Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 19
stundum í gríni, og við giftumst hér. Við eignuðumst saman fimm börn, þau Krist- ján Svein, Helga Jóhann, Ingibjörgu Dagmar, Albertu Marselínu og Magnús Þór. Við bjuggum fyrst á Ísafirði en fluttum svo til Reykjavíkur og síðar til Keflavíkur, þar sem Kristján vann á Keflavíkurflugvelli. Í Keflavík vann ég í fiskvinnu eins og hver annar, ég var meira að segja oft að vinna í frystihúsinu meðan ég gekk með börnin. Ég hef aldrei vílað fyrir mér að vinna. Á þeim tíma þurfti fólk að vinna hörðum höndum fyrir sínu, maður fékk sannarlega ekki allt upp í hendurnar, við Kristján háðum sameiginlega lífsbaráttuna, sem oft var erfið eins og gengur þegar fólk á mörg börn á fáum árum. Við Kristján misstum eina dóttur okkar, Albertu Marselínu, Bertu Messý, hún dó kornung og það var okkur djúp sorg. Hún var yndisleg sál sem enn er með mér. Ég hóf sambúð um 1963 með Karvel Ögmundssyni skipstjóra. Hann var ekkju- maður og hafði auk þess orðið fyrir því mikla áfalli að missa son sinn 19 ára í sjóinn og tvo bróðursyni sína um leið. Við Karvel eignuðumst saman einn son sem heitir Eggert í höfuð hálfbróður sínum sem drukknaði. Sameiginlegur áhugi á dulrænum efnum Við Karvel áttum margt sameiginlegt, einkum í dulrænum efnum. Hann var draumspakur maður og heyrði dulheyrnir af ýmsu tagi. Hann átti sér draumkonu sem Björg hét og ef hana bar fyrir í draumi hans var það ævinlega fyrir happi. Við Karvel bjuggum saman í tólf farsæl ár og erum enn í dag góðir vinir. Hann átti nýlega hundrað ára afmæli. Við Karvel bjuggum fyrst í Kópavogi en síðar í Ytri-Njarðvík. Meðan ég bjó þar var ég virkur félagi í Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja. Við Karvel rákum stórt heimili, fjölskyldan var stór, mörg börn og mikið umleikis. Ég hef alltaft unað mér vel við slíkar aðstæður. Nám í dulrænum efnum í Bandaríkjunum Þegar börnin voru orðin vel stálpuð og Karvel fór að sinna skriftum, hann skrif- aði ævisögu sína í mörgum bindum, þá fór ég að vinna úti. Ég fór að vinna á Kefla- víkurflugvelli, – í Officeraklúbbnum. Mig langaði hins vegar til að vinna við að- hlynningu, einkum hafði ég áhuga á að læra eitthvað í sambandi við þroskaskerðingu. En niðurstaðan varð að ég fór til Bandaríkjanna í nám af öðru tagi. Ég fór fyrst til Virginíu og stundaði nám hjá Beth Grey sem rak skóla fyrir fólk með dulræna hæfileika. Í þeim skóla hófst eiginleg þjálfun mín sem miðils. Í skól- anum var m.a. lögð rík áhersla á að þjálfa hlutskyggni. Smám saman fór ég í aukn- um mæli að skynja hvað fólk var að hugsa. Ég stofnaði þarna úti bænahring sem enn er starfandi. Það eru ekki allir sem eiga saman á þennan hátt. Þegar í ljós kem- ur að orka fólks fer ekki saman og einhver einn lendir í að verða fyrir ásókn vegna næmi sinnar þá ráðlegg ég viðkomandi að hætta í bænahringnum. Eftir tveggja ára nám hjá Beth Gray hóf ég fjögurra ára nám við Spiritual Church en var samhliða í námi og starfi í Church of Two Worlds. Á þessu tímabili opn- uðust mér enn auknir dulrænir hæfileikar. Kristján sonur minn var með mér ytra. Ósk Guðmundsdóttir, lækningamiðill í Keflavík, hafði komið að heimsækja mig til Virginíu og fyrir hennar tilstilli komst ég í síðarnefndu skólana sem eru í Kali- forníu. Ósk hélt lækningafundi hjá mér í Virginíu og í tengslum við þá kynntist ég forríkum hjónum sem buðu mér að koma til Kaliforníu til að stunda miðilsstörf meðfram námi mínu. Þetta leiddi svona eitt af öðru – lífið er skrautlegt. Allt sem kemur upp í hendurnar á manni er tækifæri sem maður á að vinna með. Hjá spíritistakirkjunni þarna ytra er unnið mjög svipað starf og hér hjá Sálar- rannsóknarfélagi Íslands. Ég hafði svo sem lengi sinnt málefnum af þessu tagi. Karvel, maðurinn minn, hafði strax skilning og áhuga á þessum málefnum og hvatti mig alltaf óspart til að sinna mínum dulrænu hæfileikum. Sjálfur heyrði hann dulheyrn sem fyrr sagði og það bjargaði honum oftar en einu sinni. Sem dæmi get ég sagt eina sögu. Hann var að koma að sunnan og var með bílinn sinn í brekkunni í Hafnarfirði. Bíllinn bilaði þar og Karvel sté út til að athuga hvað að væri. Þá heyrði hann allt í einu sagt: „Stórt spor til hægri!