Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 32

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 32
32 | 30.11.2003 Ég var einu sinni á gangi í roki í Austurstræti eins og þar er oft. Þarna gekkKjalarnesstrengurinn inn úr Lækjargötunni og þá upplifði ég skyndilegaað það væri svo sterkur strengur á milli allra birtingarforma í list að það skipti í raun og veru engu máli hvað maður væri að gera – hvort maður skrifaði ljóð eða sögur, málaði eða væri í tónlist eða hvað sem er – þetta væri nákvæmlega sami punkturinn í raun og veru.“ Svona lýsir Bergur Thorberg því sem kalla má upphafinu að því að hann fet- aði veg myndlistarinnar. Fram að því hafði hann daðrað við ýmis önnur list- form – m.a. leikið með Leikfélagi Ak- ureyrar, samið ljóð og tónlist og lagt stund á leikhúsa- og kvikmyndafræði. „Þannig að leiðin að myndlistinni var svolítið kræklótt,“ segir Bergur sem ekki bara fór ýmsa króka á leið að listinni heldur í hæsta máta óhefðbundna. „Ég fór aldrei í myndlistarskóla en er búinn að eyða rosalegum tíma í að stúdera þetta, skoðað listaverk annarra, prófað mig áfram og hef komið víða við,“ segir hann og útskýrir að hann hafi verið meira og minna erlendis síðastliðin 18– 19 ár. „Ég hef farið í langar reisur sem hafa verið minn skóli – kannski tveggja til allt að sex mánaða reisur þar sem ég hef verið á ýmsum stöðum og málað.“ Ekki hægt að mála úr hvaða kaffi sem er Líkt og myndlistarmenntun Bergs er það efni sem hann vinnur með óhefð- bundið og kannski svolítið alþýðlegt. „Ég blanda saman kaffi og akrýlmáln- ingu og það er út af línunni minni,“ segir hann og útskýrir að efnið þurfi að renna vel því hann láti það leka úr lausu lofti niður á myndflötinn. Vissulega gæti hann notað vatn í stað- inn fyrir kaffið en fyrir um 14 árum hafi hann uppgötvað frá- bæra eiginleika þessa hversdagslega drykkjar fyrir slysni. „Ég missti kaffibolla ofan á myndina sem ég var að vinna með og kaffið virðist vera afskaplega ríkt af litarefnum. En það er ekki hægt að mála úr hvaða kaffi sem er,“ tekur hann fram og það er auðheyrt að heilmikil rannsóknarvinna liggur á bak við staðhæfingu hans. „Það er t.d. mjög misjafnt eftir kaffinu hvort tónninn er gulur, brúnn eða rauðbrúnn.“ Bergur lumar á fleiri undarlegheitum þegar kemur að list- sköpuninni. „Ég er búinn að vinna meira og minna á hvolfi í tíu ár,“ segir hann og þegar ég hvái við útskýrir hann að hann snúi blaðinu eða myndfletinum alltaf öfugt við sjálfum sér þegar hann er að vinna. „Þetta er ekki af því að ég sé les- blindur eða neitt slíkt,“ heldur hann glottandi áfram. „Þetta er einfaldlega önnur leið inn í myndlistina – annað sjón- arhorn sem einfaldar þetta allt fyrir mér, ég þarf ekki að maka eins miklu efni á.“ Það kemur líka í ljós að það er Bergi mikils virði að „maka litlu“ á myndirnar sínar því að baki listsköpuninni liggja heimspekilegar vangaveltur og vel útfærð hugmynd. „Ég er mikið fyrir opið rými og held mig við lágmarksbakgrunn eins og þú sérð.“ Hann bendir á nokkrar myndir sínar. „Þetta er kannski eins og svolítið ljóð þar sem búið er að höggva allt í burtu sem skiptir ekki máli. Það getur ýmislegt gerst í rýminu umhverfis teikningarnar og það er ekki mitt að ákveða hvað það er.“ Lagðist á hnén á götuna Bergur er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann hefur dvalið síðastliðna fimm mánuði. Stærstum hluta tímans varði hann á Strikinu þar sem hann málaði og seldi myndir sínar um leið og hann spjallaði við gesti og gangandi. „Strikið var engin tilviljun,“ segir hann. „Strik er það sama og lína en ég hef fengið kannski mesta hrósið fyrir línuna mína vegna þess að hún þyk- ir svolítið frjálsleg og fín en samt túlka eitthvað. Ég undirbjó þetta vandlega og valdi mér stað fyrir framan Royal skind sem er pelsabúð við hliðina á úrsmiðnum Gulagsen. Hann er með stóra klukku fyrir utan hjá sér en ég vinn einmitt með tímaelementið í myndum mínum og er búinn að kafa svolítið í Einstein og Niels Bohr í því sambandi.