Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 | 13
UM þessar mundir er mikið blómaskeið í ritun
hverskyns fantasíubókmennta og ævintýra, bæði
hér heima sem og erlendis. Án efa hefur vel-
gengni Harry Potter-bókanna og endurkoma
Hringadróttinssögu hér mikið að segja. Þótt
kvikmyndun þessa tveggja sagnabálka eigi
kannski stærstan þátt í vinsældum þeirra virðist
engu að síður fullljóst að aðdáendurnir sækja
líka í bækurnar og bóklestur yngri kynslóð-
arinnar hefur örugglega eflst í kjölfarið, sem er
mikið fagnaðarefni. Íslendingar eiga aldagamla
og ríka ævintýrahefð bæði innan þjóðsagnaarf-
ins sem og fornsagna. Fyrir nokkrum árum
kvartaði ég yfir því að þessi arfur væri lítt nýtt-
ur í samtímaskáldskap fyrir börn og unglinga –
en sá lesendahópur er líklega sá sem einna helst
kann að meta kosti góðra ævintýra. Nú er öldin
önnur. Hver bókin á fætur annarri sem byggist
á þessum gjöfula arfi (innlendum sem og erlend-
um) hefur litið dagsins ljós á undanförnum ár-
um og eru margar þeirra frábærar bókmenntir
sem gleðja hug og hjarta lesenda sinna.
Iðunn Steinsdóttir er reyndar einn þeirra höf-
unda sem hafa alllengi sótt í þennan sagna-
brunn en hún hefur skrifað ævintýrabækur og
fantasíur fyrir börn og unglinga allt frá því
snemma á níunda ártugnum, sem og eina skáld-
sögu ætlaða fullorðnum
byggða á fornsagnaarfinum
(Haustgríma (2000)). Bókin
sem Iðunn sendi frá sér nú í
haust, Galdur Vísdómsbók-
arinnar, er af þessum toga
spunnin því hér er á ferðinni
saga þar sem allir þættir sí-
gildra ævintýra koma saman:
Sagnafléttan snýst um átök
góðs og ills; hetjan er ungur
maður sem verður að fara í
ferðalag til að sanna sig (finna
Vísdómsbókina dularfullu til
að bjarga heimabyggð sinni)
og öðlast rétt til glæsilegasta
kvonfangsins (sem bíður
heima). Hetjan þarf að yf-
irvinna margar þrautir á leiðinni, andstæðing-
arnir eru margir, illir og fjölkunnugir en hetj-
unni berst líka hjálp úr ýmsum áttum og er
búin töfragripum sem vernda hana og ráða úr-
slitum á ögurstundum. Á sínum stað er líka
svikahetjan sem sætir lagi þegar hin raunveru-
lega hetja er fjarri og reynir að villa um fyrir
heimamönnum og komast yfir unnustuna með
klækjum. Við sögu koma líka álfkona, dvergur,
berserkir, draugar og forynjur – svo fátt eitt sé
talið.
Iðunn Steinsdóttir er reyndur höfundur sem
kann að byggja upp spennandi sögufléttu og
hún er leikin í að halda mörgum þráðum á lofti í
senn. Það verður hins vegar að segjast að það
olli mér nokkrum vonbrigðum
hversu „hefðbundin“ sagan er
í fleiri en einum skilningi.
Þannig fannst mér það allt að
því pínlegt hversu rótföst
kynjahlutverk sögunnar eru í
fortíðinni (og skiptir þar litlu
þótt unnustan reyni að halda
fram sjálfstæði sínu gagnvart
föðurvaldinu undir lok sög-
unnar). Það er hins vegar
ólíklegt að hin hefðbundna
framvinda sögunnar með við-
eigandi prófraunum hetj-
unnar og hin hefðbundnu
kynjahlutverk í heimi æv-
intýrsins eigi nokkuð eftir að
trufla unga lesendur. Mér
segir svo hugur að þeir muni heillast af frásögn-
inni sem er vel skrifuð, fjölbreytileg, rík af
spennu og endar vel. Engu að síður mun lest-
urinn staðfesta ákveðin gildi sem víða eru á
ferðinni – leynt og ljóst – í heimi bókmenntanna
sem og heimi hversdagsleikans. En þess ber að
geta að enda þótt form sögunnar sé kunnuglegt
þá nýtur hugmyndaflug Iðunnar sín vel innan
þess. Hins vegar væri óskandi að næst tæki hún
formið djarfari tökum og sprengdi af sér ald-
argamla hugmyndafræðina. Annað eins hefur
hún áður gert í svo ólíkum sögum sem Haust-
grímu og sögunum af Snuðru og Tuðru.
