Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 22
22 | 30.11.2003 innileg samskipti við afkvæmið. Ef hann rækti fyrirvinnuhlutverkið vel væri lík- legt að hann teldi sig vera búin að uppfylla föðurhlutverkið. Bentu þeir líka á að lítil afskipti feðra af afkvæmunum skýrist ekki síst af því að þeir telji uppeldi og umönnun eigi fremur að vera hlutskipti kvenna en karla. Sonum finnst feður afskiptalausir Þó að viðhorf karlmanna til föðurhlutverksins hafi breyst töluvert á und- anförnum áratugum og þeir séu orðnir virkari í uppeldinu þá vilja margir halda því fram að feður sem eru fæddir 1940–1950 hafi ekki tekið þá ábyrgð á barna- uppeldinu sem mörgum hefur fundist að þeir hefðu átt að gera og að þeir hafi átt erfitt með að tileinka sér breytt við- horf til föðurhlutverksins. Í þessi samhengi er ekki úr vegi að segja frá tiltölulega nýlegri könnun sem sænski rannsakandinn Thomas Johansson gerði á fullorðnum karl- mönnum, sem höfðu skilið og hann skrifar um í grein sem hann nefnir Pappor og deras pappor og birtist í bókinni Rädd att falla sem var gefin út árið 1998. Í könnuninni gagnrýndu fráskildu mennirnir feður sína fyrir að hafa verið afskiptalausa og fjar- læga í uppvexti þeirra. Gagnrýnin sem mennirnir settu fram á feðurna var að þótt þeir hefðu verið heima þá hafi verið erfitt að ná sambandi við þá. Málið vandaðist enn frekar þegar þeir vildu nálgast þá tilfinningalega með það í huga að eiga við þá innilegt og náið samband. Johansson segir að í viðtölum við mennina hafi iðulega komið fram sorg og reiði vegna þessa afskiptaleys- is. Þegar fráskildu feðurnir voru svo spurðir um þátttöku sína í uppeldi sona sinna kom hið óvænta í ljós, að þeir höfðu einnig verið afskiptalitlir hvað varðaði umönnun og uppeldi þeirra. Kváðust þeir hafa rekið sig á að erfitt var að sameina vinnu, fjöl- skyldu og starfsframa, sem leiddi til þess að framkoma þeirra við synina var ekki svo frábrugðin feðranna. Þeir höfðu þó verið mjög meðvitaðir um að samskiptin við synina ættu að vera meiri og að þeir ættu að þroska með sér nýja gerð af karlmennsku, þar sem föðurhlutverkið væri tekið alvarlega. Hörmuðu þeir að afskiptin væru ekki meiri. Segir Johansson að svo virðist sem þetta mynstur erfist kynslóð fram af kynslóð. Vinnusjálfið togar í Sama mynstur sá Þorgerður Ein- arsdóttir kynjafræðingur í rannsókn sinni á reykvískum körlum í fæðing- arorlofi frá 1998. Þeir sáu tengslaleysi eigin föður sem víti til varnaðar. En þrátt fyrir góðan ásetning um breyt- ingar togaði vinnusjálfið sterkt í þá í fæðingarorlofinu. Bendir Þorgerður á að karlar fái mikla staðfestingu á sjálfs- mynd sinni í launavinnu og hindri það marga frá samveru við sín eigin börn. Í þessari könnun kom einnig fram mynstur sem margar rannsóknir hafa sýnt að karlar líta gjarnan á hlutverk sitt sem leikfélaga. Segir hún að þeir hafi kynmerktar hugmyndir um samveru við börnin svo sem drauma um að gera karlmannlega hluti eins og að veiða, byggja sumarbústaðinn eða horfa á kappakstur með sonum sínum. Þannig samskipti séu líkleg til að endurskapa þau kynjamunstur sem ein- sameinuðust í einhverri afþreyingu eða þegar þeir deildu stund saman við að framkvæma ákveðið verk, t.d. líkamlega vinnu, þar sem þeir upplifðu saman karl- mennskuna til dæmis með verkfæri í hendi. Mjúki maðurinn breytti ýmsu Sú mynd sem dregin var upp af föðurnum á þessum árum gaf tilefni til ályktana eins og að feður væru frá náttúrunnar hendi verri uppalendur en mæður og hefðu auk þess takmarkaðan áhuga á uppeldinu, í stað þess að leitast við að skýra mun- inn á hlutverkum mæðra og feðra. Segja má að á áttunda áratugnum hafi hin hefðbundna ímynd karlmannsins byrjað að taka breytingum. Þessi nýja ímynd var gjarnan nefnd „mjúki maðurinn“. Tók hann meiri þátt í uppeldi barnanna og menn áttuðu sig á því að hann var ekki síð- ur hæfur til að ala önn fyrir börn- unum en móðirin. Mjúki maðurinn tileinkaði sér, eins og felst í