Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 14
14 | 30.11.2003 Þ að kom þeim á óvart hversu lengi var hægt að sjá blóðið berum aug-um, þrátt fyrir að hver lægðin á fætur annarri gengi yfir landið.Minnstu blettirnir hurfu á 14 dögum, en ekkert blóð var greinanlegt18 dögum eftir að því var hellt niður. Á 23. degi gripu þau til lum- inols og blóðið ljómaði skært og fallega. Eftir að fyrsti snjór féll burstuðu þau hann af jörðinni, sprautuðu luminoli og enn ljómaði blóðið, meira að segja minnstu blettirnir. Grísablóð er haft til samanburðar í rannsókninni. Enn sem komið er sýnir grísa- blóðið sömu svörun og mannsblóðið. Luminol og lýsing sýna hvort blóð er að finna, en ekki er hægt að greina hversu gamalt það er. Luminol hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu blóðsins. Svo framarlega sem blóðið sést með þessum aðferðum er fræðilega hægt að greina erfðaefnið, DNA. Nú hafa þau sprautað luminoli margoft á blóðblettina, en það virðist engu skipta fyrir ljómunina. „Við höfðum áhyggjur af að blóðið myndi hætta að ljóma eftir einhvern tíma, því luminolið hvarfast við að komast í snertingu við blóðið, en það hefur ekki enn gerst.“ Því má bæta við, að í kjölfar þessa árangurs prófaði Ómar að sprauta luminoli á stað utandyra, þar sem vitað var að blóð rann fyrir hálfu þriðja ári, og þá fékkst svörun, þótt hún væri vissulega dauf. Rannsóknin hefur þegar farið fram úr björtustu vonum, því blóðið er enn vel greinanlegt. Ómar segir að samkvæmt fræðunum þurfi eitt tonn af vatni til að fjar- lægja einn millilítra af blóði, svo það verði ekki greinanlegt með luminoli eða fluo- resceni. „Þetta hafa menn vitað að gilti innanhúss, enda alveg útilokað að fólk geti þrifið svo, skrúbbað og skúrað að ekki sjáist nein merki um blóð þar sem ofbeld- isverk hefur verið unnið. Líklega myndi gólfefnið láta undan áður en blóðið hyrfi. Okkur sýnist að hið sama gildi utanhúss, að minnsta kosti er svörunin miklu betri en við þorðum að vona.“ Mikilvægi vettvangsrannsókna Þegar tæknideildarmenn horfa á sakamálaþætti á borð við CSI, ætli þeir láti sig þá dreyma um að eignast öll þau tæki sem þar sjást? „Ætli við hugsum ekki frekar, ósköp eru þetta vitlausir þættir!“ segir Ómar. Hann dregur þó úr þeirri fullyrð- ingu og bendir til dæmis á að helsta stolt CSI-þáttanna sé PolyLight-tækið, eða fjölbylgjuljósgjafinn, sem geti sýnt blóð, sæði, þræði og ýmislegt annað sem ekki er hægt að greina berum augum. Svona tæki á tæknideild lögreglunnar, svo hún þarf ekki að öfundast út í „starfsbræður“ sína í þáttunum. Tækið er notað til að rann- saka vettvang, fatnað brotaþola, til dæmis í nauðgunarmálum, og fatnað meints geranda. Ómar segir að vettvangsrannsóknir verði sífellt mikilvægari í opinberum mál- um, eins og sjáist af dómum. „Ég finn greinilegan mun á afstöðu dómstólanna til gagna tæknideildarinnar á síðustu árum miðað við það sem áður var. Líklega eru dómstólarnir meðvitaðri um vægi þessara sönnunargagna og vettvangsrannsókna almennt.“ Áhugi á dánarorsök Þóra Steffensen er eini starfandi réttarmeinafræðingur landsins. Hún lauk lækn- isfræði hér heima, kynnti sér ýmsar sérgreinar með starfi á sjúkrahúsum í þrjú ár eftir útskrift, en stundaði svo fimm ára sérnám í Boston í Bandaríkjunum í meina- fræði, með réttarmeinafræði sem undirgrein, sem tók ár í viðbót. Að því búnu starfaði hún í eitt ár sem réttarmeinafræðingur, áður en hún hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í faginu. Hún hefur starfað hér á landi í þrjú ár. Réttarmeinafræðingar sérhæfa sig í réttarkrufningum, til að finna dánaratvik og dánarorsök. Þar sem mörg málanna koma fyrir dómstóla er nauðsynlegt að fá sem skýrasta mynd af atburðum sem leiddu til dauða. Vettvangsrannsókn er því nauð- synlegur þáttur í starfi Þóru. „Ég hef alltaf haft áhuga á að rekja dánarorsök ef ástæður eru ekki ljósar. Það var því eðlilegt skref að fara í réttarmeinafræðina, þar sem ég starfa með lögreglu frá upphafi og get rakið mig áfram eftir sönnunargögnum, bæði á vettvangi og í krufningu,“ segir Þóra. Í Bandaríkjunum var samstarfið með öðrum hætti og hérna notast menn við sérfræðiþekkingu mína á markvissari hátt en úti. Annað kemur í ljós þegar veggir og gólf eru úðuð með efnablöndu og lýst með sérstöku ljósi. Blóðið lýsist upp í bláum lit. Við vettvangsrannsóknir er ekki nóg að byggja á því sem augað sér. Í þessari íbúð sjást ekki merki þess að þar hafi runnið blóð. Blóðugur blótsteinn Þegar grafið var fyrir sumarbústað á Ströndum rákust menn á sérkennilegan stein. Kunnugir töldu að þarna væri kominn blótsteinn, en svo kölluðust þeir steinar sem notaðir voru við fórnir í heiðnum sið. Þennan undarlega stein skoðaði Ómar Pálmason rannsóknarlögreglumaður að beiðni Galdrasafnsins á Ströndum og notaði til þess nýjustu tækni; úðaði hann með sérstakri efnablöndu og lýsti með þar til gerðu ljósi. Steinninn ljómaði. Að vísu var svörunin dauf, en Ómari þykir þó ljóst að einhvern tímann var blóð í skálinni á miðjum steininum. Einhvern tímann fyrir langalöngu. L jó sm yn di r: T æ kn id ei ld lö gr eg lu nn ar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.