Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 28

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 28
28 | 30.11.2003 Hefur lært margt af hjálparsveitinni Á menntaskólaárunum eyddi Ragnhildur frístundum sínum einkum í útvist en hún og Arnar bróðir hennar vorum í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. „Í gegnum hjálparsveitina lærði ég að njóta náttúrunnar og ferðast um landið við alls konar að- stæður." „Jú, auðvitað fór ég líka út að skemmta mér,“ segir hún þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki farið út á lífið af og til. „Útivistin og ferðamennskan er þó eitthvað sem maður lifir lengur á, að vera í góðra vina hópi á ferðalagi um landið, gangandi, hjól- andi eða í einhverju öðru farartæki er frábær skemmtun. Ég lærði ekki síst í gegnum hjálparsveitarstarfið að hægt er að yfirstíga stórar hindranir sem verða á vegi manns með þrautseigju og þeirri trú að maður komist á leiðarenda. Þetta er lærdómur sem ég hef getað yfirfært á lífið sjálft.“ Hún segist ekki lengur vera virkur félagi í daglegu starfi hjálparsveitarinnar, en er í stjórn sveitarinnar. Þó að hún sé hætt að mestu í daglegu starfi mætir hún alltaf til að selja flugelda. „ Án þess væru engin áramót.“ Það kemur fram hjá Ragnhildi að til þess að hafa gaman af því að ferðast og njóta útivistarinnar skipti máli að vera í góðu líkamlegu formi.„Ég hef þá trú að það sé samspil á milli góðs líkamlegs ástands og andlegrar orku.“ Í samræmi við það fer hún út að hlaupa eða í líkamsrækt nokkrum sinnum í viku. Einnig hleypur hún reglulega með hlaupaklúbbi Flugleiða. Hún stundar líka jóga einu sinni í viku sem henni finnst góð blanda við aðra líkamsrækt. „Þó svo að ég hafi aldrei náð sér- stökum árangri í íþróttum þá sér maður vel í gegnum þær að árangur næst ekki nema með því að stunda þær af kappi.“ Ragnhildur var trú þessari kenningu þegar hún ætlaði eitt sinn að taka þátt í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti Evrópuflugfélaga sem haldið var í Portúgal. „Mér var talin trú um að ég gæti tekið þátt í spretthlaupinu. Viku fyrir hlaupið tók ég mig til og ætlaði aldeilis að tryggja velgengni mína. Ég æfði stíft, tók hvern sprettinn á fætur öðrum og lyfti lóðum þess á milli. Þegar í keppnina kom hafði ég líklega togn- að á lærvöðva við allar æfingarnar því spretthlaupið varð að skokki!“ Með leiðakerfið á sinni könnu Hún bjó þrjú ár í Bandaríkjunum. „Ég kunni vel við mig í Bandaríkjunum en ætl- aði mér ekki að ílengjast þar sem hefði verið auðvelt þar sem ég hef líka bandarískan ríkisborgararétt vegna þess að ég fæddist þar. Ég vildi frekar fara heim til Íslands, hér líður mér best. Þegar ég kom heim frá námi, 27 ára gömul, fór ég að vinna í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, FBA, og vann þar í eitt ár.“ Hún segir að banka- starfsemin hafi ekki höfðað til sín. „Ég lærði þó mikið þar um fjármál en mér fannst ég ekki njóta mín í þessu umhverfi og langaði frekar að vera í starfi sem tengdist rekstri fyrirtækis. Svo skemmtilega vildi til þegar ég tilkynnti að ég væri að hætta að yfirmaður minn sagði mér frá áhugaverðu starfi hjá Flugleiðum. Þegar mér bauðst starfið var ég á báðum áttum. Fyrirtækið virkaði ekki sérlega spennandi utan frá, það virtist vera stórt og þunglamalegt. Reynsla mín varð allt önnur því Flugleiðir er fjölþætt og spennandi fyrirtæki þar sem margt mjög hæft fólk vinnur.“ Í fyrstu gekk starf hennar hjá Flugleiðum út á að vinna að stefnumótun innan fyrirtækisins. „Fyrirtækið er í stöðugri mótun og hefur breyst mikið á allra síðustu árum,“ segir hún. „Starf mitt þróaðist síðan út í að taka þátt í að móta leiðakerfi fé- lagsins. Um síðustu áramót þegar stofnað var sérstakt dótturfyrirtæki Flugleiða um millilandaflugið undir nafninu Icelandair var ákveðið að gera daglega stjórnun leiða- kerfisins að einu af fjórum meginsviðum Icelandair. Mér var boðið framkvæmda- stjórastarf á þessu sviði en undir það heyrir líka starfsmannastjórnun fyrirtækisins.