Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27
30.11.2003 | 27 H ver og einn verður að finna sinn farveg og læra að njóta sín. Ég er sem bet-ur fer svo heppin að vera ánægð með það sem ég er að fást við,“ segir ljós-hærða konan í svörtu dragtinni og ljósa frakkanum sem gengur rösklega við hlið mér. Við erum að ganga í átt til jeppabifreiðar hennar og ummælin eru eins og lokapunkturinn á samtali sem við höfum átt um hana sjálfa og starf hennar. Ragn- hildur er af nýrri kynslóð íslenskra kvenna sem hefur náð langt í krafti hæfileika og menntunar. Hún er ein af fjórum framkvæmdastjórum hjá Icelandair sem er stærst dótturfélaga Flugleiða, jafnframt eina og fyrsta konan sem er framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum. Í samræðum okkar tók hún hins vegar fram að hún teldi að velgengni hennar til þessa byggðist fyrst og fremst á mikilli vinnu. „Ekkert kemur án fyrirhafnar, hvorki í námi né vinnu. Ég náði góðum árangri í skóla enda lagði ég líka hart að mér við nám- ið. Ég tel mig ekki hafa fórnað neinu fyrir þennan árangur sem ég hef náð vegna þess að ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á því sem ég hef verið að fást við.“ Ragnhildur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með tvær meistaragráður frá University of Wisconsin í Madison, aðra í iðnaðarverkfræði og hina í viðskipta- fræði. Hún er fædd í Bandaríkjunum þar sem faðir hennar, Geir Gunnlaugsson, for- stjóri Sæplasts, var í framhaldsnámi í vélaverkfræði. Móðir hennar, Kristín Ragnars- dóttir, meinatæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, var þá heimavinnandi enda Ragnhildur ekki ein á ferð þegar hún kom í heiminn. Hún á tvíburabróður, Arnar, sem er í námi í skurðlækningum í Bandaríkjunum. Fjölskyldan fluttist til Íslands tveimur árum eftir að tvíburarnir fæddust. Að öðrum tveim árum liðnum fæddist svo systirin Heiður Rós sem stundar nám í Kennaraháskóla Íslands. Góður árangur í námi Fljótlega eftir að fjölskyldan kom heim frá Bandaríkjunum settist hún að í Hlíð- unum og þegar Ragnhildur hafði aldur til fór hún í Hlíðaskóla sem var hinum megin við götuna. Þegar hún minnist skólagöngunnar þar tekur hún fram hlæjandi: „Einn minn helsti galli er óstundvísi og ég kenni því um að ég fór aldrei af stað í skólann fyrr en á síðustu stundu, þegar ég heyrði skólabjölluna hringja.“ Á næsta götuhorni var Menntaskólinn við Hamrahlíð og þar var Ragnhildur á eðl- isfræðibraut. „Stærðfræði og raungreinar hafa alltaf legið vel fyrir mér. Metnaðurinn hefur líka drifið mig áfram en ég hef alltaf verið metnaðargjörn og gert kröfur til sjálfrar mín,“ segir hún hreinskilnislega þegar við ræðum saman á heimili hennar vestur í bæ. Það kemur fram að ekki er langt síðan hún festi kaup á þessari íbúð og hefur hún verið að koma sér fyrir. Veggirnir eru málaðir hvítir, gegnheil eik er á gólf- um og húsgögnin nútímaleg. Sjálf hreiðrar hún um sig í djúpum leðurstól. Þeir sem þekkja Ragnhildi best segja að hún hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum og vilji oft hafa þá eftir eigin höfði. Strax sem ungabarn þurfti pelinn hennar alltaf að liggja eins, ef ekki gaf hún vandlætingu sína til kynna með því að berja fætinum í rúmið uns búið var að stilla pelanum rétt upp. Heimili hennar er lýsandi dæmi um þennan eiginleika, þar ræður smekkvísi og allt er í röð og reglu og ekkert óþarfa dót. RÁÐA Á Í STÖRF EFTIR HÆFILEIKUM Ragnhildur Geirsdóttir, 32 ára, hefur á skömmum tíma komist í eina af æðstu stöðum Icelandair L jó sm yn di r: G ol li Eftir Hildi Einarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.