Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 21
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 | 21 Gamla Black Sabbath-gítarhetjanTony Iommi ætlar að gefa út plötu á næsta ári í félagi við fyrrver- andi söngvara og bassaleikara Deep Purple, Glenn Hughes. Iommi hefur gefið út sólóplötur áð- ur í eigin nafni en aldrei farið í tón- leikaferð. Það mun og breytast á næsta ári því þeir Hughes ætla að vera duglegir að kynna nýju plötuna með öflugu tónleikahaldi. Leiðir Iommis og Hughes hafa áð- ur legið saman þegar þeir voru í Black Sabbath og Deep Purple. Hug- hes var meira að segja liðsmaður Black Sabbath um stundarsakir 1986 og söng á plötunni Seventh Star. Áratug síðar tóku þeir Iommi upp nokkur lög saman sem var fleygt upp í hillu þegar Iommi gekk til liðs við Sabbath á nýju. Þessi lög voru gefin út í sept- ember sl. á plötunni The 1996 DEP Sessions en það var einmitt sú útgáfa sem kveikti hjá tvímenningunum áhuga á að gera eitthvað meira sam- an. Væntanleg plata þeirra verður svo gefin út á Sanctuary Records. Þá útilokar Iommi ekki að Sabbath geri plötu á næstunni.    Rokksveitin Korn er þegar farinað undirbúa næstu hljóðvers- plötu. Að sögn gítarleikarans James „Munky“ Shaffers má búast við því að sjöunda platan komi út næsta sumar. „Við erum komnir með fjögur ný lög sem við erum að reyna að halda leyndum, en það er skrambi erfitt vegna Netsins – sem er bara í góðu lagi.“ Shaffer fullyrðir að nýja efnið sé tvímælalaust með framsæknara móti. Eftir að hafa gert tvö tökulög fyrir safnplötuna Greatest Hits, Vol. 1, „Word Up“ sem Cameo flutti fyrst og Pink Floyd-lagið „Another Brick in The Wall, Parts 1, 2, 3“, hafa fimm- menningarnir nú áhuga á að gera meira af slíku. Shaffer upplýsti blaða- mann Billboard um að þeir séu alvar- lega farnir að velta fyrir sér að gefa út stuttskífu í apríl sem myndi þá heita Korn Kovers. Sveitin hefur nú þegar tekið upp haug af tökulögum; þ. á m. Nine Inch Nails-lagið „Head Lika a Hole“ og Psychedelic Furs- lagið „Love My Way“. Shaffer segir þá líka langa til að fá lánað lag Ozzy Osbournes, „Diary of a Madman“. Þá er í undirbúningi mynddiskur með upptökum frá Projekt Revolut- ion-tónleikaferð sveitarinnar sem stóð yfir síðasta sumar og meðal án- ingarstaða sveitarinnar var Reykja- vík.    Hinn dularfulli Scott Walker hef-ur hafist handa við gerð nýrrar plötu sem fylgja mun eftir hinni sérstöku en mjög svo rómuðu plötu Tilt sem hann gaf út 1995. Sam- starfsmaður Walkers til margra ára, Pet- er Walsh, stýrir upptökum með honum. Hefur því og verið fleygt að nýjasti vinur Walkers, Jarvis Cocker, komi eitt- hvað við sögu á plötunni, sem kemur líklegast út næsta vor. Erlend tónlist Tony Iommy Rokksveitin Korn Scott Walker Listahátíð stóð fyrir tvennum eft-irminnilegum stórtónleikum í Laug-ardalshöll í júní 1986. Þar var stærstanúmerið bresku skaspaugararnir í Madness en auk þeirra léku þrjár efnilegar bresk- ar sveitir, sem annars áttu ekkert sameiginlegt. Með Madness lék Fine Young Cannibals en kvöldið áður léku sálarsveitin Simply Red og skoska nýbylgjusveitin Lloyd Cole and The Commotions. Allar höfðu þessar ungu sveitir þá nýverið sent frá sér plötur sem fengið höfðu lof- samlega gagnrýni og voru þær hver á sinn hátt við það að leggja