Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 11
Stefán Máni. Svartur á leik. Byggðasaga Skagafjarðar. Þriðja bindi þessa stórvirkis fjallar um Lýtings- staðahrepp og hina fornu byggð í Vesturdal. Baróninn á Hvítárvöllum. Söguleg skáldsaga Þórarins Eld- járns. Kristín Marja Baldursdóttir. Umsögn um Karítas án titils. Seiður lands og sagna. Umsögn um þriðju bók Gísla Sigurðssonar er fjallar um Reykjanesskaga og svæðið til Hvalfjarðar. Undir 4 augu. Unglingabók Þorgríms Þráinssonar. Óp silungsins. Ljóðabók Vilborgar Dagbjartsdóttur. Eyjólfur sundkappi. Nóbelsskáldið Imre Kertész. Eitt stykki Hólmur. Bækur Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 | 11 Þ etta er fyrst og fremst spennusaga,“ segir Stefán Máni. „Hún er undir talsverðum áhrifum frá íþrótta- heiminum. Ég hef fylgzt með umfjöllun um íþróttir og menningu og ef við tökum til dæmis umfjöllun Morgunblaðsins, fyrst ég er nú kom- inn hingað í viðtal, þá kemur Lesbókin einu sinni í viku og er að stórum hluta leiðinlegar fortíðarlanglokur meðan íþrótta- kálfurinn kemur á hverjum degi, stútfullur af efni, sem menn hafa áhuga á; ferskum frétt- um og frásögnum af því sem er að gerast núna.“ Ég reyni að skjóta því að, að menningarefni; fréttir og frá- sagnir, séu daglega í Morgunblaðinu, en Stefán Máni bandar því frá sér. „Það er enginn áhugi á því sem er að gerast í menningunni,“ segir hann og heldur áfram að tala um söguna sína: „Mig langaði að ná inn í söguna þessum ferskleika íþrótta- heimsins, þar sem núið skiptir máli.“ – Þú hefur nú lesið fleira en íþróttafréttir eftir bókinni að dæma. „Já, ég færði íþróttaandann inn í sögu úr undirheimunum. Ég kynnti mér undirheimana til þess að geta dregið þá inn í knattspyrnuvöllinn með sínum reglum og gildum, þar sem boltinn er svartur bakpoki með kókaíni. Svo setti ég mína menn, sögupersónurnar, inn á, setti sjálfan mig í spor íþrótta- fréttaritarans og skráði það sem gerðist á vellinum. Höfundurinn er ekki sýnilegur í bókinni. Ég stend sjálfur til hliðar uppi í fjölmiðlastúkunni og held þar í þetta nú, sem skiptir öllu máli.“ – Er þetta þá félagsleg skáldsaga? „Nei. Þetta er ekki félagsleg skáldsaga. Ég geri eftirlíkingu af ákveðnum raunveruleika, set í hann persónur, sem ekki eru til, og held höfundinum fjarri. Það mætti segja mér, að þarna sé um draugasögu að ræða!“ – Þú talar um þetta sem íþróttaleik. En reglurnar virðast nú ekki íþróttamannslegar, ekki eins og við þekkjum þær úr íþróttunum. „Nei. Reglurnar eru anzi rúmar. Þetta er allt utan deildar. Á þessu afmarkaða svæði, sem eru undirheimarnir, gilda lög, reglur og siðferðismat samfélagsins ekki. Þetta er fyrst og fremst orðaheimur. Reglurnar eru munn- legar og þær breytast eftir hentugleikum. Menn skulda pen- inga til hægri og vinstri og það er engin reiknistofa bankanna sem reiknar út skuldirnar heldur eru þær geðþóttaákvarðanir. Ef skuldarinn er með eitthvert múður, þá tvöfaldast bara skuldin og menn ráða hvort þeir borga hana eða freista ein- hvers frekar. Í þessum heimi er aldrei horft til baka. Ef eitthvað er gert óvart eða af misskilningi, þá stendur það. Ef menn gera eitt- hvað á fölskum forsendum, fá kannski rangar upplýsingar svo bakari er hengdur fyrir smið, þá er það látið standa.“ Og ekkert um að fást, þótt saklaust fólk verði fyrir barðinu á mistökunum? „Ef rangur maður er á röngum stað á röngum tíma þá er að taka því þegjandi eða ekki.