“ Stefnt að lækkun flugfargjalda „Við vorum heppin að vera búin að gera grunnvinnuna að breytingunum fyrir 11. september 2001 þegar flug dróst mjög saman í heiminum og komu þær strax til framkvæmda auk margra annarra breytinga á rekstrinum. Þær leiddu til þess að árið 2002 varð langbesta árið í sögu Flugleiða frá upphafi. Nú er eitt stærsta verkefni Ice- landair að einfalda reksturinn enn frekar og lækka kostnað fyrirtækisins um 1.500 milljónir. Verður það meðal annars gert með aukinni sjálfvirknivæðingu: Meiri sölu í gegnum Netið, gefa farmiða út rafrænt og taka upp sjálfvirka innritun. Einnig er ver- ið að skoða hagræðingu í flugrekstrinum, m.a. með því að nýta flugvélaflotann enn betur, lækka kostnað á flugvöllum og fljúga á fleiri áfangastaði. Þá er ætlunin að ein- falda þjónustuna um borð í flugvélunum og gera hana nútímalegri og um leið lækka og einfalda fargjöldin. Við hyggjumst þó ekki selja matinn um borð heldur aðlaga hann betur að þörfum fólks. Innihald máltíða mun fara eftir lengd flugsins og á hvaða tíma dags flogið er. Þróunin verður sú að þjónustan mun nálgast það sem lággjaldaflugfélögin eru að bjóða upp á. Áfram munum við bjóða upp á viðskiptafarrými þar sem þjónustan verður meiri.“ Ragnhildur telur fólk almennt vera farið að líta á flug með hversdaglegri hætti en áður enda ferðast fólk meira. Því skipti farmiðaverð sífellt meira máli en þjónustan hafi minna vægi. „Við þurfum að aðlaga okkur þessum hugsunarhætti eins og önnur flugfélög.“ Gef fólki frelsi til athafna Ragnhildur telur eitt helsta verkefnið á sviði starfsmannastjórnunar að byggja upp jákvæðan starfsanda og gott vinnuumhverfi. „Í mínum huga er starfsfólkið ein mik- ilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og er árangurinn undir því kominn.“ „Góð samskipti starfsmanna og stjórnenda skipta mjög miklu máli og sama gildir um upplýsingastreymi til starfsmanna um reksturinn. Þetta eru viðfangsefni sem við erum stöðugt að vinna í.“ Ragnhildur er beðin um að lýsa stjórnunarstíl sínum. Hún hugsar sig vel um. „Ég er kröfuhörð við sjálfa mig og eflaust við aðra líka. Ég vil gefa fólki frelsi til athafna og vil að það sýni frumkvæði. Ég met hreinskilni fólks og vil að það segi sínar skoð- anir. Ég legg áherslu á að skapa þægilegt andrúmsloft og að fólki líði vel í vinnunni.“ Hún segir starfsmannaveltu hjá Icelandair og öðrum Flugleiðafyrirtækjum litla. „Starfsfólkið er tryggt fyrirtækinu og vill veg þess sem mestan. Hjá okkur eins og öðrum heyrast að sjálfsögðu stundum óánægjuraddir eins og gengur og gerist.“ Starfi Ragnhildar fylgir langur vinnudagur en hún kann líka að meta það að vera heima hjá sér. „Ég er í raun mikil félags-og fjölskylduvera. Ég bý ein og dags daglega hef ég tilhneigingu til að hafa hluti eins og eldamennsku einfalda og fljótlega. En bestu stundirnar eru með fjölskyldu og vinum yfir góðum mat og notalegum sam- ræðum. Ég hef mjög gaman af því að elda og finnst eldamennska góð slökun frá dag- legu amstri.“ Ragnhildur ólst upp í samrýndri fjölskyldu. „Við vöndumst því að ræða mikið saman um allt milli himins og jarðar. Um daginn fór ég að hugsa um uppeldið sem ég hlaut í uppvextinum, kannski vegna þess að ég vissi að ég var að fara í þetta viðtal,“ bætir hún við og brosir. „Mér finnst ég hafa hlotið gott uppeldi. Á heimili okkar ríkti mikill jöfnuður. Okkur Arnari bróður mínum, var til dæmis aldrei mismunað þegar okkur voru fengin ákveðin störf á heimilinu.“ Mér finnst ekki rétt að flokka störf upp í karla og kvennastörf heldur eigi fólk að velja sér nám og störf eftir áhugasviði, segir hún þegar við víkjum að jafnréttismálum í framhald- inu. Ég er heldur ekki ein af þeim sem er hrifin af jákvæðri mismunun kynjanna en tel að ráða eigi í störf eftir hæfileikum en ekki vegna kyns eða aldurs. Sjálf hef ég ekki fundið fyrir hindrunum vegna þess hvers kyns ég er.“ Ragnhildur segir að hún hafi mest yndi af því að fara í ferðir sem fela í sér útivist og hreyfingu til dæmis að hjóla í Ölpunum eða fara í gönguferð um Hornstrandir. „Útivist og ferðamennska snýst ekki síður um að láta sér líða vel en að reyna á sig. Ég hef því lagt það á mig ásamt félögum mínum að ganga heila dagleið með lambalæri, kartöflur og kol. Þannig að við gætum haft það notalegt um kvöldið. Gaman er að sjá svipinn á þeim sem maður hittir á leiðarenda þegar við drögum upp lambalærið meðan þeir gæða sér á þurrmat. Mér hefur líka alltaf þótt gaman á skíðum. Mér finnst fátt skemmtilegra en að ganga á fjöll á skíðum og renna mér svo niður brekku sem enginn annar hefur gert þann daginn. Fólk verður að finna sinn farveg í lífinu og finna hvar það nýtur sín best,“ segir hún. „Styrkleikar hvers og eins liggja á svo mörgum mismunandi sviðum og ekki er til uppskrift að því hvað gerir fólk ánægt með lífið. Ég finn mig í mikilli vinnu og útiveru og það er það sem gerir líf mitt skemmtilegt.“ he@mbl.is „Hjá okkur eins og öðrum heyrast að sjálfsögðu stundum óánægjuraddir eins og gengur og gerist.“ RÁÐA Á Í STÖRF EFTIR HÆFILEIKUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.