“ Hann hlýddi á auga- bragði. Ef hann hefði ekki gert það hefði hann ekki verið til frásagnar meir, aðeins broti úr sekúndu eftir að hann færði sig kom bíll á ofsahraða í myrkrinu framhjá og hefði án nokkurs vafa ekið hann niður hefði hann ekki tekið stóra sporið. Ræð ekki hverjir koma í gegn Ég var leidd út í miðilsstarfið, segi ég stundum. Ég hafði unnið nokkur ár í ung- lingaathvarfi og einnig í Kvennaathvarfinu. Þar ræddi ég oft við konurnar um innri líðan þeirra, lagði fyrir þær spil og tók þátt í kjörum þeirra. Sumum þótti ég gera fullmikið af slíku og það m.a. varð til þess að ég skipti um starfsvettvang og gerðist sambandsmiðill hjá Sálarrannsóknarfélaginu þar sem ég hef starfað um tvo ára- tugi. Þar hef ég haft mjög mikið að gera og til mín hefur leitað mikill fjöldi fólks. Mið- ilsstarfið er mjög viðkvæmt. Ég byrja jafnan á að biðja bæn, síðan tengi ég mig við þá sem eru að koma í gegn. Ég veit ekki hver er minn andleg hjálpandi, ýmsir miðlar vita slíkt – en ég ekki. Mig skiptir mestu að ég sé að hjálpa fólki. Nær daglega kemur til mín fólk úr ýmsum stéttum samfélagsins. Það pantar tíma, oftast einkatíma, og í þeim tíma er rætt um framliðnar persónur sem ég sé og ýmislegt úr einkalífi fólksins. Eðlilega ræði ég aldrei neitt sem snertir einkalíf fólks á stórum fundum, segi bara frá þeim myndum sem brugðið er upp fyrir mig,“ segir Þórunn. Hún kveður fólk oft koma til þess að reyna að ná sambandi við ákveðnar per- sónur sem látnar eru. „En ég ræð ekki hverjir koma í gegn og ég veit ekki hver ræð- ur því.“ Ertu aldrei hrædd um að það komi enginn? spyr ég. „Jú, ég er stundum kvíðin en þegar ég heyri dimma rödd stjórnanda verð ég ró- leg, þá veit ég að ég er tengd.“ Verður þú aldrei fyrir ónæði af öllum þessum framliðnu gestum? „Nei, ég er aldrei hrædd, lengi komu bara myndir en ég þurfti að hafa fyrir því að heyra hvað sagt var.“ Fellur þú í trans? „Ég hef gert það en ég er með háan blóðþrýsting og í ættinni er heilablóðfall – sonur minn sagði við mig eftir að hafa horft á mig falla í trans: „Ekki gera þetta mamma, þetta er hættulegt fyrir heilsu þína,“ síðan hann sagði þetta hef ég lagt mig fram um að forðast transástand. Ég er yfirskyggð á fundum en man lítið eftir þeim. Þegar fyrir kemur að einhver þeirra sem kemur í gegn reynir að komast of nærri mér þá stend ég gegn því og reyni að hrista það af mér. Þeir sem sögðu lítið í jarðvistinni koma þannig í gegn en hinir sem eru skapsterkir og orkumiklir taka fundina stundum yfir.“ Líf mitt sem sígaunastúlka hafði mikil áhrif Áður en ég kveð Þórunni Maggý miðil spyr ég hana hvort hún hafi skynjað sig í fyrri jarðvist. „Mér er minnisstætt hversu erfið tilhugsun það var að fara til enn einnar jarð- vistar. Ég var hamingjusöm og taldi mig hafa lifað nógu oft. Á milli jarðvistarskeiða hef ég haft með höndum starf sem felst í að taka á móti nýlátnum börnum, það veitti mér mikla gleði. Líf mitt sem sígaunastúlka hafði mikil áhrif og sú reynsla sem ég öðlaðist í því lífi mótaði mig meira en nokkuð annað. Ég minnist þess að ég var ung stúlka og bjó með móður minni í húsi í útjaðri skógar. Móðir mín kenndi mér að sjóða lyf og margir komu til að fá þau hjá okkur. Einn daginn komu þrír menn til að handtaka okkur. Móðir mín komst undan en ég náðist. Ég var ákærð fyrir galdra. „Ef þú ját- ar ekki verður þú brennd á báli,“ sögðu ofsóknarmenn mínir. Ég játaði ekki, vissi að ég var órétti beitt og var bundin á bálköstinn. Mér var enn boðið að játa en ég kvaðst saklaus. Logarnir léku um fætur mína og ég fann lykt af sviðnandi holdi. Sársaukinn var ægilegur, sál mín hóf sig til flugs frá brenndum líkamanum og ég fann fullvissu innra með mér: „Enginn gæti nokkru sinni náð sál minni. Glöð og frjáls hélt ég til annars heims.“ Ég kveð Þórunni Maggý og hinn óvenjulega heim hennar og rölti út. Á leiðinni út í bílinn óskaði ég þess ósjálfrátt í blíðviðrinu að ég ætti fyrir höndum aðrar jarð- vistir. „Ég hugsa nú helst að mér veiti ekki af,“ tautaði ég meðan ég setti bílinn í gang og ók áleiðis að húsi Morgunblaðsins í Kringlunni 1. gudrung@mbl.is 30.11.2003 | 19 MIÐLAR MILLI HEIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.