Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 15

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 15
Réttarmeinafræðingurinn segist búa við ágætar aðstæður í starfi. „Krufningar- salurinn var endurnýjaður fyrir nokkrum árum og er á heimsmælikvarða. Hluti af því starfi, sem áður var unnið í krufningarsal, er nú að færast á vettvang, þ.e. leit að sönnunargögnum og skoðun á blóðslettum. Það er rökréttara að gera slíkar rann- sóknir á meðan vettvangur er óspilltur, bæði að skoða með berum augum og með PolyLight, sem sýnir ýmislegt sem annars er hulið. Þar get ég safnað sönnunar- gögnum og tekið nauðsynleg lífsýni, áður en líkið er flutt.“ Þóra hefur eigin búnað, tæki til blóðrannsókna, hitastigsmælinga og sýnatöku, ef hún er kölluð á vettvang og hefur ekki tæknideildina sér til aðstoðar. „Tækni- deildin er hins vegar alltaf með sinn búnað á staðnum og hann er fyrst og fremst notaður, til dæmis PolyLight-tækið. En betur sjá augu en auga og við nálgumst við- fangsefnið á dálítið ólíkan hátt. Það er alltaf til bóta að fleiri en einn skoði vettvang. Við skiptumst á skoðunum og það er mjög gott að fá álit annarra. Þess vegna er svo gagnlegt fyrir mig að fá að vera á vettvangi með lögreglu. Ég hef alltaf átt ein- staklega gott samstarf við lögregluna hér heima. Í Bandaríkjunum var samstarfið með öðrum hætti og hérna notast menn við sérfræðiþekkingu mína á markvissari hátt en úti. Lögreglan hefur það eina markmið að upplýsa mál og þeir deila öllum upplýsingum með mér. Það viðhorf er ríkjandi allt frá yfirstjórn lögreglunnar til þeirra sem starfa á vettvangi. Ef ég get aðstoðað á einhvern hátt, þá þykir ekkert sjálfsagðara. Metnaður tæknideildarinnar er mjög mikill og við vinnum eftir skýr- um vinnureglum, sem gagnast lögreglunni, mér og að sjálfsögðu að lokum íslenska dómskerfinu. Réttarmeinafræðingar geta ekki unnið í tómarúmi, án náins sam- starfs við lögreglu og lögreglan nýtur góðs af samstarfinu við réttarmeinafræðinga. Þegar dánaratvik eru metin er ómetanlegt að fá sem skýrastar upplýsingar. Þótt játning liggi fyrir er mikilvægt að geta staðfest eða hrakið þær fullyrðingar sem fram koma.“ Þóra segir að í bókum og sjónvarpsþáttum sé hasarinn í starfinu gríðarlega ýkt- ur. Hún eltist ekki við glæpamenn, eins og réttarmeinafræðingurinn Kay Scarpetta gerir í bókum Patriciu Cornwell. „Og því síður geng ég frá þeim eins og sú ágæta kona gerir! Ég held mig við vettvanginn og krufningarsalinn, en lögreglan finnur gerandann. Fræðin eru þó ótrúlega nákvæm í bókum Patriciu Cornwell. Það á til dæmis ekki við um bækur P.G. James eða Agöthu Christie. Í bókunum um Kay Scarpetta tekur Patricia Cornwell sér á köflum skáldaleyfi, til að skýra hlutina fyrir lesendum. Í raunveruleikanum er ekki alltaf hægt að fá jafn afdráttarlaus svör og hún fær.“ Í CSI-sjónvarpsþáttunum er farið nokkuð nákvæmlega með tækni og vísindin þar að baki, en tímaþátturinn er algjörlega óraunverulegur, að sögn réttarmeina- fræðingsins. „Reyndin er ekki sú að niðurstöður DNA-prófa liggi fyrir eftir nokkr- ar mínútur, svo dæmi sé tekið. Brunarústir er ekki heldur hægt að greina á 15 mín- útum og rannsókn á þráðum, hárum og ýmsum aðskotahlutum tekur oft mjög langan tíma.