Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 4

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 4
4 | 30.11.2003 þar, þótt verkið fjalli um stórangist ástarinnar. En þetta er nú í fyrsta sinn sem ykkar ein- lægur fer að sjá óperusýningu. Átti dálítið erfitt með að ná sambandi við sýninguna fyrstu tíu mínúturnar vegna þess að fiðluleikarinn var í þannig afstöðu við mig þar sem ég sat á 4. bekk (eða var það 3.) að sá bara í kollinn á henni. Frá mínum bæjardyrum séð var því alltaf eins og hún væri að renna boganum í gegnum höfuðið á sér. Hélt kannski að hún hefði verið módel á sýningunni kvöldið áð- ur og einhver meistarinn hefði klippt gat á hausinn á henni til að gera henni kleift að ná þeim eina hreina tóni sem ku einatt óma inni í höfði mikilla tón- listarmanna en komast aldrei út. Hvað veit maður? Tæknin er orðin svo ótrú- leg og einhver tilgangur hlýtur að vera með þessu öllu saman, hvort sem það heitir hártíska eða annað. Ekki margt í óperunni. Þó mætti forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, og svo hjartaknúsarinn Garðar Thor Cortes. Heilsaði mér reyndar ekki, þótt við höfum verið í sama skóla. Allar stelpurnar skotnar í honum, nema ein. Hún var skotin í pabba hans. Skildum þetta ekki. Kannski vorum við svona seinþroska. Að minnsta kosti fannst okkur miklu flott- ara að syngja eins og Megas en pabbi hans Garðars og höfum verið stað- fastir í þeirri trú að fólk sem syngur í óperum sé bara gamalt fólk sem fær hvergi annars staðar að syngja. En játum okkur sigraða. Allt ungt fólk sem var að syngja í Werther; fallegt fólk með fallega rödd og hárið í lagi. Við fé- lagarnir, í smóking, fórum glaðir út. Það eina sem hafði pirrað okkur var hvað frumsýningargestir voru druslulega klæddir. Mamma hafði rekið okk- ur alla í smóking, vegna þess að „þú sýnir ekki óperulistinni vanvirð- ingu með því að mæta eins og larfur“, eins og hún orðar það. Svo var bara eins og Samtök larfalýðsins hefðu ákveðið að fjölmenna á frumsýninguna í sínu fínasta pússi, sem var skrifstofuklæðnaður. Hvað er að fólki? flugan@mbl.is T ókst að sannfæra félagana um gildi óperusöngs eftir að ég fór á tónleikana meðKiri Te Kanawa. Þeir samþykktu að koma með mér á frumsýningu á Werther íÍslensku óperunni á laugardaginn. Hins vegar neituðu þeir að mæta á Inter Coiffure-hártískusýningu í NASA á föstudagskvöldið. Asnar. Þar var mikið af flottum stelpum og ef það er eitthvað sem þeir eru í basli með þá er það að ná í stelpur. En það var ekki við það komandi. Þeir eru róttækir. Í hvaða átt er ekki gott að segja. En þar sem ein frænka mín var módel hafði ég lofað að mæta – og verð að segja að þetta var súrrealísk reynsla. Fór vel af stað með fínni tískusýningu, flottum kjólum og öllu en svo byrjaði hártískudæmið … við þennan líka trommuslátt … og allt varð skyndilega hrikalega kúl. Fram á sviðið æddi mannskapur, irriteraður í framan, sumir með hár, aðrir með skæri, hvessti augun á áhorfendur áður en tekin var staða með svo hvössum mjaðmahnykk að maður hafði áhyggjur af því að lífbein brystu, endasentust í brotum út í sal og í augun á fólki sem ekki hafði annað til sakar unnið en að hafa áhuga á því hvernig það ætti að vera til hársins næstu vikurnar. Því hver vill vera púkó? Svo hófu allir frægustu hártætarar landsins skærin á loft, grömsuðu í kollunum, sneru upp á nokkur hár hér og nokkur hár þar, skáru og reyttu af mikilli elju þangað til módelin voru orðin ásættanlega hörmuleg. Það var ekkert svo mikið að hárinu á þessu fólki þegar það skundaði á svið. Þegar það gekk út, eða öllu heldur skók sér út af sviðinu (því auðvitað átti þetta allt að vera mjög sexí í borginni), var það komið með sömu klipp- ingu og systir mín þegar ég klippti hana hér um árið. Þá var ég þriggja, hún fimm. Ég var laminn en í dag fá menn húrrahróp og klapp fyrir slíka gjörninga. Þetta var eins og að horfa á Picasso-málverk á hreyfingu, allt þar til kom að karlmódelunum. Sem auðvitað fór vel af stað. Fram á sviðið æddi ákaflega fögur stúlka, með ljóst hár fossandi niður að mitti. Gestir fengu angistarhnút í magann … Hvað ætla þeir að gera við þetta fagra hár? En gussélof að hún var bara þarna til þess að leika einhverja dómínatrixu gagnvart fjór- um ofanberum piltum sem biðu þess að verða leiddir til hárslátrunar. Svo komu meist- ararnir og slátruðu á þeim hárinu. Þá var nú laugardagur í óperunni betri. Engin angist FLUGAN Af hárgjörningum og larfalýð í Óperunni Guðbjörg Sigurðardóttir, Ottó Guð- jónsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Valgerður Gunnarsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Edda Jóns- dóttir og Sigríður Her- mannsdóttir. Hanna G. Sigurðardóttir, Eiríkur Hjálmarsson og Kristín Valsdóttir. „Maður hafði áhyggjur af því að lífbein brystu, endasentust í brotum út í sal og í augun á fólki“ Hallveig Halldórsdóttir og Jónína Vigdís Schram. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg HÉR OG ÞAR Um síðustu helgi var frumsýnd óperan Werther eftir Jul- es Massenet við góðar undirtektir óperugesta. Þá var Intercoiffure á Íslandi með hár- og fatasýningu á NASA þar sem sýnt var það nýjasta frá París. Myndirnar frá hár- og fatasýningunni tala sínu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.