri og vinstri. Hann leit út fyrir að vera dáleiddur. Fyndin hugsun flaug í huga mér. Ég pældi í hvort hægt væri að dá- leiða hund. Hvort fullorðinn gæti það... eða barn. Gæti barn jafnvel, hugsaði ég, dáleitt full- orðna manneskju? Barn sem gæti það gæti skemmt sér konunglega. Reyndar yrðu þau ótrú- lega voldug. Bingó! Hugmyndin var fædd!“ Þannig lýsir breski rithöfundurinn Georgia Byng tilurð Mollyar, söguhetjunnar í bókinni Molly Moon stöðvar heiminn, sem er nýkomin út hjá Bjarti í þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Bókin seg- ir frá hinni úrræðagóðu Molly, sem gædd er dá- leiðsluhæfileikum og nýtir þá til þess að rannsaka umsvif valdagráðugs milljónamærings í Hollywood. Áður hafði Byng skrifað Molly Moon og dá- leiðslubókina, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2002 og vakti mikla lukku meðal íslensks ungviðis. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Byng einn gráan morgun í 101 Reykjavík og spurði hana hverjar hún teldi vera ástæðurnar fyrir því að galdrar og yfirskilvitleg fyrirbæri séu svo vinsæl í barnabókmenntum nú- tímans. „Ég man að ég reyndi að skrifa bók um nornir fyrir um það bil tíu árum,“ svarar Byng. „En útgef- andinn sagðist ekki geta verið með nornir, því þá fengjum við svo sterk viðbrögð frá ýmsum þrýstihópum. Kannski hefur börn lengi hungrað í að lesa um slík málefni, en ekki getað það fyrr en nú. Að minnsta kosti virt- ist þetta ekki vera málið fyrir tíu ár- um.“ Byng segist vissulega hafa tekið eftir þessari þróun í barnabók- menntum, en bendir einnig á að margar bækur sem fjalli einungis um venjulegt fólk njóti einnig vinsælda meðal barna. „Til dæmis er bókasería sem fjallar um einskonar ungan James Bond mjög vinsæl í Bretlandi um þessar mundir. En J.K. Rowling (höf- undur Harry Potter-bókanna) hefur svo sann- arlega opnað fyrir þessar gáttir – útgefendur hafa áttað sig á að það er stór markaður fyrir bækur af þessu tagi. Börnin sem lesa Potter vilja meira,“ segir hún og bætir við að hún fagni þessum bókum af heilum hug. „Hvort sem höfundar fara alveg útí allt nornadæmið, eða bara út fyrir mörk hins venju- lega, tekst þeim oft að hrífa börnin með sér út úr sínum venjulega heimi og leyfa þeim að upplifa æv- intýri um stund, og það er frábært. Ég tel að það sé að mörgu leyti auðveldara fyrir slíka yfirnátt- úrulega karaktera að gera það en þá sem lifa í hefðbundnum aðstæðum.“ Með rætur í raunveruleikanum Sjálf segist Byng fara „hálfa leið“ í þessum efnum í bókum sínum um Molly Moon. „Ég hef til dæmis alltaf viljað að persónurnar mínar hrærist í hinum raunverulega heimi, þó ekki væri nema til að segja krökkum frá frábærum stöðum eins og til dæmis New York eða Los Angeles,“ segir Byng og vísar þar til staðanna sem Molly heimsækir í bókunum tveimur sem þegar eru komnar út á íslensku. „Og mér finnst gaman að blanda því við dáleiðsluna, sem er smávegis yfirnáttúruleg en felur líka í sér smásannleika. Því vissulega eru til dávaldar, þó að þeir geti ekki eins margt og Molly og geti ekki stöðvað tímann eins og hún getur. Reyndar fer hún meira segja á tímaflakk í þriðju bókinni! En dá- leiðsla á samt rætur í einhverju sem er raunveru- legt.“ Góð saga er það sem Georgia Byng hugsar fyrst og fremst um í skrifum sínum fyrir börn, þó að vissulega megi einnig finna margvíslegan boðskap í bókum hennar. „Ég held að allir höfundar barna- bóka hafi það sem sitt fremsta markmið að fá börn- in yfirhöfuð til að lesa,“ segir hún. „Því mörg börn vilja miklu heldur gera svo margt annað en að lesa, horfa á sjónvarp, leika við vini eða spila tölvuleiki. Það er mikil samkeppni. En við barnabókahöf- undar erum ábyrgir fyrir því að börnin lesi, ásamt kennurum og foreldrum. Þá verður maður að koma með eitthvað sem börn vilja lesa, eitthvað sem kem- ur þeim á bragðið. Það gæti verið einhvers konar hryllingur, það gætu verið galdrar, það gæti verið húmor. En meginmarkmiðið er alltaf að fá börnin til að lesa.