Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6
6 | 30.11.2003 B irna Þórarinsdóttir fæddist árið 1979 og ólst upp í vesturbæ Reykja- víkur. Hún fór í Melaskóla, Haga- skóla og MR eins og títt er um vesturbæinga – og útskrifaðist 25. október sl. úr stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. BA-ritgerð- in var um konur og stríð – ályktun Örygg- isráðs SÞ nr. 1325 – sem fjallar sérstaklega um hlutskipti kvenna. „Ég fékk, í framhaldi af rannsókn minni á ályktun 1325, UNIFEM-styrk frá utanríkis- ráðuneytinu til að rannsaka samþættingu jafnréttissjónarmiða í starfi íslensku friðar- gæslunnar,“ segir hún. Styrkurinn er fyrir þriggja mánaða vinnu og í kjölfarið fer Birna að vinna fyrir utan- ríkisráðuneytið. „Ég verð í starfsþjálfun hjá fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strasbourg,“ segir hún. Framhaldsnám hennar verður líklega á sviði öryggis- og friðarfræðimála. Birna var fyrrihluta nóvembermánaðar í sunnanverðri Afríku - að gera heimilda- mynd og kynnast þróunarstarfi. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands tóku vel á móti henni og félögum í Malaví, einnig kynnti hún sér starfsemi Rauða krossins þar og SOS-barnaþorpa. „Við vorum viku í hvoru landi,“ segir Birna og að í Sambíu hafi þær tekið þátt í Model UN-þingi þar sem líkt er eftir fundum Sameinuðu þjóðanna, t.d. allsherjarþinginu. Birna fékk verðlaun í Sambíu sem besti sendifulltrúinn í örygg- isráðinu. Áður en hún hélt til Afríku var hún í und- irbúnings- og framkvæmdanefnd ICEMUN sem stóð fyrir fyrsta Model UN hér á landi sem var haldið í Háskóla Íslands. (www.icemun.hi.is). Áhugamál Birnu eru nokkur. „Ég les mik- ið, hlusta á tónlist, syndi mikið og stunda karate,“ segir hún og að hún búi í Þingholt- unum og eigi læðu sem heitir Mílena Kunderová – kölluð Lena. guhe@mbl.is Birna Þórarinsdóttir LOFAR GÓÐU L jo sm yn d: K ri st in n Fer í starfsþjálfun hjá Evrópuráðinu í Strasbourg Sum mál eru þannig vaxin að maður skilur ekkihvers vegna þau eru eins og þau eru. Enginn villmæla status quo bót, en samt tekur enginn frum- kvæðið í sínar hendur og breytir því. Eitt af þessum málum er sú staðreynd að samkynhneigð pör skuli ekki mega ætt- leiða börn. Vissulega varð jákvæð breyting í þeim efnum árið 2000 þegar Alþingi samþykkti lög sem leyfðu samkyn- hneigðum að ættleiða börn maka síns, en það er auðvitað bara hluti af þeim réttindum sem gagnkynhneigðir hafa. Í umræðunni sem þá fór fram voru ein helstu rökin gegn því að samkynhneigðir fengju full réttindi til ættleiðinga að löndin sem Íslendingar ættleiða gjarnan frá myndu þá ekki sætta sig við að senda hingað börn. Þá var bent á að Hol- lendingar, sem þá voru með einna frjálslyndustu ættleið- ingarlögin, leyfðu samkynhneigðum bara að ættleiða inn- lend börn vegna þessa. Í fyrra samþykktu Svíar svo lög sem leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn, bæði inn- lend og erlend. Nú má vel vera að undanfarið hafi verið unnið í þessu máli hér á landi og að í undirbúningi sé laga- frumvarp þar sem mælt er fyrir því að samkynhneigðir fái sömu réttindi og gagnkynhneigðir hvað varðar ættleið- ingar. En hafi ekkert gerst síðan áðurnefnd lög voru sett ár- ið 2000 þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna. Eins og áður sagði er þetta eitt af þessum málum þar sem enginn vill ganga fram fyrir skjöldu og mæla ríkjandi ástandi bót. Ég efast um að margir alþingismenn væru til í að koma í myndverið til Egils Helgasonar til dæmis og halda því fram að varasamt væri að leyfa samkynhneigðum pörum að taka við munaðarlausum börnum og ala þau upp, og færa í framhaldinu rök fyrir því að gagnkynhneigðir séu betri foreldrar en samkynhneigðir. Egill þyrfti sennilega að leita til for- svarsmanns sértrúarsafnaðar til að fá fram þetta sjónarmið en svo gæti hann að öllum líkindum valið úr hópi frjáls- lyndra þingmanna (jafnvel sextíu og þriggja) sem væru til í að tala gegn þeim hinum sama. Þegar allt þetta frjálslynda fólk hefur vald til að ákveða hvernig þessum málum er háttað, hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna staðan er svona eins og hún er. Það er móðgun við samkynhneigð pör að ræða fram og til baka um ,,hæfni þeirra til uppeldis barna“. Það er ómálefnalegt með öllu að ræða um þessa ákveðnu þætti í fari þeirra eins og þau séu öll eins, alveg eins og ekki er hægt að setja alla gagnkynhneigða uppal- endur undir einn hatt. Við vitum að bæði gagnkynhneigðir og samkynhneigðir geta verið góðir foreldrar eða slæmir. Ættleiðingarferlið langa og stranga á að skera úr um það og legði eftir sem áður mat á tilvonandi foreldra hverrar kynhneigðar sem þeir væru. Ef í ljós kæmi eftir ítarlega at- hugun að engin lönd vildu senda hingað munaðarlaus börn væri samkynhneigðum leyft að ættleiða, væri hægt að byrja á því að leyfa samkynhneigðum að ættleiða íslensk börn. Síðan væri hægt að bíða og vonast til að heimurinn verði smám saman frjálslyndari. Fyrst mætti þó rannsaka nákvæmlega hvort staðan sé raunverulega sú að löndin sem við ættleiðum frá setji Ísland í straff sé samkynhneigð- um pörum leyft að ættleiða. Kanna mætti hvort umræður um málið hefðu eitthvað að segja og hvort hægt væri að semja við ættleiðingasamtök einstakra landa um að þau megi hafna samkynhneigðum pörum sem tilvonandi for- eldrum sýnist þeim svo. Í öllu falli er brýnt að berjast fyrir því mikilvægasta í þessum efnum: Að börn sem eiga engan að komist inn á ástrík heimili til fólks sem þráir ekkert heit- ar en að annast þau. bab@mbl.is Af hverju ekki? Birna Anna Að börn sem eiga engan að komist inn á ástrík heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.