Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 ÞETTA er ævintýr. Um það er engum blöðum að fletta. Aðrar skilgreiningar mega vera álitamál. Staður og tími er ekki með öllu ljós svo dæmi sé tek- ið. Í heimalandinu, þar sem sagan hefst, er bæði torfbær og baðstofa. Og þar er einnig sauðfé. Það bendir til norðurslóða. En féð gengur til beitar í skógi vöxnum hlíðum þar sem ærnar ganga með bjöllu sem hangir í bandi um háls þeirra. Bjöllu- kliður frá búpeningi í skógi vöxnum hlíðum tengist sveitasælu á suðlægari breiddargráðum. Svo gefur sýn yfir fjörð og hillir undir jökla. Það leiðir hugann aftur að norðrinu. En þá koma í ljós birnir og gaup- ur. Það stefnir enn suður á bóginn. Að lokum rennur upp fyrir manni að landið fyrirfinnist ekki á kortinu. Aðeins í hugarheimi. Og þá stöndum við aftur frammi fyrir hinni einu haldbæru staðsetningu: Þetta er jú ævintýr. Og viti menn, ævintýrin gerast enn! Þess er þá ekki heldur að vænta að unnt sé að finna stað hinu volduga konungsríki í Austurálfu þar sem sagan gerist öðrum þræði. Hvernig leikurinn berst þangað? Það er nú saga að segja frá því. Her- skip koma til heimalandsins. Körlum og konum er boðið að bera augum orlogsflotann. Og þar er svo sannarlega margt að sjá. Fólkið gleymir sér og áttar sig ekki fyrr en skipin stefna á fullri ferð til hafs! Er svo ekki að orðlengja að fólkið er flutt rakleitt til Austurálfu þar sem það er samstundis hneppt í þrældóm. Allt gerist það samt með ólíkindum mjúk- lega. Konurnar eru lokaðar inni í kvennabúri. Mars- ena konungur verður svo hugfanginn af einni kon- unni að hann tekur hana sér til eiginorðs; gerir hana að drottningu í ríki sínu og eignast með henni syni tvo. Vastí heitir hún. En þar sem hún er allsendis óvön þrælsótta og þýlyndi leyfir hún sér að standa uppi í hárinu á eiginmanni sínum, sjálfum kónginum í ríki sínu. Þar með er henni tafarlaust vikið úr drottningarsætinu. En henni er þá fenginn annar bústaður til dvalar. Og virðingu sinni fær hún að halda. Öðru sinni heldur hópur fólks frá heimalandinu til Austurálfu. Þar á meðal er konan Sara. Verður Marsena konungur ekki miður hrifinn af henni en Vastí áður og tekur hana sér til eiginorðs með sama hætti. Unir hún því hvergi illa en einsetur sér að njóta lífsins í hásætinu. Þau eignast líka syni tvo. En halda stíft framhjá! Kóngur á sér ástkonur. Og drottning á sér elskhuga. Þrátt fyrir allt líkar fólkinu þokkalega í landinu. En eitt á það sameiginlegt: Þrána til heimalandsins. Úr því rætist þó fyrr en varir. Verður sú saga ekki rakin frekar hér. Ævintýr þetta er bæði seinlesið og vandlesið. Frá- sagan skiptir oft um rás. Persónur eru margar og koma mismikið við sögu. Nöfn þeirra láta flest torkennilega í eyrum. Eins og fyrr greinir er sögunni ekki fundinn áþreifanlegur staður í tíma og rúmi. Þetta sveimar einhvers staðar á milli miðalda, nútíma og fjarlægrar framtíðar. Söguefnið kemur lítt heim við hugmyndir okkar um sjórán, þræla- hald og konungdóm. Þarna er ekki harkan, því síður hrottaskapur sem búast má við í einræð- isríki. Þegar svo ber við að hörðum refsingum sé beitt gerist allt slíkt í óhlutlægri fjarlægð. Inn í megintextann er hvarvetna skotið stuttum greinum, skáletruðum, þar sem lýst er inn í tilfinn- ingalíf sögupersónanna. Því lengra sem líður á dvöl þeirra í Austurálfu því bjartari verður endurminn- ingin frá heimalandinu. Við lestur svona óvenjulegrar skáldsögu hlýtur maður að spyrja: Hvað er höfundurinn að fara? Er markmið hans einungis að segja sögu? Eða ber að skilja þetta sem einhvers konar dæmisögu, lífspeki sem