nafngift- inni, mýkri gildi og gat talað um til- finningar án þess að skammast sín. Kynin nálguðust þannig meir hvort annað hvað þennan þátt varðaði. Það var einmitt á þessum árum sem hófust rannsóknir á samskipt- um feðra og barna þeirra og er til fjöldinn allur af slíkum rannsóknum sem hafa verið stundaðar allt fram á þennan dag. Niðurstöður þeirra benda ótví- rætt til mikilvægis föður í uppeldi barnanna. Þ.e.a.s. að áhrif föður á félagslegan, tilfinningalegan og vits- munalegan þroska barnanna sé djúpstæðari og flóknari en menn hafa kannski gert sér grein fyrir. Í bókinni Role of the Father in Child Developement, ritstýrt af Michael E. Lambert kemur fram að rannsóknir hafa sýnt fram á að synir sem upplifa jákvæð afskipti föður af uppeldinu eru líklegri til að ráða yfir meiri innri styrk og félagsleg færni þeirra er meiri en hinna sem hafa ekki þessa föðurlegu nánd. Fjarlægir feður geta á hinn bóginn aukið lík- urnar á því að sjálfsmynd barnanna sé óskýr, þau séu óörugg í samskipt- um við jafnaldra sína eða glími við annan félagslegan vanda. Nokkrar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að feður líta á sig sem hlýja og nærgætna og í ágætum tengslum við afkvæmin. Segjast þeir njóta samverustundanna með börn- um sínum og föðurhlutverksins. Í einni rannsókninni lýstu þeir yfir meiri ánægju með samverustundirn- ar með börnunum en afkvæmin sjálf sem voru orðin uppkomin þegar rannsóknin var gerð. Töldu börnin þessar samverustundir ekki hafa ver- ið eins ánægjulegar. Skýrðu rannsak- endurnir þetta misræmi í upplifun feðra og barna þeirra meðal annars með því að feður skilgreini föðurhlutverkið á annan hátt en börnin. Þeir líti fyrst og fremst á sig sem fyrirvinnu og að þeirra hlutverk sé að aga börnin og vera leik- félagar þeirra. Umönnunarhlutverkið eigi að vera í höndum mæðranna og ef þeir gæfu sig í það þá væru þeir að hjálpa mæðrunum fremur en að axla þá ábyrgð sem þeir hafa á andlegri og líkamlegri vellíðan barnanna. Sögðu rannsakendurnir ennfremur að það væri eðlilegt að faðir sem skilgreindi sig fyrst og fremst sem fyrirvinnu væri ekki að leggja sig fram um að eiga náin og Ari Edwald 39 ára: „Ég tek virkan þátt í uppeldi sonar míns og reyni að láta hann finna að ég er vinur hans. Um leið vil ég að hann finni að hann þurfi að vera agaður, hægt sé að treysta honum og hann þurfi að haga sér vel. Ég legg mikið upp úr að hann finni strax afleiðingar gerða sinna en aðal áherslan er á jákvæð samskipti okkar á milli. Ég vil að hann finni að mér finnst hann góður drengur og ég legg mikið upp úr því að hæla honum og systur hans fyrir það sem vel er gert og sýna þeim hlýju. Sem betur fer eru börnin þannig að það þarf ekki mikið að skikka þau til, þau eru jákvæð og góð í umgengni. Mér finnst mitt hlutverk vera að fjölga þeim þáttum sem leggja grunn að því að drengurinn verði hamingjusamur einstaklingur. Ég hvet hann áfram í skólanum, í íþróttum og hef komið honum af stað í tónlistinni. Maður getur aldrei stýrt því sem börn- in taka sér fyrir hendur en skapað þeim möguleika til að kynnast fjölbreytileika lífsins. Við eigum stundum samtöl um siðferðileg gildi eins og hve mikilvægt er að segja satt og vera heiðarlegur og sýna öðrum tillitssemi og hef sagt þeim að taka ekki þátt í einelti. Ég hef einnig lagt áherslu á fjárhagslega ábyrgð og að fela honum umsjón með einhverjum hlutum. Eitt besta leiðarljósið í uppeldi finnst mér vera að maður „eigi“ ekki börnin heldur sé treyst fyrir uppeldi þeirra og velferð í tiltekinn tíma.“ Páll Edwald 6 ára: „Mér finnst gott að vera með pabba. Skemmtilegast finnst mér að fara með honum til útlanda en við erum bráðum að fara þangað á skíði. Mér þykir vænt um hann og hann talar mikið við mig. Í gær lágum við á gólfinu heima og horfðum upp í loftið og töluðum um hvað stofan væri miklu flottari þegar maður horfði á hana liggjandi á gólfinu.“ ARI OG PÁLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.