Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 | 9 ná enn betur til fólksins. Einnig vildu þeir sýna kráar- og klúbbeigendum, sem höfðu verið þeim hliðhollir, þakklæti sitt. Þetta gat reyndar verið dálítið snúið því aðsókn var meiri en staðirnir réðu við. Það var ljóst að nú þyrftu Stranglers að segja endanlega skilið við pöbbana og halda sig alfarið við stærri tónleikastaði. En næsta skref var að fara í hljóðver og taka upp þriðju plötuna, Black and White. Platan kom út vorið 1978, aðeins átta mánuðum eftir útgáfu No More Heroes. Stranglers höfðu nú sent frá sér 3 plötur á aðeins 15 mánuðum. Stranglers til Íslands Í tilefni af útkomu Black and White var ákveðið að halda 72 tíma fjölmiðlaveislu á Íslandi. Á þessum tíma var Ísland ekki að finna á tónlistarkortinu úti í hinum stóra heimi og því þótti hugmyndin fáránleg. En hingað mætti hljómsveitin ásamt troðfullri vél af blaðamönnum og ýmsu fólki tengdu breska tónlistarbransanum og tónleikar voru haldnir í fullri Laugardagshöll og blaðamannafundur í Hljóðrita í Hafnarfirði. Ferðalagið einkenndist af mikilli drykkju og sjaldan eða aldrei höfðu Íslendingar upplifað annað eins. Bandið var nánast óþekkt hér á landi, samt tókst að fylla Höllina. Mikið var fjallað um hljómsveitina í íslenskum fjöl- miðlum og er óhætt að segja að þegar Stranglers yfirgáfu landið 72 tímum eftir komu sína þá hafi andi þeirra svifið hér yfir – og pönkið lifnaði. Íslenskt tónlistarlíf átti eftir að taka miklum breytingum næstu misseri. Nýtt tímabil hófst, oft kennt við kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Hnignun og upprisa En það er eins og Stranglers hafi sagt skilið við pönkið eftir Íslandsferðina. Tónlist þeirra tók að breytast. Hún varð mýkri. Um leið tók að halla undan fæti hjá sveitinni. Vinsældir dvínuðu og Stranglers fóru meira og meira að lifa „rokkstjörnulífi“ með til- heyrandi eiturlyfjaneyslu og ólifnaði. Heró- ínið tók við stjórnartaumunum í hljómsveit- inni. JJ og Hugh glímdu harðast við eitrið. Gömlu aðdáendurnir sneru að auki margir við þeim baki vegna breyttrar tónlist- arstefnu. Árið 1980 kom út platan The Ra- ven og ári síðar platan The Gospel Accor- ding To The Meninblack. Hvorug platan seldist vel og nú voru góð ráð dýr. Breyt- ingin þótti kannski of mikil. (Í dag þykir reyndar mörgum The Raven vera besta verk hljómsveitarinnar.) Hljómsveitin sneri sér nú að því verkefni að ná vinsældum aftur. Það var ákveðið að ráðast í gerð annarrar plötu á árinu 1981 og viðfangsefnið skyldi vera ástin. Ætl- unarverkið tókst og platan La Folie kom út um haustið. Á þeirri plötu er að finna eitt vinsælasta lag sveitarinnar, „Golden Brown“. Lagið var JJ ekki að skapi. Hann neitaði að taka þátt í flutningi þess og spil- aði Dave Greenfield bassalínuna á hljóm- borð. Lagið náði miklum vinsældum og Stranglers voru komnir aftur á skrið. Ekki sem pönkarar, heldur vandað poppband. Í kjölfarið slitnaði upp úr samstarfinu við út- gáfufyrirtækið EMI. EMI vildi fá eina plötu í viðbót, en það eina sem Stranglers létu þá fá var lagið „Strange Little Girl“. Ástæðan var sú að átta árum áður létu Stranglers EMI fá lagið með von um samning en var neitað. Hugh Cornwell fannst því tilvalið að kveðja með þessu lagi. Húmor að hætti Stranglers. Næstu ár voru nokkuð góð. Nýtt útgáfufyrirtæki, nýr umboðsmaður og band- ið hélt áfram að þróast. Þeir urðu enn mýkri á næstu plötu, Feline sem kom út árið 1982. Kassagítarar, mjúkur bassahljómur og svíf- andi hljómborðslínur höfðu komið í stað gamla grófleikans. Lögin voru falleg og ljúf og hljómsveitin naut mikilla vinsælda í Evr- ópu. En samstarfið var farið að versna inn- an sveitarinnar. Þeir voru