heiminn að fótum sér. Simply Red gerði það, Fine Young Cannibals líka um stund- arsakir en Lloyd Cole and the Commotions náði ein- hverra hluta vegna ekki að uppfylla væntingar þær sem til þeirra voru gerðar, þrátt fyrir að hafa sent frá sér þrjár vandaðar plötur sem sköruðu framúr sambærilegri tónlist þá; forsprakkinn Lloyd Cole fór sínar eigin leiðir, hóf sólóferil sem valdið hefur vonbrigðum. Þegar sveitin kom til Íslands var hún tiltölulega nýbúin að senda frá sér sína aðra plötu Easy Peacies og lög á henni á borð við „Brand New Day“, „Lost Weekend“ og „Rich“ hljómuðu reglu- lega á Rás 2. En það var þó vegna fyrstu plöt- unnar sem sveitin skapaði sér það orðspor sem hún bar er hún lék á klakanum, hinnar dæma- lausu Rattlesnakes, sem hafði komið út 1984 og hljómaði algjörlega á skjön við það sem var að gerast. Eina mögulega samsvörunin var að líkja tónlistinni saman við einhvern annars óhugsandi samruna af The Smiths, sem þá þegar var orðin mikilvægasta hljóm- sveit nýbylgjusen- unnar, Dylan og Velv- et Underground. Söngvarinn Lloyd Cole virtist sann- arlega upplifa sig sem nýjan Dylan eða Lou Reed og hafði þessi heimspekimenntaði og að manni virtist svolítið sjálfumglaði róm- antíker sérstaklega gaman af því að ríma við söguþekkt nöfn úr poppmenningunni – Truman Capote, Eve Marie Saint, Norman Mailer. Þessi fyrsta og besta plata Lloyd Cole & Commotions kostaði aðeins 30 þúsund pund og var tekin upp á tveimur vikum. Það sem gerði hvað helst að verkum að platan hljómaði ólíkt öllu öðru sem kom út þetta fræga ár George Orwells, kynnti til sögunnar áhugaverðan samruma gít- arrokks og strengjasveitar – eins og Velvet Und- erground í útsetningu Bacharach. Mestallur kostnaðurinn lá líka í strengjaútsetningum sem Ann Dudley úr Art of Noise og síðar kvikmynda- tónskáld var fengin til að semja og stjórna. Eitt- hvað þótti þessi blanda framandi þá en hefur síðar orðið að reglu fremur en hitt, með aðstoð strengjaóðra rokkbanda á borð við Oasis, Suede og Manic Street Preachers. Rattlesnakes kom út í október 1984, fékk fína dóma í flestum blöðum, þótt einhverjir yngri gagnrýnenda baunuðu á Cole og félaga fyrir væmið væl. En hvað sem því leið þá var platan uppfull af eðalgóðum og grípandi popplögum sem standa uppi með þeim bestu á áratugnum, lög á borð við „Perfect Skin“, „Rattlesnakes“ og „For- est Fire“ og telja margir að platan sé einnig í hópi með því betra sem áratugurinn níundi bauð uppá í gæðapoppi og hafi lagt línurnar fyrir sveitir á borð við Prefab Sprout og Aztec Camera. Nú, 20 árum síðar hljómar platan ennþá glimr- andi vel, lögin og flestar útsetningar hafa staðist tímans tönn og hið ljúfsaár „Forest Fire“, með Bo Diddley-trommunum og mögnuðu gítarsólói Neils Clarks, ennþá með þeim magnaðri sem undirrit- aður hefur heyrt. Í tilefni af þessu tveggja ára- tuga afmæli hefur Polydor útbúið viðhafnarútgáfu sem inniheldur tvær plötur, endurhljóðblandaða útgáfu af plötunni sjálfri og átján áður óútgefnar upptökur sem sveitin gerði um það leyti sem plat- an kom út. Kennir þar ýmissa grasa. Prufuútgáf- ur af „Are You Ready To Be Heartbroken“ og „Perfect Skin“ er áhugavert sýnishorn af frábær- um lögum í mótun. Tónleikaupptökur með níu lög- um sem sum hver enduðu á plötunni en önnur