Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 17
Æ tli þetta sé bara ekki síðasta jarðvistin þín – þú ert í það minnsta orðin mjög gömul sál,“ segir miðill sem ég er stödd hjá í uppörv- andi tón. En ég finn til djúprar saknaðartilfinningar. „Hvert myndi ég þá fara ef ég fengi ekki að koma hingað aft- ur?“ spyr ég óróleg. Jarðlífið er jú það eina sem ég þekki og mér hefur í sannleika sagt líkað það ágætlega. „Alheimurinn er svo óravíður að ég get ekki svarað því, ég veit þó að þú skiptir til hins betra við næsta flutning. Ég lít á dauðann sem flutning á milli heima,“ svarar Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill. Eins og blaðamaður er miðill á milli heims viðmæland- ans og lesandans þá kveðst hún vera miðill á milli heims hins lifandi fólks og þeirra sem komnir eru yfir landamærin, eru „hinum megin“. Við sitjum saman í stofunni heima hjá henni og svipur hennar er þannig að hún virðist komin með í það minnsta annan fótinn yfir í annan heim meðan ég sit bara og sé ekkert nema falleg húsgögn og vingjarnlegar fjölskyldumyndir í hillum. „Móðir þín er farin yfir, hún er komin hér og með henni kemur stúlka sem tengist þér í móðurætt og lengi hefur fylgt þér. Þessi stúlka gefur þér öryggi og frið þegar þér líður illa – þá fer hún inn á þig og þér líður betur.“ Ég hugsa um hver þessi stúlka geti verið, kannski frænka mín sem dó á barnsaldri? „Stúlkan vill segja þér að þú skulir ekki mæða þig út af ákveðnu máli,“ segir Þórunn. „Ég sé hnút á sambandi við konu sem tengist inn í fjölskylduna en sá hnútur sléttist út, þú skalt ekki hafa áhyggjur af þessu. Það er maður henni tengdur sem sléttir þetta út,“ segir miðilinn og getur þess jafnframt að stúlkan kinki kolli. „Amma þín er hérna líka, móðuramma þín, hún er með stúlkunni sem fylgir þér og þær segja að G … sé þarna líka.“ Ég veit varla hverju svara skal, fyrri maður ömmu minnar hét G … „líklega er þetta hann“, hugsa ég. En það fjölgar enn í stofunni, nú kemur óvænt til sögunnar hestur og heylykt fer að berast inn. Þórunn kveður þetta fylgja eldri manni. Einnig nefnir hún til sögunnar Einar og Steina, menn sem vilja heilsa upp á mig. Ég hef ekki við að reyna að átta mig á komu- mönnum. Loks kemur maður sem segist hafa unnið með mér en fór sviplega. „Hann var mikil vitsmunavera,“ segir miðillinn. „Hann biður að heilsa þér“ – ég þakka fyrir og reyni að ráða í hver þetta hafi verið. Nú tekur miðillinn að þreytast og það fækkar að hennar sögn smám saman í stofunni. Loks erum við Þórunn Maggý Guðmundsdóttir þar tvær einar. Þögn ríkir um stund meðan hún er að jafna sig. „Hvar áttu rætur – hvar byrjaði þetta allt?“ segi ég loks, forvitin um þessa fallegu og lífsglöðu konu sem erfitt er að trúa að sé orðin 70 ára – en það segist hún vera. Skemmti- legur er líka hláturinn hennar, smitandi og í honum bregður fyrir svolítið grófum tón öðru hvoru. Og Þórunn Maggý hlær oft, jafnvel meðan hún er að segja manni fréttir að handan. Í ljós kemur að Þórunn Maggý fæddist á Ísafirði 1933. Blóðfaðir hennar, Ragnar Benedikstsson, var helsjúkur og hafði meðan telpan enn var í móðurkviði gert ráðstaf- anir til að hún færi sem kjörbarn til systur sinnar Ingibjargar vegna sjúkleika hans. „Blóðmóðir mín, Guðrún Hjaltadóttir, átti þegar fimm börn með eiginmanni sínum MIÐLAR MILLI HEIMA Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, miðill hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands, segir frá starfi sínu og tæpir á ýmsu úr skrautlegum lífsferli sínum. L jó sm yn d: G ol li Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur 30.11.2003 | 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.