Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 8

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 8
8 | 30.11.2003 Hollywood-leikarinn Tom Cruise og spænska leikkonan Penelope Cruz koma til forsýningar á nýjustu mynd Cruise „The Last Samurai“ í Tókýó í Japan. Myndin er um banda- rískan hermann sem kemst í kynni við hefðir japanskra sam- úræja þar sem heiður, kjarkur, agi og virðing skipta miklu máli. Myndin sem tók tvö ár í framleiðslu er í leikstjórn Edward Zwick sem hefur frá unga aldri verið heillaður af japanskri menningu og japönskum kvikmyndum. Myndin verður frumsýnd hér á landi í janúar. VIKAN SEM LEIÐ R eu te rs CRUISE OG CRUZ Finnast þér útlendingar orðnir of margir á Íslandi? Nei, en það er hins vegar ekki mitt að hafa skoðun á því. En miðað við ástandið í dag finnast mér þeir alls ekkert ofmargir. Útlendingar hafa á margan hátt auðgað okkar samfélag eins og fjölmörg dæmi sanna. Hefur fjölgun þeirra verið með eðlilegum hætti á síð- astliðnum árum? Fjölgun útlendinga á undanförnum árum hefur verið mun örari en gengur og gerist í öllum nágrannaríkjum okkar. Vekur það ekki ugg? Jú, þessi öra og hraða þróun getur verið varasöm ef við stöndum okkur ekki í því að hjálpa þessu fólki að aðlagast íslensku þjóðfélagi og tungumálið er þar al- gjört grundvallaratriði. Það sem hefur gerst á síðustu fimm árum hér hefur verið að gerjast á 30 árum hjá nágrannaþjóðunum. Hvað veldur svo skyndilegri og örri þróun? Snöggar þjóðfélagsbreytingar, ör hagvöxtur og stór- aukin þörf vinnuafls. Munurinn á Íslandi og öðrum löndum er sá að við erum enn að flytja inn vinnuafl. Aðrar þjóðir eru löngu hættar að flytja inn vinnuafl og farnar að velja sér útlendinga, flytja eingöngu þá inn sem þeir telja sig hafa brýna þörf fyrir, sem í flestum tilfellum er fólk með sérfræðimenntun. Í þessum inn- flutningi sérhæfðs fólks eru Evrópuþjóðirnar í sam- keppni innbyrðis og sem heild í samkeppni við Am- eríku. Við erum ákaflega skammt á veg komin og flytjum fyrst og fremst inn ófaglært vinnuafl. Er það ekki eitthvað sem á eftir að endurspegla þjóð- félag okkar í framtíðinni og eru forsendur til að snúa þeirri þróun við? Fyrst og fremst verðum við að ná okkur út úr þeim þankagangi að við séum að flytja inn vinnuafl. Þarfir atvinnulífsins geta ekki stjórnað alfarið hverjir setjist að á Íslandi. Við erum að flytja inn fólk sem kemur til með að taka þátt og hafa áhrif á íslenskt samfélag með fullum þunga. Þess vegna er brýnt að við gætum okk- ar og vöndum alla aðlögun þess. Er íslenskt samfélag orðið fjölmenningarlegt? Nei, prósentuhlutfall útlendinga er enn það lágt hér. Fjöldi þeirra sem er með erlent ríkisfang er rétt innan við 5% á Íslandi í dag. En þeir sem eru fæddir erlend- is eru á milli 6 og 7% og það er í lægra meðaltali á Evrópuvísu. Í ljósi hins aukna fjölda fólks með ólíkan menning- arbakgrunn sem kýs að búa hér á Íslandi, væri ekki eðlilegt að skilja að ríki og kirkju og að ríkið annað hvort hætti afskiptum af trúmálum eða styrki með jöfnum hætti mismunandi trúfélög? Persónulega er ég ekki þeirrar skoðunar. Mikill meiri- hluti þeirra sem hér búa eru íslenskir ríkisborgarar og við eigum að viðhalda þjóðkirkjunni, styrkja hana og efla