Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 23
skilnaðarrannsóknum beri saman um að mæður sem hafa meiri menntun og vinna ábyrgðarstörf utan heimilis virðist reiðubúnari að sleppa hefðbundnu taki á móð- urhlutverkinu og kjósa sameiginlega forsjá m.a. til þess að efla þátttöku föðurins í umönnunar- og uppeldishlutverkinu, en ekki aðeins í framfærslu. Þær virðast einnig frekar fella sig við að börnin dvelji (eigi lögheimili) hjá föðurnum eða hafi lagalega forsjá á sinni hendi. Í þessum parsamböndum ríki yfirleitt meiri jöfnuður um ábyrgð og skyldur og því treysta þær konur föðurnum betur. Vert er að geta í þessu sambandi skilnaðarrannsóknar á alþjóðlega vísu sem birtist í riti J.S. Wallerstein og kom út árið 2000 og nefnist Legacy of Divorce. Hér er um að ræða langtímarannsókn á áhrifum skilnaðarferilsins á börn fram á fullorðinsár. Hún greinir frá því hvernig fullorðin skilnaðarbörn bera með sér sársauka og gremju út í báða foreldra fyrir að hafa hindrað sam- skipti við föðurinn í kjölfar skilnaðar. Sigrún bendir á að nýlegar rann- sóknir á Norðurlöndum sýni að mikil breyting er á meðvitund ungra karl- manna um mikilvægi og verðmæti föð- urhlutverksins. Þetta komi fram í doktorsritgerð Lars Plantin, frá 2001 sem nefnist: „Mens föreldraskap. Om mens upplevelser och erfarenheter av faderskap“. Þeir fagna breyttum laga- ákvæðum um feðraorlof og aukinni víðsýni atvinnuveitenda á foreldraá- byrgð beggja kynja. Ritgerð Plantin fjallar m.a. um hvernig samfélags- breytingar og ný sýn hefur haldist í hendur við breytta kynímynd ungra karla. Þeir eiga í togstreitu vegna áhrifa frá eigin föður og skorti á fyr- irmyndum um leið og samfélagið gerir til þeirra nýjar kröfur. Þeir glími við að hverfa frá stirðnaðri, einhliða fyrir- mynd um frammistöðu og fjarlægð til fjölþættari, tilfinningalega nálægari og sveigjanlegri ímyndar. Nýja ímyndin feli í sér nýja áskorun, annars konar ábyrgð og aukna dýpt í nánum tengslum, ekki síst við börnin. Þrátt fyrir að svo virðist sem viðhorf feðranna séu að breytast þá sýnir glæný athugun frá Dansk Social- forskningsinstitut þar sem verið er að athuga skiptingu tíma vegna heimilis- starfa, barnaumönnunar og hvernig þetta tvennt helst í hendur að ennþá verja konur meira en helmingi meiri tíma en karlar inn á heimilunum. Sam- kvæmt þessu er það því enn móðirin sem ber hitann og þungann af barna- uppeldinu. Ýmislegt hefur verið gert hin síðari ár til að auka samveru feðra og barna þeirra sem gæti haft áhrif á að auka til- finningu feðranna fyrir ábyrgð sinni og umönnunarhlutverkinu. Hér á landi er fæðingarorlof karla dæmi um það. Erlendar rannsóknir hafa að sögn Valgerðar Einarsdóttur sýnt að föður- hlutverkið og fjölskylduþátttaka er samspil margra þátta og ytri skilyrða eins og vinnumenningar, laga um fæð- ingarorlof, en einnig huglægari og menningarlegri þátta eins og hugmynda og við- miða um foreldrahlutverkið og kynímyndir karla og kvenna. Segir hún Íslendinga nú hafa sett sér löggjöf um feðraorlof sem skapi sérstaklega hagstæð skilyrði fyrir jafnrétti. En til þess að þau megi ná tilgangi sínum þurfi samtímis að fara fram gagnrýnin skoðun á vinnumenningu okkar og vinnutilhögun, hefðbundnum hug- myndum um föður- og móðurhlutverkið og endurskilgreining á hlutverki kynjanna. mitt sé markmiðið að brjóta niður. Þá einblíndu karlarnir gjarnan á tengslin við börnin en töldu sig ekki vera í fæðingarorlofi til þess að sinna heimilisstörfum. Konum var gjarnara að líta á þetta tvennt sem samofið. Þær sinntu umhyggju- þættinum meira og litu frekar á umönnun og heimilishald sem eina heild. Segir Þorgerður þetta skapa annars konar nærveru og nánd en þá sem eingöngu gengur út á að „gera eitthvað“ og helst eitthvað karlmannlegt. Telur hún að þessi heildar- ábyrgð og yfirsýn geti átt þátt í að skýra undirtök kvenna á heimilinu. Þorgerður segir að karlar þurfi því að endurskilgreina fjölskylduþátttöku sína og axla meiri ábyrgð en nú á umönnun og heimili. Það sé einnig í samræmi við þá þróun að at- vinnuþátttaka kynjanna sé orðin mjög svipuð og konur axli