Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 BÓKIN Undir 4 augu er 19. bók Þorgríms Þrá- inssonar á 15 árum. Hún er framhald bókarinnar Svalasta 7an sem út kom á síðasta ári. Honum er oft mikið niðri fyrir. Hann fær margar góðar hugmyndir og hefur greinilega gaman af að skrifa. Og hann hefur margt fram að færa. Hins vegar þyrfti hann stundum að fara aðeins hægar yfir og vinna betur úr efniviðnum. Í stuttu máli þá gerist svo margt og mikið í þessari bók, að erfitt er að ímynda sér að slíkt gæti gerst í raunveruleikanum. Aðalpersónan Jóel er greinilega afskaplega vel af Guði gerður. Hann hefur mikla hæfileika á sviði íþrótta, sýnir fjölskyldu sinni óvenju mikla alúð og hlýju og nýtur jafnframt mikillar hylli stúlkna á hans aldri. Hann er eiginlega hreint og klárt kvennagull og þar að auki draumur hverr- ar móður. Faðir Jóels er búsettur í Kína og ákveður pilt- urinn að heimsækja hann til að fá hann til að snúa til baka, heim til Íslands. Til þess að fara þangað þarf hann að fórna því sem flestum drengjum sem stunda íþróttir þykir skipta mestu máli, en það er að eiga möguleika á að komast í lands- liðið í sínum aldursflokki. Kínaferð- in er eitt endalaust ævintýri og segja má að hann lendi í hreinum og klárum mannraunum. Ekki skemmir fyrir að hann hittir fyrir á ferðum sínum fólk sem flestir telja litlar líkur á að reki á fjörur þess. Og það ekki einu sinni heldur tvisv- ar. Inn í líf hans blandast hlutir sem gætu aldrei hent einn pilt á hans aldri. Hann upplifir nánast alla þá mannlegu erf- iðleika sem nútímaunglingar geta lent í. Það er eiginlega of mikið af því góða. Þorgrímur á hins vegar afskaplega gott með að segja sögu og gerir það oft á tíðum talsvert vel. Textinn rennur ágætlega og bókin er fyrir bragðið án efa auðlesin. Ritstörfin eru Þorgrími eiginlega íþrótt. En hins vegar gæti hann orðið frábær höfundur ef hann gæfi sér tíma til að vinna meira með söguþráðinn og gera frásögn- ina þannig að venjulegt fólk trúi því að það sem á sér stað geti gerst. Úrvinnslan er hreinlega ekki nógu góð. Ekki er ólíklegt að úr öllu því sem ber á góma í þessari bók væri hægt að skrifa þrjár jafn langar bækur. En til þess þarf að vinna meira með textann. Þar að auki þarf hann eins og margir höfundar barna- og unglingabóka að gæða persónur sögunnar meira lífi. Les- andinn er engu nær um þær í þess- ari bók að öðru leyti en því að Jóel er einstaklega vænn piltur sem læt- ur sér annt um annað fólk. Þrátt fyrir allt þetta er ekki ólíklegt að stálp- aðir krakkar lesi þessa bók sér til ánægju. Sögu- þráður er frekar hraður og margt bæði trúlegt og ótrúlegt gerist. Trúlegt og ótrúlegt Sigurður Helgason Þorgrímur Þráinsson BÆKUR Unglingar Eftir Þorgrím Þráinsson. 