Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 21
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 | 21 Bandaríska hljómsveitin MercuryRev gefur út nýja plötu í byrj- un næsta árs. Síðustu tvær plötur sveitarinnar Deserter’s Songs frá 1998 og All is Dream frá 2001 fengu mikið lof þótt sú síðarnefnda hafi reyndar ekki fallið mörgum af hörð- ustu unnendum sveitarinnar of vel í geð. Platan nýja verður sú sjötta í röðinni, mun heita The Secret Migration og inniheldur 13 ný lög. Upptökustjóri var sem fyrr Dave Fridmann en hann er talinn eiga stóran þátt í þeim seið- andi sveitabítlahljómi sem sveitin tileinkaði sér á Deserter’s Songs. Forsmekkurinn af plötunni er „Secret for a Song“ en nú þegar er hægt að hala laginu niður á heima- síðu sveitarinnar. The Secret Migration kemur í verslanir í Evrópu 24. janúar og degi síðar verður hún fáanleg á iTunes-síðu Apple. Landar sveit- arinnar verða hinsvegar að bíða lengur því platan kemur ekki út vestra fyrr en í apríl. Ástæðan er sú að sveitin hefur alltaf notið meiri vinsælda í Evrópu þar sem hún er nú á ströngu tónleikaferðalagi með Nick Cave & The Bad Seeds.    Næsta sólóplata með FrankBlack, söngvara endurbor- innar Pixies, verður tvöföld, að því er fram kemur á tónlistarvefnum Pitchforkmedia.com. Vinnutitill hinnar ofvöxnu plötu er „Honey- comb“, en ólík- legt þykir þó að plöturnar tvær muni báðar bera það nafn, enda ekki heldur víst að þær verði gefnar út saman. Upptökustjóri platnanna er Jon Tiven og er talað um að heill haugur af nafntoguðu liði komi við sögu á plötunum; þ.á m. liðsmenn úr The Small Faces, The MGs, The Band, Free, Cheap Tricks, The Funk Bros. og snillingar úr húsböndum Van Morrisons, Lucindu Williams og Al Green. Ástæðan fyrir öllum þessu valinkunnu hljófæraleikurum er einföld; Black hefur verið að taka efnið upp í Nashville. Black lýsir tónlistinni sem „aflappaðri og ljúfri“ og viðurkennir að hafa samið svolít- ið með hina merku meðspilara í huga. Um þessar mundir er svo að koma út önnur tvöföld plata gefin út undir nafninu Frank Black Francis. Þar tekur Black ásamt hljómsveit sinni Catholics gamlar Pixies- lagasmíðar í gjörbreyttum búningi. Hvað varðar nýja Pixies-plötu þá hefur Pitchforkmedia eftir Black að ólíklegt sé að slík plata komi út fyrir næsta sumar, en að hún sé enn áformuð.    Kántrístjarnan Tim McGrawvarð fyrstur allra til að ná inn á R&B/hipp-hopp vinsældalista Billboard í vikunni þegar lagið Over And Over fór beint í 67. sæti listans. Ástæðan er ein- föld því að í lag- inu syngur hann dúett með rapp- aranum Nelly. Ekki nóg með það heldur fór lagið beint á topp hins almenna topp 40 lista Billboards en á stóra aðallist- anum er lagið í 5. sæti. Um leið á McGraw lag á topp 10 listanum yfir vinsælustu kántrílög en það er lagið Back When sem tekið er af metsölu- plötunni Live Like You Were Dying sem verið hefur meðal vinsælustu platna í Bandaríkjunum um alllangt skeið. Erlend tónlist Mercury Rev Frank Black Tim McGraw Fyrir fáeinum vikum voru þrjátíu ár liðinfrá útkomu Eldorado, fjórðu plötuElectric Light Orchestra. Á þessariplötu má segja að Jeff Lynne, sem var allt í öllu í ELO, hafi loksins fundið hljóminn, sem hann var búinn að leita að frá því hann stofnaði sveitina árið 1970 ásamt þeim Roy Wood og Bev Bevan. Á Eldorado höfðu ELO-liðar efni á að ráða sér 30 manna strengjasveit og 20 manna kór að auki til að fullkomna hugmyndir Lynnes um að blanda saman poppi og klassík. Á fyrstu þremur plötunum höfðu þeir orðið að láta sér duga að sarga á tvö selló og eina fiðlu, sem fastir meðlimir hljómsveitarinnar höfðu yfir að ráða. Eldorado er „konsept“-plata. Allir textarnir eru sungnir í orðastað pasturslítils bankamanns, sem lætur sig dreyma um spennu og ævintýri til að sleppa úr fjötrum hversdagslífsins, allt mjög svo í anda Walters Mitty. Söguhetja plötunnar bregður sér í gervi Lancelots og Hróa hattar, snýr heim úr stríðinu við fögnuð þorpsbúa, er dapur indíáni sem reikar um eyðilagðar veiði- lendur, kemst í kynni við tálkvendi – og endar í viðtali