“ Þóra er ekki á því að skáldskapurinn standi henni fyrir þrifum í starfi. „Fólk sýn- ir því alltaf fullan skilning að starf mitt taki lengri tíma en bækur og sjónvarps- þættir gefa í skyn. Eini gallinn við til dæmis CSI-þættina er að þar virðist manni eins og glæpamönnum sé stundum kennt að hylja spor sín og villa um fyrir lög- reglu. Á móti kemur, að þættirnir sýna hve háþróuð tæknin er, sem lögreglan býr yfir.“ Rannsóknin kynnt erlendis Rannsókn Ómars og Þóru á blóði í jarðvegi á að standa í eitt ár. Þau telja það ekki óraunhæft markmið. „Ef blóðið greinist enn að ári liðnu munum við að sjálf- sögðu halda rannsókninni áfram. Eftir ár ætlum við hins vegar að skrifa skýrslu um stöðuna og fylgja henni eftir á árlegu þingi ameríska réttarvísindafélagsins. Þar koma saman sérfræðingar í DNA-rannsóknum, rannsóknarlögreglumenn, tækni- deildarmenn, réttarmeinafræðingar, réttartannlæknar og réttarmannfræðingar. Þingið er því ákjósanlegur vettvangur til að koma niðurstöðum okkar á framfæri.“ Ef rannsókn Ómars og Þóru hlýtur náð fyrir fræðinefnd réttarvísindafélagsins verða niðurstöðurnar jafnframt gefnar út í American Journal of Forensic Science. „Við eigum góða möguleika á að koma niðurstöðunum á framfæri á þinginu og í ritinu í framhaldi af því. Rannsókn okkar sýnir, að það er hægt að greina blóð í jarðvegi í langan tíma. Auðvitað eru aðstæður ólíkar milli landa, en við getum sýnt fram á að við okkar aðstæður er þetta hægt. Við sýnum líka fram á, að við rannsókn mála má ekki sleppa því að huga að þessum þætti, heldur spreyja luminoli eða fluoresceni í myrkri, lýsa svo með PolyLight og kanna hvort hægt er að greina blóð. Ef ekkert eða lítið greinist, þá styður það hugsanlega tilgátur um að líkið hafi verið flutt á staðinn. En ef mikið blóð er á staðnum og jafnvel á stóru svæði, þá styrkir það tilgátur um að þar hafi orðið mikil átök. Slíkar niðurstöður hjálpa til við að varpa ljósi á atvik málsins. Við getum nýtt tæknina til að komast lengra en kennslubækurnar segja til um. Svo verður hver og einn að gera slíka rannsókn á sínu heimasvæði, til að fá nánari mynd af hvernig og hversu lengi blóð greinist í jarðvegi þar.“ rsv@mbl.is LESIÐ Í BLÓÐ 500 g meyrt lambakjöt 1 rauð paprika 100 g sveppir 250 g spínat 175 g kasjúhnetur 3 msk. olía 2–3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2–3 þurrkuð chilialdin, mulin 2 tsk. rifinn engifer 3 msk. ostrusósa 2 msk. sojasósa 1 msk. púðursykur 2 tsk. maísmjöl Kjötið skorið í þunnar ræmur. Paprikan fræhreinsuð og skorin í sneiðar, sveppirnir skornir í sneiðar og sverustu stönglarnir klipnir af spínatblöðunum. Kasjúhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit en síðan hellt á disk og látnar kólna. 2 msk. af olíu hitaðar í wok eða á þykkbotna pönnu og kjötið snöggsteikt við háan hita þar til það hefur allt tekið lit. Tekið upp með gataspaða og sett á disk. Afganginum af olíunni bætt á pönnuna og paprika og sveppir veltisteikt í 3–4 mínútur. Þá er kjötið sett aftur á pönnuna ásamt kasjúhnetum, hvítlauk, chili, engifer, ostrusósu, sojasósu og púðursykri. Veltisteikt áfram í 2–3 mínútur. Maísmjölið hrært út í svolitlu köldu vatni og hrært saman við. Látið sjóða þar til sósan þykknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.