188 bls., Andi, 2004. Undir 4 augu GÍSLI Sigurðsson, fyrrverandi Lesbókaritsjóri, er kraftmikill og vinnusamur maður þó að kominn sé hann nokkuð til aldurs. Hann þeysir fram og aftur um landið, oft um fáfarnar slóðir, tekur fjölda manns tali, myndar og málar. Auk þess grúskar hann í gömlum og nýlegum bókum og skrifar mik- inn texta. Á þremur árum hafa komið frá honum þrjár miklar og fagrar bækur um hluta af landinu okkar. Ferðin hófst árið 2002 austur í Lóni og end- ar nú á Kaldadal. Viðkomu hefur Gísli haft á stöð- um sem ferðamönnum mega vera forvitnilegir ým- ist vegna fegurðar, sögu eða annars sem minnisvert er. Og það er gaman að ferðast með Gísla. Hann er frábær og skemmtilegur leiðsögumaður. Naskur er hann á að benda á það sem sem er sérkennilegt og heillandi og oft fer framhjá ferðalöngum og sögu- maður er hann ágætur. Fer gjarnan langt aftur í tímann, þegar það á við, jafnvel allt aftur á land- námsöld. Sturlungu sína kann hann vel og hefur hana á hraðbergi. Í þessari síðustu bók hefst ferðin í Herdísarvík og er þar vissulega frá mörgu að segja í máli og myndum eins og gefur að skilja. Síðan er komið að Krísuvík. Þar og í nágrenni Kleifarvatns þarf margs að geta. Á Seltöngum sunnan undir Ög- mundarhrauni er einnig þörf á að staldra við. Þann- ig heldur ferðin áfram: suður eftir ströndinni og norður fyrir, upp á Kjalarnes, inn í Hvalfjörð og út með Hvalfjarðarströnd, upp í Borgarfjörð og loks að Húsafelli og heim á leið um Kaldadal. Áfanga- staðir okkar Gísla eru býsna margir og ólíkir. Sjaldnast gleymist að fjalla um útsýnið. Þá eru myndir teknar, stundum frá hinum óvæntustu sjónarhornum. Svo sannarlega var þetta skemmtileg ferð. Þó að sá sem þetta ritar hafi komið á marga – kannski flesta – af þessum stöðum, og lesið ýmislegt um þá, fékk hann margt nýtt að vita og sá margt sem hann hafði ekki séð áður – eða kannski séð, en ekki veitt athygli. Ást Gísla Sigurðssonar á landi okkar fer ekki á milli mála og honum tekst vel að koma þeirri tilfinn- ingu til skila. Hvað þessa bók varðar sýnist mér að hann hafi sér í lagi hrifist af Reykjanesinu. Í stór- fallegum myndum leiðir hann lesandann inn í leyndardóma hrauna og hlíða, sem ekki hafa upp- lokist fyrir mörgum. Líklegast þykir það hálfhjákátlegt að tala um að þrautreyndum höfundi og allrosknum þar að auki fari fram. En samt er það skoðun mín að þessi þriðja bók Gísla sé jafnbest. Myndirnar eru yfirleitt betri og textinn slípaðri og einfaldari. Þetta þykja mér góðir kostir. Og framar öðru: Þessi bók er fal- legust. Hún er verulegt augnayndi. Auðvitað getur Gísli Sigurðsson ekki fullnægt sérvisku allra fremur en aðrir höfundar. Sumir hefðu ef til kosið að hann kæmi víðar við, stansaði skemur á sumum stöðum en lengur á öðrum. Um það má alltaf deila. Mér fannst til að mynda Reykholtsdvölin óþarflega löng og hefði kosið svolitla viðkomu á Gilsbakka í stað- inn (eða erum við þá komnir í Mýrasýslu?). En kannski er það af því að ég hef aldrei verið ýkja hrifinn af Snorra gamla sem persónu. Ég fellst ekki á að hann hafi verið einhver friðsemdarmaður, öllu fremur kjarklítill! Sem betur fer setti hann Kringlu sína saman áður en farið var að amast við því að menn hirtu efni frá öðrum, án þess að geta heim- ilda. Viðhorf höfundar til náttúru lands þykja mér einkar geðfelld. Hann er enginn ofsatrúarmaður í náttúruverndarsökum, en er engu að síður annt um að vel sé farið með landið. Honum finnst t.a.m. Rauðhólarnir síður en svo hafa versnað við þá skerðingu sem þeir urðu eitt sinn fyrir. Og lúpínan finnst honum falleg. Fleira mætti nefna. En hann er líka ófeiminn við að láta skoðun sína í ljós, ef hon- um