“ Meginmarkmiðið að fá börn til að lesa Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell „Ég hef alltaf viljað að persónurnar mínar hrærist í hinum raunverulega heimi,“ segir Georgia Byng, höfundur bókanna um Molly Moon. HVAÐ gerir gyðingur af kínversku faðerni, sem býr í London, vinnur við að safna eiginhandarárit- unum frægs fólks til að selja, er í föstu sambandi við svarta fegurðardís og dáir löngu gleymda kvikmyndastjörnu, til að líf hans öðlist tilgang? Jú, hann reykir hass, drekkur áfengi í miklu magni, sefur hjá sem flestum konum (öðrum en kærustunni auðvitað), skrifar bók um muninn á því sem er gyðinglegt og goyskt (ekki gyðinglegt) og svamlar um í vímu og vonleysi með fjölskrúð- ugum flokki vina sinna sem flestir eru á svipuðu róli. Tilgangsleysið er tilgangur í sjálfu sér. Alex-Li Tandem, söguhetjan í Áritunarmann- inum, er þrátt fyrir óvenjulegt ætternið hinn dæmigerði þrítugi Vesturlandabúi, sem leitar lífs- fyllingar í daðri við kabbalisma, frægð annarra, vímu og óskilgreindum draumum um að vinna eitthvert afrek sem vekur athygli umheimsins, gerir hann frægan og sannar að hann eigi til- verurétt. Hann er fullkomlega ófær um að skilja sjónarmið annarra, öll tengsl hans við annað fólk eru yfirborðsleg og snúast eingöngu um hans eig- in hagsmuni, hann sveiflast á milli sjálfs- vorkunnar og mikilmennskuóra, flýr átök og hef- ur í rauninni ekki ánægju af neinu. Hann sýnir þó smá lífsmark þegar honum tekst að komast í sam- band við „idolið“ sitt, gleymdu kvikmynda- stjörnuna Kitty Alex- ander. Þau samskipti veita honum hina langþráðu fimmtán mínútna frægð en sú frægð skilar honum engu af því sem hann þráði. Innihaldsleysi frægðarinnar er jafnvel enn stærra í sniðum en innihaldsleysi hversdagslífs- ins. Sagan er í aðra röndina þroskasaga Alex, en um leið sláandi ádeila á tómleikann og innihaldsleysið í lífi nútímamannsins og eltingaleikinn við frægð- ina, sína eigin og annarra. Frásagnarmátinn ein- kennist af miklum húmor og næmu auga höfund- arins fyrir sérstökum týpum og skoplegu hliðinni á samskiptum (eða samskiptaleysi) fólks. Auka- persónurnar eru hver annarri kómískari en um leið ákaflega mannlegar persónur sem við þekkj- um úr daglegu umhverfi okkar sjálfra, þótt það fólk sem við þekkjum sé kannski ekki svartir gyð- ingar, rabbínar eða kvikmyndastjörnur fortíð- arinnar. Margar lýsingarnar fá lesandann til að skella upp úr en undir kraumar tragíkin og dauði föður Alex (sem lýst er í formála) sveimar í kring- um öll hans samskipti og er í raun sá öxull sem sagan hverfist um. Zadie Smith varð heimsfræg á einni nóttu þeg- ar fyrsta skáldsaga hennar, Hvítar tennur, kom út fyrir nokkrum árum. Sú bók hefur ekki verið þýdd á íslensku en sjónvarpsþættir byggðir á henni voru sýndir á RÚV í fyrra. Strax í þeirri bók komu í ljós einstakir hæfileikar hennar til að vefa saman húmor og tragík á sérstæðan og áhrifarík- an hátt. Um leið er hún frábær sögumaður og skrifar einstaklega lifandi og ferskan stíl. Árit- unarmaðurinn, sem er önnur skáldsaga hennar, staðfestir að hún stendur fyllilega undir þeim væntingum sem fyrsta bókin vakti. Helga Soffía Einarsdóttir er ekki öfundsverð af því verkefni að koma sérstökum stílnum og málfarinu yfir á skikkanlega íslensku, en hún leysir það með sóma. Það eina sem stingur í augun er titill bókarinnar, sem er ansi óþjáll í íslenskum munni. En mér dettur svo sem ekki í hug nein skárri þýðing á The Autograph Man. Áritunarmaðurinn er góð skáldsaga. Vel skrif- uð, skemmtileg og sérstæð og vekur mann til um- hugsunar um það hvert við stefnum í lífinu og bókmenntunum. Zadie Smith er einn af áhuga- verðustu ungu höfundunum í heiminum og mikill fengur að því að hún skuli vera komin út á ís- lensku. Vaðið í villu og svíma BÆKUR Skáldsaga Zadie Smith, þýð; Helga Soffía Einarsdóttir, 358 bls. Bjartur 2004 Áritunarmaðurinn Friðrikka Benónýs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.