höfundinum sé hugleikið að koma á framfæri? Skrifari þessara orða lítur svo til að eitthvað þess- lags hljóti að vaka fyrir höfundi. »Við erum öll jafn góð eða vond þegar djúpt er kafað,« segir á einum stað. Þetta er engin skemmtisaga í venjulegum skilningi. Margræð er hún, í raun óþarflega flókin. Allt um það leitar hún á hugann að lestri loknum. Heimalandið, eins og því er lýst, er hvergi til nema í draumum okkar. Ekki heldur konungsríkið, hillinga- landið sem við gerum hvort tveggja, að þrá og óttast. Við sækjumst eftir allsnægtum en gerum okkur jafn- framt ljóst að þær verði að gjalda dýru verði. Í alls- leysinu dreymir okkur um gull og græna skóga. Ef örlögin færa okkur allt slíkt upp í hendurnar, og það fyrirhafnarlaust, er einskis framar að óska sér. Frá hefðarsætinu tökum við aftur að horfa með söknuði til upprunans, einfalda lífsins sem auðgaði daga okk- ar að ást og von og framtíð, en þó fyrst og fremst að draumi. Enda þótt þetta sé dálítið skrítin saga skulu hvergi bornar brigður á hæfileika höfundar til að vinna úr fjarstæðukenndu og óhefðbundnu efni. Val- gerður Þóra hefur hér með kosið að víkja úr alfara- leið. Og það er hennar val. Með skrautlegu fyrirsagnaletri, vinjettum og blý- antsteikningum hefur útgefandi gert sitt til að gefa bókinni viðeigandi útlit. Enn gerast ævintýr BÆKUR Skáldsaga Höf. Valgerður Þóra. 151 bls. Útg. Pjaxi. Reykjavík, 2004 HEIM Valgerður Þóra Benediktsdóttir Erlendur Jónsson UNGVERSKI rithöfundurinn Imre Kertész hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2002, og var það merkileg stund fyrir ýmsar sakir. Kertesz er ekki sérstaklega afkastamikill höfundur og hefur að auki verið þýddur minna en mann skyldi gruna. Hann er því enn eitt dæmið um viðnám sænsku akademíunnar við fyrirsjáanlegum valkostum. Kertész hlaut verðlaunin að mati margra á grund- velli þriggja áratuga gamallar skáldsögu, þeirrar sem nú hefur verið þýdd á íslensku sem Örlögleysi af Hjalta Kristgeirssyni, en verkið gerir eitt myrk- asta tímabil tuttugustu aldarinnar að umfjöllunar- efni, útrýmingu Þjóðverja á evrópskum gyðingum. Í huga þeirra sem lesa skáldsöguna mun hins vegar ekki leika nokur vafi á því að akademían hefur glöggt auga, og sinnir starfi sínu einmitt með því að velja til sérstakrar upphafningar rithöfunda eins og Kertesz sem hafa ekki haldið verðskuldaða inn- reið í alþjóðlega samvitund bókmenntafólks. Þegar frásögnin hefst fær hinn fjórtán ára gamli sögumaður leyfi úr skólanum því faðir hans hefur verið dæmdur til vistar í „vinnubúðum“ og fjöl- skyldan safnast saman til að undirbúa brottför hans. Lýsingin á umhyggju- og útsjónarsemi að- standenda þar sem birgðir og búnaður eru útveguð fyrir förina slær þegar hinn grátlega tón halds- lausrar bjartsýni og jafnaðargeðs sem lengi vel ein- kennir framvindu verksins. Velviljaður undirbún- ingurinn er að sjálfsögðu til einskis eins og kemur í ljós undir lok bókarinnar þegar fréttir berast af ör- lögum föðurins. Sú staðreynd að fólk bregst við því sem er óskiljanlegt eins og það sé skiljanlegt, og gerir sitt besta undir óhugsanlegum kring- umstæðum, reynist lýsandi fyrir atburðarásina sem fylgir í kjölfarið. Sögumaður, sem nú er „karlmaðurinn“ í fjöl- skyldunni, er hins vegar sjálfur handtekinn nokkr- um dögum eftir brottnám föðurins og er þá fluttur til Auschwitz. Upphafsreitur sögunnar er með öðr- um orðum hið alræmda 56 daga tímabil árið 1944 þegar tæplega hálf milljón ungverskra gyðinga var handtekin og flutt í útrýmingarbúðir nasista. Sögu- svið verksins nær frá þessu tímabili til loka stríðs- ins