ásamt því að sýna öllum öðrum trúarbrögðum umburðarlyndi og gefa fólki kost á að iðka sína trú eftir því sem það vill. Hvað mælir helst á móti því að veröldin væri landa- mæralaus með öllu? Viðskiptalegir- og menningarlegir hagsmunir. Það eru ekki ólíkir hagsmunir í húfi og ef þú tækir niður girð- inguna kringum garðinn þinn. Er ekki einmitt þá sem við myndum styðja ríkulega við bakið á fátækustu ríkjunum og halda þannig fólki heima hjá sér á eigin forsendum og jafna um leið kjör manna í heiminum? Jú. Við tökum þátt í því í víðtæku samstarfi með öðr- um Norðurlandaþjóðum og Evrópuríkum í þá veru að efla upplýsingar um þau ríki sem fólk sækist helst eftir að komast til og gera þeim grein fyrir að það sé ekki sjálfgefið að það detti ofan í gullkistur við kom- una. Bendir eitthvað til að upp sé kominn skipulagður innflutningur fólks til Íslands eins og við sjáum í ná- grannalöndunum? Já. Það er margt sem bendir til þess. Býður ekki útvíkkun Evrópusambandsins til austurs hættunni heim, þar sem dyrnar til nágrannalandanna opnast í löndum þar sem vegabréf genga kaupum og sölu? Kann að vera varasamt. Þessi 10 nýju ríki sem öðlast munu aðild 1. maí nk. stækka vissulega Evrópusam- bandssvæðið til muna og gerir það auðveldara að komast inn á Schengen-svæðið. Þau munu jafnframt verða aðilar að EES samningnum, sem gerir líka ráð fyrir frjálsu flæði vinnuafls. Þannig að þetta er atriði sem við Íslendingar þurfum að hugsa mjög vel um. Við lifum í verulega opnu þjóðfélagi þar sem hægt er nánast að benda á barn í leikskóla og segjast vera að sækja það og verið kominn með það úr landi eftir 40 mínútur og hverfa síðan sporlaust. Væri ekki nær að öllum börnum undir lögaldri yrði gert skylt að sýna vegabréf ásamt því að gera grein fyrir ferðum sínum á landamærum þeirra landa sem standa að Schengen? Nú er það eitt af grundvallaratriðun- um í Schengen-samkomulaginu að stuðla að ferðafrelsi. Engu að síður er öllum sem ferðast um svæðið skylt að hafa skilríki. Hins vegar er ekkert skipulagt vega- bréfseftirlit. Það kann vel að vera að þessari spurn- ingu beri að svara játandi en ég þori ekki að óathug- uðu máli að slá því föstu að þetta sé framkvæmanlegt. Hvenær skarast öryggi manna og persónufrelsi? Þegar almannahætta getur stafað af einstaklingum eða hópum. Þá eru til aðferðir á Schengen-svæðinu til að bregðast við því. Til að mynda að taka upp landa- mæraeftirlit og meina ákveðnum hópum komu inn í ákveðin ríki. Þessu er erfitt að svara og sjálfsagt ekki til neitt einhlítt svar. Hvort er mikilvægara að þínu mati? Þetta eru atriði sem vegast mjög á. Við þurfum að gæta að persónufrelsinu með öllum ráðum, þannig að takmörkun þess geti ekki komið til nema fyrir liggi ít- arlega rökstuddur grunur um að hætta stafi af ein- hverjum eða einhverju. Persónufrelsið hlýtur þannig að hafa forgang. Er ekki einkennilegt að ferðafrelsið skuli vega þyngra en öryggi barna okkar? Nú verð ég að vísa til þess sem við höfum þegar rætt, en þetta er mál sem þarfnast vissulega nánari skoð- unnar. Púlsinn Georg Kr. Lárusson © Rebekka Rán Samper Ferða- og persónu- frelsi vegast á Tungumálið er algjört grund- vallaratriði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.