Spennandi saga en gamaldags gildi
Soffía Auður Birgisdóttir
Iðunn Steinsdóttir
BÆKUR
Skáldsaga
Iðunn Steinsdóttir, Salka 2004, 191 bls.
Galdur Vísdómsbókarinnar
SÚ STAÐREYND að bók um múmínálfana eftir
Tove Jansson beri heitið Örlaganóttin kemur
sjálfsagt fáum sem þekkja til álfanna finnsku á
óvart, þó að öðrum gæti þótt eitthvað bogið við
svo hádramatískt nafn á barnabók um skrýtnar
fígúrur. En í raun gefur titillinn góða mynd af
því hvernig sögurnar af múmínálfunum eru;
dramatískar, vissulega, en á einhvern ómót-
stæðilega kómískan og frumlegan hátt.
Í þessari bók, sem er hin þriðja í seríu um æv-
intýri múmínálfanna sem kemur út hjá Máli og
menningu, segir frá því þegar Múmíndalurinn,
þar sem söguhetjurnar búa, fer undir vatn
vegna eldgoss. Múmínfjölskyldan ásamt skjól-
stæðingum sínum leitar hælis í húsi sem flýtur
hjá. Margt er furðulegt við þetta hús, gólfið
snýst, þar er herbergi fullt af hárkollum og rauð
flauelstjöld og múmínálfarnir átta sig í fyrstu
ekkert á hvar þeir eru eiginlega staddir. Vegna
þessara sérkennilegu aðstæðna rata fjölskyldu-
meðlimir í hin ýmsu ævintýri og vandræði, en
allt fer vel að lokum, og kemur það
ekki síst til vegna hinnar óvenju-
legu og skemmtilegu lífssýnar sem
einkennir múmínálfana.
Dæmi um hið jákvæða viðmót
sem söguhetjurnar viðhafa venju-
lega, kemur glögglega fram í þess-
ari litlu pælingu Mímlu, þegar allt
er að fara á kaf í Múmíndal: „Vatn-
ið var aftur farið að rísa og nú kom
lítil alda gjálfrandi yfir glugga-
kistuna. Og önnur á eftir. Síðan
fossaði heil flóðbylgja yfir teppið.
Mímla greip litlusystur sína í
skyndi og stakk henni í vasa sinn.
Svo sagði hún: „Það er sannarlega
lán að fjölskyldan skuli hafa slíka
ánægju af sundiðkunum!“(bls. 28)
Samræður eiga það líka til að vera dálítið
óvæntar og eru fyrir vikið algjörlega óborg-
anlegar: „Múmínpabbi sneri sér að fjölskyldu
sinni og sagði: „Ég held að við þurfum ekki að
hafa neinar áhyggjur.“ „Nei, auðvitað ekki,“
svaraði múmínmamma. „Ég sit bara og bíð eftir
nýja heimilinu okkar. Það eru ekki nema þorp-
arar sem fer illa fyrir.“ „Ég er ekki sammála,“
sagði Kaskur. „Ég þekki þorpara sem aldrei
hafa lent í neinum háska.“ „Vesalingarnir –
ósköp hlýtur það að vera leiðinlegt
fyrir þá,“ sagði múmínmamma.“
(bls. 30)
Tove Jansson myndskreytti sjálf
bækurnar um múmínálfana. Þær
myndir eru næstum jafnkostulegar
og sögurnar og algjörlega ómissandi
fyrir bókina. En því fer þó fjarri að
myndirnar séu aðalmálið og að
múmínálfarnir séu fyrst og fremst
sætar teiknimyndafígúrur. Sög-
urnar sjálfar, karakterarnir, sam-
ræðurnar, atburðarásin – það er
þetta sem gerir ævintýri múmínálf-
anna að þeirri frábæru lesningu
sem þau eru.
Þýðing Steinunnar Briem er alls
hróss verð, en hana þarf tæpast að kynna fyrir
lesendum, því bækur um múmínálfana í íslenskri
þýðingu hennar hafa komið út hérlendis í yfir
þrjátíu ár. En þar sem ég hef lesið nokkuð af
múmínálfasögum á frummálinu sænsku, get ég
vitnað um að fátt fer til spillis í þýðingunni. Stíll-
inn er leikandi, frumlegur og blátt áfram, rétt
eins og múmínálfarnir sjálfir. Og varla er hægt
að biðja um betri þýðingu en það.