finnst illa hirt um land eða minjar. Honum of- býður þannig hversu illa er hirt um legstein Hall- gríms Péturssonar í Saurbæ. Í þessari bók sem og fyrirrennurum hennar er víða að finna at- hugasemdir og ábendingar, sem full ástæða er til að gefa gaum. Fátt hef ég út á þessu ágætu bók að setja. Nefni þó örfá atriði, sem kannski skipta litlu máli, en mega engu að síður koma fram. Bæjarnafnið Kaldrana við Kleifarvatn kannast ég ekki við. Höf- undur vísar í Þjóðsögur Jóns Árnasonar um þann bæ og sögnina um loðsilunginn (eða öfuguggann) og vísuna, Liggur lífs andvana. Þetta finn ég ekki í Þjóðsögunum. Aftur á móti er þessi sögn um Kaldrana á Skaga nyrðra. Gullbringa í Geitahlíð. Rétt er það að Ólafur Lárusson hélt því fram að Gullbringusýsla drægi nafn af þessum stað. Gegn því er skýring Jóns Þorkelssonar við hið mikla lat- ínukvæði hans Chrysoris eða Gullbringuljóð. Þar segir svo: ,,Ratio nominis [Gullbringur] … quod originem trahat a colle quodam vel monticulo in tribu Mosfellina (Mosfellssveit) … Um þetta eru sem sé skiptar skoðanir. Þá kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef Hagi telst „innstur“ bæja við vatnið [Skorradalsvatn] að sunnanverðu. Hvað með Vatnshorn? Og jafnvel Bakkakot, sem er a.m.k. sunnan Fitjaár? En smáræði er þetta og ekki víst að aðfinnsl- urnar hafi við rök að styðjast. Í sem stystu máli: Gullfalleg bók, skemmtileg og gagnleg. Hér er landinu okkar sunginn fagur óður. Óður til Íslands Sigurjón Björnsson Gísli Sigurðsson Bækur Land- og þjóðfræði Gísli Sigurðsson Útg.: Skrudda, Reykjavík 2004, 359 bls. Seiður lands og sagna III Áfangastaðir suðvestanlands Rauðhetta er í þýðingu Jóns Orra. Hér er eitt þekktasta æv- intýri allra tíma komið út sem harðspjaldabók með skýrum texta og litríkum teikningum. Æv- intýrið um Rauðhettu og Úlfinn er hér endursagt, skreytt glitrandi myndum. Útgefandi er Setberg. Bókin er 16 bls. Verð kr. 1.368. Nýjar bækur Prinsessubókin – Prinsess- usögur er eftir Nicola Baxter. Þýðandi er Þóra Bryndís Þór- isdóttir. Prinsessurnar sem lesendur kynnast í þess- ari bók lifa við- burðaríku lífi. Þær heita Pálína, Perla, Elísabet, Emilía, Kristín, Sara, Berglind og Rósa. Sögurnar hafa að geyma gleði og sorg, galdra, spennu og ráðgátur og fléttast þær saman við myndskreyt- ingar á hverri síðu. Útgefandi er Setberg. Bókin er 80 bls. Verð kr. 1.995. Segðu mér sögu er eftir Nicola Baxter. Þýðandi er Hlynur Örn Þórisson. Hvern lang- ar ekki að heyra um skynsamar mýs, kátar kanínur, leikföng sem strjúka, nef- sugur og páfagauka. Ævintýri um bangsa og bláa fíla, brúður og bíla. Sagan um nafnlausa bangsann, sokkaskrímslið, töfrateppið, Kling- a-ling og doktor Drífa-sig eru meðal þeirra 37 myndskreyttu sagna og ævintýra sem bókina prýða. Útgefandi er Setberg. Bókin er 80 bls. Verð kr. 1.995. ÞEGAR Árni opnaði búrið eftir Þórhall Barðason (1973) er ekki frumleg ljóðabók hvað varðar upp- byggingu eða umfjöllunarefni, en þessi fyrsta ljóðabók höfundar er góð. Myndmálið er ekki beinlínis nýtt, en það er eitthvað frjótt við það, eitthvað lúmskt skemmtilegt. Frumlegt, klisjulegt og kunnuglegt í senn. Að skrifa heiðarleg ástarljóð blátt áfram á síðustu og verstu