hjá geðlækni vegna ofheyrna sem hljóma eins og Rolling Stones og Leonard Cohen áður hann hefur leitina að eilífu lífi í síðasta laginu. Á Eldorado er strengjasveitinni gefinn lausari taumurinn en á síðari plötum ELO, enda er und- irtitill plötunnar metnaðarfullur: „A symphony by the Electric Light Orchestra“. Hinir eilítið uppskrúfuðu „sinfónísku“ for- og eftirleikir og millispil, sem tengja öll lögin saman í eina heild, yfirskyggja þó ekki átta frábær popplög, sem hvert um sig hefur staðizt tímans tönn með ágætum. Þekktasta lag plötunnar er vafalaust ballaðan „Can’t Get it Out of My Head“, sem fór á topp tíu í Bandaríkjunum og dró plötuna með sér. Titillinn vísar til draums söguhetjunnar, en gæti eins átt við laglínuna, sem hefur gripið margan hlustandann föstum tökum. Að mati und- irritaðs er bezta lagið þó Laredo Tornado, sem fáir þekkja en er ótrúlega sterk tónsmíð og kem- ur þar einkum til grípandi gítarstef, einföld strengjaútsetning (þar sem ýmislegt er fengið að láni hjá Tsjajkovskíj eins og endranær hjá Lynne), tregafullur texti og frábær söngur Lynnes. Af öðrum perlum plötunnar mætti nefna „Mister Kingdom“ (þar sem augljóslega er vísað til Bítlalagsins „Across the Universe“), „Painted Lady“ og titillagið „Eldorado“, sem er eitt fárra ELO-laga, þar sem sönghæfileikar Jeffs Lynne fá að njóta sín til hins ýtrasta. Það sem gerir Eldorado að endingarbeztu plötu ELO er að hún stendur á mótum þess til- raunakennda rokks, sem sveitin lék á fyrstu plöt- unum, og vinsældapoppsins, sem streymdi frá Lynne á færibandi fram á níunda áratuginn. Eldorado kraumar beinlínis af hugmyndaauðgi og metnaði. Sinfónía ELO hlaut litla athygli í Bretlandi, þrátt fyrir að vera á marga lund ákaf- lega ensk, en sló í gegn vestanhafs eins og áður sagði. Billboard Magazine lýsti því yfir fyrir rétt- um þrjátíu árum að Eldorado fæli í sér „end- urreisn rokktónlistarinnar“, hvorki meira né minna. Fyrir þremur árum kom út endurhljóð- unnin útgáfa, sem er sögð taka frumútgáfunni fram að hljómgæðum. Draumaland Jeffs Lynne Poppklassík Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is Jæja. Britney komin í Lesbókina. Og þaðekki í fyrsta skipti. Þetta eru þá póstmód-ernískir tímar sem við lifum á eftir alltsaman. Allt er jafngilt. Tónlist er tónlist. Hvernig er annars hægt að skýra umfjöllun um annað eins „drasl“ og Britney Spears á þessum síð- um? Sagt hefur verið að umfjöllun um Britney Spears og þá tónlist sem hún stendur fyrir (sem sumir sjálfskipaðir „smekkmenn“ vilja helst ekki kalla tónlist) ætti fremur heim í viðskiptablaði en í blaði sem fjallar um listir og menningu. Auðvitað er þetta bölvuð þvæla. Britney Spears flytur tónlist, a.m.k. er nafn hennar tengt framleiðslu á tónlist sem er í mörgum tilfellum framúrskarandi popptónlist og um menningarhlutann þarf ekki að deila. Menning- ar- og samfélagsleg áhrif Britney Spears rista nefnilega djúpt, dýpra en flestir trúa eða vilja hreinlega sætta sig við. Vinalega stelpan sem varð gleðikona Ritstjóri vefsíðunnar Allmusic (www.allmus- ic.com), hinn sískrifandi og rökfasti Stephen Thom- as Erlewine, er mjög áhugasamur um Spears og hefur skrifað langa og lærða dóma um plötur henn- ar, sem og aðra tónlist í sama geira en sem hefur verið kölluð nöfnum eins og táningapopp, tyggjó- kúlupopp og danspopp. Í dómi sínum um safnplötuna nýju segir hann m.a.: „Ef Bob Dylan átti erfitt með að vera talsmaður sinnar kynslóðar … ímyndið ykkur þá hvernig þetta er búið að vera fyrir saklausa sveitastelpu frá Louisiana sem langaði bara að verða fræg … en varð að táknmynd ákveðins menningargeira í stað- inn!