ekki, sýna hversu sterk sveitin var á sviði – þótt rödd Coles hafi reyndar ekkert notið sín neitt sér- staklega vel – og sjö b-hliðalög gefa til kynna að þegar The Commotions var upp á sitt besta, í ár- daga samstarfsins, þá neistaði af þeim. Eftir útkomu þriðju plötu sveitarinnar Main- stream árið 1987 þá lét Cole sig hverfa og hóf sólóferil sem seint mun teljast farsæll þótt hann hafi sent frá sér fínar plötur eins og t.d. Don’t Get Weird on Me Baby frá 1991. Cole er enn að og gaf út á þessu ári út sína áttundu sólóplötu sem heitir Music In A Foreign Language. Síðustu fregnir herma hinsvegar að hann hafi tekið aftur saman við gamla bandið sitt The Commotions og fyrir dyrum standi tónleikaferð og jafnvel eitthvað meira, vonandi eitthvað í líkingu við hina mögn- uðu Rattlesnakes. Tónlist fyrir gítara og strengi Poppklassík Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is T he Pogues á sérstæðan sess í sögu dægurtónlistarinnar og framan af ferli fór ein allra áhugaverðasta sveit Bretlands og víðar reyndar. Framsækinn samsláttur hennar á þjóðlagatónlist og pönki var vissu- leg nýstárlegur en virtist í raun sjálfsagður í með- förum Pogues. Plöturnar sem nú eru endur- útgefnar eru Red Roses For Me (1984), Rum, Sodomy & The Lash (1985), If I Should Fall From Grace With God (1987), Peace And Love (1989), Hell’s Ditch (1990), Waiting For Herb (1993) og Pogue Mahone (1996). Allar eru þær endurhljómjafn- aðar og innihalda aukalög, alls 36 lög. Upplýs- ingabæklingar eru veglegir og innihalda áður óséðar ljósmyndir og ný skrif eftir menn eins og Tom Waits, Steve Earle, Jim Jarmusch, Matt Dillon og Bob Geldof. Týnd sál The Pogues var stofnuð árið 1982 en hætti störf- um árið 1996. Til grundvallar var írsk þjóðlaga- tónlist sem flutt var samkvæmt fagurfræði pönks- ins. Tónlistin sem Pogues sendi frá sér á fyrri hluta ferilsins átti eftir að reynast einkar áhrifa- rík og hið svokallaða þjóðlagapönk varð til sem sérstakur undirflokkur í dægurtónlist. Pogues höfðu áhrif í tvær áttir, annars vegar opnaði hún augu jaðarrokkara og pönkara fyrir því að hægt væri að framreiða þjóðlagatónlist á lifandi, kraft- mikinn og hráan hátt um leið og sparkað var dug- lega í rassinn á þjóðlagatónlistarmönnunum sjálf- um. Leiðtogi sveitarinnar, Shane McGowan, ólst upp á Írlandi en fluttist til Lundúna sex ára gam- all. Áður en hann stofnsetti Pogues hafði hann verið í innsta hring bresku pönksenunnar og hafði áður verið í pönksveitinni The Nipple Erectors (síðar The Nips). Persóna McGowan átti ríkan þátt í vinsældum Pogues og sá hann til þess, vit- andi og óafvitandi, að eftir henni var tekið, hvort heldur sem var á tónleikum eða á plötum. McGowan er frummynd „týndu sálarinnar“, hæfi- leikamaður sem seldur er undir innri djöfla sem ytri. Einskonar pönk-Bukowski (sama má reynd- ar segja um leiðtoga Fall, Mark E. Smith) og sukksamur með afbrigðum. Frá fyrstu tíð gældi hann við stút og önnur efni af miklum móð en náði þó að halda sér nokkurn veginn á mottunni fram- an af ferli Pogues. Þannig eru fyrstu þrjár plötur sveitarinnar allar afbragð, þótt ólíkar séu, og á þessum plötum má finna perlur eins og „A Pair of Brown Eyes“, „Streams of Whiskey“, Dirty Old Town“, „The Sick Bed Of Cuchulainn“, „The Old Main