“ – Finnst þér þetta …? „Við erum ekki að tala um mína persónu, heldur bókina mína. Höfundurinn tekur enga afstöðu til atburðarásarinnar. Hann er ekkert að kveða upp úr um það hvort hlutirnir eru réttir eða rangir. Hann lýsir öllu á sama hátt; ofbeldi og kyn- lífi, það er allt jafnt fyrir höfundinum.“ – Þú segist hafa kynnt þér undirheimana til þess að skrifa þessa sögu. Hvernig komst þú í samband við þá? „Þegar ég fæ eitthvað á heilann, þá er eins og efnið komi til mín. Mín einu kynni af undirheimunum voru úr fjölmiðlum og dómskjölum. Þegar ég fór svo af stað með söguna bar ég mig upp við fíkniefnalögregluna um eitt og annað og í gegnum fangels- ismálastofnun komst ég í samband við fanga, sem sátu inni fyrir stórsmygl á dópi og peningaþvætti. Þeir höfðu lifað hátt og lifað flott. Þeir reyndust mér góðir heimildarmenn, án þess að ég fengi þá á bakið. Þetta spurðist út. Maður þekkir mann, sem þekkir mann, sem þekkir mann og upplýsingarnar fóru að berast til mín. Ég villti aldrei á mér heimildir og mér fannst flestir hafa frekar gaman af því en hitt að að gauka að mér upplýsingum til bók- arinnar.“ – Eru persónur sögunnar „hinn margslungni Stebbi psycho, hraustmennið Tóti, hinn dularfulli Brúnó, hin fagra Dagný, Jói Faraó og Frostaskjólstvíburarnir Krummi og Klaki“ líka sóttir í íslenzka undirheima? „Þetta er ekki lykilbók. Þetta er ákveðinn veruleiki, sem ég blæs lífi í með mínum mönnum.“ – Og lætur allt flakka? „Nei, nei. Ég sleppti mörgu sem ég heyrði til að hlífa lesand- anum. Raunveruleikinn er mjög grimmur og fer harðnandi. Reyndar eru undirheimar bara hugtak, þetta eru miklu frekar hliðarheimur. Maður stígur ekkert niður í þá, heldur færir sig bara eitt skref til hliðar. Þetta er fólkið við hliðina á okkur. Glæpamenn búa ekki í sérhverfum, eða í blokk út af fyrir sig, heldur eru þeir bara fólkið í næsta húsi.“ – Þessi hliðarheimur. Hann brotnar niður í bókinni. „Heimur aðalpersónunnar hann brotnar. En þetta er eins og í stjórnmálunum; það er alltaf Alþingi, en það eru ekki alltaf sömu mennirnir á þingi. Mannaskipti eru tíð. Og yngri menn sækja að þeim sem ráða. Það eru alltaf einn, tveir á toppnum og yngri mennirnir sækja stöðugt að þeim. Þeir sem byrja á botninum eru stöðugt harðari. Ég veit um gamla jaxla sem eru að hugsa um að hætta af því að leikreglurnar eru orðnar svo harðar að þeir eru ekki tilbúnir til þess að vera með og eru þar með dæmdir úr leik.“ – En alltaf bætast nýir menn í skörðin? „Meðan eftirspurnin er, þá er nóg af mönnum til að smygla, dreifa og selja.“ Þegar talið berst frá sögunni Svartur á leik kemur í ljós að Stefán Máni er með þrjár næstu bækur á hreinu. „Næsta bók mín gerist í íslenzkum bókmenntaheimi; er um íslenzkan rithöfund og rithöfunda. Ég hugsa þetta sem satíru og þetta verður mín bókmenntalegasta bók til þess tíma. Önnur bók mín verður sálfræðileg saga og ég ætla að láta hana gerast á fraktskipi. Ég sigldi með Mánafossi á ströndina áður en Eimskip hætti strandsiglingunum og þeim kafla lauk. Svo er ég að byrja að viða að mér efni í þriðju bókina, sem á að fjalla um áhrifamenn í viðskiptalífinu og áhrifamenn í af- brotaheiminum og hvernig þessir tveir heimar skrölta saman. Þar á ég von á að tengja saman anzi mikið gangvirki.“ Morgunblaðið/Jim SmartStefán Máni Svartur á leik er nýkomin út og hann er strax með þrjár næstu bækur á hreinu. Glæpamenn eru bara fólkið í næsta húsi Svartur á leik nefnist skáldsaga eftir Stefán Mána, þar sem hann fjallar um íslenzka glæpamenn og umhverfi þeirra. Lesturinn er sannkölluð rússíbanareið gegnum íslenzka glæpasögu síðustu áratuga, segir í bókarkynningu. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.