framfærsluhlutverkið nánast til jafns við karla. Sjónarhorn íslenskra feðra gagn- vart feðrahlutverkinu koma fram í doktorsritgerð Sigrúnar Júlíusdótt- ur frá 1993 og ríma þau við viðhorf fráskildu mannanna í rannsókn Johansson. Lýsa þeir á átakanlegan hátt hvernig þeim finnst þeir vera sviptir möguleikanum á samvistum með börnum sínum vegna vinnu- álags og fjarveru frá heimili og fjöl- skyldu í venjulegum frítíma, kvöld og helgar. Þar kemur m.a. fram að stór hluti smábarnafeðra fer ekki með eiginkonu og börnum í sumar- frí. Margir þessara feðra lýstu eft- irsjá og gremju yfir því að hafa misst af börnunum sínum á mikil- vægustu þroskaárum þeirra. Ytri aðstæður leyfðu ekki annað. En ein meginniðurstaða rannsóknarinnar, að sögn Sigrúnar, er sú að íslensk hjónabönd sem „halda velli“, þ. e. foreldrar sem ráða við þær aðstæð- ur sem barnafjölskyldum eru búnar í íslensku samfélagi, nota aðferðina að styðja hvort annað í ákveðnu fórnarmynstri. Mæðurnar fórna eigin starfsframa þrátt fyrir að hafa aflað sér menntunar og eru heima hjá 2–3 börnum þar sem það er hagkvæmara. Feðurnir sem hafa hærri laun vinni þeim mun meira. Þegar rætt er um samskipti feðra og sona kemur venjulega fram hve mikilvægt er að strákar alist upp með karlmönnum sem þeir geti sótt til sem fyrirmyndar. Sænsk rann- sókn frá 1992 leiðir í ljós að sífellt fleiri ungir menn finni meiri sam- kennd með móðurinni en föðurn- um. Þetta er skýrt með því að margar mæður hafi fyrir tilstuðlan aukinnar menntunar og vinnu utan heimilis skapað sér sterka stöðu innan heimilisins. Í breyttu sam- félagi virðist það því ekki lengur sjálfsagt að faðirinn sé fyrirmynd sonanna. Telja sig nú bera meiri ábyrgð Margt hefur breyst til betri vegar hin síðari ár hvað varðar viðhorf kynjanna til uppeldishlutverksins og foreldrasamstarfs eins og kemur fram í skilnaðar- og forsjárrannsókn, frá 1995–2000, sem gerð er af félagsráðgjöfunum dr. Sigrúnu Júlíusdóttur og Nönnu K. Sigurðardóttur. Virðist sameiginleg forsjá endurspegla meira traust á milli for- eldra og meiri sátt um foreldrasamvinnuna sem kemur að sögn Sigrúnar m.a. fram í því að feður eru mun sáttari bæði við forsjárfyrirkomulag og umgengnishætti. Þeir telja sig einnig bera meiri ábyrgð og vera virkari í foreldrahlutverkinu þótt ekki komi fram tölfræðilegur munur á fjölda samverustunda. Sigrún bendir á að 30.11.2003 | 23 NÝTT HLUTVERK FEÐRA Ragnar Kjartansson 27 ára: „Pabbi er vinur minn. Mér þykir ofboðslega vænt um hann. Hann stendur með mér, hefur alltaf staðið með mér og hjálpað mér að takast á við lífið. Þegar ég var lítill kenndi hann mér að standa á fætur og afgreiða stríðnispúkana. Hann hefur alltaf haft ofboðslega gaman af að kenna mér eitthvað og hann er ótrúlega þolinmóður kennari. Pabbi er enn að kenna mér gítarhljóma og svo er hann líka að reyna að kenna mér golf. Hann tekur föðurhlutverkið graf- alvarlega og hefur gegnt því með bravör. Við erum mjög nánir, hann er til staðar sem vinur. Það hefur alltaf verið þannig. Það mikilvægasta sem faðir getur gefið börnum sínum að mínu mati er að hafa áhuga á þeim. Bera virðingu fyrir því sem gerir þau hamingjusöm og standa með þeim. Feður þurfa að vera ástríkir klettar. Núna þegar ég er orðinn fullorðinn kall þá finnst mér mikilvægt að vera vinur foreldra minna.“ Kjartan Ragnarsson 58 ára: „Ég tel að meginhlutverk mitt í uppvexti sonar míns hafi verið að vera félagi stráksa og haga mér sjálfur þannig að hann þyrfti ekki að skammast sín mjög mikið fyrir mig. Mér finnst ég vera nálægur faðir og tel son minn vera einn minn besta vin. Ef ekki þann besta. Þú spyrð hvort það sé mikill munur á mínu hlutverki sem föður og svo aftur því sem ég vandist í uppvextinum. Því svara ég játandi án þess að fara út í það nánar. Sá munur sem er svo á mér og Ragnari er sá að hann er miklu betur upp alinn en ég. Það mikilvægasta sem ég hef „gefið“ syni mínum er vonandi tími og athygli. Annars er ég svolítið feiminn við að svara spurningum blaðamanns um þetta mál- efni eins alvarlega og spurt er.“ KJARTAN OG RAGNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.