tím- um er enginn hægðarleikur. Verði umfjöllunarefni einhvern tímann þurrausið er ljóst að ástarljóð- abrunnurinn verður fyrstur til að skrælna. Og svo mikið er víst að megnið af þeim ástarljóðum sem dynja á landanum er nægilega ófrumlegt til að því mætti skipta út fyrir einfaldar ástaryfirlýs- ingar. Það er því ástæða til að brosa að því að Þórhalli skuli takast að lífga líkið við, því þótt hann geri það með gömlum stílbrögðum, sem minna um margt á Pablo Neruda með súrreal- ísku íslensku tvisti, þá eru ljóðin fersk og skemmtileg í furðulegum krúttlegheitum sínum sem hann blandar í strákslegri óforskömmun, eins og í ljóðinu Fjöruborðið þar sem „Allir elska þig, stökkva í djúpið á eftir þér“ á meðan ljóð- mælandi þorir ekki út í heldur stendur einn í fjöruborðinu og öskrar af þrá: Þú ert svo helvíti töff á baðföt- unum – / bobbingar í kúskeljum og perlufestum. Þórhallur blandar klassískum klisjum um ástina við frumlegar myndir, þar sem hinn taugaveiklaði elskhugi sem þráir svo heitt að heilla sína heittelskuðu en hefur enga trú á sjálfum sér, tekur skyndilega upp á því að fara „yfir naglana í dekkjunum“. Og í ljóði um dauðann sér hann „súrheysturna helvít- is nálgast“. Tunglsjúkur maður sækir sér lækn- ingu á spítala, fær magasýrumixtúru sem hann notar til að skola niður líkinu af lækninum. Pez- karlar sannfæra ljóðmælanda um að allt verði í lagi, og árstíðirnar eru mældar í því hversu mik- illi sprettu elskhuganum tekst að troða í skóna sína. Ef þú hegðar þér ekki heimskulegar en þetta, áttu upp á pallborðið. Ef þú hegðar þér ekki heimskulegar en þetta, á ég það ef til vill til að losa um blöndunginn og þú mátt haf’ann ef þú hegðar þér ekki heimskulegar en þetta. Farðu samt varlega með fannir fjallanna og uppsprettur mýranna. Jesús minn. (Ef þú hegðar þér ekki heimskulegar en þetta, bls. 10.) Tilgerðarleysi er enginn hægðarleikur, og það þýðir lítið að rembast til að ná því. En þegar það næst er næg ástæða til að fagna. Frumlegar myndir Eiríkur Örn Norðdahl BÆKUR Ljóð Þórhallur Barðason. 2004 Þegar Árni opnaði búrið Rósalind prinsessa er eftir Burk- hard Nupp- enay. Þýð- andi er Rúna Gísla- dóttir. Rósalind prinsessu þykir vænt um dýrin. Þau leika sér saman all- an daginn og þess vegna hafði hún næstum gleymt boðinu á fyrsta dísaballið. En Rósalind á engan sparikjól til að fara í, svo dýrin, vinir hennar, taka til sinna ráða. Gylfi grís, Ósk- ar bjalla, broddgöltur, Klara mús og litli froskur sauma glæsilegan ballkjól handa Rósalind. Útgefandi er Setberg. Bókin er 32 bls. Verð kr. 1.995. Veiðisögur er eftir Sigurð Boga Sæv- arsson og Gunnar Ben- der. Í bók- arkynningu segir að það að draga fisk að landi sé líka spurning um að fanga góða veiðisögu. Og bestar verða sögurnar af þeim fiskum sem bitu á agnið en sluppu. þeir fiskar stækka og stækka í hvert sinn sem sagan af þeim er höfð yfir.“ Fjöldi veiðimanna leggur orð í belg í bókinni, m.a. Guðmundur Sigurðsson, Friðleifur Stefánsson, Gústav Guðmundsson, Dúi Land- mark, Sverrir Hermannsson, Steingrímur Hermannsson og Óli Björn Kárason. Veiðiútgáfan gefur út. 160 bls. Leiðbeinandi verð kr. 3.480.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.