Leikandi, frumlegir og blátt áfram
Inga María Leifsdóttir
BÆKUR
Börn
eftir Tove Jansson. Þýðing: Steinunn S. Briem.
133 bls. Mál og menning 2004.
Örlaganóttin
Bestu knatt-
spyrnulið Evr-
ópu er eftir Agn-
ar Frey
Helgason og
Guðjón Inga Ei-
ríksson.
Í bókinni er
rakin saga tólf
knattspyrnuliða í
máli og myndum og margt athygl-
isvert dregið fram í dagsljósið varð-
andi liðin sjálf, framkvæmdastjóra,
þjálfara og leikmenn.
Þau lið sem fjallað er um eru:
Ajax, Arsenal, Bayern München,
Barcelona, Real Madrid, Chelsea,
Liverpool, Juventus, Porto, Val-
encia, AC Milan og Manchester
United.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Nýjar bækur
Djassbiblía
Tómasar R. er
eftir Tómas R.
Einarsson.
Bókin hefur
að geyma 80 lög
eftir kontra-
bassaleikarann
og djass-
tónskáldið Tóm-
as R. Einarsson. Þar er auk þess að
finna 11 lög eftir hann í píanóút-
setningu Gunnars Gunnarssonar.
Þetta er fyrsta íslenska djass-
biblían, en það nafn hefur lengi ver-
ið notað um bækur sem hafa að
geyma djasslög þar sem skrifuð er
laglína og hljómar.
Flest lög bókarinnar hafa komið
út á einhverjum þeirra tólf hljóm-
platna sem hafa að geyma aðallega
eða eingöngu tónlist Tómasar, m.a.
öll lögin á síðustu plötu hans, Hav-
ana.
Í bókinni eru 20 sönglög sem
Tómas hefur samið við ljóð ólíkra
skálda, s.s. Ingibjargar Haralds-
dóttur, Guðbergs Bergssonar,
Lindu Vilhjálmsdóttur, Svein-
björns I. Baldvinssonar, Halldórs
Laxness, Gyrðis Elíassonar og
W.H. Audens, svo einhver séu
nefnd.
Útgefandi er Blánótt. Bókin er
164 síður að lengd. Verð kr. 2.990.
Musterisridd-
arinn er eftir
Jan Guillou. Sig-
urður Þór
Salvarsson
þýddi.
Kveikjan að
bókinni er áhugi
höfundarins á
þeim vanda-
málum sem steðja að þjóðunum
við botn Miðjarðarhafs nú um
stundir. En í stað þess að leita
söguþráðar í nútímanum ákvað
Guillou að grafast fyrir um
kveikju vandans og hvarf þá aftur
á 12. öld þegar evrópskir kross-
farar lögðu leið sína til landsins
helga að verja Jerúsalem gegn
árásum vantrúaðra. Musterisridd-
arinn er um Árna Magnússon,
krossfara og borgarstjóra í Gaza,
og stríðið við múslima þar sem
Saladin er í forustu.
Sagan er blóði drifin en keppi-
kefli höfundarins er að draga upp
raunsanna mynd af átökunum
miklu á milli kristinna manna og
múslima um 1200 sem á endanum
leiddu til furðulegra atburða í
Jerúsalem sem hinar stríðandi
fylkingar heimsins í dag gætu
lært töluvert af.
Útgefandi er Bókaútgáfan
Hólar.
Stríðið um
Trójuborg er
skrifuð eftir
Ilíonskviðu
Hómers.
Þýðandi er
Helgi Már
Barðason.
Hér segir frá
því hvernig þau
verða ástfangin, Helena fagra og
París, konungssonurinn frá Tróju,
flótta þeirra til Trójuborgar og
hinu stórfenglega umsátri Akkea
um Tróju.
Útgefandi er Bókaútgáfan
Hólar. Bókin er 160 bls.
ÞRÆÐIR nýrrar spennusögu Þrá-
ins Bertelssonar eru aðallega
tveir: grimmdarlegt morð á Ægi-
síðunni og bankarán á Vesturgötu
sem endar með ósköpum. Prest-
lærður yfirlögregluþjónn, Vík-
ingur Gunnarsson, heldur þráð-
unum í hendi sér og vinnur að
lausn þessara erfiðu mála. Hann
er heimspekilega sinnaður, geð-
ugur og rökfastur en glímir við
streituþunglyndi á stundum.