“ Britney Spears hefur auk þessa iðulega verið til- kölluð sem tákn fyrir allt það sem er rangt við dæg- urmenningu samtímans. Það er merkilegt að poppfræðingum, rokk- blaðamönnum og þeim sem hafa atvinnu af því að fjalla um dægurtónlist þykir mörgum hverjum ekkert eins áhugavert og að velta vöngum yfir hinu svokallaða framleidda poppi sem má segja að hafi byrjað með The Monkees á sjöunda áratugnum. Merkilegt að tónlist sem iðulega er talað um sem rusl, eitthvað sem ekki er orðum né eyrum á eyð- andi, sé að valda um leið svona miklum heilabrot- um. Kannski er það vegna þversagnanna sem í henni eru fólgin. Tónlistarsköpun er eitthvað sem fólk vil líta á sem hreint og fallegt ferli, eitthvað sem standi utan við ískalda rökhyggju markaðar- ins. Þessir þættir hafa nú haldist í hendur frá fyrsta degi hvað allflesta dægurtónlist varðar en í tilfelli Spears og félaga er þessi samsláttur afar augljós, í raun svæsinn. Þeir eru til (þar á meðal ég) sem hafa áhuga á tónlist Britney Spears, fyrst og fremst. En ferill hennar byggist á allsvakalegum pakka sem mest- megnis hefur ekkert með tónlist að gera. Spears syngur ekki einu sinni á tónleikum lengur, heldur „mæmar“. Þegar maður skoðar nýlegar myndir af Spears þá er ekki hægt að segja annað en að þetta sé komið út í tóma geðveiki. Þetta eru klámmyndir og ekkert annað, á einni er hún t.d. allsber utan hún ber perlufesti sem sveiflast fyrir því allra heil- agasta. Britney Spears var markaðssett í upphafi sem saklausa nágrannastúlkan en lítur nú um þess- ar mundir út sem gleðikona. Það er vel skiljanlegt að foreldrar séu áhyggjufullir. En liggur „einbeitt- ur brotavilji“ að baki þessari samviskulausu, ef svo má segja, kynningarstarfsemi? Er þetta ekki frek- ar tímanna tákn, hrein endurspeglun á því hvert við erum komin. Eins og sjá má er djúpt á þessu máli og vel hægt að fylla fleiri pistla með þessum vangaveltum. En snúum okkur að tónlistinni, sem liggur nú til grundvallar að þessu öllu saman. Eða gerði það að minnsta kosti í upphafi. Er þetta búið? Safnplatan, kveikjan að þessari grein, tekur yfir þær fjórar breiðskífur sem út eru komnar með drottningunni. Þetta er veglegur pakki, með sautján til tuttugu lögum (fer eftir útgáfulandi) og umslagi sem fer nánast hringinn í ósmekk- legheitum. Fyrstu tvær plöturnar, … Baby One More Time (1999) og Oops! … I Did It Again (2000) lögðu grunninn að frægðinni. Titillag síðarnefndu plöt- unnar inniheldur línuna: „I’m not that innocent“ og menn þegar farnir að ýta á kynlífstakkana sem hef- ur leitt Spears út í afar vafasama hluti. Titillög beggja platna eru grípandi og vel samsett popplög og Spears greinilega vel búin lagahöfundum og „popp-herfræðingum“ sem er tónlistarlega séð er hið besta mál. Þriðja platan, sem heitir einfaldlega Britney (2001), er hiklaust toppurinn á ferli söngkonunnar. Snillingarnir í Neptunes, Pharrell Williams og Chad Hugo, snúa þar tökkum í nokkrum lögum, meðal annars í smellinum „I’m a Slave 4 U“. Platan öll er tilkomumikil poppsmíð og Morgunblaðsdómi 14. des, 2001 segir: „Popptónlist í dag er sem tví- höfða dreki í tilvistarkreppu, annars vegar er eðli poppsins að vera græskulaust gaman en svo liggur undirstaðan í vafningalausum viðskiptaháttum. Britney Spears og hennar fólk nær snilldarvel að sameina þessa tvo þætti hér. Poppið gerist bara ekki betra, útsmognara, flottara, söluvænlegra … og einfaldlega skemmtilegra en á Britney.“ Í fyrra kom svo út platan In the Zone og þrátt fyrir hið glæsilega „Toxic“ er þreyta merkjanleg í reiknilíkaninu. Kannski er það ástæðan fyrir um- ræddri safnplötu en stundum er sagt að slíkar plöt- ur marki endalok viðkomandi listamanna. Það verður því athyglisvert að sjá hver næstu skref Britney og hennar fólks verða. Madonna hefur sýnt og sannað að það er vel hægt að halda sér á floti í hörðum heimi dægurtónlistarinnar, heimi þar sem þú átt á hættu að hverfa sé augum deplað. Ef fólk er ekki stöðugt á tánum er þetta bara búið. Hvað þá verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá … Einu sinni enn? ÚT er komin platan Greatest Hits: My Prerogative, fyrsta safnplata poppdrottning- arinnar Britney Spears. Hún á ekki nema fimm ára feril að baki en er í dag þekktasti dæg- urtónlistarmaður samtímans. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Britney Spears Svona lítur hún út á umslagi safnplötunnar nýju. Ekki beint saklausa stúlkan á móti lengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.