Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Side 4

Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Side 4
148 SUNNUDAGSHLADM barnið mill Lífsreynsla ungrar stúlku og kynni hennar af fyrstu ástinni. UM ÞETTA leyti fyrir ári síð- an, var ég ung og hamingjusöm stúlka. Þá ætlaði ég í fyrsta sinn á æfinni að eyða orlofi mínu fjarri heimahögunum einsömul, það er að segja: að búa hjá frænku minni og frænda, en ég vissi að þau myndu láta mig að mestu sjálf- ráða gerða minna. Eg hafði einungis dvalizt þar í þrjá daga, þegar ég kynntist X. Ég sat inni á lítilli veitingastofu og borðaði ís, þegar hann kom þangað inn og bað um levfi að setjast við borðið hjá mér, vegna þess að fullsetið var við öll önnur. Daginn eftir kom hann á bað- ströndina „mína“, og það kom. oins og af sjálfu sér að við fórum að tala saman. Ilann var mjög goðþekkur, — og morguninn var fljótur að líða. Áður en við skild- nm hafði hann skýrt mér frá því, að hann væri hér í heimsókn hjá vinum sínum, og svo spurði hann mig hvort ég vildi hitta sig um kvöldið. Hann var svo vingjarnlegur og aðlaðandi, að ég átti ómögulegt með að neita honum um það. Hann kom svo og sótti mig og við borð- uðum saman. Frá þessari stundu var allt sem fagur draumur. Ég hafði aldrei verið jafn ánægð og skemmt mér eins vel. Meðan við borðuðum sagði hann mér frá högum sínum og starfi í höfuðborginni, þar sem hann vann í fyrirtæki föður síns. Eftir þetta hittumst við á hveriu kvöldi, og einnig oft á daginn. Ég saknaði hans, þegar við vorum ekki saman, en mér er ekki ljóst hvenær ég varð beinlínis ástfang- in. Ég vissi að honum leizt vel á mig, cn hann sagði eklcert um það, og revndi aldrei til þess að kyssa mig. Ég hugsaði með mér að hann vildi eklci eiga það á hættu að eyðileggja vináttu okkar með venjulegum flagarahætti. Það var orðið liðið á orlofstíma minn, og ég varð döpur við til- hugsunina um það, að brátt myndu leiðir okkar skiljast. Og ég er viss um að sömu tilíinningar hafa bærst með honum. Samt sem áður var ég algerlega óviðbúin því, sem kom fyrir kvöld- ið áður en ég fór í burtu. Við sát- um niðri við ströndina og hann sagði skyndilega: — Þú veizt ég elska þig, er það ekki ? Og áður en ég vissi af hafði hann vafið mi^ örmum og kysst mig. Þegar hann loks tók til máls á ný, var rödd hans óþekkjanleg: — Við skulum gifta okkur, er það ekki ? Þú verður að segja já ! . . . Þetta var allt sem draum- upp: — En við höfum aðeins þekkst í tvær vikur ... — Iíverju skiptir það? sagði hann — Þú hlýtur þó að finna, að samband ur fyrir mér, en þó gat ég stunið okkar er ólíkt öllu öðru. Vi'ð erum sem sköpuð hvort fyrir ’rtnnað! Þetta var raunar sem bérgmál frá mínu eigin brjósti! Hann þrýsti mér þéttar að sér og vakti með mér tilfinningar, sem ég þekkti ekki áður. Allur ótti var horfin, ég var örugg og sæl í örmum hans . . . Ég hafði verið heima í hálfan mánuð, þegár ég tók að gerasl óróleg út af því, áð hann skvkii ekki vera iarinn að skrifa mér, Síðasta kvöldið áður en við skyld- um, hafði hann sagzt ekki hafa neina ánægju af því, að dveljazt lengur á baðströndinni, eftir að ég væri farin, en þá átti hann eftir viku af sínu fríi. Eftir nokkra daga, kvaðst hann ætla að láta mig vita hvar hann væri. Ég stakk upp á því, að hann skyldi koma heim með mér, en honum fannst það mundi vera tillitssam- ara gagnvart íoreldrum mínum, að ég segði þeim fyrst, frá trúlofun ókkar. Ég gat ekki lengur afborið þessa óvissu, og skrifaði honiun langt bréf og sendi á heimilisfang hans í höfuðborginni, Viku síðar fékk •ég það endursent með utanáskrift- inni „Ekki þar“. Eg var í öngum mínum, og neytti hvorki svefns né matar. Foreldrar mínir, sem hlakkað höfðu til að sjá hinn tilvonandi tengdason — urðu einnig hvíða- fullir fyrir mína hönd. Þau reyndu að hughreysta mig með því, að ef til vill hcfði hann orðið að íara í ferðalag á vegum fyrirtækisins, og að ég myndi áreiðanlega heyra

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.