ekki lengur sam- an 24 tíma sólarhringsins eins og áður, enda flestir orðnir fjölskyldumenn. Hugh Corn- well hafði minni áhuga á hljómsveitinni og vildi hefja eigin feril utan hennar. Sam- starfið entist í 9 ár í viðbót og á þeim tíma komu út 3 plötur: Aural Sculpture (1983 ), Dreamtime (1986) og 10 (1990). Lengri tími var farinn að líða á milli platna og tvær síð- astnefndu plöturnar voru hvor um sig 2 ár í vinnslu. Fljótlega eftir útgáfu 10 yfirgaf Hugh Cornwell hljómsveitina en síðustu tón- leikar hans með Stranglers voru haldnir í Alexandra Palace í London 11. ágúst 1990. Byrjað frá grunni Eftir brotthvarf Cornwells var talið að ferli sveitarinnar væri lokið en svo reyndist ekki vera. Gítarleikarinn John Ellis, sem hafði áður fyrr leikið með pönksveitinni Vibrators ásamt því að leika á fyrstu sólóplötu JJ, Euroman Cometh, hafði spilað með Stranglers á tónleikum og tók gítar- leikarastöðuna en erfiðara var að finna söngvara. Nokkrir komu til álita, fyrr- verandi söngvari The Icicle Works, Ian MacNabb, og Dave Vanian sem hafði sungið með hljómsveitinni Damned. En fyrir valinu varð óþekktur söngvari að nafni Paul Roberts sem hafði starfrækt sína eigin sveit, The Faith Band. Segja má að hljómsveitin hafi verið komin á byrjunarreit að nýju. Sex mánuðir liðu og enn og aftur var haldið í tónleikaferðalag þar sem spilað var á krám og litlum klúbbum. Stranglers voru ekki með plötusamning en það hafði ekki gerst síðan árið 1976. Gömlu aðdáendurnir tóku misvel í þessar breytingar og voru margir á því að bandið hefði átt að hætta. En Strang- lers höfðu áður lent í mótvindi og barist áfram og voru ekki vanir að láta segja sér fyrir verkum. Árið 1992 gerðu þeir samning við lítið útgáfufyrirtæki að nafni Pshycho og það sama ár kom út fyrsta platan eftir að Cornwell hætti, Stranglers in the Night. Platan gekk ekki vel og sama má segja um næstu þrjár plötur, About Time (1995), Written in Red (1997) og Coup De Grace (1998). Engin þessara platna seldist vel en Stranglers áttu sterkan aðdáendakjarna sem eflaust hefur átt sinn þátt í að halda þeim gangandi ásamt spilagleðinni og trúnni á það sem þeir voru að gera. Árið 2000 gafst samt gítarleikarinn John Ellis upp og við hans sæti tók Baz Warne. Uppreisn æru – önnur Íslandsheimsókn Það var ekki fyrr en á þessu ári að hjólin tóku að snúast á nýjan leik. Nýr samningur við EMI var í höfn og í byrjun ársins kom út platan Norfolk Coast sem er besta verk sveitarinnar í langan tíma. Á þessari plötu sameinast allt það sem Stranglers hafa haft uppá að bjóða í gegnum tíðina. Góðar lagasmíðar og þéttur hljóðfæraleikur og að auki má heyra ferskleika sem ekki hefur heyrst lengi. Heyra má áhrif frá ýmsum tímum sveitarinnar, bæði frá pönktímanum og kassagítarinn fær aukið hlutverk á ný. Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Gamlir aðdáendur sveitarinnar virtust loks hafa samþykkt breytingarnar eftir 14 ár og nýir aðdáendur bættust við. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi meira og minna allt þetta ár og er það samdóma álit að sveitin hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Í kvöld fáum við Íslendingar tækifæri til að berja sveitina augum í annað sinn eftir 26 ára hlé. Það verður spennandi að sjá og heyra í henni eftir öll þessi ár og hvað ætli þeir félagar skilji eftir sig í þetta skipti? pönkbylgjan Höfundur er tónlistarmaður. Morgunblaðið/Ólafur Kristjánsson The Stranglers í höllinni 1978 „Ferðalagið einkenndist af mikilli drykkju og sjaldan eða aldrei höfðu Íslendingar upplifað annað eins. Bandið var nánast óþekkt hér á landi, samt tókst að fylla Höllina.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.