með áðurnefndri viðkomu í Auschwitz auk Buchenwald og langri dvöl í afskekktari búðum. Lesandi kynnist lífinu í útrýmingarbúðunum í ógnvænlegum smáatriðum þar sem frásögninni er miðlað í gegnum hægláta og að mörgu leyti skiln- ingsvana sýn unglings sem þó gerir sitt besta til að henda reiður á framvindunni. Frá einstökum at- burðum er greint í smáatriðum, til dæmis aðkom- unni til Auschwitz þar sem nýkomnir fangar eru flokkaðir í tvo hópa, þá sem undir eins skulu farast og þá sem grið hljóta um stundarsakir, allt til and- artaksins þegar seinni hópurinn að móttökuferlinu loknu stígur út undir bert loft í bakgarði búðanna og þeim mætir undarlegur fnykur í loftinu og gjós- andi strompar í augsýn. Bók þessi kallar á margan hátt á samanburð við verk Solzhenitsyns, Dagur í lífi Ívans Denisovich, ekki síst hvað frásagnartækni varðar en í báðum tilvikum eru gríðarlegar kröfur gerðar til sálarlífs, ímyndunarafls og þolgæðis lesanda – þeir verða að mörgu leyti að fylla í eyðurnar sem skapast í tóma- rúmi hins ólýsanlega, í tómi sem vísar til hryllings sem reynir jafnt á þanþol tungumálsins og frásagn- arlega rökvísi. Skáldskapur skapar nær óhjá- kvæmilega skiljanlegt samhengi, en eins og löngum hefur verið bent á er þráin eftir heild einn djúpstæðasti aflvaki frásagnarlistarinnar. Í tilviki þessarar bókar lendir krafan um skilning og sam- hengi hins vegar í harðneskjulegum árekstri við óskiljanleika þeirra atburða sem er lýst. Þessi tog- streita forms og inni- halds mótar frásagn- arlegan farveg verksins – þann sérkennilega tón sem hlýst af þver- móðskufullri höfnun Kertész á hefðbundnum og „viðsættanlegum“ aðferðum til að nálgast umfjöllunarefnið. Frá- sagnartæknin er krefj- andi og lesandi verður þátttakandi í óvissum tilraunum sögumanns til að ráða þekking- arfræðilega ráðgátu: Hvað þýðir Helförin? Gjarnan er lítils virði að láta orð falla um gæði þýðinga nema ummælandi þekki til viðkomandi tungumáls og frumtextinn sé hafður til sam- anburðar. Hér get ég þó ekki orða bundist, og vil því hætta mér inn á þá vafasömu braut að segja nokkur orð um þýðinguna – án þess að hafa frum- textann til hliðsjónar eða bera nokkurt skynbragð á tungumálið. Ástæðan er einfaldlega sú að Hjalta Kristgeirssyni hefur að því er mér virðist tekist að skapa alveg einstakan málheim í þýðingu sinni, málheim sem ber þeirri staðreynd vitni að um framandi texta er að ræða því málbeiting er æði oft frábrugðin því sem talist getur bókmenntaleg ís- lenska. Innan umgjarðar frásagnarinnar er á hinn bóginn fullkomið samræmi hvað málnotkun varðar – lengd setninga og skipan þeirra skapar ákveðna hrynjandi sem að viðbættum dálítið talmáls- kenndum stíl fleytir lesanda í gegnum vitund sögu- manns og framvindu sögunnar – og virðist þýðanda því hafa tekist, eða svo leyfi ég mér að ímynda mér, að fanga óm frumtextans í íslenskunni. „Í þessum fögru fangabúðum“ BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Imre Kertész Þýðandi: Hjalti Kristgeirsson 205 bls. Mál og menning 2004. Örlögleysi Björn Þór Vilhjálmsson Hér er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Stúlkan Billie verður skyndilega miðdepill á hernumdu svæði og hversdagsleg kyrrstaða um- turnast á auga- bragði í válega veröld þar sem allt getur gerst. Þátttakendur eiga ekki annarra kosta völ en skapa sér sinn eigin litla heim inni í stóra heim- inum þar sem stríðsherrarnir ráða. Ljóðrænn og leikandi texti Krist- ínar kemur sífellt á óvart og undir- strikar fáránleikann sem einkennir mannleg samskipti í stríðshrjáðri veröld. Útgefandi er Salka