Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 24
24 | 30.11.2003 G unnar Lárus Hjálmarsson býr við Vesturvallagötuna, í Vesturbæn-um. Sjálfmenntaður doktor í rokki. Hann er í Brainwashed bol íeldhúsinu heima, svotil nýgiftur, nýorðinn pabbi, nýbúinn að læra ábíl, og nýja platan hans, Stóri hvellur, kemur út eftir fáeina daga. Þetta er fyrsta flokks rokkkkkkkk, með mörgum káum, svakalega fínn diskur, þótt doktorinn sé kannski orðinn allt að því mjúkur karlmaður. Þú ert eiginlega orðinn dæmigerður plebbi, Dr. Gunni? Jú, ég á fullt af flíspeysum meira að segja. Ég á samt ekki jogginggalla en fer oft í Smáralindina og skoða í búðir. Það er fínt að vera úthverfaplebbi finnst mér, keyra með sjeik niður Laugaveginn, og gera svo eitthvað allt öðruvísi eins og að spila rokk. Þetta þarf ekki að vera annaðhvort eða. Þetta þarf samt ekki að vera vont. Það er ekki hægt að ætlast til að menn breytist ekki neitt, séu uppreisnargjarnir rokkarar til sjötugs? Þú ert svona að verða miðaldra poppari. Ég hef aldrei litið á mig sem poppara reyndar. Rokkara þá? Já, en Rúnar Júl er ennþá eldri en ég. Alveg rétt. Þér leiðist þá ekki að vera ennþá í rokkkkkkkinu? Nei, en maður er kannski ekki æstur í að rífa sig upp til að spila á bar fyrir 50 manns, þegar maður getur verið heima að horfa á sjónarpið. En það er gaman að gera plötur og fara í viðtöl. Það er ennþá reiði í þér og þú ert létt hortugur í textunum. Þú ert að minnsta kosti ekki ennþá byrjaður að syngja um son þinn, nú eða alla fjölskylduna, eins og Bubbi. Ég er ekki orðinn andlega geldur ennþá, en það kemur vonandi að því. Ég finn mig ekki knúinn til að fara að syngja um ástina, nema kannski á dulmáli þá, undir rós. Nákvæmlega. Eins og í laginu Á eyðieyju: Feitan, ljótan strák í strætó dreymir um stelpuna í sætaröðinni fyrir framan hann, og hugsar um sjóðheita ástarleiki á fjar- lægri strönd, í þessum líka kalda íslenska hversdagsleika. Mér finnst bara skemmtilegt að spila rokk. Ég er að reyna að vinna ekki 9–5 vinnu ef ég kemst hjá því, það er svo slítandi. Núna vakna ég skelfilega snemma til að fara vinna í morgunþættinum Zombie á Skonrokki. Ég fer alltaf í þunglynd- iskast síðdegis á sunnudögum, ég meika ekki að byrja nýja vinnuviku. Ég er ekki latur, ég ber meira að segja öll einkenni workaholisma, en ég vil bara vinna eins og mér sýnist. Nú ertu orðinn pabbi, skiptir þú á bleium og hitar pelann á nóttunni? Já, ég geri það. Þetta var ekki starf sem ég sótti um, ég lenti bara í þessu eins og er í tísku að segja núna. Ég var búinn að vera nógu lengi einn í kjallarakompu í Þingholtunum. Þetta er allt mjög óraunverulegt. Eina reynsla mín af barnauppeldi hingað til var bíómyndin Eraserhead. Ég var orðinn fullsaddur af þessu barlífi á 22, fastur á horni Laugarvegar og Klapparstígs allar helgar. Við vorum þarna undir það síðasta tveir eða þrír saman á föstudagskvöldum að drekka bjór og ennþá leit- andi, pathetik lið. Þú varst nú lengi vel ábyrgur bankagjaldkeri í Landsbankanum. Það er ákveðin nostalgía í kringum það tímabil í lífi mínu. Þá átti ég fyrir leig- unni og peninga til að gefa út músík á spólum. Þetta var fyrir Visa og yfirdrátt- arvæðingu bankanna og maður átti því alltaf pening. Núna er allt lífið manns á Visa og háum vöxtum, maður er svo vitlaus að hafa fallið fyrir hæpinu. Ég gifti mig í Las Vegas í fyrra og við fórum svo til Hawaii í alltof langa brúðkaupsferð. Af hverju giftir þú þig í Las Vegas frekar en Bústaðakirkju? Okkur langaði bæði til þess að gifta okkur í Vegas, konan mín hafði séð Vegas- brúðkaup í bíómynd í Ísafjarðarbíói en mér fannst staðurinn endurspegla hversu Ameríkanar eru yndislega brjálaðir. Við vorum svo í þrjár vikur á Hawaii, bæði á túristaslóðum og inni í hálfgerðum frumskógum. Þetta er það lengsta sem maður kemst héðan frá Íslandi, ef maður hefur ekki efni á því að fara út í geiminn. Mér heyrist þú vera þétt sáttur við nýja fjölskyldulífið? Mjög svo. Lífið er svolítið eins og tölvuleikur, þar sem maður fer af einu borði á næsta borð. Maður þroskast og þarf ekki að fara í fyrsta borðið aftur. Það eru margir sem hugsa til fyrsta borðsins, djammtímanna með eftirsjá, ég geri lítið af því. Stundum kannski. Ég fer bara einu sinni á ári á gott fyllirí. Er það nóg? Jájá, þegar maður er orðinn svona gamall þá fær maður vonda timburmenn sem standa í viku. Þá nenni ég þessu ekki. Hvað áttu eftir að gera í tónlist Dr. Gunni? Þú ert búinn að gera barnaplötuna. Já, ég á kannski eftir að gera söngleik úr henni og svo langar mig til að gera al- gjört táningapopp, sem allir halda að sé metnaðarlaus froða, en er í raun dulbúin snilld. Svo ætlaði ég að skrifa skáldsögu eftir að ég lauk við bókina Eru ekki allir í stuði. Það var bara erfiðara en ég bjóst við. Maður reynir nú samt aftur við þann þrítuga hamar. Um hvað er sagan? Þetta er nostalgíu-bók, um pönktímann, svona uppgjör. Það hafa margir rithöf- undar skrifað um íslenska bítlatímann og svo það sem gerðist eftir að 1985- nostalgían byrjaði á fullu. Það hafa fáir skrifað um það sem gerðist þarna á milli, og enginn skrifað skáldverk um Rokk í Reykjavík-tímabilið. Það er undarleg þessi þrá, að lifa í fortíðinni. Ég var forviða um daginn þegar þú lékst lag með ELO í þættinum þínum á Skonrokki. ELO eru ekki sem verstir. Ég held að nútíðin sé í rauninni versta tíðin, fortíðin er betri, framtíðin líka. Það er eingöngu á færi bestu jógamunka að ná þeirri full- komnun að geta lifað alsælir í núinu. Mér finnst það erfitt. Ef maður fer til útlanda sem dæmi, þá er ferðin sjálf yfirleitt leiðinlegasti hluti ferðarinnar. Það er skemmti- legast að plana ferðina, skoða myndir af staðnum á Netinu og ímynda sér hvernig þetta verði. Svo kemur maður heim, skoðar myndirnar og ímyndar sér hvernig þetta var. Núið er í raun og veru lang leiðinlegast. DR. PABBI EFTIR ÞORSTEIN J. LJÓSMYND GOLLI Nútíðin er versta tíðin, fortíðin er betri og framtíðin líka, segir dr. Gunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.