Drag“, „Fiesta“, „The Broad Majestic Shannon“ og eitt flottasta jólalag sem hljóðritað hefur verið, „Fairytale of New York“, sem von- andi fer nú að hljóma sem oftast. Ljóst var að McGowan var hið burðugasta skáld, dufl hans við myrkar hliðar mannlífins þótti heillandi, þó hið skáldlega væri óþægilega nærri hinu raunverulega. Hin kraftmikla Red Roses For Me var þannig engu lík er hún kom út árið 1984 og ári síðar treysti sveitin stöðu sína með Rum, Sodomy & The Lash. Eftir þá plötu sagði bassaleikarinn Cait O’Riordan skilið við sveitina en tilvonandi eig- inmaður hennar, Elvis Costello, stýrði upptökum á verkinu og sagði að hann hefði viljað ná ofsanum og hráleikanum sem einkenndi bandið áður en einhver „fagmaður“ myndi eyðileggja það. Deilt er um hver sé besta Poguesplatan, þessi plata eða sú sem út kom tveimur árum síðar, hin drama- tískt titlaða If I Should Fall From Grace With God. Þar var Steve Lillywhite (U2 m.a.) boðið í upptökustjórasætið. Tilkomumikið verk, sann- arlega þeirra „grand opus“ en á vissan hátt bar platan með sér vísi að endalokunum og eftir hana er hægt að segja að ferill Pogues sé línulegur nið- ur á við. Peace and Love og Hell’s Ditch eru báðar undir meðallagi, aðallega vegna þess að McGowan var orðinn svo gott sem óstarfhæfur, þrútinn af drykkju og djöfulgangi. Hann átti eftir að yfirgefa sveitina eftir Hell’s Ditch og voru síðustu tón- leikar hans með sveitinni skrautlegir þar sem hann drapst iðulega áfengisdauða uppi á sviði, oft þegar tónleikarnir voru nýhafnir. Joe Strummer, fyrrum Clash-liði, hafði stýrt upptökum á Hell’s Ditch og slóst hann í lið með sveitinni og söng aðalrödd á tónleikum í kjölfarið Endurreist sveit Tvær síðustu plötur Pogues voru gerðar án McGowans og var sveitin óþægilega sviplaus sem slík, bæði í tónlistarlegu tilliti og bókstaflegu. Í ljós kom að jafnvel hörðustu aðdáendur Pogues hefðu átt erfitt með að þekkja meðlimi hennar úti á götu, svo „karakter“-laus sem restin af sveitinni reyndist vera. McGowan stofnaði hins vegar nýja sveit, The Popes, árið 1994 og hefur verið starfandi sem tón- listarmaður síðan en ferillinn æði skrykkjóttur eðli málsins samkvæmt. Pogues munu fara í stuttan túr um England vegna þessara endurútgáfna með McGowan inn- anborðs. Maðurinn lítur hræðilega út í dag og virðist skemmdur fyrir lífstíð en virðist þó ætla að hafa sig í túrinn ef marka má nýleg viðtöl. Harðir Poguesunnendur geta þá glaðst yfir því að búast má við kassa eftir áramót sem verður uppfullur af sjaldgæfum lögum, prufuupptökum og áður óútgefnu efni. Þeim sem hugnast handhægt heildaryfirlit yfir Poguesfræðin er hins vegar bent á ágæta safn- plötu, Very Best of the Pogues, sem út kom 2001. Rósir í ræsi helvítis Búið er að endurútgefa allar hljóðversskífur The Pogues, alls sjö talsins. Pogues var lýst sem sambræðingi af Sex Pistols og Chieftains er hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og var lengst af undir forystu Shane McGowans, sem var sam- bræðingur snillings og fyllibyttu. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Shane McGowan Hjarta og sál The Pogues. Er hann hætti, vegna linnulausrar áfengis- og eiturlyfjanotkunar, dró fljótlega fyrir sólu hjá sveitinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.