Bókaútgáfa. Bókin er 180 bls. Verð kr. 3.990. Nýjar bækur Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslend- inga er eftir Gunnar Karlsson. Goðmenning er fjölhliða könnun á hlutverkum og áhrifum goða í ís- lenska þjóðveldissamfélaginu. Einkum er horft á atriði sem áð- ur fyrr voru tal- in þessu sam- félagi til ágætis, svo sem aðgrein- ingu löggjaf- arvalds og dómsvalds, lýð- ræðislegt eðli goðavaldsins og tengslin milli þess og bók- menningar Ís- lendinga á miðöldum. Niðurstaða höfundar er sú að þetta samfélag hafi sannarlega verið sérstakt á margan hátt og mætti jafnvel kalla það frábært að sumu leyti. Það verði hins vegar ekki skýrt með sérstöku ágæti ís- lensku þjóðarinnar, eins og jafnan bjó að baki kenningum þjóðern- issinna, heldur einkum með fjar- lægðinni frá Evrópu og torleiði Atlantshafsins sem hélt konungs- valdi frá Íslandi um aldir eftir að landsmenn tileinkuðu sér kristna ritmenningu. Dr. Gunnar Karlsson er pró- fessor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Hann hefur skrifað fjölda greina og bóka, fræðirit, kennslu- bækur og kynningarrit um sögu Íslands. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 538 bls. Verð kr. 4.990. Goðamenning Staða og áhrif goðorðs- manna í þjóðveldi Íslendinga. Grautardalls saga er gömul ís- lensk þjóðsaga. Sigurborg Stef- ánsdóttir hefur myndskreytt. Hér segir frá karli og kerlingu sem áttu ekkert nema einn son og dall sem aldr- ei þraut graut- inn í. Eftir nokkurn klaufa- skap stráksins með dallinn tekst honum að næla í kóngsdótturina og allt fer vel að lokum eins og í flestum æv- intýrum. Útgefandi er Salka bókaútgáfa. Bókin er 32 bls. Verð kr. 2.290. Í hlýjum skugga er eftir Lottu Thell í þýðingu Maríu Sigurð- ardóttur. Eins og oft áður er raunveruleik- inn lyginni lík- astur en þessi saga er einmitt byggð á sjálfs- ævilegum at- burðum þar sem höfundurinn seg- ir á einlægan og hreinskilinn hátt frá glímunni við heróínið. Þetta er saga um fíkn, ást, vináttu, sorg og einmanaleika. Bókin hefur vakið gríðarlega at- hygli og eftir henni hefur verið gerð kvikmynd. Útgefandi er Salka Bókaútgáfa. Bókin er 251 bls. Verð kr. 2.290. GERÐUR Kristný sendir frá sér fleira en verðlaunabókina í ár en hún hefur skrifað litla jólasögu um hann Viðar og jólaóskirnar hans. Brian Pilkington myndskreytir og gæðir bókina töfrum sínum eins og allt sem hann kemur ná- lægt. Það er alltaf svo hlý og falleg birta í mynd- unum hans sem gerir bókina sér- staklega að- laðandi. Saga Gerðar er einföld og fyndin og snertir við fleiri en einum fleti á samfélaginu auk þess að vera besta skemmtun fyrir börnin. Jólagjafir foreldra Viðars eru skemmtilegt lít- ið komment á jafnréttismál og jóla- óskir Viðars og uppfylling þeirra í draumum hans minna óbeint á að hóf er jafnan best í hverjum leik, líka í gjafamagninu. Gerður fellur alls ekki í þá gryfju að ætla að kenna eitthvað í þessari bók, heldur tekst að skrifa skemmtilega sögu sem gengur vel upp nema ég er svo- lítið efins um það hvort endirinn skili sér alveg til barnanna, en þá má líklega útskýra hann. Það er gott stílbragð að láta hlutina segja sig sjálfa og líka gott fyrir börnin að geta í eyðurnar en ég er ekki alveg viss nema hér vanti aðeins upp á til að allt sé skýrt og klárt. Engu að síður er þetta verulega skemmtileg bók og full af húmor, óhætt að mæla með henni fyrir litlu börnin. Nýjar jólasögur Ragna Sigurðardóttir BÆKUR Barnabækur Jóladýrin Eftir Gerði Kristnýju, Brian Pilkington myndskreytir Mál og menning 2004 Gerður Kristný

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.