Ásamt öflugu starfsliði sínu,
reyndum lögreglumönnum, sér-
fræðingum og sérsveitum, færist
hann smátt og smátt nær lausn-
inni og í lokin tvinnast þræðirnir
saman. Sögusviðið er Reykjavík
samtímans með öllu því sem nú-
tíma og alþjóðahyggju fylgir: póli-
tík og pilsfaldakapítalisma, maf-
íumyndun, valdabrölti,
peningaþvætti og glæpum.
Sagan er vel byggð, frásögnin
hröð og fjörug enda oft skipt um
sjónarhorn. Auk þess sem sjón-
arhornið er hjá Vík-
ingi er m.a. fylgst
með fóstbræðrunum
Þorgeiri og Þormóði
bisa við bankarán,
sjónum er beint að
tvíeykinu Petru og
Vasilí sem eru
glæpahyski og „geð-
villingar“ og Haraldi
Rúrikssyni við-
skiptajöfri en hann
er fóstbróðir hins
myrta. Mikil alúð er
lögð í persónusköpun
í sögunni og eru
aukapersónur einnig
vel gerðar og líflegar,
t.d. Erlingur skólastjóri á eft-
irlaunum og Sighvatur sumarhúsa-
eigandi. Samtöl renna vel og sag-
an er í heild vel stíluð, full af
lúmskum húmor og háðsglósum á
íslenskt þjóðfélag og þjóðkunna
einstaklinga. Höfundur tekur sér-
staklega fram að persónurnar séu
hugarfóstur og eigi sér engar fyr-
irmyndir, lifandi eða dauðar (7).
Þó eru ansi margar kunnuglegar
persónur sem stíga fram og ekki
er tekið á með silkihönskum. Í
hnyttnum kafla sem heitir Skáld-
legt réttlæti (86–89) segir t.d. frá
velgengni Haraldar
Rúrikssonar sem
auðgaðist á áfeng-
isframleiðslu í Rúss-
landi eftir að hafa
hrökklast úr landi „at-
aður tjöru og fiðri“
þegar Farskip fór á
hausinn. Hann sneri
síðan aftur, stofnaði
Hurðarás og keypti
bæði Gufuskipafélagið
og Þjóðbankann.
Kannast ekki einhver
við kauða? Eða pró-
fessor Lárus sem fékk
þá frábæru hugmynd
að búa til gagnagrunn
um sjúkdóma, dánarorsakir og
heilsufar heillar þjóðar? Og for-
sætisráðherrann sem stóð fyrir
því „mikilvæga verkefni að ráðast
á fyrirtæki sem þjóðin hafði komið
sér upp í sameiningu á fátækt-
arárunum og koma þeim í hendur
góðra og framfarasinnaðra manna
fyrir sæmilegt verð“ (80)? Leiftr-
andi kaldhæðni sögumanns fer
ekki framhjá neinum í mann- og
þjóðfélagslýsingum sögunnar sem
draga fram beiskan sannleikann
um íslenskan samtímaveruleika.
Fóstbræðurnir Þorgeir og Þor-
móður eiga ekki sömu velgengni
að fagna og Haraldur Þjóðbanka-
eigandi. Þeir eru börn að aldri
þegar þeir fremja fyrsta glæpinn
og eru um fertugt orðnir ut-
angarðs- og undirmálsmenn, smá-
krimmar og „byrjendur í banka-
ránum“ (100). Bankarán klúðrast
vanalega hér á landi og eru þeir
fóstbræður litlu betri en aðrir við-
vaningar í þessu efni. Boðskapur
sögunnar felst í örlögum þeirra:
Smákrimmar fá makleg málagjöld
meðan stórglæpamenn sleppa við
refsingu í skjóli valds síns og
áhrifa. Dauðans óvissi tími er Ís-
lendingasaga á nýrri skeggöld og
skálma – snýst um hefnd og
sæmd, gæfu og ógæfu. Hún er í
senn ísmeygilega fyndin og hörku-
spennandi og felur í sér hvassa
ádeilu á samtímann, t.d. hvernig
spilltir stjórnmálamenn og vald-
hafar misnota aðstöðu sína og
draga landslýð á asnaeyrunum
meðan fjölmiðlar þagga niður
sannleikann eftir hentugleikum.
Jón Ásgeir hannaði bókarkápu og
bregst algerlega bogalistin, hvaða
erindi á þessi ljóta kló á kápuna
og við upphaf hvers kafla?
Fjörug fóstbræðrasaga
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Þráinn Bertelsson
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Þráin Bertelsson. 371 bls.
JPV útgáfa, 2004.
Dauðans óvissi tími