“ Bergur þrífur blýant og krotar í ákefð tvo hringi niður á blað til að útskýra mál sitt. Áður en ég fæ rönd við reist erum við komin á bólakaf í afstæðiskenninguna og aðra speki enn flóknari en um síðir kom- umst við aftur að lífinu á Strikinu í sumar. „Ég lagðist bara á hnén á götuna eins og aðrir og lifði þarna mýtuna um íslensku listamennina sem hafa legið í rennistein- inum í Kaupmannahöfn,“ segir hann hlæj- andi og vísar til höfuðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. „Svo ræddi ég heilmikið við fólk á með- an, um listina, um verð á myndlist, um bara allt við alla. Þá kom upp spurningin, hvenær er list list? Sumir ganga nefnilega með þann misskilning í hausnum að ef list er ódýr þá sé það ekki list og bara ef hún kosti mikið þá sé það list. Svo má líka snúa því við,“ heldur hann áfram. „Það er ein- mitt það sem ég er alltaf að gera: að snúa þessu við.“ Bergur segist himinlifandi með þau við- brögð og þá athygli sem hann fékk á Strik- inu. „Sumir voru hrifnari en aðrir. Ég er hins vegar örugglega búinn að selja mynd- ir til 80 eða 100 þjóðlanda en ég var nátt- úrulega að selja þetta hræbillegt.“ Bergur flissar með sjálfum sér þegar hann heldur áfram: „Vinir mínir vitna í Pablo [Picasso], sem fór í gegnum bleiku períóduna og bláu períóduna, og kalla þetta ódýru períódu Thorbergs. En hún er semsagt liðin undir lok – að mestu að minnsta kosti.“ Hálfpartinn neðanjarðar Hann segist líta svo á að á Strikinu í sumar hafi hann sett upp eina lengstu sýningu sem hann hafi tekið þátt í og í ljós kemur að flestar sýn- ingar hans hafa verið erlendis. „Ég hef verið hálfpartinn neðanjarðar á Íslandi og bara haldið sex, sjö sýningar hér heima á kannski 20 árum.“ Bergur hyggst þó gera brag- arbót á þessu. „Ég ætla að gera eins og poppararnir og gera víðreist um landið,“ segir hann og styrkir þar með þá tilfinningu að hann sé einhvers konar trúbadúr myndlistarinnar. Sýningarförina byrjaði hann í fæðing- arbæ sínum Skagaströnd um síðustu helgi og heldur áfram þessa helgi í Vestmannaeyjum. Næstu helgi setur Bergur upp sýningu á Ísafirði og vonast til að komast einnig til Akureyrar með myndir sínar. „Svo verð ég á fullu hér í Reykjavík á virkum dögum að mála.“ Undanfarin ár hefur Bergur verið með vinnuaðstöðu í Portúgal en í kjölfar ævin- týrsins á Strikinu verður nú breyting þar á. „Ég er kominn með samstarfssamning við gallerí í Kaupmannahöfn og er að fara að vinna verk fyrir þá. Þeir ætla að taka mig að sér í Danmörku til að byrja með en þeir eru með einhverja anga út í Evrópu líka.“ Það er því að hefjast nýr kafli í lífi hins kaffimálandi myndlistartrúbadúrs Bergs Thorbergs sem hefur feykst víða með Kjalarnesstrengnum sem blés úr Lækjargöt- unni forðum daga. En hvað sem framtíðin ber í skauti sér er viðbúið að hann skilji ekki eftir sig beint strik heldur haldi sig við þá frjálslegu línu sem hefur einkennt verk hans hingað til. www.vitanova.is/thorberg, ben@mbl.is LÍNAN, STRIKIÐ OG STRENGURINN Bergur Thorberg málar með kaffi og akrýlmálningu og hefur verið meira og minna á hvolfi í tíu ár LISTIR | BERGÞÓRA NJÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR L jó sm yn di r: G ol li „Ég fór aldrei í myndlistarskóla en er búinn að eyða rosalegum tíma í að stúdera þetta…“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.